Morgunblaðið - 05.02.1977, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1977
29
F. 7. 7.1889.
D. 24.1. 1977.
Skammt er nú stórra högga á
milli úr röðum Veðramótssystra,
er nú á fárra mánaða millibili
falla tvær þeirra frá. Vart er
minna skarð fyrir skildi
Vigrunga, er með örfárra ára
millibili kveðja bæði Björgu og
Bjarna þótt þeir sem til þekkja,
undrist ei þótt skammt hafi verið
á milli fráfalla þeirra, svo kært og
náið var þeirra samband.
Á slíkum stundum gerast minn-
ingar og þakkarhugur áleitin við
þá, er kynni höfðu, og jafnvel svo,
að stirðlatur penni fer á stað til að
festa á blað fáeinar línur um hina
mætu konu, móðursystur mlna,
Björgu Björnsdóttur, húsfreyju i
Vigur i ísafjarðardjúpi.
Vist er, að æviferill Bjargar
verður af öðrum rakinn, og verða
því minningarnar ríkari I huga og
pári, enda var aldurinn ekki hár,
er ég fékk að vera fyrsta sumarið
mitt i Vigur, þá 11 ára. Fyrstu
kynni min af Vigrungum voru þó
fyrr, er sum börn þeirra Vigur-
hjóna dvöldust um hrið á æsku-
heimili minu I Eyjafirði. Þá þegar
varð þessi hluti lands okkar, lítil
eyja með einu býli og óvenjulegu
nafni, einskonar fjarlægur ævin-
týrastaður, sem aðeins um var
dreymt og ímyndunaraflið látið
leika laust. Þótt mitt lán yrði að fá
þar að vera unglingur I 3 sumur,
og enn finnst mér sumur ekki öll
nema hafa komið þar í heimsókn,
er ennþá rikjandi þar yfir hinn
sami ljómi og sérstæða andrúms-
loft jafnt sem dulúð I kvikum
huga lítils sveitadrengs um fjar-
lægan stað.
Þau sumur, sem ég fékk að
dvelja i Vigur, eru, að öðrum
ólöstuðum, með þeim beztu, ef
ekki þau beztu, á ævj minni.
Björg og Bjarni voru mér þá i
foreldra stað og þótt fleiri væru
„tökubörnin" gilti það sama um
þau. Enda þótt svo væri, varð ég
aldrei var við að börnum þeirra
hjóna þætti nóg um eða fyndist
þau vera vanrækt. Stór var
sumarbarnahópurinn I Vigur þá
og er enn, og þótti fátt í „skerinu"
ef undir 20 manns sátu að málum.
Á þessum árum tiðkaðist enn að
færa frá og mun Vigur liklega
með síðustu býlum þessa lands,
sem þá búskaparhætti höfðu. En
fyrir bragðið er hægt að stæra sig
af þvi að hafa verið smali, þótt
næsta létt hafi það starf verið á
eyju og margir jafnaldrar til að
deila þvi með. En rik er sú minn-
ing, er komið var úr kvíum að
kvöldi og Björg kallaði á hópinn í
búrió stóra og gaf þeim, sem
vildu, bolla af hinni rjómaliku
sauðamjólk. Ekki verður það tal-
inn slakur kostur á hraðvaxtar
skeiði hvers og eins.
Ferðalög hafa ávallt verið mér
áhugarik og var sízt ekki svo á
lítilli eyju með takmörkuðum
möguleikum á því sviði, nema um
saltan sæ. Þvi var það, að hvers
konar áætlaðar ferðir frá eyjunni
voru vinsælar meðal okkar krakk-
anna og keppni um að fá að fara
með. Komst ég fljótt upp á lagið
með að fá Björgu frænku mina til
að „stuðla" að þvi við Bjarna, að
ég fengi að fara með og bar það
oft árangur, svo góðan, að mér er
ekki grunlaust um að jafnöldrum
hafi þótt nóg um. Alltaf voru
þetta ógleymanlegar ferðir og
mikið fékkst þá af kynningu við
ýmsa staði i Djúpinu.
Rétt er nú að staldra við svo
minningarnar verði ekki til að
teygja þennan lopa um of. Af
þeim, sem minnst er á, má ef til
vill skilja hvernig hugarfar og
andrúmsloft rikti í Vigur á þeim
tima. Engin var lognmolla á bæn-
um þeim, ávallt nóg við að vera og
okkur krökkunum beint til starfa
eftir getu og hæfni. Ekki var allt-
af full ánægja með afköst né
vinnuhraða og þá ekki verið að
lúra á þvi, frá var greint og ástæð-
una fyrir því, jafnvel talað um lóð
af misjöfnum þunga hangandi
eða dragandi i festu á vissum
stöðum, en ávallt lygndi fljótt, allt
fyrirgefið og andrúmsloftið
hreint og örvandi. Oft var ð Björg
til að lægja öldurnar og milda
áhrifin, svo aldrei urðu nein
sárindi eftir, heldur hugur til
ihygli, að gera betur næst, geta
gert gagn og verða maður.
Slik eru áhrif og minningar
mínar frá hinu þekkta og glæsta
Vigurheimili, þá sem nú. Þótt aðr-
ir séu nú húsbændurnir, eru þeir
af sama stofni og hefur þeim tek-
izt að viðhalda þessum sérstæða
anda, sem þarna rikir, utan húss
sem innan. Ef til vill á hið sér-
stæða dýralif eyjarinnar þar
nokkurn hlut að máli og um-
gengni ábúenda við það mætti
mörgum vera til fyrirar.
Jarðneskar leifar frænku minn-
ar fá nú sinn hinsta hvíldarstað
við hlið frænda síns og eigin-
manns i ögurkirkjugarði. Er það
hið tilhlýðilegasta og ekki gat
annað til greina komið. Vonandi
hafa þau fengið að sameinast aft-
ur einnig á einhvern annan hátt,
annað væri óréttmætt. Hjartans
þakkir eru hér fluttar þeim
báðum fyrir allt sem þau fyrir
mig og mina fjölskyldu hafa gert.
Megi a'ndi þeirra og minning
lengi lifa.
Björn Sveinbjörnsson.
Bjargar í Vigur, gætu sagt, ef
segja mættu, mikla sögu og
merka. Það gefi Guð.að þær
hringi heillir og hamingju yfir
gamlar, göfgar slóðir sem mér eru
allt frá bernskuárum kærar.
Jón Auðuns
Nú legg ég augun aftur
6 Guð, þinn náðarkraftur
mfn veri vörn f nótt.
Æ virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka,
þinn engil svo ég sofi róft.
Sú fregn barst mér að morgni
24 janúar s.l. að Björg amma væri
dáin. Hún kom mér raunar ekki á
óvart, því amma hafði legið á
sjúkrahúsi um skeið mikið veik.
Samt sem áður verður manni allt-
af illa við er dauðinn kveður dyra
og vitjar þeirra sem eru manni
kærir.
Við systkinin I Vigur eigum
ömmu mikið að þakka þar sem
hún átti svo stóran þátt I uppeldi
okkar.
Eg minnist þess er við sátum i
rökkrinu umhverfis ömmu meðan
hún spann eða prjónaði, og hlýdd-
um á hverja söguna á fætur ann-
arri, bæði ævintýri og eins sögur
frá hennar eigin bernsku heima á
Veðramóti. Eins er mér minnis-
stætt þegar ég sem barn svaf inni
hjá afa og- ömmu, hve gott var að
skriða upp i rúmið til þeirra ef
mig dreymdi illa eða sá hvers
kyns kynjaverur i hverju skoti.
Alltaf var mér tekið opnum og
hlýjum örmum þótt plássfrek
væri og áður en varði voru allir
illir draumar og sýnir á brott.
Amma var með eindæmum blíð
og góð kona. Henni var það mikið
hjartans mál að innræta okkur
sanna trú á Guð, heiðarleika og
sannleiksást. Trúin á Guð og hið
góða í manneskjunni var stór
þáttur I lífi hennar og þær voru
ófáar bíenirnar sem hún kenndi
okkur barnabörnum sinum. Trúin
var henni lika mikill styrkur þeg-
ar afi dó. í öllum söknuðinum og
sorginni eftir fráfall hans, var
það hennar stærsta huggun að
hún myndi hitta hann á ný þegar
hú kveddi þennan heim.
En það voru ekki bara við syst-
kinin i Vigur sem nutum ástrikis
afa og ömmu, þvi’hún var nokk-
urskonar „sumarmóðir" hinna
barnabarnanna sem dvöldust I
Vigur á sumrin. Þau tóku lika
miklu ástfóstri við ömmu og afa
og báru djúpa virðingu fyrir
þeim. Einnig hændust langömmu-
börnin mjög að „gömlu ömmu“
eins og þau kölluðu hana.
Við barnabörnin flytjum ömmu
okkar innilegustu þakkir fyrir
allt hið góða sem við nutum hjá
henni.
í okkar hugum mun hún ætíð
lifa sem sönn og mikil kona sem
hafði sannleikann og trúna á Guð
að leiðarljósi.
Guð blessi hana.
Björg Baldursdóttir.
Að sjálfsögðu fækkar þeim
óðum og flestir af sjónsarsviði
okkar horfnir, sem gerðu garðinn
frægan á bæjum og höfuðbólum
vestur við Djúp á bernsku- og
æskuárum mínum. Einna hæst
bar heimilin i Eyjunum tveim,
perlunum í miðju Djúpi, Vigur og
Æðey. Enn er á lífi hér, öldruð og
sjúk, Sigriður fyrrum húsfreyja í
Æðey, sem um langan aldur
stýrði með bræðrum sínum tveim
stórbúi og merkilegu heimili.
24. sl. andaðist eftir stutta legu
I sjúkrahúsi á tsafirði frú Björg
Björnsdóttir frá Veðramóti 88 ára
gömul, sem frá ungum aldri og .
fram á efri ár stýrði af skörungs- I
skap og miklu ágætum sínu stóra
heimili í Vigur. Þau hjón voru
orðin við aldur, frú Björg og
Bjarni Sigurðsson, þegar synir
þeirra tveir, Björn og Baldur tóku
við búsforráðum á hinu gamla
hefðarsetri og búa þar síðan
rausnarbúi. Önnur börn þeirra
hjóna eru Sigurður sendiherra i
London, Sigurlaug alþingismaður
Þorbjörg skólastjóri á Isafirði og
Þórunn kennari.
Vigur hafði verið setin við
mikla auðsæld og mikinn veg
fram eftir siðustu öld, þegar örlög
ollu þvi, að sá vegur þvarr og sú
öndvegiseyja mátti muna fifil
sinn fegurri. En þá urðu umskipti
algjör, þegar sra Sigurður
Stefánsson siðar þingskörungur
og hefðarklerkur settist i Vigur,
og kona hans frú Þórunn Bjarna-
dóttir, mikil húsfreyja og gó^.
Nokkru áður en þau merkis-
hjón létu af löngum og virðuleg-
um búskap hafði komið I Vigur
frá Veðramóti systurdóttir sra
Sigurðar, Björg, og gifzt Bjarna
Sigurðssyni. Tóku þau ung við
búsforráðum á föðurleifð Bjarna
og sátu við mikla sæmd rausnar-
garð fram á efri ár.
Búskaparsaga þeirra verður
hér ekki rakin, en fyrir vegsemd
gömlu Vigrar sáu þau svo sköru-
lega að ekki skorti á við það sem
áður hafði verið. Bú þeirra stóð
föstum fótum bæði á landi og sjó,
meðan sjósókn var möguleg frá
gömlu höfuðbdhinum við Djúp.
Landkostir um nytjar og hið auð-
uga fuglalíf voru fullnýttir, og
heimilið var fjölmennt, bæði af
starfandi fólki og öðrum, sem lítt
eða ekki gátu unnið lengur.
Hlutur frú Bjargar að þeirri
sögu var mikill og meiri en hér
verður sagt. Viðbrigði voru að
ýmsu mikil fyrir hina glæsilegu
skagfirzku heimasætu að taka við
búnaðarháttum í Vigur ólíkum
þeim, sem hún hafði alizt upp við
í heimahögum. En það reyndist
henni léttur leikur, svo að
virðingu manna vestra hlaut hún
frá byrjun. Þótt börn hennar
fjögur væru fyrir löngu farin að
heiman og hún ætti hjá þeim
góðra kosta völ, sat hún I Vigur
unz fáir dagar voru eftir ævi
hennar, I 65 ár.
Og nú er brotið blað i merkri
sögu, þegar frú Björg hefur lokið
sinum degi, höfðingskona dáðrik-
um degi, ein virtasta húsfreyja
héraðsins.
í dag verða likamsleifar hennar
lagðar í vigða mold i ögurkirkju-
garði. Þar hafa áður hlotið hinsta
leg bein margra öndvegiskvenna
og -karla og í nálega þúsund ár,
höfðingja og hjúa, bænda og búa-
liðs. Gömlu klukkurnar, sem
hringja til grafar i dag lik frú
Petrína Jónsdóttir
Akranesi — Minning
Fædd 23. april 1894.
Dáin 29. jan. 1977.
í dag verður frænka mín og
hálfgildings fóstra, Petrína Jóns-
dóttir, Vogabraut 2 á Akranesi,
borin til hinztu hvíldar i Garða-
kirkjugarði.
Hún var fædd 23. april 1894 i
Gröf í Lundarreykjadal, dóttir
hjónanna Jóns Jónssonar og konu
hans Ingveldar Pétursdóttur. Þau
voru bæði af kunnum og fjöl-
mennum borgfirzkum bændaætt-
um.
Þegar foreldrar minir hófu
búskap, réðst hún til þeirra, þá
um fermingu, og átti þar heimili
næstu árin. Þar bar fundum
hennar saman við frænda sinn,
Albert Gunnlaugsson, þau voru
systkinabörn. Þau giftust árið
1921 og hófu búskap á litlu koti,
Hrauntúni í Leirársveit. Þar
bjuggu þau næstu sjö árin, en
fluttu þá út á Akranes, og þar
andaðist Albert 9. april 1935.
Þeim hjónum varð níu barna
auðið, og þegar faðirinn féll frá,
stóð Petrína ein uppi með átta
börn sin, og var hið elzta þeirra
um fermingu. Elzti sonurinn sem
fæddist áður en þau giftust ólst
upp hjá vinafólki þeirra hjóna.
Nú reyndi á kjark og dug hús-
freyjunnar að halda hópnum
sinum saman og koma honum á
legg. Þá sýndi Petrína það bezt,
hve kjarkurinn og dugnaðurinn
var óbilandi. Þess er þó skylt að
minnast, að ýmsir Akurnesingar
réttu henni drengilega hjálpar-
hönd á þessum árum, og mundi
Petrina sízt óska, að þess væri
ekki við getið. Þeir, sem muna
kreppuna og vandræðin á síðara
helmingi fjórða áratugsins, þegar
hún stóð uppi örsnauð ekkja,
munu vita og skilja, hve hart hún
hlaut að leggja að sér, til þess að
sjá börnum sínum farborða. Hún
var ein af hinum hljóðu hetjum
hversdagslifsins, sem aldrei
bugaðist, þótt á móti blési og syrti
í álinn, kona, sem harðnaði við
hverja raun. Síðustu árin, þegar
börnin voru farin, hélt hún
heimili með yngsta syni sínum, og
þangað komu börn hennar og
tengdabörn þegar færi gafst. Hún
kunni vel við sig í þessum hópi og
ekki sizt þegar barnabörnin komu
líka til sögunnar og fóru að heim-
sækja ömmu sína. Þess á milli féll
henni sjaldan verk úr hendi og
ekki vílaði hún fyrir sér að fara i
fiskvinnu ef svo bar undir, þótt
árin væru orðin mörg. Nokkur
síðustu árin átti hún við erfiðan,
ólæknandi sjúkdóm að stríða.
Honum mætti hún með sama
æðruleysi og kjarki og öðrum
ólögum er á henni skullu um
ævina.
Börn þeirra Petrinu og Alberts
eru þessi: Sigurður Ingiberg,
bóndi í Brúsholti i Flókadal, Jón
Eggert, verkstjóri á Akranesi,
Ingveldur, húsfreyja i Reykjavik,
Gunnlaugur, vélvirki við Hval-
stöðina i Hvalfirðir Hinrik, verka-
maður í Hafnarfirði, Guðrún
Karitas, húsfreyja á Akranesi,
Aldís Petra, húsfreyja á Akra-
nesi, Ásta húsfreyja á Akranesi
og Pétur Hugi, verkamaður á
Akranesi.
Ungan studdi frænka min mig á
völtum fótum fyrstu sporin á
göngu, sem nú er orðin nokkuð
löng. Lengst af ævinnar var það
meginviðfangsefni hennar að
styðja veikburða, vaxandi æsku
og þoka henni nokkuð áleiðis. Og
nú, þegar ekki er annað eftir en
hinzta kveðjan, hlýtur hún að
markast af þakklæti allra þeirra,
sem nutu fylgdar hennar og leið-
Framhald á bls. 25
Guðbjörn
Pétursson
Eftir því sem árum fjölgar, er
það hlutskipti okkar að sjá á bak
fleiri og fleiri samferðamönnum
og vinum, og fyrr en varir er
röðin komin að manni sjálfum.
Guðbjörn Július Pétursson á
Arnarhóli í Vestur-Landeyjum,
sem hér verður minnst, andaðist á
Landakotsspitala 27. jan. siðast-
liðinn eftir 3ja mán. sjúkdóms-
legu. Hann kenndi í sumar þess
sjúkdóms er nú hefur dregið
hann til dauða. Hann fór á spitala
5. nóv. Var fljótt sýnt, að hverju
dró. Hann lifði þó í voninni um að
komast heim aftur og fylgdist
framan af vel með þvi er heima
g;erðist. En hafði þó stundum á
orði, að hann kæmist ekki lifandi
heim. Hann bognaði ekki þrátt
fyrir þjáningar, en brotnaði i
bylnum stóra seinast.
Guðbjörn var fæddur i Reykja-
vík 12. júli 1911, og var því 65 ára,
er hann lést. Foreldrar hans voru
Pétur Jónsson, f. 4. jan. 1886 d. 7.
sept 1911, og kona hans Ölafía
Tómasdóttir frá Arnarhóli f. 16.
jan. 1888, d. 4. sept. 1911.
Guðbjörn var tæpra tveggja
mánaða er hann missti foreldra
sina svo til samdægurs og fór þá
til afa síns og ömmu að Arnarhóli
í Vestur-Landeyjum, Tómasar
Jónssonar og konu hans. Þórhild-
ar Ólafsdóttur og ólst þar upp,
enda gengu þau honum i foreldra-
stað.
Guðbjörn átti 3 móðurbræður,
sem hann ólst upp með, en allir
Júlíus
— Minning
eru látnir, Tómas á Uppsölum,
Guðmund á Bergstöðum i Vest-
mannaeyjum og Þorgeir á Arnar-
hóli. V'ann Guðbjörn heimili Þor-
geirs og konu hans Þóru Þor-
steinsdóttur, eftir að Þorgeir tók
við búskap af föður sínum ekki
síður en gamla heimilinu af mikl-
um dugnaði. — Eftir að þau Þor-
geir og Þóra hurfu af sviðinu
hefur Guðbjörn búið á Arnarhóli.
— Guðbjörn átti fóstursystur,
Sigurbjörgu Guðmundsdóttur frá
Glæsistöðum hér í sveit, nú
búsetta í Reykjavik, sem ein lifir
eftir af gamla heimilinu í austur-
bænum á Arnarhóli.
Þess skál getió að tvíbýli var á
Arnarhóli lengst af, þótt nú á
annan áratug hafi jörðin öll verið
nytjuð af Þorgeiri og síðan
Guðbirni. Fyrrverandi nábýlis-
fólk Guðbjörns í vesturbænum á
Arnarhóli, Sigriður Jóhanns-
dóttir háöldruð og hin ernasta svo
og Magnþóra og maður hennar,
Guðjón Helgason, hafa jafnan
reynzt Guðbirni mjög yel og ekki
sizt I veikindum hans, og er það
þakkarvert.
Það hefur vissulega verið mikil
reynsla fyrir hinn unga svein,
þegar hann eltist að gera sér þess
grein að hafa misst báða foreldra
sina svo fljótt og sviplega og hafa
aldrei séð þau. Margur hefur mátt
þola að missa annað foreldrið
snemma, en hitt er fátiðara sem
betur fer. Afi og amma komu
þarna vissulega í foreldrastað, og
því gleymdi Guðbjörn aldrei.
Hann þakkaði það líka með þvi að
þjóna þeim og þeirra fólki alla tíð
eftir beztu getu.
Guðbjörn ól allan sinn aldur á
Arnarhóli, en var til sjós á ver-
tíðum í Vestmannaeyjum lengst
af, en kom jafnan heim á vorin.
Hann kunni helzt ekki við sig
annars staðar. Við þennan reit
hafði hann bundið ástfóstri og þar
vildi hann una ævi sinnar daga.
— Það er fagurt á Arnarhóli.
Fjallasýnin er fögur. „Við austur
gnæfir sú hin mikla mynd" (J.
Hallgr.) og i suðri blöstu Eyjarn-
ar „sem safirar greyptir í silfur-
hring" (E. Ben), en þær voru líka
hluti af lífi Guðbjörns. Og frá
Arnarhóli blasir sjórinn við, sem
hann þekkti svo vel, stundum
lognkyrr og fagur en sælöðrið lika
oft mikilfenglegt, þegar ægis-
dætur eru í ham.
Þegar Guðbjörn var á vertið í
Eyjum reri hann lengst af hjá
Framhald á bls. 25