Morgunblaðið - 05.02.1977, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. FEBRUAR 1977
37
.1) Wa
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL. 10 — 11
FRÁ MÁNUDEGI
M'MKTTFK'Utt'u
ÍH -------------------- --------------------------------------------
yfir saltbornar götur safnast þessi
asfaltkvoða undir skósólana og
gerir þá hála. Og þegar komið er
heim, sitja svartir blettir eftir á
tröppum húsanna. Og margar
húsmæður hafa orðið fyrir því
óhappi að fá svarta bletti á gólf-
teppi, ef ekki hefur verið gætt
þess að fara úr útiskóm áður en
inn er komið.
Hinn mesti óþrifnaður stafar
því af saltaustri á malbikaðar
götur bæði að þvl er snertir bif-
reiðar, gangandi fólk og heimili.
6) Úrgangssalti er ekið á
vetrum úr verstöðvum víða úti á
landi. Sá akstur hlýtur að kosta
mikið auk þess saltdreifingar-
kerfis sem hér er haldið uppi.
7) Ég er á þvl að saltaustur á
götur hljóti að vera verri og dýr-
ara úrræði til að halda hálum
götum I ökufæru ástandi þegar
allt kemur til alls, heldur en
notkun snjónagla. Salt skemmir
götur veldur ryði á bllum gerir
hjólbarða hála, veldur óþrifum.
Snjónegldir hjólbarðar skemma
götur en á þeim má komast áfram
I allri hálku og þeir veita ómetan-
legt öryggi á hálum vegum. Þeir
valda engum hliðarskemmdum
eins og saltið.
Veit ég að vísu að öðruvísi og
með meiri varkárni verður að aka
á negldum hjólbörðum en á auð-
um vegum. En ég tel, að kostir
snjónagla á vetrum taki langt
fram þeim kostum, sem saltaustur
býður upp á, enda aldrei hægt að
saltbera nema lítinn hluta gatna.
Ef velja ætti um annaðhvort
saltburð eða snjónagla tel ég
tvlmælalaust að velja ætti snjó-
naglana.
Þessu til áréttingar mætti
einnig minna á álit og margar
yfirlýsingar strætisvagnastjóra I
þessu máli. Þeir hafa mikla
reynslu I vetrarakstri og ættu að
vita hvað þeir vilja.
En varnir gegn slysum vegna
hálku er þó aðalatriði I um-
ferðinni. Þau ráð sem best
reynast til að forðast slys, má ekki
vanrækja, jafnvel þótt kosti tals-
verða fjármuni. Ef banna ætti
notkun snjónegldra hjólbarða
teldi ég það stórt skref aftur á bak
I slysavarnamálum.
Ingvar Agnarsson“
Að loknu þessu bréfi tökum við
upp annað mál sem nú er ofarlega
á baugi eða a.m.k. tengt þvl,
nefnilega mjólkursölumálið. Er
það varðandi umbúðir og meðferð
á varningi frá Mjólkusamsölunni:
• Engar umbúðir?
Fr. eða hr. Velvakandi.
Við erum hérna tvær hús-
mæður (m. meiru), sem getum
ekki orða bundist. Hvar er Heil-
brigðiseftirlitið I Reykjavlk?
Skiptir það sér ekki af mjólkur-
málinu?
Þarf Mjólkursamsalan virki-
lega ekki að senda slnar vörur
innpakkaðar i verslanir? Eiga
kaupmenn virkilega að pakka
skyrinu innan um kjötfars o.fl)
Er þetta nú ekki afturför I hrein-
lætinu? Þetta höfum við séð gert
hérna I verslun og vildum endi-
lega fá úr þvi skorið hvort þetta
er meiningin I framtíðinni. Við
höfum ekki séð aðra eins afturför
og erum (eins og sjá má) að
springa úr hneykslun.
Er ekki lágmark að Mjólkur-
samsalan sendi sínar vörur pakk-
aðar á markaðinn?
NB
Við erum ekki I þeim hópi sem
var sagt upp I mjólkurbúðunum,
heldur einungis viljum ekki
kaupa kjötfars með skyri I og
öfugt.
Virðingarfyllst,
Tvær húsmæður"
Þessir hringdu . . .
% Ranglega
innheimt
Farþegi með Dalarútunni:
— Mig langar að greina frá
því, að ég fór einu sinni sem oftar
með Dalarútunni og ætlaði i
Búðardal. Fargjald er tvenns kon-
ar, kr. 2.160 — ef ekið er um
Heydal — en 1.800 kr. ef farin er
Brattabrekka. Þegar ég var á ferð
var innheimt hærra fargjaldið
vegna þess að útlit var fyrir að
ekki yrði Brattabrekka fær, en
svo var hún farin þegar til kom. t
Búðardal var þess farið á leit við
bílstjórann að hann endurgreiddi
mismuninn, en það vildi hann
ekki gera. Mig langar til að fá
skýringu forráðamanna Vest-
fjarðaleiðar á þessu, hvort hér er
um einhvern misskilning að ræða.
SKAK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á Skákþingi Sovétríkjanna I
fyrra kom þessi staða upp I viður-
eign Guljkos og Grigorjans, sem
hafði svart og átti leik. Eins og sjá
má er svarta drottningin iokuð
inni, t.d. 29. ... Dc4 30. b3.
Grigorjan fann þó snjalla leið til
að bjarga sér út úr ógöngunuum:
% Stjórnirnar
standi saman
Kona I f jölbýlishúsi:
— Það var varðandi skrif sið-
an um daginn frá einhverri konu
sem býr I fjölbýlishúsi, en hún
var að kvarta yfir því að ekki
væru íbúum fjölbýlishúsa kynnt
lög um þau og einhver óeining
væri innan hennar húss og erfið-
leikar með greiðslur. Ég vil benda
henni á að snúa sér til stjórnar
fjölbýlishússins, stigagangsins,
það er hennar mál að leysa úr
svona vanda og ég get nefnt sem
dæmi að I okkar blokk hér eru
engar skuldir og húsfélagið kom
út með á 2. milljón króna I gróða á
s.l. ári. Og ef fólkið hér skuldar
meira en tvo reikninga þá er það
sent lögfræðingi til innheimtu.
Sem dæmi um hagsýni stjórnar-
innar hér vil ég lika nefna að hún
lét setja upp sérstaka sparnaðar-
krana og minnkaði þá notkun
heita vatnsins úr 81 tonni niður I
70 tonn. Það er lika gert við fljótt
og vel ef eitthvað bilar, en ég held
að konan sem skrifaði hér um
daginn ætti að leita til sinnar
stjórnar með vandamálin, sam-
starf og samheldni hverrar hús-
félagsstjórnar verður að vera
mikil og góð samvinna milli allra I
hverjum stigagangi.
HÖGNI HREKKVÍSI
Upp með hendurnar!
■ i £ ■ ■
4 ■ ■ m ■ ■
B A
pf 3 Uj i B
B *■ ■
■ H ■ ■
DRATTHAGI BLYANTURINN
Gisting á sveitaheimilum.
Flugleiðir h.f. hafa á undanförnum árum annast
fyrirgreiðslu vegna erlendra ferðamanna, sem
óskað hafa eftir dvöl á íslenzkum sveitaheimil-
um í sumarleyfum sínum.
Þetta fyrirkomulag hefur reynst báðum aðilum
mjög vel og er nú orðin þörf á aukinni gistingu
Þeir bændur sem hefðu áhuga á að taka á móti
ferðamönnum eru beðnir að snúa sér til Harald-
ar Jóhannssonar, Markaðsdeild Flugleiða h.f.,
sem veita mun allar nánari upplýsingar.
Flugleidir h. f.
Sími 2 7800.
Trjáklippingar
Nú er rétti tíminn að huga að
klippingu trjáa og runna.
Látið fagmenn vinna verkið.
Pantanir teknar í síma 86340
blómouol
Gróðurhúsiö v/Sigtun simi
skrúðgarðadeild.
29. ... Bxg4! 30. Rxb4 (Eftir 30.
hxg4 Dxg4, á hvltur enga viðun-
andi vörn gegn hótuninni 31. ...
Hh3 mát) Hxh3+ 31. Kgl Bxe2
32. Rxe2 cxb4 33. Hb3 IIe8 og
hvítur gafst upp.