Morgunblaðið - 05.02.1977, Síða 20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRUAR 1977
Blaðamannafundur
Amalrik og Vagin
Blaðamannafundur, sem danska Sakharov-nefndin hélt I Kaup-
mannahöfn sl. miðvikudag, ásamt rússneska sagnfræðingnum
Andrei Amalrik og rússneska bókmenntafræðingnum Evgeni Vagin,
hefur vakið athvgli vftt um veröld. Þessir forsvarsmenn mannréttinda-
baráttu í Sovétrfkjunum greindu m.a. frá því, að um 1% sovézku
þjóæðarinnar, eða tvær til þrjár milljónir manna, sætu nú f fangelsum
og fangabúðum f Sfberfu. t þrengstu merkingu orðanna pólitfskur
fangi teldust 10 þúsundir dæmdir fyrir skoðanir sfnar, en hundruð
þúsunda að auki sætu inni fyrir ýmiskonar meint „afbrot", sem væru
pólitísk í raun, þó annað væri látið f veðri vaka. Ástandið væri á
margan hátt verra en á Stalínstímabilinu og siðferðilegur stuðningur
frá Vesturlöndum væru andófshópum f ríkjum kommúnista mjög
mikils virði.
Báðir hafa þeir, Amalrik og Vagin, gist þrælkunarbúðir rússneska
lögreglurfkisins, og þekkja af eigin raun hvað þeir eru um að fjalla, og
báðir eru þeir landflótta, ásamt fjolda annarra rússneskra andófs-
manna. Það eina nýja í aðgerðum sovézkra valdhafa, gegn frjálsri
skoðanamyndun, frá því sem var á Stalfntfmabilinu, er að vfsa andófs-
mönnum úr landi, oftast eftir margra ára fengelsisvist. Þannig eru að
myndast rússneskar flóttamannanýlendur vfða í f Evrópu, Ifkt þvf sem
var á keisaratfmabilinu. Hið nýja alræði hefur dregið dám af þvf
gamla og sagan endurtekur sig.
Amalrik sagði á umræddum blaðamannafundi f Kaupmannahöfn, að
þrýstingur ríkisstjórna, dagblaða og almenningsálits f hinum lýð-
frjálsu löndum hefði mikla þýðingu fyrir lýðræðissinna í Sovétrfkjun-
um. Nefndi hann f þvf sambandi skiptin á chileanska kommúnistaleið-
toganum Luis Corvalan og sovézka andófsmannininum Vladimir
Bukovsky, sem átt hefðu sér stað fyrir starf frjálsra samtaka á
Vesturlöndum.
Amalrik Ifkti takmörkun á mannréttindum í Sovétrfkjunum við
frelsisskerðingu svertingja f Suður-Afrfku. 1 Sovétrfkjuum mega
venjulegir borgarar ekki dveljast lengur en þrjá daga á neinum stað
utan heimkynna sinna, án oþinbers leyfis. Aðstaða ýmissa minnihluta-
hópa sé og hliðstæð svertingja f S-Afrfku. Krfm-töturum sé haldið
nauðugum fjarri heimkynnum sfnum og sama gilti um pólska Þjóð-
verja. Kynþáttaofsóknir f Sovétrfkjunum minni og á hliðstæðu sfna f
S-Afrfku. Vagin bætti þvf við, að frelsisskerðingin f Sovétrfkjunum
væri að þvf leyti til verri, að hún bitnaði f raun á þjóðinni allri, ekki
aðeins einum kynstofni. Á þessu væri stór munur, þó eðli aðgerða væri
af sama toga.
Aðspurðir um svokallaðan „Evrópu-kommúnisma", sem f orði
kveðnu tekur afstöðu með frjálshyggjufólki f rfkjum Austur-Evrópu,
sögðust þeir óttast, að þessir flokkar kærðu sig f raun lftt um
grundvallarbreytingar f Sovétrfkjunum, og myndu hneigjast til
skyldrar kerfisstjórnunar, ef þeir kæmust til valda f sfnum heima-
rfkjum.
Það mátti skilja á máli þessara rússnesku andófsmanna, að margt
mætti betur fara á Vesturlöndum, en þar þróuðust mál þó í mannúðar-
átt, eftir leikreglum lýðræðis. Þeir sögðust gjarnan hafa viljað alast
upp f Sovétrfkjunum við svipaðar aðstæður og á Vesturlöndum rfktu.
Þeir sögðu hins vegar að kæruleysi Vesturlandabúa gagnvart þeim
stóra hluta heims, þar sem ófrelsi rfkti, væri varhugaverðast. Þeir
gerðu sér ekki ljóst, að lýðræði spannaði aðeins Iftinn hluta heims, og
að það væri umkringt stórveldum, sem vildu vestrænt frelsi og
vestræna menningu feig.
Norski myndlistarmaðurinn Viktor Sparre, sem hér var með yfirlits-
sýningu á sl. ári, er einn af helztu frumkvöðlum stuðnings við
mannréttindabaráttu f Austur-Evrópu. Hann sagði f viðtali við
Morgunblaðið í fyrradag frá kunningsskap sfnum við Sakharov-hjónin,
sem sætt hafa margs konar rangsleitni f heimalandi sfnu. Hundruð
Norð anna hefðu sent þeim hjónum bréflegar kveðjur um jólin. Þegar
þau bárust f hendur viðtakenda, höfðu þau farið um hendur KGB-
manna. Búið var að má ritað mál úr þeim öllum, en setja f staðinn
úrklippur úr vestrænum blöðum, þar sem sýnt var limlest fólk og
annað af Ifku tagi. Þannig nær hið grimma kerfiseftirlit niður á svið
venjulegra kunningjabréfa.
Samhliða upplýsingum fyrrgreindra rússneskra hugsuða um mann-
réttindaskerðingu f Sovétrfkjunum, og viðvörunum þeirra um kæru-
leysi Vesturlandabúa gagnvart utanaðkomandi hættum, berast fréttir
af víðtækum njósnum f Noregi, sem þó eru ekki einangrað fyrirbæri,
heldur angi af njósnaneti, er nær til alls hins frjálsa heims. Þrátt fyrir
friðartal eykst hernaðarmáttur Sovétrfkjanna ár frá ári, ekki sfzt
flotastyrkur þeirra á N-Atlantshafi. Það eru þvf blindir menn á
staðreyndir heimsmála í dag, sem horfa fram hjá nauðsyninni á
varnarsamstarfi vestrænna rfkja. Það eitt getur komið f veg fyrir
heimsátök, að varnarmáttur lýðræðisrfkja sé slfkur, að valdajafnvægið
tryggi frið. Lýðræðið verður að þróast innanfrá f ríkjum alræðisins,
með siðferðilegum styrk góðra manna um gjörvöll lönd.
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Áskrif targjald 1100.00
j lausasölu 60
hf. Árvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. simi 10100.
Aðalstræti 6. simi 22480.
kr. á mánuði innanlands.
00 kr. eintakið.
Sverrir Einarsson:
Snefilefnið flúor
Á nokkrum undanförnum ár-
um hafa birtst greinar f dag-
blöðum, þar sem mjög er hallað
réttu máli varðandi fluor í
drykkjarvatni. Nokkrar til-
raunir hafa sömuleiðis verið
gerðar til leiðréttingar. Full-
yrðingar sumar hverjar, sem í
þessum greinum birtast eru svo
öfgakenndar og fáránlegar að í
fljótu bragði virðist sem
ástæðulaust sé að svara þeim.
Þó er það svo að sumir trúa þvi,
sem þar kemur fram og hjá
öðrum skapar það efasemdir
um ágæti fluors í drykkjar-
vatni. Þeir menn sem þannig
skrifa eru fórnardýr blekk-
ingarskrifa andstæðinga fluors
(þar á meðal John Birch
Society), sem um áratugabil
hafa látið frá sér fara algerlega
órökstutt fullyrðingaflóð. Þess-
ar fullyrðingar hafa þeir svo
endurtekið óaflátanlega. I þeim
tilgangi að gera þessar fullyrð-
ingar trúlegar eru nefnd hin og
þessi nöfn með ýmsum titlum,
og jafnvel nóbelsverðlaunahaf-
ar dregnir fram. Frá hinu er
hinsvegar ekki skýrt að allar
hafa þessar fullyrðingar verið
hraktar og afsannaðar af rann-
sóknarstofnunum sem unnið
hafa að þessum rannsóknum
um áratugaskeið. Þá hafa stofn-
anir og samtök eins og WHO,
sem er stofnun innan sameinu
þjóðanna, einnig ADA
(American Dental
Association), AMA (American
Medical Association), U.S.
Puplic Health Service,
Commision of Cronic Illness
o. fl. virtar stofnanir lagt bless-
un sína yfir þær niðurstöður,
sem fengist hafa og er svo enn
eftir rúmlega 30 ára reynslu.
Stöðugar áframhaldandi rann-
sóknir gefa ávallt sömu niður-
stöðu um ágæti þessarar aðferð-
ar við að minnka skemmdir I
tönnum og um öryggi gagnvart
almennu heilsufari. En þegar
svo er komið málum að fullyrð-
ingar eru settar fram á móti
fullyrðingum er vissulega erfitt
fyrir allan almenning að rata
um í þessum fullyrðinga skógi.
Þó má ætla og vona að fólk taki
meir mark á þeim aðilum, sem
eru sérlærðir fulltrúar fólksins
I þessum efnum og á ég þá við
hina opinberu embættismenn
heilbrigðisstétta og stofnanir.
Slikir ábyrgir aðilar taka ekki
afstöðu án ítarlegra athugana,
þegar um alvarleg mál er að
ræða.
Það er mjög algengt að and-
stæðingar fluors reyni að rugla
menn í ríminu með þvi að
blanda saman tveim ólikum atr-
iðum. Á ég þar við þá staðreynd
að fluor hefir verið notað i stór-
um skömmtum sem eitur við
útrýmingu á rottum og skor-
kvikindum og svo hina stað-
reyndina að fluor er nauðsyn-
legur í uppbyggingu likamans
og þá sem snefilefni. í þessum
greinum sumum er látið að því
liggja að fluor sé eitthvert efni,
sem verið sé að kynna fyrir
mannslikamanum á allra sið-
ustu áratugum. Þvi fer viðs
fjarri. Varla er til það drykkjar-
vatn, sem ekki inniheldur ein-
hvern snefil af fluor. í vatni
Reykvikinga er fluor allt að 0.1
p. p.m., (partur pr. million) í
hitaveituvatni ca. 0.75 p.p.m. og
í Hafnarfirði um það bil 0.9
p.p.m. Þessi styrkleiki fluors I
drykkjarvatni Hafnfirðinga
stafar ekki frá Álverinu eins og
menn kynnu að halda, heldur
ræður hér fyrst og fremst um
úr hvernig jarðvegi vatnið er
upprunnið. Þá er það staðreynd
að vart finnst sú fæðutegund að
hún ekki innihaldi fluor þótt i
misjafnlega miklu magni sé.
Hænsnakjöt inniheldur t.d. 1.40
mg. pr. kg., nautakjöt 0.2 mg.
pr. kg., larnbakjöt 1.20 mg. pr.
kg„ fiskur 1.49 mg. pr. kg„
mjólk 0.07 — 0.22 mg. pr. kg„
ostur 1.62 mg. pr. kg„ gulrætur
0.4 mg. pr. kg„ tómatar 0.24 mg.
pr. kg. og te frá 4.10 mg. —
398.80 mg. pr. kg. Vart getur
þetta talist óeðlilegt þar eð flu-
or er eitt algengasta frumefni
jarðarinnar. í þessari upptaln-|
ingu er vissulega talað um mg.
pr. kg. sama eining og um er að
ræða þegar talað er um að fluor
bæta drykkjarvatnið, en al-
gengast er að styrkleikinn sé
1.0 — 1.5 p.p.m. (fer þó eftir
hitastigi). Fluor er sem sagt
ekki nýuppfundið gerviefni
heldur er þetta frumefni, sem
Sverrir Einarsson
fylgt hefir mannkyninu svo
lengi sem það hefir verið til.
Hér gildir því sama um þetta
efni eins og svo mörg önnur,
sem eru likamanum nauðsynleg
að þau geta verið bráðdrepandi
ef þau eru notuð i stærri
skömmtum, má þar tilnefna svo
algeng efni sem venjulegt borð-
salt og d-vitamín. Menn sem
drekka sjó við þorsta deyja
gjarna og veldur þar mestu um
saltinnihald hans. Af vatni, sem
inniheldur 1.0 p.p.m. fluor þarf
hins vegar að drekka u.þ.b. 50
full baðker og það á nokkrum
minútum ef eitureinkenni ættu
að nást fram. Sá sem það reyndi
mundi því löngu látinn úr
vatnseitrun áður en eiturverk-
anir fluorsins létu til sín taka.
Um fluor i vatni hafa verið
skrifuð heil ógrynni, enda fá
efni verið rannsökuð jafn ítar-
lega og er það að vonum. Auð-
velt hefir verið að gera saman-
burð milli hinna ýmsu staða
miðað við margbreytilegan
styrkleika fluors í drykkjar-
vatni frá náttúrunnar hendi og
gera sér þannig grein fyrir
heilsufari fólks á þessum stöð-
um. Er niðurstaðan sú að þar
sem fluor er í drykkjarvatni að
styrkleika 1—1,5 p.p.m. er
heilsufar sist verra, jafnvel
betra, en á þeim stöðum þar
sem styrkleikinn er minni, en
tennur áberandi betur á sig
komnar. Hinsvegar sjást ein-
kenni um fluorsis I tönnum i
einhverju mæli þegar styrk-
leikinn er orðinn 5 p.p.m. og
þar yfir. önnur einkenni sjást
ekki nema styrkleikinn sé ca.
20 p.p.m. og menn búi við slíkt
drykkjarvatn í 15—20 ár.
Stundum er því hreyft að fluor-
bæting drykkjarvatns sé upp-
finning áliðjujöfra í þeim til-
gangi að losa sig við úrgangs-
efni. Slíkt er fásinna. Ekkert
álver framleiðir eða selur Na F
til blöndunar í drykkjarvatn,
né hefir nokkurn tíma gert,
Þetta er marg yfirlýst stað-
reynd og ætti að vera auðvelt
fyrir hvern sem vill hafa sann-
leikann að leiðarljósi að kynna
sér þessi mál hjá t.d. Lyfja-
verzlun Ríkisins, sem sér um
innflutning á þessu efni. Þá er
það mjög rikjandi misskilning-
ur að eingöngu sé notað Na Ftil
að fluorbæta drykkjarvatnið.
Þar koma mörg önnur efni til
greina. Má þar til nefna hydro
fluosilisicacid (H2 Si F6),
Natriumsilic fluorid (Nc2 Si
F6) og jafnvel Ca F, en það
síðast nefnda er enn lítið notað
vegna þess hve dýran og flók-
inn vélakost þarf til að það efni
nýtist.
Algengastar fullyrðingar aðr-
ar eru t.d. að orsakir ýmiskonar
sjúkdóma megi rekja til fluors I
drykkjarvatni, svo sem hjarta-
sjúkdóma, krabbamein, van-
sköpun o.fl., o.fl. í öllum þeim
rannsóknum sem fram hafa far-
ið um allan heim hefir aldrei
verið hægt að sýna fram á að
fullyrðingar þessar standist.
Sama er að segja um að fluor-
inn setjist innan á vatnslagnir
eða tæri vatnsrörin. Þannig
mætti halda áfram að telja upp
allskonar fullyrðingar, sem
settar hafa verið fram en stand-
ast ekki.
Eins og minnst var á hér að
framan getur verið erfitt fyrir
almenning að rata um í þessum
skógi fullyrðinga, en við ættum
þó að gefa þessu meiri gaum og
ihuga þessi mál út frá þeim
staðreyndum, sem við þekkjum
og treystum. Við getum gefið
okkur nokkur atriði að hugsa út
frá. I Bandarikjunum eru um
og yfir 100 milljón manns, sem
drekka daglega fluorblandað
vatn. í þvi landi eru jafnframt
færustu vísindamenn þessa
heims með alla þá aðstöðu til
rannsókna sem bezt verður á
kosið. Þar er einnig sú blaða-
mannastétt sem ekki mundi
vila fyrir sér að gera þessu máli
skil ef með þyrfti. Bandaríkja-
menn eru einnig þekktir fyrir
kröfuhörku i allri meðferð mat-
væla, þar með talið drykkjar-
vatn. Maður skyldi þvi ætla að
mál þetta hafi gengið I gegnum
þann hreinsunareld, sem nauð-
synlegt er. Víða i heiminum er
vatn, sem frá náttúrunnar
hendi inniheldur fluor að styrk-
leika 1 p.p.m. — 2 p.p.m. Slikir
brunnar hafa verið þekktir um
margra áratuga skeið, og hvern-
ig er þá heilsufar þess fólks,
sem þarna hefir búið alla sina
sina ævi? Um það fjalla heil-
brigðisskýrslur á hverjum stað
og þær sýna ótvirætt að heilsa
manna á þessum stöðum er sizt
verri jafnvel betri, sérstaklega
þegar ástand tanna er tekið
með í reikninginn, en þar er um
að ræða 50—80% minni tann-
skemmdir en annarsstaðar, þar
sem fluor er litið sem ekkert i
vatni.
I umræðum um fluor skyldi
það þó aldrei gleymast að hér
er um eiturefni að ræða, þegar
magnið býður upp á slikt. En á
sama hátt og léleg blaða-
mennska getur komið óorði á
hið lífsnauðsynlega prentfrelsi,
þá skulum við forðast að láta
Alver, eldfjöll og rottueitur
koma óorði á hið lifsnauðsyn-
lega snefilefni fluor.