Morgunblaðið - 05.02.1977, Page 23

Morgunblaðið - 05.02.1977, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRUAR 1977 Birgir Isl. Gunnarsson, borgarstjóri: HSÍ landssamtök — eðlilegt að bíða afstöðu ríkisins — Umsvif HSÍ hafa fyrir löngu útilokað heimsóknir til Reykjavíkurfélaga, sagði Sveinn Björnsson NO SlÐUSTU daga hafa orðið nokkrar umræður um leigukjör af íþróttavöllum og má f því sam- bandi nefiia sérstaklega umræður sem orðið hafa vegna leigu HSÍ af íþróttahöllinni f Laugardal. Reykjavfkurborg hefur nokkuð verið gagnrýnd eins og komið hef- ur fram f fjölmiðlum. Málin hafa verið rædd f íþróttaráði og borg- arráði. Á fundi borgarstjórnar 3. febrúar varð tveggja klukku- stunda umræða um þessi má. Alfreð Þorsteinsson (F) hóf umræðuna og sagði það vekja furðu, að ekki væri sýndur neinn vilji til að verða við ósk HSf, sem var um sérstök leigukjör í Laug- ardalshöll vegna sex landsleikja. Hann sagði að leigukjörin væru óviðunandi vegna þess mikla kostnaðar, sem islensk íþróttafé- lög þyrftu að leggja f, ef hingað ættu að koma erlend félög eða öfugt. ísland hefði sérstöðu vegna mikillar fjarlægðar frá öðrum löndum. Hann sagðist vita, að ís- lenskir íþróttamenn væru mjög góð landkynning og þvi væru iþróttasamskipti góð auglýsing fyrir Reykjavík. Alfreð minnti á, að íslenska landsliðið i handknatt- leik hefði sýnt góðan árangur og hann teldi, að Reykjavíkurborg hefði þvi ástæðu til að styðja landsliðið. Hann lagði siðan fram tillögu þess efnis, að borgin styrkti HSÍ með tveggja milljón króna frámlagi vegna ferðar í B- hluta heimsmeistarakeppninnar í Austurriki. Borgarstjóri, Birgir Ísleifur Gunnarsson (S), tók til máls á eftir Alfreó og sagði að landsliðið hefði verið nokkuð á dagskrá vegna góðs árangurs sem það hefði náð að undanförnu. Borgarstjóri sagðist ekki draga úr og vilja undirstrika hversu mikil- vægt er að taka þátt í mótum og að menn og lið standi sig vel, þvi slíkt væri mikil landkynning. Hann sagðist engu að síður harma málflutning formanns HSÍ sem fram hefði komið í f jölmiðlum um afstöðu Reykjavíkurborgar. Slíkt orðalag sem formaður HSÍ hefði viðhaft væri ekki sæmandi for- ystumanni slíkra samtaka. En auðvitað ættu samtökin ekki að gjalda þess þó formaðurinn talaði svo. — Borgarstjóri sagðist vilja minna á, að Laugardalshöllin væri í eigu borgarinnar og því vildu auóvitað allir, að hún yrði vel rekin. Þar stæði ekki á starfs- fólkinu að leggja hart að sér og mætti t.d. nefna framkvæmda- stjórann. Hann ynni allt sem til félli og ekki færi milli mála, að það væri stolt framkvæmdastjór- ans aó höllin yrði vel rekin, og i þvi sambandi væri vert að benda á, að húsió hefði ekki verið rekið með halla undanfarin ár. Birgir ísleifur sagði að hér væri um landssamtök að ræða þó heimilis- föst væru i Reykjavík. Sér væri ekki kunnugt um að neitt sveitar- félag hefði samþykkt styrk til HSÍ. í sámbandi við stuðning við skákmót sem hér hefðu verið haldin sagði borgarstjóri, að borg- arstjórn hefði ekki treyst sér út i meira en veita baktryggingu og enn hefði ekki komið til að þurft hafi að greiða hana. Birgir ísleif- ur sagði aó sér væri ekki kunnugt hvað rikisstjórnin ætlaði að gera og hann vildi fá að sjá hvað þar yrði gert áður en stuðningur væri samþykktur. Hann sagði það ósanngjarnt að Reykjavikurborg Borgarstjóri: Fasteignagjaldaseðlar 1978 sem sýna hlut hvers og eins ADI)A Bára Sigfúsdóttir (Abl) bar fram eftirfarandi fyrirspurn á sfðasta fundi borgarstjórnar. „Tilkynningar um fasteignagjöld f Reykjavfk, þar sem svo hagar til, að bæði fbúðir og atvinuhús- næði eru f einu og sama húsi, eru þannig úr garði gerðar, að mjög torvelt er að komast að raun um, hvað eigendur fbúða eiga að greiða og hvað eigendur atvinnu- húsnæðis eiga að greiða. Veruleg hætta er á þvf, að þessar óljósu upplýsingar geti valdið þvf, að fbúðareigendur greiði af vangá hluta af þvf gjaldi, sem eigendur atvinnuhúsnæðis eiga að greiða einir. Því er spurt: Telur borgarstjóri ekki nauðsynlegt að birta auglýs- ingu, sem felur í sér leiðbeiningu til þeirra, sem eiga íbúðir eða atvinnuhúsnæði í húsum, þar sem um er að ræða misháa skattlagn- ingu á húsnæði í einu og sama húsi, og upplýsingar um það, hvar hægt sé að fá gjöldin rétt sundur- liðuð? Ennfremur: Er ekki nauð- synlegt að fara þess á leit við Gjaldheimtuna að starfsmenn þar reikni fyrir einstaka eigendur hlutdeild þeirra í fasteignagjöld- um þessara húsa og gangi úr skugga um, að íbúðareigendur séu ekki að greiða meira en þeim ber, þegar þeir inna greiðslur sin- ar af hendi? — Borgarstjóri, Birgir tsleifur Gunnarsson (S), svaraði þessu itarlega og sagði: „Fyrirspyrjandi bendir réttilega á, að fasteignagjaldaseðlar eru sendir út á hverja eign, en ekki á einstaka eignarhluta ef um sam- eign er að ræða. Þetta tekur bæði til fjölbýlishúsa, þar sem oft er um mjög marga sameigendur að ræða, og einnig til húsa þar sem um blandaða notkun er að ræða, íbúðarhúsnæði að hluta og at- vinnuhúsnæði að hluta. i siðar- nefnda tilvikinu er þó álagningu fasteignaskattsins skipt eftir nptkun húsnæðis, en sú skipting segir ekki til um greiðsluskyldu hvers eiganda af heildargjöldun- um, enda blandast þar eignaskipt- ing þeirra á milli inn í málið. I 2. mgr. 2. gr. laga um skráningu og mat fasteigna frá 20. mai 1976 segir að sé um „að ræða sér- greindan eignarrétt eða sérstaka notkun einstakra mannvirkja, ein allra sveitarfélaga greiddi hallann og því legði hann til að tillögunni yrði vísað til borgar- ráðs. Formaður fþróttaráðs Sveinn Björnsson (S), tók næst til máls og ræddi þar m.a. nokkuð um leigumál Laugardalshallar- innar. Kom þar m.a. fram, að á fyrri leik íslendinga og Pólverja nýlega komu 2800 manns, en á síðari leikinn komu 700 en honum var sjónvarpað síðar um kvöldió. Þá kom fram hjá Sveini að á sið- astliðnu ári fóru fram 77 hand- boltakeppnir á vegum HSl i Laug- ardalshöll. Var leigugjald samtals 2.560.896,- eða kr. 33.259.- að með- altali, en beinn kostnaður mun ekki hafa verið lægri en 35—40 þús á keppniskvöldi hjá húsinu. Af landsleikjum eingöngu voru tekjurnar 7.091.400,- og fékk HSl þar af 5.436.322.-, ÍBR 449.540,- og Laugardalshöll 1.205.538.-. Beinn kostnaður við landsleik er lágt reiknaður 75 þús eða samtals 525 þús. Af framlagi borgarinnar til ÍBR fóru 712 þús til HSÍ. Þá má geta þess að Iðnkynning greiddi HSÍ 400 þús fyrir dag sem keypt- ur var en landsleikurinn var í það skiptið færður á Akranes. Sveinn Björnsson sagði að HSÍ teldi sam- skipti við erlend félög ófram- kvæmanleg vegna okurleigu. Staðreyndin væri hins vegar sú að umsvif HSÍ í Reykjavík hefðu fyr- ir löngu útilokað allar erlendar heimsóknir i handknattleik til Reykjavíkurfélaganna, þau hafa verið kaffærð eða ýtt til hliðar sagði Sveinn. Þá kom fram sem og hjá borgarstjóra að á þessu ári eru áætlaðar 278 millj. til iþrótta- mála i heild. Sveinn sagði að sem eðlilegt er að'skoða sem sjálf- stæðar eindir, skal samkvæmt lög- um þessum farið með slika eign- arhluta sem fasteignir, enda liggi skipting og eignarhlutföll fyrir i þinglýstum heimildum." 1 ákvæði til bráðabirgða segir síðan, að vinnist eigi timi til skráningar einstakra hluta fasteigna í land- inu fyrir 1. nóv. 1976 skal fast- eignamati ríkisins heimilaður frestur til að ljúka þeirri skrán- ingu til 1. nóv. 1977. Frá og með árinu 1978 verður þannig væntan- lega unnt að senda út fasteigna- gjaldaseðla, sem sýna í krónutöl- um hversu háa fjárhæð hverjum eiganda eignarinnar ber að greiða. Tekur þetta jafnt til fjöl- býlishúsa svo og húseigna þar sem um blandaða notkun er að ræða. Árlega hafa í janúarmánuði verið birtar auglýsingar i öllum dagblöðum borgarinnar um álagningu fasteignegjalda. í aug- lýsingunni er tekið fram,.að gjöld- in séu innheimt í Gjaldheimtunni i Reykjavík, en fasteignagjalda- deild Reykjavíkur, Skúlatúni 2, 2. hæð, veiti upplýsingar um álagn- ingu gjaldanna. Á fasteigna- menn héldu kannski að hann væri á móti iþróttum en það væri öðru nær því mest af tíma hans færi i þær. Hann sagðist vilja að styrkir til iþróttahreyfingarinnar kæmu réttar boðleiðir. Og ef iþrótta- hreyfingin ætti einhvers staðar góðan hug þá væri það hjá borgar- stjóra Birgi Isleifi Gunnarssyni. Alfreð Þorsteinsson (F) sagðist geta fallist á að tillögunni yrði visað til borgarráðs. Hann sagðist geta tekið undir orð borgarstjóra að orð formanns HSÍ væru ekki til að skapa samstöðu milli borgar og HSÍ en samt ættu samtökin ekki að gjalda þess. Alfreð sagði að Laugardalshöllina ætti að reka sem þjónustufyrirtæki, og ef borgin kæmi nú myndarlega til móts við HSÍ gætu ön'nur sveitar- félög fylgt i kjölfarið þvi það væri ekki of mikið að borgaryfirvöld sýndi rausn þegar árangur næðist sem raun bæri vitni um. Albert Guðmundsson (S) sagðist sist ætla að mæla á móti að vallarleiga lækkaði. H:nn Sagðist hafa setið hjá við afgreiðslu á beiðni HSÍ i borgarráði en verið þó frekar já- kvæður. Fara hefði mátt milliveg i leigumálunum. Albert sagði að forystumenn íþróttafélaga þyrftu oft að standa í miklum fjáröflun- araðgerðum. Hann sagði að það yrði að koma fram að auðveldasta leiðin hefði oft verið að leita til Reykjavikurborgar vegna þess, að hún hefði verið eini aðilinn sem hægt hefði verið að leita til. önn- ur sveitarfélög hefðu litið styrkt landssambönd þau þó þau hafi gert vel við sína menn. Það væri því ekki ósanngjarnt að Reykja- víkurborg segði nú: „Nú verðið þið að koma líka.“ Albert sagðist vilja leggja áherslu á að ríkið stæði fyrir sinu og styrkur væri fyllilega réttlætanlegur frá ríkis- stjórninni einni. Albert sagði gjaldaseðli hefur verið tekið fram, að húseigendur eigi þess kost að kynna sér reglur um álagningu fasteignagjalda í fast- eignagjaldadeild Reykjavíkur Skúlatúni 2. Starfsfólk deildar- innar hefur upplýst, að það hafi jafnan annast útreikning á skipt- ingu fasteignagjalda fyrir all- marga húseigendur og þ.ám. marga þeirra, sem eiga hlut í hús- eign með blandaðri notkun. Ut af fyrir sig er þessi útreikningur ekki ýkja flókinn. Fasteignamat húss og lóðar er gefið upp á fast- eignagjaldaseðli. Með því að reikna álagningu á heildarmatið samkvmæt lægri skattflokki kem- ur fram mismunur sem' eiganda atvinnuhúsnæðisins ber einum að greiða. Eftirstöðvarnar greiðast siðan eftir eignaskiptahlutföllum, en þau hlutföll verða eigendurnir sjálfir að vita eða gefa upplýsing- ar um. Starfsfólk Gjaldheimtunn- ar hefur iðulega reiknað út fast- eignaskatt fyrir eiganda húsnæð- is, þegar um sameign er að ræða i íbúðarhúsnæði, og eigandinn hef- ur látið í té vitneskju um sitt eignarhlutfall. Gjaldheimtan hef- 23 orðaval formanns HSI ósann- gjarnt og ekki réttlætanlegt. Þá gat Albert þess að meðan hann hefði verið formaður KSI hefði fyrirgreiðsla hjá flugfélögum og hótelum verið með ágætum. En varðandi fjáröflun sagði hann að ekki mætti taka manndóminn al- veg út úr myndinni, áhugann fyr- ir að berjast, þvi hann væri mikils virði. Davið Oddsson (S) sagðist vilja taka undir að árangur Isl. landsliðsins hefði verið góður. Sér þætti hins vegar miður áð þessi árangur væri notaður i póli- tískum tilgangi hér í borgarstjórn og á siðum Tímans. Meginreglan væri að styrkja ekki landssamtök en þegar sérstaklega stæði á mætti gera undantekningu og þá ekki í þeim tilgangi að styrkja samtökin heldur tiltekinn atburð. Davið sagði að varast yrði að hlaupa upp til handa og fótá í lýðskrumsstíl eins og Alfreð; okk- ur bæri fyrst og fremst að ýta á rétta aðila — ríkisvaldið. Davið Oddsson lagði siðan fram tillögu efnislega á þá leið að rikinu bæri að styrkja HSÍ til farar í HM svo ekki þyrftu fjárhagsáhyggjur að draga úr árangri. Kristján Bene- diktsson (F) sagðist hafa verið sammála þvi í borgarráði að borg- in yrði ekki við beiðni HSÍ. Hann sagðist á móti þeim metingi hjá borgarfulltrúum að ýta öllu yfir á rikisvaldið, hann teldi að visu að ríkið ætti að styrkja myndarlega liðið sem fer í HM en hann teldi lika að borgin ætti að eiga þar þátt að og Reykjavík hefði frum- kvæði af hálfu sveitarfélaganna. Það yrði mikill sómi fyrir Reykja- víkurborg. Liðið hefði verið vel æft, forystumenn HSÍ lagt hart að sér og góður árangur væri góð auglýsing. Elin Pálmadóttir (S) sagðist sammála Davið Odsssyni að skora á ríkið að taka mynd- arlega á. Engin ástæða væri þvi til að fara greiða tvær milljónir áður en vitað væri hvað rikið myndi gera. Björgvin Guðmundsson (A) sagðist telja eðlilegt að báðar til- lögurnar færu til borgarráðs. Hann sagðist álita að borg og riki ættu ekki að vera að kasta málinu á milli sín. Best væri ef borgar- stjóri ræddi við ráðherra og reynt yrði að komast að niðurstöðu. Borgarstjóri, Birgir Ísleifur Gunnarsson, sagðist þegar hafa sett sig í samband við ráðherra og hann myndi halda þvi. Öll þessi mál yrði að lita á i samhengi þvi fleiri aðilar en HSÍ væru senn á leið í stórmót. Samþykkt var að visa tillögu Alfreðs Þorsteinsson- ar til borgarráðs og tillaga Davíðs Oddssonar var samþykkt með tólf atkvæðum gegn einu. Adda Bára Sigfúsdóttir sat hjá við afgreiðslu á tillögu Daviðs og gerði grein fyrir atkvæði sínu. ur hins vegar færst undan því að reikna út skiptingu gjaldanna, þegar um blandaða eignarnotkun er að ræða. Er það bæði vegna mikilla anna i afgreiðslu Gjald- heimtunnar, þegar innheimta fasteignagjalda stendur sem hæst, en einnig vegna þess, að Gjaldheimtan sem innheimtuaðili vill ekki taka á sig ábyrgð á skipt- ingu gjaldanna, þegar um bland- aða notkun fasteignar er að ræða, og telur eðlilegra að álagningar- aðilinn reikni þá út skiptinguna. Starfsfólk Gjaldheimtunnar hef- ur þvi visað húseigendum til fast- eignagjaldadeildarinnar varðandi slika skiptingu. Með visan til þess, sem nú hefur verið sagt, tel ég tæplega nauðsynlegt að birta enn auglýsingu um það hvar hús- eigendur geta fengið upplýsingar og kynnt sér reglur um álagningu fasteignagjalda, en hef hins vegar farið þess á leit við gjaldheimtu- stjóra, að starfsfólk Gjaldheimt- unnar leiðbeini eftir föngum um útreikning fasteignagjalda hjá þeim húseigendum sem eiga eign- arhluta i fasteign, sem að hluta er notuð til ibúðarhúsnæðis en að hluta til atvinnurekstrar. Hefur gjaldheimtustjóri tekið þeirri málaleitan mjög jákvætt. Með þessum hætti vænti ég þess að tryggt sé að hver sameigenda greiði það sem honum ber. Ef fyrirspyrjandi eða aðrir borgar- fulltrúar óska eftir því, að slík auglýsing verði birt, tel ég að sjálfsögðu rétt að verða við þvi,“ sagði borgarstjóri, Birgir ísleifur Gunnarsson, að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.