Morgunblaðið - 05.02.1977, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 05.02.1977, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRUAR 1977 19 Printsipalov kærir Ösló, 4. febr. NTB. A. K. Printsipalov, 3. rit- ari sovéska sendiráðsins í Ósló og helzti KGB tengill Gunvor Galtung Haaviks, hefur kært norsku lögregluna fyrir líkamsárás og meiðingar og stuld á 200 n. kr. úr veski sínu, er hann var handtekinn á fimmtudag í s.l. viku. Honum var sleppt síðar um daginn. Ákæran hefur verið send áfram. Glistrup sendir út skattseðla Kaupmannahöfn 4. febr. NTB. HUNDRUÐ þúsund Dana fá á næstu dögum sendan heim tilbúinn falskan skattreikning, sem Fram- faraflokkur Mogens Glistrup dreifir. Reikning- urinn lítur út eins og hann sé frá skattyfirvöldum, en á bréfhausinn er ritað að bréfið sé frá „tekjuskatts- stofnuninni, þróunar- deild“. Þetta bréf hefur leitt til þess að Svend Jakobsen skattamálaráð- herra Danmerkur hefur gefið út yfirlýsingu þar sem segir að hér sé um falsaðan skattseðil að ræða og að fyrrnefnd stofnun sé ekki til. Þessi mynd var tekin í Lancaster í Kaliforníu nú um mánaðamótin og sýnir hvar verið er að flytja fyrstu „geimskuilu“ Bandaríkjanna úr verksmiðjunni til Edwards- herflugvallarins 30 km. í burtu. Tillaga Giereks: Iðrandi verkamönn- um verði sleppt... Varsjá, 4. febr. Reuter. PÓLSKIR verkamenn fögnuðu í dag tillögu Ed- wards Giereks, formanns pólska kommúnistaflokks- ins, um skilyrðisbundna náðun til handa þeim Carter: - en ekki - Hæfileikar fjárframlög ráða sendiherraskipan Washington, 4. febrúar Reuter— AP. JIMMY CARTER Bandaríkjafor- seti lýsti þvf yfir í dag, að meðan hann væri forseti myndu sendi- herrar Bandarfkjanna verða vald- ir eftir hæfileikum, en ekki eftir framfagi þeirra f kosningasjóði. Carter sagði þetta eftir fund með 20 manna nefnd, sem skipuð hefur verið til að gera tillögur um sendiherra. Carter sagði við hóp af ungu fólki, sem kom i heim- sókn í Hvlta húsið, að Bandarikja- menn hefðu oft orðið að skamm- ast sín, er sendiherrar og aðrir mikilvægir starfsmenn rikisins hefðu verið valdir á grundvelli fjárframlaga i kosningasjóði. Carter sagði að i framtiðinni myndi nefndin leggja fyrir sig 5 tillögur í hvert sinn, sem skipa ætti sendiherra, sem ekki væru starfsmaður utanríkisþjónust- unnar og skipti ekki máli hvort viðkomandi væri repúblíkanar eða demókratar. verkamönnum, sem fangelsaðir voru í júlí á sl. ári í kjölfar óeirðanna vegna matvælahækkan- anna, sem þá voru tilkynnt- ar. Jacek Kuron, talsmaður „varnarnefndar verka- manna", sagði í dag, að nefndin liti á tillöguna sem mikinn sigur fyrir sig. Hann lýsti því hins vegar yfir að nefndin, sem sett var á stofn á sl. ári til að aðstoða verkamenn, sem fangelsaðir höfðu verið, myndi halda áfram að vinna að því að allir verka- mennirnir yrðu skilyrðis- laust náðaðir og þeir, sem reknir voru úr vinnu, yrðu ráðnir aftur svo og að lög- reglumönnum, sem sýndu ruddaskap, yrði refsað. Kuron sagði, að þeir opinberu embættismenn, sem ábyrgir voru fyrir þvi að óeirðirnar brutust út, ættu að viðukenna sök sina. 1 tillögu Giereks er gert ráð fyrir að 58 verkamönnum frá Radom og Ursus verði sleppt, en mestu óeirðirnar urðu á þessum stöðum. Segir, að hann hafi lagt til að nefnd yrði sett á stofn til að fjalla um náðun til handa þeim verkamönnum, sem iðruðust gerða sinna. IRA- menn hand- teknir Liverpool, 4. febrúar. Reuter. LÖGREGLAN i Liverpool fann í dag mikið magn sprengiefnis og vopna i borginni, sem talið er að sé í eigu írska lýðveldishersins IRA. Tveir menn voru einnig handteknir. 30 vopnaðir lögreglu- menn réðust i morgun inn I hús í útjaðri Liverpool og að sögn tals- manns lögreglunnar fundu þeir mikið magn af fkveikjusprengj- um, dynamiti, sprengjukveikjum, byssum og skotfærum. Lögreglumenn í Englandi leita nú ákaft að hryðjuverkamönnum ÍRA, sem hafa að nýju tekið til við sprengjutilræði undanfarnar vikur, en í tilkynningu frá yfir- mönnum IRA í gær var sagt að lokaáfangi striðsins gegn Bretum væri nú hafinn og myndi meiri hörku verða beitt en nokkru sinni fyrr. 13. sprengjur sprungu sem kunnugt er i London um siðustu helgi og ollu miklu tjóni íverzlun- um í Mayfair. I tilkynningu lögreglunnar i Liverpool segir að sprengjuefnið, sem fannst, hafi verið nákvæm- lega það sama og notað var í sprengjurnar I London svo og annar búnaður. Tveir írskir menn voru handteknir og settir í fang- elsi. Nú standa yfir í London réttar- höld yfir 4 irum , sem sakaðir eru um sprengjutilræði og 7 morð á vegum IRA 1975. Nýjar ásakanir á hendur Chiang Ching Peking 4. febrúar Reuter. DAGBLAÐ alþýðunnar í Kína sakaði í dag Chiang Ching, ekkju Mao Tse- tung, og samstarfsmenn hennar þrjá um að hafa reynt að grafa undan aga í her landsins. í forsíðugrein í blaðinu segir að fjór- menningarnir hafi reynt allar hugsanlegar leiðir til að koma róti á herinn og ná yfirtökum þar, því að her- inn hafi staðið i vegi fyrir áætlunum þeirra. Segir blaðið að fjórmenningarn- ir hafi virt að vettugi reglur flokksins um algera yfirstjórn hans yfir hernum og þau hafi jafnvel sett sig skör hærra en Mao sjálfur og hagað sér eins og keis- ari yfir hernum. Rhódesía: Vilja að foreldr- arnir f ái að hitta börnin Salisbury, 4. febrúar. Reuter. RÍKISSTJÓRN Rhó^esfu hefur óskað eftir leyfi yfirvalda í Botswana uni að fá að fara með 150 þeldökk hjón yfir landa- mærin til að hitta börn sín, sem Rhódesíustjórn segir að hafa verið flutt nauðug yfir landa- mærin af skæruliðum þjóðernissinna. Skv. fréttastofufregnum munu 400 skólabörn úr trúboðs- skólum í Manama i Rhódesíu hafa farið yfir landamærin til Botswana, eftir að vopnaðir skæruliðar höfðu komið i trúboðsskólann. Yfirvöld f Botswana segja að börnin hafa farið yfir landamærin af frjáls- um vilja. Rhódesíustjórn held- ur þvi hins vegar fram, aó skæruliðar ætli að þjálfa börn- in upp I skæruliðahernað. Talsmaður Rhódesíustjórnar sagði i dag, að stjórnin væri vongóð um að forseti Botswana myndi gefa foreldrunum far- arleyfi. Ian Smith, forsætisráðherra Rhódesfu, sagði á blaðamanna- fundi fyrr I dag, að erfitt væri að fullyrða að ekkert barnanna hefði farið af frjálsum vilja yfir landamærin, en stjórn sin væri fullviss um að flest barnanna hefðu verið flutt nauðug. Smith sagði að ekki kæmi til greina að gripið yrði til aðgerða gagnvart Botswanastjórn eins og t.d. að loka landamærum, eða loka járnbrautarleiðinni sem liggur frá Botswana gegnum Rhódesiu til S—Afríku, því að ekki væri hægt að saka Botswanastjórn um að hafa átt aðild að ráni barnanna. Fishing News: Rússar munu hafa að engu tilraunir EBE til að draga úr af la þeirra London 4. febrúar AP. BREZKA blaðið Fishing News spáir því 1 dag, að Sovétmenn muni hafa að engu tilraunir Efna- hagsbandalagsrikjanna til að draga úr veiðum þeirra innan 200 mflna fiskveiðilögsögunnar. 1 grein i blaðinu bendir ritstjóri þess á ummæli David Owens, að- stoðarutanrfkisráðherra, f brezka þinginu f fyrri viku, þar sem hann segir að Bretar geti ekki hætt á átök við Sovétmenn vegna fiskveiða. Ritstjórinn, Harry Barrett, segir að þar hafi Owen tekið sfzt of djúpt f árinni, er litið sé að tölur frá Matvæla- og land- búnaðarstofnun Sameinuðu þjóð- anna FAO um fiskveiðar árið 1975, þvf að þar komi glöggt fram hin gffurlega stærð sovézka flot- ans og mikilvægi fiskimiða þriðja heimsins fyrir hann. Rússar veiða tæpar 10 milljónir lesta af fiski árlega og eru % hlutar þess afla veiddir á fjarlæg- um miðum. Dæmi um þetta eru veiðar þeirra á miðum við Bret- land, sem hafa rúmlega tvöfaldazt á tveimur árum úr 140 þúsund lestum 1974 1321.000 lestir 1975. Barrett segir að tölurnar um stærð fiskiskipaflotans séu ámóta ógnvekjandi, 831 skip sé yfir 1000 lestir fyrir utan 547 risastór verk- smiðju- og móðurskip. EBE-rikin 9 eiga aðeins 139 fiskiskip 1000 lestir eða stærci. Skv. tillögum EBE um veiðar Rússa innan lög- sögu bandalagsins er aðeins gert ráð fyrir að 2% flota þeirra fái að stunda þær. Segir Barrett að eng- um verðlaunum sem heitið fyrir að geta sér til um viðbrögð Rússa, en ekki sé hægt að búast við að þeir taki tillögunum vinsamlega. Barrett segir að lokum, að þar sem brezka utanrikisráðuneytið vilji losna við deilur við Rússa geti það aðeins þýtt, að ef þeir samþykki að hefja viðræður muni þeir standa upp frá samninga- borðinu með miklu stærri kvóta en nú sé talað um. Segir Barrett að reglur sé eitt, en þegar á hól- minn sé komið verði menn að geta séð til þess að eftir þeim sé farið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.