Morgunblaðið - 05.02.1977, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 05.02.1977, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRUAR 1977 31 Björgvin Magnússon — Minningarorð Gísli Björgvin Magnússon hét hann fullu nafni, en Björgvins- nafnið bar hann alla tíð sem sitt heiti og nú er hann horfinn af okkar heimi, eftir langvarandi sjúkleika, er hann bjó við bæði I heimahúsum og nú síðast á sjúkrahúsi Keflavíkur, þar sem hann lést þann 27. janúar s.l. Gísli Björgvin var fæddur í Hafnarfirði þann 30 maí 1905. Foreldrar hans voru hjónin Ingi- björg Guðmundsdóttir og Magnús Gislason, er þar bjuggu þá. Ingi- björg var fædd á Gíslastöðum í Grimsnesi hinn 1. maí 1871. For- eldrar hennar voru Guðmundur Gislason og Helga Nikulásdóttir. Magnús var fæddur í Halakoti á Vatnsleysuströnd hinn 4. júlí 1865. Foreldrar hans voru Gísli ögmundsson og Halla Eyjólfsdótt- ir, bæði ógift vinnuhjú í Halakoti. Magnús lést úr krabbameini á heimili þeirra hjóna í Keflavik hinn 7. febrúar 1924, tæplega fimmtugur að aldri. Var hann jarðsettur i Innri-Njarðvik. Siðar giftist Ingibjörg Stefáni Hannessyni. Lést hann eftir nokk- urra ára sambúð þeirra. Ingibjörg dó háöldruð á elliheimilinu Grund í Reykjavik hinn 13. febrú- ar 1963. Var hún þá komin hátt á 92. aldursárið. Hún var jörðuð I Innri-Njarðvik 20. sama mánaðar. Þau Ingibjörg og Magnús áttu sín fyrstu kynni er þau voru ung að árum við vinnu I nágrenni Eyr- arbakka. Á Eyrarbakka giftust þau árið 1895. Þar byggðu þau sér litinn bæ er þau nefndu Nýlendu. Þar austurfrá fæddust þrjú elstu börnin þeirra: Guðmundur, Stein- unn og María. Þaðan fluttust þau til Hafnarfjarðar og bjuggu þar í nokkur ár. Þar fæddist Björgvin, fjórða barn þeirra. Úr Hafnar- firði fluttust þau hjón að Halldórsstöðum á Vatnsleysu- strönd. Þar fæddist yngsta barn þeirra, Alexander. Af þessum systkinum er nú Steinunn ein á lífi, búsett í Kópavogi. Fyrstu kynni foreldra minna af foreldrum og fjölskyldu Björg- vins, urðu er þau fluttu að Hákoti í Innri-Njarðvíkur hverfi vorið 1914. Þar bjuggu þau Magnús og Ingibjörg i 2 ár. Þaðan fluttust þau suður í Hafnir, vorið 1916 og eru þar búsett i eitt ár, komu þá aftur i Njarðvikurnar og höfðu þá ekki i mörg hús að venda með húsnæði. En einhvers staðar þurftu þau að vera. Varð það til ráða að þau fengu húsaskjól í fjárhúsi Finnboga föður mins í Tjarnarkoti, yfir sumartimann, meðan Magnús var að byggja yfir fjölskyldu sina. Magnús var mikill dugnaðar- maður bæði til sjós og landvinnu, meðan heilsa og kraftar entust og þá var hún Ingibjörg kona hans ekki síðri á þeim sviðum. Hún gat nú tekið í árina þegar þurfa þótti og eins við hvaða verk sem var eins og allra hraustasti karlmað- ur. Þessi hjón með Björgvin son sinn 12 ára gamlan voru sumarið 1917 að byggja síðasta torfbæinn sem byggður var i Njarðvíkunum. Það var Stekkjarkot sem þá hafði verið i eyði i 3 áratugi. Það var árið 1887 að þar bjuggu siðast Jón Gunnlaugsson og Rósa Ásgrims- dóttir, Þau Ingibjörg og Magnús gátu flutt um haustið að Stekkjarkoti, en þá höfðu þau lokið að riestu við byggingu bæjarins. í Stekkjarkoti bjuggu þau svo með fjölskyldu sina i 5 ,ár. Þar leið þeim vel og þar var Ingibjörg sannkölluð drottning í ríki sínu. Þangað kom margur ferðamaður, oft þreyttur, blautur og svangur í misjöfnum veðrum. Þá var nú kveikt upp í hlóðunum í eldhús- inu og ékki sparaður eldiviður eða annað neitt sem gat gefið þeim sem þurfti hita og hollar góðgerðir. Þá var hún Ingibjörg í essinu sinu, þvi það átti sannar- lega við hana að rétta öðrum hjálparhönd. Á þessum árum var Magnús oft að heiman til sjós, oftast á þilskipum. Björgvin var þá unglingur 12 — 17 ára að aldri við hlið móður sinnar. Komu fljótt i ljós hjá honum margir kostir foreldranna. Hann var létt- ur í lund sem móðir hans og likur henni í öllu gríni og gamni og erfði talsvert af leikarahæfileik- um hennar sem voru frábærir frá náttúrunnar hendi. Kraftamaður varð Björgvin strax unglingur, átti hann það til beggja foreldra að sækja. Það kom fljótt fram í fari hans hvað hann var sérlega laginn á nær alla hluti sem hann snerti. Hann var ekki gamall hann Björgvin þegar hann fór að gera við úr og klukkur, skilvindur og fl. og fl. Fyrsta jólatréð er kom á heimili okkar systkinanna var smíðað af Björgvini. Var það úr tré, um 2 m hátt með þverslár til að festa kertin -á, málað brúnt með hvitum borðum. Undir það síðasta er þau Magn- ús og Ingibjörg bjuggu i Stekkjar- koti, var Magnús farinn að kenna þess sjúkleika er siðar varð hans banamein. Þótti þeim hjónum þá betra að flytjast i þéttbýlið og fluttust þá til Keflavikur, vestast í plássið í svokallað Dúshús. Upp frá þvi varð Björgvin Keflviking- ur til æviloka, það er i nær hálfan sjötta áratug. Þau Ingibjörg og Magnús höfðu búið á ýmsum stöðum á sinni búskapartíð, en enginn þeirra staða varð eins eftirminnilegur og Stekkjarkot. Við þann stað voru þau hjón kennd til æviloka og börn þeirra lengi vel. Fljótlega eftir að Björgvin kom til Keflavíkur fór hann að sinna sínum hugðarefnum sem lagtæk- ur og uppfinningasamur ungur maður. Þá voru bílarnir að byrja sina öld hér á Suðurnesjum. Björgvin fann fljótt sitt gagn og gaman með þeim tækjum. Var hann með þeim allra fyrstu er tóku bilpróf þar um slóðir. Var bifreiðaakstur að mestu leyti hans aðalstarf upp frá því. Voru það vörubílar og fólksbílar er hann starfaði með, ýmist fyrir sjálfan sig eða aðra. Var hann starfi sínu mjög vel vaxinn, bæði sem ökumaður og þá ekki siður sem viðgerðarmaður. Allt þekkti hann út og inn sem tilheyrði bil- um og gerði við allt sem hægt var við að gera. Hún var oft erfið hér áður vinna vörubílstjóranna, er þeir þurftu sjálfir að ferma sina bíla, tina upp á pallana grjót og hraunköggla, moka mold og sandi með handskóflum og stundum jafnvel að tína og moka af bilnum aftur. Svona var það nú þá, nú er til bóta öldin önnur. Þegar Björgvin fór að þreytast á þessu og hinu sem lífið hafði upp á að bjóða og heilsan að láta undan síga,, fór hann að kenna þeim, sem ekki kunnu, að aka bil. Það átti vel við hann og ekki síður við þá sem hjá honum lærðu. Á þeim árum komu nú betur fram í öðru formi hans sköpunar- og listamannshæfileikar er hann hlaut I vöggugjöf, en hlutu aldrei neinn lærdóm að láni. Nú fór Björgvin að smíða vita (ljósvita) er hann smiðaði og steypti úr' gipsi. Allir vildu eignast vita frá Björgvini og fengu færri en vildu, margir fengu þó vita og eru viðs- vegar um land nær og f jær og eru þeir stofuprýði hvar sem þeir eiga heima, og til annarra landa eru þeir margir komnir, sem fallegir minjagripir frá íslandi. Einnig smiðaði Björgvin kirkj- ur og bæi. Netakúlur gerði hann að fallegum lömpum, kom fyrir ljósaperum inni i þeim og fléttaði vel gert net utan um. Líkan af Stekkjarkoti gerði hann og er það ágæt eftirmynd af gamla býlinu, — siðasta torfbæn- um í Njarðvikum. Björgvin gaf það byggðasafni Njarðvikur til minningar um foreldra sina. Nokkur síðustu ár ævinnar átti Björgvin sitt heimili að Vallar- götu 5 i Keflavik. Bjó hann þar með konu sinni Önnu Maríu Andrésdóttur, ættaðri frá Norður- Þýskalandi, höfðu þau búið sam- an í nær 23 ár og verið gift i tæp 12 síðustu árin. Þau eignuðust ekki börn. Áður var Björgvin gift- ur Önnu Jónsdóttur. Eignuðust þau 7 börn, og eru 5 þeirra á lifi öll uppkomin og eiga sin eigin heimili. Heimili þeirra Önnu Maríu og Björgvins á Vallargötu 5 er lítið einbýlishús. Þar i litlu ibúðinni má sjá snyrtimennsku og myndar- skap húsbændanna. Þar hafa þau hjón búið oft á tiðum við mjög litla heilsu en stóðu bæði meðan stætt var. Anna sem sjálf hefir gengið undir 16 holskurði og að- gerðir, hefir með ótrúlegu lifs- magni staðið við hlið manns sins og veitti honum alla þá aðstoð og hjúkrun er hún gat i té látið, þar til hann varð að fara á sjúkrahús fyrir nær tveimur árum. Það er margs að minnast þegar Björgvin hinn gamli og góði vinur okkar er kvaddur hinstu kveðju, — þá gnæfa hæst minningar frá þeim sumartima er fjölskylda hans dvaldi i Tjarnarkots fjár- húsi. Þá bundust þau tryggða- bönd með fjölskyldum okkar er aldrei rofnuðu meðan lif entist. Það var ekki vinátta velmegunar- innar, sem þar var á ferð, nei þá voru hlutirnir smáir og fáir, en mikils virði á bæði borð. Tryggð, hjálpsemi og heilsteypt vinátta var og er nútima milljörðum meira virði. Kom sá þáttur Ingi- bjargar stærstur og sterkastur fram er hún tók föður minn fár- veikan inn á sitt heimili í Kefla- vík, svo að læknir gæti þar dag- lega stundað hann. Var Magnús maður hennar þá einnig orðinn sjúklingur. Það hefðu ekki margir farið í fötin hennar Ingibjargar i 4 til 5 mánuði þann langa vetur 1923, er hún mátti nætur sem daga vaka og hjúkra þeim sjúku. Þá má ekki gleyma honum Helga Guðmunds- syni lækni er af einstæðri fórnar- lund og umhyggju var vakinn og sofinn í því að gera allt sitt til að lina þjáningar, telja i kjark og hressa með sínu létta skapi og góðlátlegu gamansemi. Sama gilti um Ingibjörgu með sitt grin og sina bjartsýni. Á þessu heimili var hann Björgvin til að leggja sitt lóð á vogarskálina. Hann var önnur hönd móður sinnar, til hjálpar og fyrirvinna heimilisins. Nú er hann lagður við hlið hennar I kirkjugarðinum í Innri- Njarðvik. Nú er þetta blessað fólk allt farið af okkar holdlega heimi, en minningarnar mennina geyma og blessuð sé minning þeirra allra. Það voru fleiri i Njarðvikum en mínir ættmenn er nutu tryggðar og vináttu þeirra Ingibjargar og Björgvins. Það er ennþá fólk þar á ferð er bundið var þeirra vin- áttu alla tið. Má þar til nefna fjölskylduna i Garðbæ. Með hjartans þökk fyrir eitt og Framhald á bls. 25 E1E]G]G]G]E]B]B1E]G]E]B]E]E1E]E]E1E]E1G]Q| 51 51 51 51 51 51 51 0tÚlt Bingó kl. 3 í dag. Aðalvinningur vöruúttekt fyrir 25.000,- kr. 51 51 51 51 51 51 51 515151515151515151515153 515151515151515151 Deleríum Búbónis Gamanieikur með söngvum eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni. Leikstjóri Jón Sigurbjörnsson Sýning í Félagsheimili Kópavogs í kvöld kl. 21 . Miðapantanir í síma 41 985 eftir kl. 14. Umf. Hrunamanna • • SUNNUKVOLD Grísk gleði Súlnasal Hótel Sögu, sunnudagskvöldið 6. febrúar,. Húsið opnað kl. 19.30 DAGSKRÁ: LJÚFFENGUR GRÍSKUR ÞJÓÐARRÉTTUR FYRIR AÐEINS KR. 1850.- FERÐAKYNNING. GRIKKLANDSKVIKMYND HALLI, LADDI OG GÍSLI RÚNAR SKEMMTA. TlZKUSÝNING. KARON SAMTÖK SÝNINGAFÓLKS SÝNA. KYNNTAR VERÐA ÞRJAR STÚLKUR ER KEFPA UM TITILINN UNGFRÚ REYKJA- VÍK 1977. STÓR FERÐABINGÓ 3 GLÆSILEGAR SÓL- ARLANDAFERÐIR I VINNING. HLJÓMSVEIT RAGNARS BJARNASONAR OG ÞURÍÐUR LEIKA FYRIR DANSI AF ÞJÓÐKUNNRI SNILLD M.E.A. (iRlSK DANSLÖG. 1. 2. 3. 4. 5. 6. t. 8. Aðgangur ókeypis aðeins rúllugjald. Munið að panta borð tímanlega hjá yfirþjóni í síma 20221. Allir velkomnir. Njótið góðrar og ódýrrar skemmtunar. I SÓLSKINSSKAPI NED SUNNU FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA Risahlutavelta verður í Iðnaðarmannahúsinu v/Hallveigarstíg kl. 2 á morgun. Engin núll. Glæsilegir vinningar, þar á meðal sólarlandaferð. K.K.I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.