Morgunblaðið - 05.02.1977, Side 22

Morgunblaðið - 05.02.1977, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRUAR 1977 — Samningar Framhald af bls. 40 og tel eðlilegt að þeir fái þessa heimild. Fyrir liggja meðmæli Hafrannsóknarstofnunarinnar, því að við komum ekki til með að fullnýta þá veiðimöguleika, sem fyrir hendi eru. Hér er um tiltölu- lega lítið magn að ræða af heildar- veiðinni og skiptir okkur afar litlu máli. Þá tel ég þýðingarmik- ið að fá heimild til kolmunna- veiða i fiskveiðilögsögu Færeyja. íslendingar hafa ekki stundað miklar kolmunnaveiðar til þessa, en þetta er sú fisktegund, sem við þurfum að auka veiðar á. Með tilliti til Hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna, þá er samkvæmt þeim hafréttarsátt- mála, sem þar er í smíðum óskoraður réttur strandríkja til að nýta fiskimið og stjórna veið- um á fiskstofnunum. En þegar þeir eru ekki fullnýttir ber þeim að taka tillit til annarra þjóða, sem eiga allt sitt úndir fiskveið- um. Það höfum við gert með þss- um saningi." Pétur Reinert, sjavarútvegsráð- herra Færeyja, sagðist vera mjög ánægður með þetta samkomulag. Hann sagði að þegar íslendingar og Færeyingar ræddu saman yrðu lyktir ávallt góðar og hann sagðist jafnframt vona að íslendingar hefðu gagn af kolmunnaveiðum í Færeyskri fiskveiðilögsögu eða svartkjaftsveiðum eins og kol- munnaveiðar heita á Færeysku. Aðal kolmunnavertíðin við Færeyjar er fá 20. apríl og fram í endaðan maí — a.m.k. var svo á síðastliðnu ári. Er kolmunninn þá á leið norður um Færeyjar. Á siðasta ári veiddu Færeyingar um 12 þúsund tonn af svartkjafti, en 5 skip stunduðu veiðarnar. Eitt þeirra fékk um helming heildar- falans. I ár áætla Færeyingar að þeir veiði um 40 þúsund tonn af kolmunna. Afli síðasta árs fór að mestu í bræðslu, en tilraunir hafa farið fram f Færeyjum á verkun til manneldis. Hefur kolmunninn verið flakaður i sfldarflökunar- vélum og hefur hann smakkast vel. Hefur hann og verið hálf- þurrkaður. Bræðslan á sfðasta ári fór að mestu fram í Fulgafirði og kom verksmiðjan þar fjárhags- lega mjög vel út eftir vertíðina. Pétur Reinert kvað Færeyinga myndu hefja þroskveiðar við ís- lend aftur hinn 19. marz, en gild- andi samningur milli landanna kveður á um að þeir veiði allt að 8 þúsund tonn af þorski og 9 þús- und tonn af öðrum tegundum. Þeir hafa ekki veitt síðan um ára- mót, þar sem þeir höfðu þá fyllt kvóta sinn. Stærstu togarar Fær- eyinga eru nú að veiðum við Grænland og við Nýfundnaland, en þar hafa Færeyingar þó of lítinn króta. Svo sem kunnugt er hefur fær- eyska fiskveiðilandhelgin verið færð út f 200 sjómílur, en hún er ekki hluti af efnahagslögsögu Efnahagsbandalagsins. Fiskveiði- lögsögunnar munu gæta tvö skip frá danska sjóhernum og tvö fær- eysk varðskip. Jafnframt verður dönsk flugvél við gæzlustörf og á stærra danska herskipinu verður þyrla. Verði skip tekin að ólögleg- um veiðum verður dæmt sam- kvæmt færeyskum lögum af færeysk-dönskum dómara. Þá voru þeir Pétur Reinert og Atli Dam spurðir um Rockall- málið svonefnda, en það er klett- ur í Atlandshafi um 190 mílur frá ströndum Skotlands og um 230 mílur frá Færeyjum. Bretar hafa litið á þennan klett sem brezkt land og fá þvi stóra sneið af Lousy-banka, sem ella hefði orðið innan færeyskrar fiskveiðilög- sögu. Færeyingar hafa mótmælt þessari innlimun Breta á Rockall i skozkt lén, en þeir benda á að Færeyingar hafi fyrstir manna gengið á klettin árið 1911 og sett þar upp danskan fána. Auðug fiskimið eru umhverfis klettinn, sem stendur á færeyska land- grunninu og við hann hafa Færeyingar veitt í 70 til 80 ár. Bretar eignuðu sér klettinn 1953, en árið 1972 létu þeir merkja sér hann á sjókortum og hafa Færeyingar síðan mótmælt því ár- lega. ________ ,__________ — Ginzburg Framhald af bls. 1. utanríkisráðherra nýlega, að enda þótt Bandaríkjastjórn héldi áfram að ræða ranglæti I Sóvétrikjunum af hreinskilnf, væri ekki ætlunin að gefa yfir- lýsingar þar um í smáatriðum. Ginzburg, sem er fertugur að aldri, var tekinn höndum í gær- kvöldi er hann brá sér út úr íbúð konu sinnar i Moskvu til að hringja i almenningssíma þar skammt frá. Kona hans fékk þær upplýsingar i aðal- stöðvum KGB að skammt frá. Kona hans fékk þær upplýsing- ar í aðalstöðvum KGB að hann væri þar í haldi vegna þess að hann hefði drýgt glæp, og rann- sókn málsins hæfist bráðlega. Alexander Ginzburg hefur að undanförnu veitt forstöðu sjóði sem nefnist „Solthenitsyn- sjóðurinn fyrir pólitiska fanga i Sovétríkjunum“, en hann skýrði frá þvi á fréttamanna- fundi fyrir skömmu, að siðan sjóðurinn tók til starfa fyrir tveimur og hálfu ári hafi hann úthlutað um 270 þúund rúbl- um, eða tæplega 70 milljónum ísl. króna til pólitískra flótta- manna og fjölskyldna þeirra. Ginzburg sagði sjóðinn aðallega hafa tekjur af sölu „Gulag- eyjaklasans" á Vesturlöndum. Talið er að ein ákæran á hendur Ginzburg verði ólögleg gjaldeyrirsviðskipti, en lögregl- an kveðst hafa fundið vestur- þýzk mörk og bandarískan gjaldmiðil í íbúð konu Ginz- burgs í síðasta mánuði. Ginz- burg sagði á blaðamannafund- inum, að peningunum hefði verið komið fyrir í Ibúðinni I þvl augnamiði að hægt væri að ákæra hann, en I Sovétríkjun- um eru ólögleg gjaldeyrisvið- skipti alvarlegur glæpur. Hann sagði um leið, að hann hefði aldrei stundað slík viðskipti, enda hefðu það verið ströng fyrirmæli Solzhenitsyns er hann fól honum umsýslu sjóðs- ins. Alexander Ginzburg var fyrst handtekinn árið 1968, og var sfðan dæmdur til fimm ára fangabúðavistar. „Hvíta bók- in“, sem hann ritaði um réttar- höldin yfir Sinyavsky og Daniel árið 1966 varð til þess að efla mjög samtök sovézkra andófs- manna. — Kolmunni Framhald á bls. 40 leiðsla tækist á íslandi, en Svf- arnir vildu ekki kaupa minna en 50 lestir f einu. Þá sagði Óttar, að þeir hefðu verið með tilraunir með að herða loðnu og spærling og komið hefði i Ijós að fiskafurð- ir eins og þessar, auk kol- munna, hentuðu mjög vel sem dýrafóður, og betur en stærri fiskur, þar sem ekki þyrfti að búta þær niður, en nokkur kostnaður fylgdi því. — Loðnuganga Framhald af bls. 40 Það var seint í gærkvöldi, sem Morgunblaðið náði tali af Jakobi. Sagði hann þá að torfurnar út af Langanesi væru mjög stórar um sig og að meðaltali um 15 faðma þykkar. Þær hefðu verið á u.þ.b. 55 faðma dýpi, enda væri fullt tungl, en engu að síður hefðu þeir tekið sýnishorn f trollið. Þeir hefðu aðeins togað í 4 mínútur, en engu að síður hefði trollið verið hálffullt er það kom upp, loðnan í trollinu hefði öll verið stór hryngningarloðna. í samtalinu við Morgunblaðið sagði Jakob, að þeir á Árna hefðu haldið vestur að Grímsey á þriðju- dag til að kanna lóðningar, sem þar hefðu átt að vera. Ekkert hefði fundist þar, og lfklegt að loðnan hefði dreift sér. Síðan hefðu þeir haldið á svig ANA og NA af Kolbeinsey. Þar hefðu þeir fundið mikið af peðrum. Sýni hefðu sýnt að helmingur þeirrar loðnu væri kynþroska loðna á austurleið, en hinn helmingurinn ókynþroska, sem myndi hrygna næsta vetur. Þá hefðu þeir haldið austur á bóginn og á öllu svæðinu verið mikið um smærri torfur. - Korchnoi ótt- ast mannrán Framhald af bls. 1. greiniiega miður sfn, og hefur jafnvel íhugað að koma ekki til leiks," sagði Palladino. Tigran Petrosjan, sem er fyrrverandi heimsmeistari í skák gagnrýndi Korchnoi opin- berlega þegar hann óskaði eft- ir hæli sem pólitískur flótta- maður f Hollandi í fyrra. — Lýsi Framhald af bls. 40 Af mjölmörkuðunum hafa þær fréttir borizt, að mark- aðurinn er talinn mjög sterkur um þessar mundir. Hins vegar hefur ekkert mjöl verið selt frá tslandi að undanförnu, enda ekkert mjöl til að selja í' bili, en talið er að allt að 7.05 dollara sé nú hægt að fá fyrir proteineininguna af fiskmjöli. — Skák Framhald af bls. 18 Manila og hins vegar slæleg frammistaða Spassky þar, en hann hafnaði rétt um miðju og olli nokkrum vonbrigðum, freistast menn til að veðja á Hort. En Spassky hefur mag- sýnt þann hæfileika að eflast þegar mikið er i húfi og fáir tefla skemmtilegra en Spassky þegar honum tekst vel upp. Það tók Spassky talsverðan tfma að ná sér aftur á strik eftir ósigur- inn hér í Reykjavík, þegar hann missti heimsmeistaratitilinn f hendur Fischer. Hann tefldi fljótlega í nokkrum mótum eins og í Tallin, Dortmund og Amsterdam en skákir hans þóttu bera vott um breyttan mann. Skákir hans þóttu skorta baráttugleði, og hann sýndi lít- inn vott um metnaðargirni og áhuga. En i október 1973 gerði hann sér lítið fyrir og sigraði f Sovétmeistaramótinu, sem ávallt er skipað öflugustu skák- mönnum þjóðarinnar. Þar tefldi hann af endurnýjuðum þrótti og hugmyndaauðgi og tefldi margar skákir með mikl- um glæsibrag. I kjölfarið fylgdi sfðan áskorendaeinvfgi við ameríska stórmeistarann Robert Byrne, en þar tryggði Spassky sér sigur eftir 6 skákir og sigraði með 4,5 á móti 1,5 vinningum. (Sigurvegari var sá sem fyrstur vann 3 skákir). Sfð- an tefldi Spassky einvígi við Karpov f Leningrad 1974. Sigurvegari f því einvfgi var sá, sem fyrstur hlaut 4 vinninga, en jafnteflin voru ekki talin með. Spassky hóf einvígið með þvi að sigra Karpov, en það varð hans eini vinningur. Ein- vfginu lauk eftir 11 skákir, en þá hafði Karpov hlotið 4 vinn- inga en Spassky 1 en heildarúr- slitin urðu 7 —4. Síðan hefur gengið á ýmsu hjá Spassky og m.a. hefur hann kvænst á ný, og býr nú i Frakklandi ásamt hinni frönsku konu sinni. Ekki er að efa að margir aðdáenda hans hér á landi hlakka til að sjá hann aftur og biða spenntir eftir þessu einvígi. — fslendingar trúaðir Framhald af bls. 17 lifenda lífi. Helmingur þessa látna fólks Sem aðspurðir töldu að hefðu birzt sér, voru náin skyldmenni, um fjórðungur vinir eða kunningjar og fjórð- ungur ókunnugt fólk. Misjafnt var hversu oft þetta hafði borið við, þvf hjá rúmum þriðjungi hafði þetta gerzt einu sinni, hjá öðrum þriðjungi 2—4 sinnum en oftar hjá afganginum. Við samanburð samsvarandi kannana erlendis bendir flest til að töluvert fleiri hér á landi telji sig verða fyrir reynslu af þessu tagi en annars staðar, þar sem upplýsingar liggja fyrir um þetta efni. Um aðrar tegundir dulrænna fyrirbæra er það að segja að rúmur fjórðungur manna taldi sig á dulrænan hátt hafa fengið hugboð um atburði sem gerðust i fjarska, töluvert færri, eða 18%, töldu sig hafa komizt i kynni við reimleika, og ber þar töluvert á milli viðhorfa og reynslu af reimleikum, því að aðeins 9% töldu sig vissa um tilveru þeirra. Nær sjötti hver maður taldi sig hafa orðið var- an við fylgju, 5% hafa séð álfa eða huldufólk og 2% kváðust hafa orðið fyrir óhöppum vegna rasks álagabletta. Tólfti hver maður hafði orðið fyrir þeirri reynslu að komast úr líkama sínum, sem er nokkru fátíðara en i samsvarandi könnun frá Bandaríkjunum og 2% áttu minningar frá fyrra lífsskeiði. Loks er að geta þess að um 4% aðspurðra hafði einhvern tfma fundizt látinn maður ná ein- hverju valdi yfir líkama þeirra og þannig orðið varir við vott af einhvers konar miðilsgáfu. I könnuninni var einnig spurt hvort menn hefðu ein- hvern tlma orðið fyrir sterkri trúarlegri eða andlegri reynslu og segir Erlendur að sér til undrunar hafi fjórðungur að- spurðra svarað því játandi. Hin trúarlega reynsla hafði gerzt við ýmsar kringumstæður, langtíðast þó f bænargjörð, þá úti f náttúrunni og f kirkju. Eftirtektarverðast við könn- unina í heild er þó vafalaust hve oft íslendingar hafa orðið varir við verur annars heims, látna menn og huliðsverur í samanburði við hliðstæðar kannanir í öðrum löndum. Einnig hitt að 698% aðspurðra töldu annað líf vfst eða lfklegt, og segir Erlendur að þessi trú á framhaldslífið virðist vera í miklum tengslum við almenna trúhneigð, þótt helmingur þeirra manna, sem telji sig lftt eða ekki trúhneigða, búist engu að síður við framhaldslífi. — Belgar Framhald af bls. 3 Þá kvað hann sölur á Belgiu vart koma til greina, ef markaður- inn í Bretlandi væri opinn íslend- ingum. Þá hefði löndunarkostnað- ur f Belgíu verið hærri en i Þýzka- landi á sfnum tíma, en Belgar hefðu nú lofað að lækka löndunarkostnaðinn þar í landi. — Messur á morgun Framhald af bls. 7 MOSFELLSPRESTAKALL Lágafellskirkja. Barnasam- koma kl. 10.30 árd. Séra Birgir Ásgeirsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA Messa kl. 2 síðd. Séra Garðar Þorsteinsson. FRlKIRKJAN Hafnarfirði. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Séra Magnús Guðjónsson. KÁLFATJARNARKIRKJA Guðþjónusta kl. 2 síðd. Séra Bragi Friðriksson NJARÐVlKURPRESTAKALL Guðþjónusta í Stapa kl. 2 sfðd. Séra Páll Þórðarson. KEFLAVlKURKIRKJA Messa kl. 2 sfðd. Altarisganga. Skúli Svavarsson kristniboði prédikar. Siðasta samkoma kristniboðsvikunnar kl. 8.30 sfðd. Séra Ólafur Oddur Jóns- son. GRINDA VÍKURKIRKJA Barnasamkoma kl. 11 árd. Sóknarprestur. HVALSNESKIRKJA Messa kl. 2 síðd. Séra Guðmundur Guðmundsson. EYRARBAKKAKIRKJA Almenn guðþjónusta kl. 2 siðd. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA Barnaguðþjónusta kl. 10.30 árd. Sóknarprestur. HVERARERÐISKIRKJA Barnamessa kl. 11 árd. Messa kl. 2 sfðd. Sóknarprestur. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA Guðþjónusta kl. 2 sfðd. og barnaguðþjónusta kl. 2.45 sfðd. Séra Stefán Lárusson. AKRANESKIRKJA Barnasam- koma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 siðd. Vænzt er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Séra Björn Jónsson. - Samtal við Karl Schiitz rannsóknar- lögreglumann Framhald af bls. 21 rannsón málsins og því verður beðið með frekari leit um sinn." „Er mögulegt að afbrotamennirnir vilji ekki gefa upp stað- setningu vegna þess að um fleiri lík sé þar að ræða en þeirra tveggja manna sem við höfum rætt um?" „Ef við höldum okkur við staðreyndirnar þá eru líkin aðeins tvö nú og sennilega er hraunið ekki fullt af líkum M a hefur verið rætt um hvarf manns frá Færeyjum, en ég hef engar upplýsingar um Færeyinginn í þessari rannsókn " Blóðbletturinn af A blóðflokki! Sem kunnugt er var lík Geirfinns geymt í kjallara við Grettisgötu á annan sólarhring og þar fanns blóðblettur sem var ekki af O— blóðflokki Geirfinns Við spurðum Karl Schútz að því hvort mögulegt væri að önnur lík hefðu verið geymd í kjallaranum og nefndum Guðmund Einarsson í því sambandi „Okkur er ekki kunnugt um að lík Guðmundar Einarssonar hefi verið flutt í kjallarann Varðandi blóðblettinn er margt sem kemur til greina Þarna hafði verið unnið við slátur, menn kunna að hafa fengið skeinur þarna, en auðvitað kemur ýmislegt alvarlegra til greina Blóðbletturinn var A og hvorki Sævar. Kristján Viðar, Tryggvi Rúnar né Erla eru með þann blóðflokk " „En Guðmundur Einarsson?" „Því miður mun það hvergi hafa venð skráð í hvaða blóðflokki hann var, en höfuðhár af honum úr hárbursta af heimili hans og fleiri gögn voru send til nákvæmrar rannsókn- ar í Þýzkalandt og eftir rannsókn á hári Guðmundar er talið að blóðflokkur hans geti verið A eða AB Ýmis gögn voru emnig send út, en m a var kannaður blóðblettur sem fannst á frakka Kristjáns Viðars, en sá blóðflokkur reyndist ekki tilheyra neinum úr afbrotahópnum Það sem er á hreinu í þessu sambandi er að blóðið var ekki úr Geirfmni " Snúin sálfræðileg viðfangsefni í samtalinu við Schútz kom það fram að hjá þýzkum rannsóknarlögreglumönnum þykir það sjálfsagt að færa rann- sóknarmál á milli manna ef sú staða væri komin upp að það væri talið æskilegra „Það er miðað við það." sagði Schútz, "að ekki sé skipt um menn í rannsókn mála, því sá sem hefur rannsókn veit að öllu jöfnu mest um málið og hefur lagt mesta vinnu í það, en það getur margt komið til Þarna eins og í svo mörgu öðru er um persónueinkenni manna að ræða Ef rannsóknarmaður nær ekki personulegu sambandi við afbrotamenn í rannsókn máls er sjálfsagt að skipta um rannsóknarmann. því öll alvarleg mál eru snúin sálfræðileg viðfangsefni " Mun skrifa um lausn afbrotamála. í lok samtals okkar spurðum við Schútz að því hvað tæki við hjá honum þegar hann héldi af landi brott? „Ég fer til Þýzkalands að skrifa. skrifa," sagði hann, "og skrifa " Hann kvaðst alltaf hafa sama áhugann á afbrotamálum þótt hann væri hættur í opinberu starfi og nú kvaðst hann ætla að skrifa greinar í fagblöð lögreglumanna, þar sem hann mun skrifa um hugmyndir sínar til að takast á við lausn afbrotamála eftir nýjum leiðum „Hver afbrotasérfræðingur verður stöðugt að kynna sér endurbætur og fjölbreytni möguleika í vinnu- brögðum," sagði hann, "afbrotasérfræðingar verða stöðugt að vera að mennta sig og búa sig undir að takast á við allt aðra uppbyggingu glæpamáls en þeir hafa vanizt." íslenzkri lögreglu áfátt. „Er íslenzkri lögreglu áfátt í slíkri þjálfun starfsmanna sinna?" „Einmitt, það vantar menntun, reynslu og betri tækniað- stöðu Tæknin skiptir miklu máli. Nýjar og nýjar aðferðir koma upp og rannsóknarlögregla sem á að vera hlutverki sínu vaxin verður að hafa vinnuaðstöðu "

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.