Morgunblaðið - 05.02.1977, Qupperneq 30
30
iiaTSilSTBiieiiiMlSTE^
ALLT MEÐ
EIMSKIP
A NÆSTUNNI
FERMA SKIP VOR
TIL ÍSLANDS
SEM HÉR SEGIR:
ANTWERPEN:
Úðafoss 9. febrúar
Grundarfoss 14. febrúar
Tungufoss 2 1. febrúar.
Úðafoss 28. febrúar.
ROTTERDAM:
Úðafoss 8. febrúar
Grundarfoss 1 5. febrúar
Tungufoss 22. febrúar
Úðafoss 1. marz
FELIXSTOWE:
Mánafoss 8. febrúar
Dettifoss 1 5. febrúar
Mánafoss 22. febrúar
Dettifoss 1. marz
Mánafoss 8. marz.
HAMBORG:
Mánafoss 10. febrúar
Dettifoss 1 7. febrúar
Mánafoss 24. febrúar
Dettifoss 3. marz.
Mánafoss 10. marz.
jji PORTSMOUTH:
Goðafoss 9. febrúar
Bakkafoss 14 febrúar
Selfoss 1 6. febrúar
Brúarfoss 1. marz
Bakkafoss 7. marz
HALIFAX:
Brúarfoss 4. marz
KAUPMANNAHÖFN:
Múlafoss 8. febrúar
írafoss 1 5. febrúar
Múlafoss 22. febrúar
írafoss 1. marz
Múlafoss 8. marz.
GAUTABORG:
Múlafoss 9. febrúar
írafoss 1 6. febrúar
Múlafoss 23. febrúar
(rafoss 2. marz
Múlafoss 9. marz
HELSINGBORG:
Fjallfoss 7. febrúar
Álafoss 21. febrúar
Álafoss 7. marz.
KRISTIANSAND:
Fjallfoss 8. febrúar
Álafoss 22. febrúar
Álafoss 8 marz
STAVANGER:
Fjallfoss 9. febrúar
Álafoss 23. febrúar
Áiafoss 9. marz
GDYNIA/GDANSK:
Reykjafoss 25. febrúar
VALKOM:
Reykjafoss 22. febrúar
VENTSPILS:
Reykjafoss 24 febrúar
WESTON POINT:
Kljáfoss 1 5. febrúar
Kljáfoss 1. marz.
Reglubundnar
|ferðir
jhálfsmánaðarlega 1
frá: STAVANGErJ
P KRISTIANSAND
|0G
i HELSINGBORG,
ALLT MEÐ
EIMSKIP
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1977
Ad geyma raf-
magn í hellum
Aö geyma rafmagn í hellum
er algjört nýmæli, Fyrsta raf-
orkuverið í heiminum, sem nýt-
ir sllka tækni, verður væntan-
lega tekið í notkun á þessu ári í
nágrenni Bremen i Vestur-
Þýskalandi.
Hér er um að ræða það
þekkta sjónarmið, að hag-
kvæmni orkuvera byggist á því
að notkun þeirra sé sem jöfn-
ust, nálægt' mesta vélaafli
þeirra. Þetta á jafnt við um
vatnsorkuver sem varmaorku-
ver.
Slíkri jöfnun í álagi vélanna
geta orkuverin ekki stjórnað
nema að mjög litlu leyti, því
það er raforkunotandinn einn
sem ákveður hvernig hann not-
ar sin rafmagnstæki — á hvaða
tíma hann gerir það og hvenær
hann notar þau með fullum af-
köstum.Sem dæmi um þetta má
nefna að kl. 11—12 eru flestar
eldavélar í notkun og samtímis
vélar á verkstæðum. Á tímabil-
inu kl. 12—13 er þetta hins
vegar að mestu tekið ur sam-
bandi og álag á orkuverið
minnkar. Annað dæmi má
nefna um hitun húsa með raf-
magni. í kuldakasti eru allir
ofnar rafmagnskyntra húsa á
fullu álagi, en slðan dettur það
niður þegar hlýnar í veðri.
Vélar orkuveranna þurfa að
vera byggðar fyrir mesta álag,
en þegar álagið minnkar renn-
ur vatnið framhjá orkuverun-
um, engum til gagns, en sem
tapaðir fjármunir, sem að öðr-
um kosti hefðu komið raf-
magnsnotendum til góða i
lækkuðu rafmagnsverði. Svipað
má segja um varmaorkuverin,
að öðru leyti en því að þar koma
við sögu brennslu- og fjár-
magnskotnaður mann-
virkjanna.
Til þess að bæta úr þessu
hafa víða um lönd verið byggð-
ar dælistöðvar, þar sem mögu-
leg umframorka er notuð til að
dæla vatni upp i vatnsgeyma f
mikilli hæð, en síðan er fall-
orka þess notuð til að snúa afl-
vélum til raforkuframleiðslu á
þeim timum sem raforkunotk-
un er mest. Um tíma voru uppi
vangaveltur hér á landi um að
byggja slíka dælistöð fyrir
botni Hvalfjarðar með vatns-
geymi þar upp til fjalla. Var
með því hugað til bættrar hag-
nýtingar Sogsvirkjunarinnar.
Viða erlendis hafa verið
byggðar slíkar dælistöðvar, en
þó er það oft mjög kostnaðar-
samt, og i mörgum tilvikum
ógerlegt af landfræðiegum
ástæðum. Þannig var það í
Norður-Þýskalandi, og því lét
rafveitan þar kanna möguleika
á notkun þrýstiloftsþjöppunar
og geymslu I stað vatns. Hann-
anir sem gerðar voru um slíkt
nýmæli, bentu eindregið til
fjárhagslegrar hagkvæmni, og
var fyrirtækinu Brown Boveri i
Mannheim falin fullnaðarhönn-
un og framkvæmd. Málin
standa nú þannig að gert er ráð
fyrir að hægt verði að taka stöð-
ina í notkun fyrir lok þessa árs.
1 aðalþáttum er fyrirkomu-
lagið þannig, að þegar orkuver
á svæðinu eru aflögufær —
hafa afgangsorku — senda þau
raforku til stöðvarinnar. Raf-
magnsvélar hennar knýja
þrýstiloftshverfla, sem dæla
loftinu inn á geyma, sem i
þessu tilviki eru hellar og jarð-
göng. Síðar, þegar þörf er á
aukinni raforku á tímum mesta
álags, er þessu geymda þrýsti-
lofti hleypt inn á þrýstilofts-
hverflana, sem snúa rafölum
sem framleíða raforku. Stærð
þessarar stöðvar er 290 MW., en
til samanburðar má geta þess
að stærsta orkuver á íslandi,
Búrfell, er 210 MW.
Hér er ekki unnt að lýsa stöð-
inni nánar, en þeim sem áhuga
hafa skal bent á tímaritið En-
ergy International frá júni
1975.
Sparnaður í notkun raforku?
í kjölfar olíuhækkana undan-
farinna ára, hefur víða um lönd
verið hafinn mikill áróður fyrir
sparnaði í notkun raforku. Með-
al annars má geta þess, að í
dönskum blöðum ber mikið á
slíkum áróðrí og dönsk yfirvöld
hafa skipað nefndir og veitt ríf-
legar fjárhæðir til þess að örva
sparnað á þessu sviði. Svipaða
sögu má segja frá öðrum lönd-
um— en hver er svo árangur-
inn?
Hann hefur orðið þveröfug-
ur. Raforkunotkunin hefur
ekki minnkað — heldur aukist.
Á meðfylgjandi töflu má sjá
þessa aukningu í nokkrum
löndum Evrópu á fyrri helm-
ingi ársins 1976, miðað við
sama tíma árið 1975:
Danmörk 11,5%
írland 8,8%
Þýskaland 8,1%
ítalia 8,0%
Belgia 7,6%
Holland 7,4%
Frakkland 7,1%
og Luxemborg 4,6%
Stjórnarstöð raforkukerfa
Þegar við hins vegar komum
hingað heim, eru málin nokkuð
sérstæð, þvi Álverksmiðjan
skiptir þar sköpum með raf-
orkunotkun, sem er nær helm-
ingar af allri raforkufram-
leiðslu i landinu. Ef verk-
smiðjan er meðtalin er aukn-
ingin á þessu timabili aðeins
tæplega 1,2% á öllu landinu. Ef
við hins vegar sleppum verk-
Air.Flow
400 RL !<g'$ec,
J ~ ~ ~Ti -
J
400;Kg/sec;
^SIoiage 50-75 oar^
Miðlunar-raforkuver starfrækt með þrýstilofti
Veiðisvæðin við suðurskautið (Sjá: Rússland og fiskurinn)
ORKA & TÆKNI
eftir VALGARÐ
THORODDSEN
smiðjunni með öllu úr dæminu,
er aukningin 13,2%. Þetta er
hin alm. aukning i landinu, en á
sama tima hefur orðið veruleg-
ur samdráttur í álframleiðslu.
Kjarnorkuver á hafi úti
Bandarískt rafveitufyrirtæki,
The Public Service Electic and
Gas Comp. í New Jersey, hefur
pantað 4 kjarnorkuver, sem
byggja skal og starfrækja um 4
km undan austurströnd Banda-
ríkjanna. Það er fyrirtæki í
eigu Westinghouse, sem mun
reisa þessi sérstæðu orkuver.
Fyrsta orkuverið verður tek-
ið í notkun árið 1984, annað
1986 en tvö hin síðustu árið
1990.
Ókeypis rafmagn
Lengi hafa Grikkir og Tyrkir
elt grátt silfur saman á eyjunni
Kýpur. Þeir lifa þar að mestu
aðskildir hvorir á sínu svæði,
en markalínurnar flytjast til
eftir því hvernig viðrar í stjórn-
málunum. Ein af stærstu raf-
stöðvunum var til skamms tíma
á griska hlutanum, og hún
framleiddi rafmagn jafnt fyrir
Tyrki sem Grikki. Svo slettist,
sem oftar, upp á vináttuna, og
Tyrkir neituðu að borga hið háa
rafmagnsverð, sem Grikkir
settu upp. Þeir ráku grísku
rukkarana burt og griska raf-
veitan lagði ekki í þá áhættu að
loka fyrir rafmagnið. Þar við
sat, þegar siðast til fréttist.
Tyrkir fá ókeypis rafmagn.
Hér á okkar norðlægu slóðum
hafa lengi staðið erjur milli
landshluta i raforkumálum.
Hvað um Norðlendinga, að af-
loknum Kröflu- og Laxárundr-
um og tilkomu Hundsins að
sunnan? Væri ráð að Norðlend-
ingar grettu sig ærlega framaní
sunnlenska rukkara?
Ný orkulind Noregs — úran
Aðalorkulindir Noregs hafa
til skamms tíma verið fallvötn
landsins. Vatnsaflsvirkjanir
þar, sem framleitt gátu mjög
ódýra raforku, lögðu grundvöll-
inn að stóriðju á ýmsum svið-
um, en auk almennra þarfa var
og er orkan notuð i ríkum mæli
til upphitunar húsa.
Aðrar orkulindir höfðu ekki
fundist I Noregi, að öðru leyti
en þvi að á Svalbarða hafa um
langan tima verið unnin kol, þó
áður fyrr oft við fjárhagslega
óhagstæð skilyrði.
Svo sem kunnugt er hefur
landinu þó á siðustu árum
áskotnast ný orkulind í formi
olíu og gastegunda á land-
grunni sinu, en nú benda mikl-
ar líkur til þess, að enn bætist
því ný orkutegund i formi úr-
ans.
Norskt fyrirtæki, Arctic
Exploration, hefur nýlega sent
norska iðnaðarráðuneytinu
skýrslur um leit þess á Sval-
barða, að verðmætum málmum
og öðrum jarðefnum. í skýrsl-
unni kemur fram að fundist
hefur efnið úran, en svo sem
kunnugt er, er það orkugjafi
við kjarnorkuver. Fyrirtækið
hefur sent efnið til könnunar
og greiningar á rannsókna-
stofnanir í 3 löndum, Noregi,
Svíþjóð og Þýskalandi, og mun
niðurstaðan vera jákvæð.
Áður, árið 1950, hafði Norsk
Polarinstitutt kannað þetta
svæði, en engin verðmæt efni
fundið.
Nú er unnið að þvi að mynda
félagsskap til að framkvæma
reynsluboranir á svæðinu til að
kanna nánar magn úransins.
Áætlað er að þær boranir muni
kosta jafngildi um 70—100
milljóna ísl. kr.
Auðæfi Noregs undan strönd-
um þess og á hafi úti skapa þó
viss vandamál. Hér er um að
Framhald ábls. 25.