Morgunblaðið - 05.02.1977, Page 18

Morgunblaðið - 05.02.1977, Page 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1977 Rannsóknastofnun landbúnaðarins: Fær 30 millj. kr. styrk til matvælarannsókna Sinfóníuhljómsveitin; Völuspá Jóns Þórarins- sonar á fyrstu tón- leikum síðara misseris RANNSÓKNARSTOFNUN landbúnaðarins hefur hlotið styrk að upphæð 154.000 banda- rfkjadala, eða 30 milljónir fsl. króna til matvælarannsókna, frá W.K. Kellogg stofnuninni f Bandarfkjunum. Er styrkur þessi veittur sem liður f uppbyggingu rannsókna og kennslu f matvæla- fræðum, sem Háskóli tslands, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Rannsóknastofnun landbún- aðarins munu hafa samstarf um. Sem kunnugt er, er fvrirhugað að hefja kennslu f matvælafræðum við Háskóla tslands á þessu ári og er veitt fé til þeirrar starfsemi á fjárlögum ársins 1977. Styrkur W.K. Kellogg stofn- unarinnar er veittur til fimm ára og verður hann notaður til að greiða rannsókriarmönnum, veita náms- og þjálfunarstyrki í mat- vælafræðum, til að fá hingað er- lenda sérfræðinga til ráðgjafar og til kaupa á tækjum og útbúnaði fyrir Rannsóknastofnun landbún- aðarins. Námsstyrkir verða notað- ir til að veita þjálfun bæði í mat- vælaefnafræði og i kjötrannsókn- um. Er búist við að þrír rann- sóknarmenn verði við þjálfun á þessu ári en undir lok 5 ára tima- bilsins verði fleiri starfsmenn sendir út til þjálfunar. Aðstaða til matvælarannsókna á fiski og fiskafurðum er nú til staðar hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, en matvælarann- sóknair hafa ekki farið fram við Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins. Húsnæði er til staðar hjá Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins á Keldnaholti en önnur álma hússins hefur staðið fokheld en óinnréttuð í nær áratug. í frétta- tilkynningu frá Rannsóknastofn- un landbúnaðarins segir að von- ast sé til að fjármagn fáist til að innrétta álmuna á næsta ári. Með þessum styrk verður unnt að koma upp a.m.k. byrjunaraðstöðu til rannsókna á landbúnaðarmat- vælum, að því er segir i fréttatil- kynningu og ráða fólk og þjálfa til rannsóknarstarfanna. Þá er fyrir- hugað að nauðsynleg rannsóknar- tæki verði keypt á næstunni en hægt verður að nýta til matvæla- rannsókna ýmis rannsóknartæki, sem RALA á og notar nú til fóður- rannsókna. Dr. Jón Óttar Ragnarsson, dósent við Háskóla íslands, mun standa fyrir rann- sóknum RALA í matvælafræði. W.K. Kellogg stofnunin er i Battle Creek, í Michigan en stofn- andi hennar var W.K. Kellogg, sem auk þess stofnaði og átti eitt þekktastá matvælafyrirtæki heimsins. Fyrirtækið hefur m.a. selt Kellog’s Corn Flakes. Hr. Kellogg var náttúrulækningamað- ur og þekktust þeir Jónas Kristjánsson læknir og náttúru- lækningamaður vel. W.K. Kellogg stofnunin hefur styrkt ýmis mál, en þó sérstaklega þróunar-, kennslu og rannsóknarmál í land- búnaði og hafa flest verkefni, sem stofnunin hefur stutt, verið unnin í Bandaríkjunum. Þá hefur stofn- unin stutt verkefni utan Banda- ríkjanna, m.a. á Norðurlöndum, írlandi og Bretlandi. Að ósk RALA kom hingað til lands verk- efnastjóri stofnunarinnar og kynnti sér rannsóknarstarfsemi á þessu sviði. í framhaldi af þeirri heimsókn sótti RALA um styrk og samþykkti ríkisstjórnin á fundi sínum sl. fimmtudag að veita mót- töku styrknum. SfÐARA misseri á þessu starfs- ári Sinfonfuhljómsveitarinnar er nú að hefjast og á fyrstu tónleikunum hinn 10. febrúar n.k. verður sú breyting á upphaflegri efnisskrá, að I stað Sjávarmynda eftir Britten verður flutt Völuspá Jóns Þórarinssonar með þátttöku Söngsveitarinnar Fflharmonfu og Guðmundar Jónssonar óperusöngvara. Stjórnandi verður Karsten Andersen. Stjórnendur hljómsveitar- innar á þessu misseri verða auk Karstens Andersen, aðalstjórn- anda hennar, og Páls P. Páls- sonar aðstoðarhljómsveitar- stjóra, þeir J.P. Jacquillat, Samuel Jones og Hubert Soudant. Þessir einleikarar og einsöngvarar munu koma fram með hljómsveitinni — Lárus Sveinsson trompetleikari, Jón- as Ingimundarson píanóleikari, Pina Carmirelli fiðluleikari, Manuela Wiesler flautuleikari, Sheila Armstrong sópranleik- ari, John Lill píanóleikari, Erling Blöndal Bengtsson selló- leikari og Peter Pears tenórsöngvari. Sala og endurnýjun áskriftar- skírteina er þegar hafin á skrif- stofu hljómsveitarinnar að Laugavegi 120. íslenzku stórmeistararnir Þeir félagar Friðrik og Guðmundur hafa nú lokið enn einu skákmótinu, en voru ekki farsælir að þessu sinni. Þátt- takendur voru heldur ekki af verri endanum enda sumir á meðal sterkustu skákmanna heimsins, eins og Geller, Kuraj- ica, og Kavalek, en aðrir upp- rennandi stjörnur eins og Eng- lendingurinn Miles, sem nýlega er orðinn stórmeistari að ógleymdum sigurvegaranum Sosonko. Þegar keppendur eru svona jafnir að styrkleika, freistast þeir til að fara varlega í sakirnar og semja gjarnan jafntefli í ótefldum skákum. Þannig fóru þeir að félagar Friðrik og Guðmundur, þeir gerðu 8 jafntefli í mótinu af 11 tefldum skákum, og Friðrik vann tvívegis en Guðmundur vann hins vegar enga skák að þessu sinni. Guðmund vantaði ekki nema herzlumuninn til að innbyrða vinning á móti t.d. Miles sem hefði lagfært stöðu hans í mótinu til mikilla muna. í svo fámennu móti má ekkert út af bera og hver vinningur og tap geta gjörbreytt stöðunni. Sú stefna þeirra félaga að tefla saman í mótum er góð og skyn- samleg, og eigum við eflaust eftir að sjá árangurinn af þeirri samvinnu. Hollendingar hafa orðið gifurlegan áhuga á skák og halda nú hvert stórmótið á fætur öðru, enda skilar árangurinn sé fljótlega, en þeir senda nú fram á sjónarsviðið æ fleiri öfluga skákmenn. Gallinn við þetta mót er eins og áður sagði, að það var of fámennt til þess að keppendur þyrðu að taka áhættu, þar sem tap skipti sköpum i sætaröðinni. Sumar skákirnar voru svo stuttar að þær voru nánast hálfbroslegar eins og t.d. eftirfarandi skák Guðmundar við Kurajica. Hvitt: Kurajica Svart: Guðmundur 1. e4 — c5, 2. Rc3 — d6, 3. f4 — Rc6, 4. Rf3 — Rf6 5. Bb5 — Bd7, 6. 0-0 — e6, 7. e5 — dxe5, 8. fxe5 — Rd5, 9. Re4 — Be7 10. d3 — 0-0, 11. Bxc6 — Bxc6 12. a3 Jafntefli! Undir venjulegum kringumstæðum myndu þessir skákmenn vera að hefja mið- taflið þar sem byrjunarleikjun- um er nú rétt nýlokið, en þeir hætta ekki á neitt, sýna hvor öðrum mikla virðingu og semja frið. Ekki sakar að geta þess að Guðmundur og Kurajica eru hinir mestu mátar! Þeir bættu þetta upp seinna i mótinu með þvi að tefla hinar æsilegustu skákir, sem féll í góðan jarðveg hjá áhorfendum, sem að sjálf- sögðu vilja sjá skemmtilega baráttu. Andófsmótið í Líbfu Skákáhugamönnum er í fersku minni hið fræga andófs- mót, sem sett var á laggirnar af Arabaþjóðunum í mótmæla- skyni við Olympíu-mótið i Isra- el. Mót þetta fór fram i Trípólí I Líbíu með heldur litilli reisn, enda haldið fyrst og fremst i stjórnmálaskyni en ekki til að heiðra skákmenntina. Engar meiri háttar skákþjóðir eins og t.d. Sovétrikin, Júgóslavía eða Ungverjaland tóku þátt I þessu móti og hunzuðu því bæði mót- in. Þrjátíu og f jórar þjóðir tóku þátt í andófsmótinu, en öllum keppendum var boðið ókeypis Skák eftir GUNNAR GUNNARSSON ferðalagið og allt uppihald ásamt ríflegum dagpeningum. Englendingur nokkur, sém keppti i liði Gambíu, sagði svo frá að skákmenn í þvi landi væru ekki fjölmennir, enda væru þeir auðveldlega taldir á svörtu reitum taflborðsins. Skákmennirnir höfðu aldrei séð skákklukku eða skákeyðu- blöð og flestir voru frekar fá- kunnandi um framhjáhlaup sem oftast var beinlínis ágizkunaratriði. Einn sið höfðu þeir, sagði þessi Englendingur, og beittu sem nokkurs konar herbragði: þegar tækifæri gafst að segja skák sögðu þeir það hátt og skýrt svo undir tók og reyndu á þann hátt að hafa áhrif á andstæðinginn. Sigur- vegari á þessu móti varð lið frá E1 Salvador, sem skipað var ungum mönnum, I 2. sæti Túnis og í 3. sæti Pakistan. Eftirfarandi staða kom upp i skák milli Camillieri (Malta) og Kouatly frá Libanon, en sá síðarnefndi var einn af sterk- ustu skákmönnum I mótinu enda alþjóðlegur meistari: Framhaldið varð þannig: 16. — Df6! 17. Rc3 (Ef 17. Bxc8 — Rxa2, 18. Kd2 — Dxf2 og svartur vinnur) 17. — Hxc3! 18. bxc3 — Rxa2, 19. Kd2 — e4! 20. Kel — Rxc3, 21. Hal — Ra4, 22. Ke2 — Dd4! 23. Hxa4 — Dxa4, 24. Hel — Bc3! 25. Bd7 — Ke7, 26. Dh4 — f6, 27. Dg4 — Dc4, 28. Kdl — Dxd5, 29. Kcl — Dd2 og hvftur gafst upp. Hvor sigrar, Spassky eða Hort? Ymsir eru nú farnir að leiða getum að þvi hvor þeirra kappa, Spassky eða Hort, sé sigurstranglegri í væntanlegu einvígi þeirra sem hefst hér á landi í lok þessa mánaðar. Eftir hina frækilegu frammistöðu Horts í Millisvæðamótinu í Framhald á bls 22. Forvitnisleg mynd frá „skákkeppni aldarinnar" sem háð var 1970 í Belgrad á milli Sovétrfkjanna og sterkustu skákmanna annars staðar I heiminum. Hér eiga menn m.a. að þekkja Friðrik Ölafsson, sem var fyrsti varamaður. í' v * f » 14 i s iri an« « * * * ívru * ■ w t » u 11 bití s wm » » « r m m i ^TTTTTTTTTTTTTITnT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.