Morgunblaðið - 05.02.1977, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1977
BENEDIKTSSON: Sagnfrœði
Halldórs Laxness
Svala og eiginmaður hennar Kern Moyse. Myndin var tekin f
Frakklandi vorið 1928.
í nýjustu bók Halldórs
Laxness, Ungur eg var, drepur
höfundurinn m.a. á kynni sin af
Éinari Benediktssyni og fjöl-
skyldu hans. Með því að ég var
gift Má, syni Einars, og frásögn
Halldórs er í mörgum atriðum
röng og illkvittnisleg, þykist ég
naumlega geta látið hana fara
fram hjá mér athugasemda-
laust. Var ég raunar fyrir all-
löngu búin að skrifa stutta
grein að þessu tilefni, þó að af
sérstökum ástæðum hafi dreg-
izt fyrir mér að birta hana.
En nú sé ég að í Mbl. hinn 29.
janúar sl., hefur Jóhann
Friðriksson frá Efri-Hólum tek-
ið svari Einars Benediktssonar
og fjölskyldu hans af röggsemi
og drengskap, og kann ég hon-
um miklar þakkir fyrir það. Get
ég því að sinni látið mér nægja
að víkja nokkrum orðum að
Svölu mágkonu minni og róg-
burði Halldórs um föður henn-
ar f því sambandi.
En hver voru þá kynni
Halldórs af Einari? Að eigin
sögn var hann „aðeins einu
sinni í stofu með Einari
Benediktssyni“. Var hann þá
boðinn heim til hans í Þrúð-
vang við Laufásveg með
Tómasi Guðmundssyni, „á
dauðum tíma milli hádegis og
nóns“. Er svo að sjá sem Hall-
dóri hafi þótt gestgjafinn
heldur þurr á manninn, en
„vera má að Tómas Guðmunds-
son hafi aðra sögu að segja af
viðskiptum sínum við skáldið",
bætir hann við. Nú var Tómas
heimilisvinur þessarar fjöl-
skyldu um árabil, en hvers-
vegna leitaði Halldór þá ekki til
hans um upplýsingar, ef hann
kaus að hafa fremur það, er
sannara reyndist um það atriði,
sem hér verður minnzt á
nokkru nánar?
Á árunum um og eftir 1920
hafði Einar Benediktsson all-
mikil umsvif og ferðalög vegna
fyrirhugaðs námurekstrar í
landi Miðdals f Mosfellssveit,
en nokkur erlend námafélög
höfðu að undangengnum frum-
rannsóknum látið f ljós áhuga á
Svala, dóttir Einars Benedikts-
sonar.
málmvinnslu á þessum stað.
Haustið 1923 brá Einar sér enn
til Þýzkalands og átti það að
verða skyndiferð, en það fór á
aðra leið. I Hamborg fékk
Einar höstuga blóðeitrun i
vinstra handlegg og varð að
leggjast á spitala, og liðu svo
mánuðir að honum var vart
hugað líf. Kona hans, frú Val-
gerður, var daglega hjá honum,
en Einari dugði það ekki. Hann
hafði jafnan haft hið mesta
dálæti á Svölu dóttur sinni, sem
um þær mundir hafði lokið
fyrri-hluta prófi í læknisfræði
við Lundúnaháskóla, og var
hún nú kvödd til Hamborgar.
Voru sfðan þær mæðgur báðar
yfir Einari, unz hann um vorið
hafði öðlazt þann bata, að hann
gat flutzt af spitalanum.
En hvernig segist Halldóri
frá þessu? Hann hefur það eftir
kunningja sínum (látnum, auð-
vitað), að brottför Svölu hefði
borið svo bráðan að vegna þess,
að „hún hefði verið lofuð þýzk-
um viðskiptavini föður sfns og
kvödd á vettvang þeirra erinda
að eiga hann.“ Það er með
öðrum orðum gefið í skyn, að
Einar hafi ætlað að fórna eftir-
lætisdóttur sinni fyrir fjárhags-
lega hagsmuni (hét það ekki að
selja mansali?) og þarf þá
engan að furða þó að, eins og
Halldór segir orðrétt, „að lfk-
legt sé að hún hafi aldrei sfðan
borið sitt bar, en horfið til
Ameríku og látizt þar úr
berklaveiki." Hið sanna er, að
Svala lauk prófi í læknisfræði
við háskólann í Berlín. Þar var
þá við nám ungur bandarískur
lögfræðingur, Kern Moyse,
(Halldór nefnir hann Mr.
Muir.) Felldu þau Svala hugi
saman, giftust og settust að í
New York, þar sem Halldór
kveður Svölu hafa látizt úr tær-
ingu. Þetta er ekki heldur rétt.
Þau hjónin, Svala og maður
hennar, munu hafa veríð að
koma af hljómleikum og biðu
nokkra stund eftir vagni sínum.
En það var hörkufrost og varð
Svala innkulsa. Tók hún þá
höstuga lungnabólgu, sem
leiddi hana til dauða á fáum
dögum, árið 1929.
Frú Svala var frábærlega gáf-
uð og glæsileg kona, og varð
hún manni sínum mjög harm-
dauði. Hefur hann sýnt minn-
ingu hennar mikla ræktarsemi.
M.a. hafði hann á einni ferð
sinni til Islands meðferðis mjög
vandað og dýrt pfanó, sem
Svala hafði lengi átt og skildi
ógjarna við sig. Fyrir tilmæli
konu einnar sem um áratuga
skeið vann hér að lfknarmálum,
gaf Mr. Moyse hljóðfærið til
hælisins í Kópavogi. Áletrun á
silfurskildi greinir frá því, að
hann hafi fært hælinu þessa
gjöf til minningar um elskaða
eiginkonu sfna, Svölu.
(Presented by Kern Moyse in
memory of his beloved wife
Svala).
Ég hef hripað þessar línur f
þeirri trú, að mannorð látins
fólks eigi líka nokkurn rétt á
sér.
Sigrfður Benediktsson.
Strandríkið sjálft er fær-
ast um verndun fiskstofna
Á þingi Evrópuráðsins í
Strassbourg 24.—27. janúar s.I.
voru hafréttar- og fiskverndar-
mál á dagskrá. Var um að ræða
tvær þingsályktunartillögur
um þessi efni.
Annars vegar var tillaga frá
laganefnd þingsins um hafrétt-
arráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna, þar sem m.a. var lagt til
við ráðherranefnd Evrópuráðs-
ins, að haldinn yrði sérstakur
fundur fulltrúa aðildarrfkja
ráðsins í þeim tilgangi að sam-
ræma og sætta sjónarmið
ríkjanna, en þennan fund
skyldi halda áður en 6. fundur
þriðju hafréttarráðstefnunnar
yrði haldinn. Framsögumaður
þessarar tillögu var brezki
þingmaðurinn W. Percy Grieve.
Tillagan var samþykkt með
mótatkvæðum.
Hins vegar var tillaga frá
landbúnaðarnefnd þingsins um
fiskverndarmál, en nefnd þessi
fer með sjávarútvegsmál.
Framsögumaður þessarar til-
lögu var írski þingmaðurinn
Mark Killilea. Tillagan var sam-
þykkt einróma.
Tillögur þessar komu til um-
ræðu sameiginlega á fyrsta
degi þingsins og héldu umræð-
ur áfram daginn eftir. Var svo
mikill áhuga á þessum málum,
að 24 þingmenn frá 12 rfkjum
Evrópuráðsins tóku til máls.
Leiddi þetta til þess að ræðu-
tími var þegar í upphafi um-
ræðna takmarkaður umfram
venju.
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son tók fyrstur til máls að lokn-
um framsöguræðum og mælti á
þessa leið:
Ég verð að hefja mál mitt
með því að mótmæla þeim
niðurskurði á umræðum, sem
hér hefur verið ákveðinn. Við
verðum að hafa í hug, að hér er
um að ræða sameiginlegar um-
ræður um tvær mikilvægar til-
lögur. Ég tef ekki tímann með
því að orðlengja frekar mót-
mæli mfn.
I þingsályktunartillögu og
greinargerð um þriðju hafrétt-
arráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna gerir hr. Griev mikið úr
þvf, að hafréttarráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna hafi ekki enn
tekist að koma á alþjóðasam-
komulagi um hin vfðtæku verk-
efni, sem ráðstefnan hefur ver-
ið að fást við. Þetta breytir ekki
þeirri staðreynd, samt sem áð-
ur, að siðan fjórða hluta ráð-
stefnunnar lauk hefur legið
fyrir frumvarp að hafréttarsátt-
mála, sem mælir fyrir um ein-
hliða rétt strandrikis til að t'aka
sér 200 mílna efnahagslögsögu.
Hafa þessi ákvæði verið óbreytt
síðan í meðferð hafréttarráð-
stefnunnar.
Með þetta í huga er ég and-
vígur þeirri tillögu að setja á
fót sérstaka ráðstefnu með full-
trúum aðildarríkja Evrópuráðs-
ins, þar sem það væri ekki ein-
ungis vafasamt heldur og
ónauðsynlegt. Ef slík ráðstefna
skyldi vera kölluð saman, hefði
hún þann eina tilgang að sætta
sjónarmið aðildarríkja okkar
um atriði, sem þriðja hafréttar-
ráðstefna Sameinuðu þjóðanna
hefur ekki enn náð fullu sam-
komulagi um. Hér er sérstak-
lega um að ræða hið erfiða við-
fangsefni að ná samkomulagi
um heildarstjórn alþjóðasvæða
utan lögsögu strandríkja og
hagnýtingu hinna miklu auð-
æfa, sem þar finnast í hafinu og
í hafsbotninum.
Það er ef til vill að bera í
bakkafullan lækinn fyrir mig I
þessu sambandi að minna á, að
á síðustu þremur áratugum eða
þar um bil hefur ísland verið i
fararbroddi i baráttunni fyrir
auknum rétti strandríkja. I
raun var það svo, að það var
fyrir frumkvæði íslands, að
fyrsta hafréttarráðstefna Sam-
einuðu þjóðanna var kölluð
saman árið 1958, sem síðar
leiddi til annarrar og þriðju
hafréttarráðstefnunnar. Til-
gangur islands var ekki einung-
is að tryggja verndun sinna
þýðingarmestu efrfúhagsverð-
mæta, grundvöll síns stjórn-
málalega- og efnahagslega sjálf-
stæðis, heldur einnig að vernda
eina af þýðingarmestu upp-
sprettum eggjahvíturikra fæðu-
tegunda fyrir sveltandi þjóðir
heims. En uppspretta þessi fór
hraðminnkandi vegna ofveiði
með stöðugt fullkomnari tækni-
búnaði við fiskveiðar.
Þetta leiðir hugann að hinu
mikilvæga hlutverki fiskvernd-
ar, sem er annað meginefnið í
þessum sameiginlegu umræð-
um. Þingsályktunartillagan svo
og greinargerðin um fiskvernd,
sem Mr. Killelea mælti fyrir, er
ákaflega vel unnin og skýrir á
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
framúrskarandi hátt vandamál
og úrræði tengd hinu þýðingar-
mikla málefni, sem fiskivernd-
in er. Ég flyt Mr. Killelea þakk-
ir mínar og óska honum til
hamingju með þetta verk.
Auðvitað er það, sem segir í
greinargerð þessari um fisk-
vernd, ekkert nýmæli fyrir okk-
ur íslendinga. Þvi að yfir hálfa
öld höfum við beitt í mismun-
andi ríkum mæli þeim aðferð-
um, sem fjallað er um í þessari
greinargerð. Við erum því ekki
án nokkurrar reynslu í þessum
efnum.
Raunhæfasta leiðin til fisk-
verndar er fólgin í þeirri stefnu
að gera viðkomandi strandriki
sjálf ábyrg fyrir aðgerðum í
þessu efni, þvi að hvað sem má
segja um kosti alþjóðasam-
vinnu, þá hefur reynslan sýnt
og sannað, að þetta hefur gefið
bestan árangur, sem langtíma-
stefna, einnig fyrir önnur lönd
en strandrikin sjálf. í raun er
það einmitt þessi stefna, sem
nú, góðu heilli, sýnist hafa hlot-
ið framgang á hafréttarráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna.
i þessu sambandi er mikil-
vægt að hafa í huga, að við
hverja útfærslu fiskveiðilög-
sögunnar hafa islendingar
fengið meíra olnbogarúm til að
koma á nauðsynlegum friðun-
arráðstöfunum, er hafa stöðugt
aukizt vegna hins hættulega
ástands fiskistofnanna. En
þetta ástand hefur í sjálfu sér
gert útfærslu fiskveiðilögsög-
unnar að hinu mesta nauð-
synjamáli.
i fiskverndarmálum verður
meginstefnan að vera fólgin i
verndun ókynþroska fisks. Við
islendingar höfum gengið stöð-
ugt lengra i þessa átt. A siðasta
ári var umfangsmikil löggjöf
sett, sem kveður á um strangar
verndunaraðgerðir varðandi
allar greinar islenskra fisk-
veiða. Þessi löggjöf gengur
lengra en nokkur önnur fyrri
fyrirmæli um fiskvernd.
Ég vona að það, sem ég hef
núna sagt, nægi til að sýna, að
íslendingar fagna þeirri stefnu,
sem i tillögu þessari og greinar-
gerð felst. Ég tel þingsályktun-
artillöguna bæði tímabæra og
gagnlega og styð hana af heil-
um hug.
Ræða ÞORVALDS GARÐARS KRISTJÁNSSONAR
á þingi Evrópuráðsins í Strasbourg