Morgunblaðið - 05.02.1977, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 05.02.1977, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRUAR 1977 X3 Kjartan Norðdahl: Nýalssinnar og fljúgandi diskar Stundum, sérstaklega í seinni tíð, hefir verið lögð fyrir mig þessi spurning: „Hvað álítið þið nýalssinnar um fljúgandi diska?“ Og þessari spurningu er fljótsvar- að að mfnu mati. Nýalssinnar eiga enga „patent" skýringu á þessu furðulega fyrirbæri. Annað mál er það, að einstaka menn innan hreyfingar nýalssinna, t.d. í Fé- lagi Nýalssinna, telja sjálfa sig hafa skýringu á reiðum höndum og það er þeim velkomið. Á tslandi rikir hugsana- og prentfrelsi. Hér á landi má hver sem er segja álit sitt á hverju sem í er. Mér finnst það samt bera vott um skort á raunsæi, þegar ein- staka menn þykjast geta mælt fyr- I ir munn hóps annarra manna, án þess að hafa fengið til þess sér- j stakt umboð. Þetta er samt algengt, ekki sizt er varðar stjórnmálamenn. Hver kannast ekki við orðalagið: „Við sjálfstæðismenn álftum...“, „Við í Alþýðubandalaginu...“. Er það nú múgmennska, segi eg. Auðvit- að getur einstaklingur gefið út yfirlýsingar eða sagt sitt álit í nafni stjórnmálaflokks eða fé- lagasamtaka, en þá þarf að liggja fyrir samþykkt frá fundi eða þingi, þar sem lýðræðislegar leik- reglur hafa ráðið. Engin samtök nýalssinna eða Félag Nýalssinna hafa gert neina samþykkt um afstöðu sina til þessa fyrirbæris, sem menn nefna fljúgandi diska (eftirléiðis skammst. F.D.) Það hefir hins vegar gerzt, að lesnar hafa verið auglýsingar i Ríkisútvarpinu, þar sem orðalagið er þannig, að gefið er i skyn, að Félag Nýalssinna kunni skýringu á þessum fyrirbærum. Hér er um að ræða dæmi þess, er einstaka áhugamenn sjást ekki fyrir i ákafa sinum, og taka sér bessaleyfi til að tala og skrifa i nafni heils félags, enda þótt i þvi félagi hafi engin sameiginleg ályktun verið samin. Mælist ég til þess við velviljaða lesendur, að þeir taki þessu með skilningi og láti þessa klaufalegu framkomu ekki spilla fyrir góðum málsstað (málsstað Nýals). Nýalssinnar eru fólk, sem hefir mikinn áhuga á kenningum dr. Helga Pjeturss, eins og þær koma fram í ritum hans sem bera sam- heitið Nýall. Það, sem vakir fyrir nýalssinnum, er að fá aðra til að veita þessum kenningum athygli, og þá ekki sízt vísindamenn. I þessu skyni var Félag Nýalssinna stofnað, ef það mætti verða til þess að auka samtakamátt stuðningsmanna Nýals. Atvikin hafa hins vegar hagað því þannig, að þetta félag og nýalssinnar yfir- leitt, hafa fengið orð á sig fyrir að vera þröngsýnir og jafnvel of- stækisfullir í skoðunum. Veit ég eigi gjörla hvað veldur nema ef vera skyldi það, hversu það fer yfirleitt i taugarnar á fólki, þegar einstaklingar eða félög eru að til- kynna því hver sé hiri eina „rétta“ skýring á ýmsum gátum tilver- unnar. Samtök eins og Félag Nýals- sinna, eiga að vera rannsóknar- samtök, en ekki sannleiksfélag, sem gefur út yfirlýsingar og fyll- yrðingar f sifellu. Við í félaginu vitum ekkert meira um F.D. en hver annar og það er mér mjög til efs, að neinn ávinningur sé að því að blanda þessum málum saman. Með þessu er ég alls ekki að segja, að það se e-ð athugavert við að hafa áhuga á F.D, enda skortir vist ekkert þar á. Ötal félög, greinar og bækur hafa verið stofnuð og samin vegna þessa máls. Þó nokkuð margir virtir vísindamenn hafa gefið sig að þessu og reynt að rannsaka málið. Nægir þar að nefna sérstaklega ameriska stjörnufr. dr. J. Allen Hynek, sem samið hefir greinar og bækur um F.D., sem liklegast eru þær merkilegustu sem enn hafa sést. Kemur greinilega fram hjá dr. Hynek, að hann telur fyrirbærin eiga sér stað og að skýringin á þeim, þegar hún loks- ins fáist, muni valda þekkingar- byltingu isögu visindanna. HVER ER TILGANGURINN? Um það, hvers vegna þessir fljúgandi diskar séu að koma hingað, hefir margt verið ritað af ýmsum mætum fræðimönnum. Mig langar aðeins að vekja at- hygli á einu atriði, sem mér virð- ist ekki hafa verið nægur geumur gefinn. I þeim blöðum og bókum, sem ég hef lesið um F.D. hef ég hvergi rekizt á dæmi þess, að þeir hafi látið neitt gott af sér leiða, í bezta Furður Afríku Samkoma I Aðvent- kirkjunni Ingólfsstræti 19 Reykjavik kl. 5 á morgun, sunnudag. Sigurður Bjarnason Gestur verður Paul Sundquist sem var mörg ár trúboði i Afrlku. Hann talar um kristniboð og sýnir litskuggamyndir frá Afriku. Verið velkomin. falli e-ð alveg hlutlaust. Aftur á móti er i mörgum þessara frá- sagna þess getið, að meintir disk- ar hafi tíaft neikvæð áhrif á þá, sem urðu þeirra varir, svo ekki sé meira sagt. Þetta virðist mér benda til þess, að vitsmunaverur þær, sem hér kunna að standa að baki, hafi ekki ýkja mikla samúð með okkur hér. HVERNIG KOMAST ÞESSIR DISKAR HINGAÐ? Væru þeir frá einhverjum hnetti innan okkar sólhverfis, t.d. óþekktri jörð, sem sífellt er hand- an sólar eins og einhver spákerl- ing hefir haldið fram, eða tungl- um Saturnusar eða Júpiters eða þá frá óþekktri risageimstöð á braut um sólu, þá ætti að vera mun auðveldara að fylgjast með þeim en raun ber vitni. Séu diskarnir úr öðrum sólhverfum komnir, þá gerir hin gifurlega fjarlægð milli stjarna allar umræður um ferðalög að markleysu. Enda þótt diskarnir færu með ljóshraða eða nærri því, þá tekur slfkt ferðalag mörg ár, en ef dæma má af sögum (statistik) af F.d. er þá fjöldi heimsókna þeirra hér og hvar á jörðu svo mikill, að hann jafngild- ir að meðaltali nokkrum á dag. Getur hver maður séð að þetta fær ekki staðist. En geta þeir þá horfið úr einu sólhverfi og komið fram í öðru, án þessi í rauninni að fara á milli stjarnanna? Þetta mun vera skoð- un einstöku nýalssinna og e.t.v. fleiri. En þá er þetta að athuga. Einu dæmin um likamninga, sem nokkur gaumur er gefandi, eru þau sem brezku vísimdamennirn- ir Crookes o.fl. rannsökuðu á önd- verðri þessari öld. Og samkvæmt niðurstöðum þeirra og samkvæmt kenningum Nýals eiga líkamning- ar að geta átt sér stað. Þeir eiga að mótast af því aflsvæði, orkusvæði, sem fyrir er á myndunarstaðnum. í ljósi þessa hafa sumir þeirra, er ganga með flugdiksatrú, dregið þá ályktun að F.D. geti likamnast I gufuhvolfi jarðarinnar, af þvi að nú sé menning jarðarbúa komin á það stig véltækni og tæknihugs- unar, að slíkt geti átt sér stað. Tækniþekking jarðarbúa á að skapa þau orkuskilyrði, móttöku- skilyrði, að F.D. geti framleiðst í gufuhvolfinu. Má vera. En i and- stöðu við þessa skýringu kemur sú staðreynd, að þessar sögur um F.D. eiga að ná aftur allar aldir, jafnvel aftur i tima Biblíunnar eða enn aftar. Og hvernig gátu menn á dögum Esekiels séð F.D. og lýst þeim svipað og gert er nú á tuttugustu öld, ef þekking jarðar- búa á að ráða einhverju um myndunarskilyrði þessara „líkamninga"? Samt má vel vera, að þessi til- gáta sé á einhvern hátt nær hinni réttu skýringu en aðrar, en það er alveg fráleitt unnt að fullyrða neitt um það ennþá. Það veit eng- inn hér á jörð neitt um þessa diska, hvorki hvaðan þeir koma né hvernig eða hvort þeir hafa yfirleitt nokkuð komið. Og auk þess ekki heldur hvort fyrirbærin eru jarðarbúum jákvæð eða ekki. Mér virðist gagnrýnin og varkár afstaða of litil en auðtrúin of mikil og það er ekki beinlinis til þess fallið að auka virðingu manns fyrir flugdiskatrú, þegar í ljós kemur, að langflestar þessara æsifrétta um F.D. t.d. þær, sem birzt hafa í hérlendum blöðum upp á síðkastið, eiga sér hinar Framhald á bls. 25 FRÁ LEIBBEININGASTÖfl HÚSMÆflRA Sleppið ekki handfanginn á vörnvagninnm í matvöruverzlnn- inni eí barnið sitnr í vapinnm Eftirfarandi saga var birt i „Rád och Rön“ sem Konsumentverket í Svíþjóð gef- ur út og verður hún sögð hér öðrum til viðvörunnar. Kona hafði látið dóttur sína á vöruvagninn en þar er sæti sem ætlað er börnum eins og kunn- ugt er. Hún brá sér frá andar- tak, skyndilega valt vagninn, barnið datt og lærbrotnaði. Litla stúlkan varð að liggja á sjúkrahúsi í fimm mánuði og er hún nú byrjuð að ganga aftur en annar fóturinn er ekki orð- inn alveg góður enn. Móðirin skýrði frá þvi að barnið hafði vaggað sér dálitíð, en hún hafði furðað sér á því hve vagninn væri óstöðugur. Verslunarstjórinn hafði þá sagt henni að ef menn ýta fyrst vagninum áfram og draga hann síðan aftur á bak þá geta hjólin undir vagninum snúist þannig að einungis lftið átak þurfi tl þess að hann velti. Það þyrfti að vera við- vörunarskilti á vögnunum þar sem sagt er frá þvi, að þegar börn eru látin á vöruvagninn meðan verið er að versla, skuli fullorðna fólkið aldrei sleppa handfanginu. Einu sinni var mánaðar- gamalt barn lagt i botn vagns- ins. Móðirin sleppti vagninum til þess að ná i þann söluvarn- ing í hillunni sem hana vanhag- aði um. A meðan fór systir ung- barnsins tveggja ára að klifra upp á hjólagrindina með þeim að hún fékk bæði vagninn og litla barnið yfir sig. Til allra hamingju meiddist enginn al- varlega í það skiptið. Við rannsókn á barnaslysum sem fram fór i Uppsölum og þar í grendinni kom i ljós að í sjö tilvikum hafði vöruvagn átt þátt I slysum. S.H. ALLAR TEGUINIDIR IIMIMRÉTTIINIGA Að gera nýja Ibúð úr gamalli er mjög heillandi og skemmtilegt verkefnl Það útheimtir rfkt hugmyndaflug og hagleik. Það er okkur sér- stök ánægja að leiðbeina fólki i þessum efn- um. Við komum ó staðinn, ræðum hugmynd- ir beggja aðila, gerum áætlanir og síðan föst verðtilboð A þennan hátt veit viðskiptavinur- inn hver kostnaðurinn er og getur hagað flár- hagsáættun sinni samkvæmt því. ELDHUSINNRETTINGAR Ef þér þarfnist ráðlegginga eða aóstoóar, veitum við fúslega allar upplýsingar. JffSm SKAPAR SÖLBEKKIR gerum föstverötilboö i allar tegundir innréttinga IU0GRR | allar legundir innréttinga Tréval hf. Auöbrekku 55 40800 Hiinnebeck kerfismót og loftaundirsláttur — Byggingamáti nútímans ___ ___ ________ B. F. ÁRMANNSFELL, Funahöfða 19, s. 83307 — 83895.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.