Morgunblaðið - 05.02.1977, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRUAR 1977 J J
Islendingar trúhneigðir:
TRUHNEIGÐ tslendinga og
trú á ýmis dulræn fyrirbrigði
er almennari hér á landi en I
öðrum Evrópulöndum, þar sem
samanburð er að fá, og eigum
við meiri samleið I þessum efn-
um með Bandarfkjamönnum
en nágrannaþjóðum okkar sam-
kvæmt niðurstöðum könnunar,
sem gerð var hér fyrir um
tveimur árum á vegum sálar-
fræðideildarinnar innan Há-
skólans og dr. Erlendur Har-
aldsson, lektor, kynnti nýverið
f tveimur útvarpserindum.
Könnun þessi náði til rúm-
lega ellefu hundruð manna um
land allt á aldrinum frá þritugu
til sjötugs,, og alls urðu 902 eða
80% hinna aðspurðu við til-
mælum um að senda til baka
útfylltan spurningalista. Að þvi
er Erlendur sagði I viðtali við
Morgunblaðið fjallaði könnun-
in um almenna reynslu manna
hér á landi af dulrænum fyrir-
brigðum, um viðhorf þeirra til
framhaldslífs og einnig var
spurt um trúhneigð þeirra,
hvort þeir teldu sig hafa orðið
fyrir trúarreynslu og við hvaða
aðstæður. Jafnframt var nokk-
uð kannaður lestur hinna að-
spurðu á dulrænu og trúarlegu
efni og loks var spurt um
draumalíf.
Hér á eftir verður vikið að
nokkrum helztu niðurstöðum
framangreindrar könnunar, en
að sögn Erlends hefur nú verið
hafizt handa um að fara nánar
ofan í einstök atriði þessarar
könnunar. Þannig hefur nú í
vetur verið ráðizt f að eiga við-
töl við alla hina aðspurðu, sem
búsettir eru á Reykjavikur-
svæðinu og samkvæmt könnun-
inni kváðust hafa orðið fyrir
reynslu af látnu fólki. Magnús
Jónsson, kvikmyndagerðamað-
ur og blaðamaður, sem um þess-
ar mundir er að ljúka BA-prófi
f sálarfræði frá félagsvísinda-
deild háskólans, hefur átt þessi
viðtöl, en að sögn Erlends er
þessu verki ekki að fullu lokið,
svo að niðurstöður munu tæp-
ast liggja fyrr en siðar á árinu.
Jafnframt sagði Erlendur, að
í könnuninni hefði verið innt
eftir annarri tegund dulrænnar
reynslu, sem Erlendur kvaðst
hafa hug á að athuga betur, en
það væri sú reynsla að fólk
teldi sig vera utan eigin likama
einhvern tíma. Þetta væri frem-
ur sjalfgæft fyrirbrigði en engu
að siður hefðu um 8% þeirra,
sem spurðir voru i framan-
greindri könnun, talið sig hafa
orðið fyrir slikri reynslu. Er-
lendur kvað nú stefnt að því að
hitta einnig þetta fólk að máli
og fá nánari lýsingu á þessari
reynslu.
Kannanir þessar og úrvinnsla
þeirra eru töluvert kostnaðar-
samt fyrirtæki, en fyrir nokkru
var stofnaður sjóður til rann-
sókna á sviði dulsálarfræði, og
framangreindar rannsóknir eru
að verulegu leyti kostnaðar af
honum. Sjóður þessi hefur hlot-
ið lögfestingu og framlög og
gjafir til hans eru frádráttar-
bærar til skatts. Tekjustofn
þessa sjóðs eru fyrst og fremst
frjáls framlög einstaklinga og
áhugamanna um visindalegar
rannsóknir á þessu sviði sálar-
fræðinnar en stjórn sjóðsins
skipa þeir dr. Erlendur Har-
aldsson, sr. Jón Auðuns, fyrr-
um dómprófastur, og Þorsteinn
Þorsteinsson, lífefnafræðingur.
Sjóðurinn, sem nefnist „Sjóður
til rannsókna I dulsálarfræði,
hefur gfróreikning 60600-6 og
geta þeir sem vilja ljá rann-
sóknum þessum lið greitt inn á
hann.
Morgunblaðið spurði dr. Er-
lend hvort tiokkuð fleira væri á
döfinni varðandi rannsóknir
hans á framangreindu sviði sál-
arfræðinnar. Erlendur kvaðst
þá geta greint frá því, að áður
en hann hefði hafið störf við
háskólann hér, hefði hann unn-
ið í New York að umfangsmikl-
um rannsóknum á sýnum
deyjandi sjúklinga. Rannsóknir
þessar náðu til nær eitt þúsund
slíkra tilfella bæði á Indlandi
og i Bandaríkjunum. Erlendur
kvað þessu verki nú að ljúka og
kæmu niðurstöður þessarar
rannsókna væntanlega út f bok-
arformi næsta haust.
Erlendur sagði að undanfarið
hefði komið fram vaxandi
áhugi á ýtnsu í reynslu
deyjandi manna sem kann að
snerta hugsanlegt framhaldslf.
Hjá þeim kæmu fyrir einstök
atriði sem e.t.v. mætti taka sem
vísbendingu um annað líf. Hins
vegar væri þetta rannsóknar-
leið sem litt hefði verið farin
fyrr en á síðustu árum. Þó
mætti geta þess að læknir nokk-
ur, er starfað hefði við háskóla-
sjúkrahús í Virginíu hefði ný-
verið skrifað bók, sem hann
byggði á samtölum við fólk er
hefði dáið svonefndum klfnfsk-
um dauða en verið kallað aftur
til lffsins. Bókin hefði vakið
mikla athygli vegna þess
hversu lýsingarnar hefðu verið
innbyrðis lfkar og hún komist á
metsölulista um tíma þar
vestra. Erlendur tók þó fram,
að allar rannsóknir á þessu
sviði væru á byrjunarstigi,
menn væru enn að þreifa fyrir
sér og ekkert væri unnt að full-
yrða enn sem komið væri um
niðurstöður þeirra.
En víkjum þá nánar að helztu
niðurstöðum könnunar þeirrar
sem dr. Erlendur lýsti f út-
varpserindum sfnum. Varðandi
skoðanir hinna aðspurðu á til-
vist ýmissa hugrænna dul-
rænna hæfileika, þ.e.a.s. á hug-
boðum og hugskeytum, for-
spám og berdreymi, þá reynd-
ust viðhorf til þessara fyrir-
bæra nokkuð á einn veg. Nær
helmingur manna taldi tilvist
þeirra annaðhvort vissa eða lfk-
lega, 41% taldi hana mögulega
en innan við 1% spurðra taldi
óhugsandi að slfk fyrirbæri
ættu sér stað. Samanlagt töldu
aðeins 5% hinna spurðu tilvist
þeirra ólfklega eða óhugsandi,
þannig að draga má þá ályktun
að meirihluti landsmanna trúi
að meira eða minna leyti á til-
vist þessara dulrænu hæfileika.
Konur reyndust nokkuð trúaðri
á þessi fyrirbæri en karlar.
Ekki var unnt að greina mikinn
mun á viðhorfum til þeirra eft-
ir aldurshópum en lengd skóla-
göngu virtist hafa nokkur áhrif
f þá átt að minnka trú manna á
þessi fyrirbæri eða þá að hinir
langskólagengnu tjáðu sig ekki
eins afdráttarlaust. Dr. Erlend-
ur bar þessa niðurstöðu síðan
saman við áþekkar kannanir
sem gerðar höfðu verið annars
vegar meðal Dana og hins vegar
meðal Bandarfkjamanna, og
sýndi það sig að meirihluti al-
Dr. Erlendur Haraldsson
mennings f þessum tveimur
löndum trúir einnig á tilvist
þessara fyrirbæra en viðhorf
Islendinga á þessu sviði eru
töluvert jákvæðari en viðhorf
nágrannanna tveggja f austri og
vestri.
Spurt var um trú á tilvist álfa
og huldufólks, svo og trú á
fylgjur og álagabletti, og reynd-
ist trú á þetta töluvert minni en
varðandi hugskeytin og for-
spárgáfu. Mest var trúin á
fylgjur, þar eð rúmlega þriðj-
ungur spurðra taldi tilvist
þeirra líklega eða vissa en trúin
álfa og huldufólk var töluvert
minni, svo og reimleika en trú á
álagabletti sem f þjóðsögum er
nátengd huldufólki reyndist
heldur meiri.
Trú á framhald lífs eftir
líkamsdauðann virðist mjög
sterk meðal íslendinga sam-
kvæmt könnuninni, þar eða í
henni voru fleiri vissir um
framhaldslíf en nokkuð annað
sem spurt var um. Alls kváðust
40% spurðra viss um fram-
haldslíf en 28% töldu það lík-
legt. Aðeins 2% hinna spurðu
töldu framhaldslíf óhugsandi
og 5% ólfklegt. Konur voru
heldur trúaðri en karlar á ann-
að líf og einnig kom f ljós aó
trúin á framhaldslífið fer hægt
vaxandi með aldrinum. Lang-
skólagengnir eru heldur van-
trúaðri á framhaldslífið en hin-
ir sem skemur hafa setið á
skólabekk.
í samanburði við erlendar
kannanir eru tslendingar sann-
færðari um framhaldslif en
nokkur önnur Evrópuþjóð sem
kannanir eru til um og raunar
leiddi könnunin hér í ljós að á
sviði nokkurra trúarskoðana og
dulrænnar reynslu erum við
líkari Bandarfkjamönnum en
Evrópuþjóðum, og á þetta einn-
ig við um almenna trúhneigð og
guðstrú. Könnunin hér leiddi
ótvfrætt í ljós að íslendingar
telja sig trúhneigt fólk, þvf að
hvorki meira né minna en 97%
töldu sig trúaða eða trúhneigða
að einhverju leyti en aðeins 3%
töldu sig alls ekki trúaða, og er
þetta hlutfall svipað og kom
fram í hliðstæðum könnunum í
Grikklandi og Bandaríkjunum
en töluvert hærra hlutfall en f
flestum nálægari Evrópulönd-
um.
Trú á endurholdgun reyndist
lftil miðað við trú á flest önnur
dulræn fyrirbæri og trúarskoð-
anir, en hins vegar reyndist trú
á skyggni, þeim hæfileika að
skynja látna menn, meiri en
nokkurt atriði annað sem spurt
var um að undanteknu fram-
haldslffi. Um þriðjungur
manna taldi víst, að unnt væri
að sjá látna menn og rúmur
fjórðungur taldi það líklegt en
aðeins 7% voru þeirrar skoðun-
ar að óhugsandi eða ólíklegt
væri að skynja mætti návist lát-
inna manna.
Það er þó ekki aðeins á þenn-
an hátt sem ýmsir töldu að hafa
mætti samband við framliðið
fólk. Rúmlega fimmtungur
manna kvaðst viss um að ná
mætti slíku sambandi á vel-
heppnuðum miðilsfundum og
annar fimmtungur taldi það lík-
legt. Fjórir af hverjum tfu áttu
þannig von á þvf að ná mætti
sambandi við hina látnu á vel-
heppnuðum miðilsfundum. Að-
ins einn af hverjum tiu telur
slíkt samband ólfklegt eða
óhugsandi.
Erlendur minnti á f þessu
sambandi að um þriðjungur
þeirra landsmanna, sem komn-
ir eru yfir þrftugt, hefur setið
miðilsfundi, og átta af hverjum
tíu töldu sig hafa haft nokkurt
gagn af slíkum fundi. Telur Er-
lendur að á þessu sviði séu ís-
lendingar verulega frábrugðnir
nágrannaþjóðunum og segir að
honum sé aðeins kunnugt um
álíka almenn kynni af starf-
semi miðla í Brasilfu.
Einnig var f könnuninni innt
eftir þvf hvort þeir sem spurðir
voru, hefðu sjálfir orðið fyrir
reynslu af einstökum tilgreind-
um tegundum dulrænna fyrir-
bæra. Spurt var I þessu sam-
bandi um berdreymi, fjar-
skyggni og hugboð í vöku um
fjarlæga atburði f tíma og rúmi,
hvort fjarstödd lifandi persóna
hefði nokkru sinni birzt við-
komandi sem sýn, rödd eða á
annan hátt, hvort hinn aðspurði
hefði nokkru sinni orðið var við
návist látins manns og einnig
var spurt um þá reynslu að
fólki finnist sem það sé utan við
líkama sinn, hvort fólk hefi orð-
ið vart við reimleika eða hvort
það hafi séð hlut hreyfast af
yfirnáttúrulegum eða óútskýr-
anlegum orsökum og lok,s hvort
það hefði séó álfa eða huldu-
fólk eða talið sig verða fyrir
erfiðleikum af raski álaga-
bletta.
Af þeim níuhundruð manna
hópi, sem varð við tilmælunum
um að fylla út spurningalista
um þetta efni, sögðust 575 hafa
orðið fyrir einhverri af hinum
13 tilgreindu tegunda dulrænn-
ar reynslu, sem spurt var eftir.
Var þetta um 64% þeirra, sem
spurðir voru, þannig að sam-
kvæmt þvf lætur nærri að tveir
landsmenn af hverjum þremur
telji sig einhvern tíma á lífs-
leiðinni hafa orðið fyrir ein-
hvers konar dulrænni reynslu.
I samanburði við kannanir um
svipað efni en að vísu takmark-
aðri bæði f Danmörku og Þýzka-
landi er tfðni dulrænnar
reynslu meðal fólks hér á landi
mun tiðari en í báðum þessum
löndum, því að f Danmörku
töldu um 11% sig', hafa orðið
fyrir einhvers konar dulrænni
reynslu og 19% f Þýzkalandi.
Hins vegar leiddi mjög tfðtæk
könnun i Bandarikjunum til
niðurstaðna sem gefa til kynna,
að Bandarikjamenn telji sig allt
að þvi jafn reynslurfka á þessu
sviði og við íslendingar.
Samkvæmt könnuninni hér
virtist alls konar fólk hafa orðið
fyrir dulrænni reynslu, bæði
ungt og gamalt, og jafnframt
virtist búseta ekki hafa þar
nein áhrif á því að dulræn
reynsla gerðist jafnt f þéttbýli
sem dreifbýli. Konur skýrðu
hins vegar oftar frá slíkri
reynslu en karlar, en lengd
skólagöngu hefur þó mest áhrif
þvi að meðal langskólageng-
inna manna eru 2var til 3var
sinnum færri sem telja sig hafa
orðið fyrir dulrænni reynslu
miðað við þá sem luku námi í
barna- eða miðskóla. í könnun-
inni i Bandaríkjunum kom hins
vegar ekki fram neitt samband
milli menntunar og dulrænnar
reynslu, nema lftils háttar hjá
konum og þá á annan hátt en
hér.
Við könnunina hér kom einn-
ig fram að það var einkum
þrennt sem greindi að fólkið
sem taldi sig hafa orðið fyrir
dulrænni reynslu og hitt sem
ekkert hafði reynt af þessu
tagi. Hinir fyrrnefndu virtust
t.a.m. muna drauma sina betur
og reyndu fremur að ráóa þá
eða túlka. Hinir dylreyndu
menn voru að jafnaði trúaðri
en hinir og af þeim sem sögðust
vera mjög trúaðir, höfðu fimm
•af hverjum sex orðið fyrir dul-
rænni reynslu. Við athugun
trúarreynslu og dulrænnar
reynslu kom einnig f ljós veru-
legt samband milli þessara
tveggja tegunda reynslu, því að
af þeim sem sögðust hafa orðið
fyrir trúarlegri reynslu, skýrðu
nfu af hverjum tfu jafnframt
frá dulrænni reynslu. Að öllu
athuguðu virðist trúhneigð,
dulræn reynsla og trúarreynsla
að verulegu leyti samofin með-
al landsmanna.
Hver var svo hin dulræna
reynsla sem % landsmanna
kváðust hafa orðið fyrir? Flest-
ir höfðu orðið fyrir dulrænni
reynslu í draumum því að 36%
höfðu reynt berdreymi i ein-
hverri mynd. t könnun í Banda-
rikjunum var niðurstaðan svo
til hin sarna. Hins vegar kom á
óvart að næst tfðust var reynsla
af návist látinna manna því að
31% hinna spurðu skýrðu frá
reynslu af þessu tagi. Nær
helmingur þeirra sem þetta
hafði reynt taldi sig hafa séð
hinn látna, fimmtungur taldi
sig hafa orðið fyrir snertingu
og lítið eitt færri hafa heyrt til
látins. Nokkrir töldu hinn látna
hafa gert vart við sig með lykt
er einkenndi hinn látna mann f
Framhald á bls 22.
2/3 landsmanna trúa
á annað líf oghafa orðið
fyrir dulrænni reynslu
Rætt við dr. Erlend Haraldsson, lektor, og fjallað um
könnun á trúhneigð og dulrænni reynslu meðal Islendinga