Morgunblaðið - 08.02.1977, Síða 1
48 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI
29. tbli 64. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1977
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Evensen
spurdur
um Hávik
Öslí. 7. febrúar. NTB.
NORSKA stjórnin ræddi f dag
ýmsar hliðar njósnamálsins og
bað Jens Evensen hafréttarráð-
herra að gera grein fyrir um-
mælum sfnum um Gunvor
Galtung Haavik.
Evensen hefur sagt að hann
hafi látið flytja hana úr laga-
deild utanrikisráðuneytisins
1961. Hingað til hefur Evensen
hvorki staðfest né borið til baka
að ástæðan hefði verið grunur
um að Gunvor Galtung Haavik
væri hættuleg öryggi.
Bretar semja um fisk
við Rússa fyrir EBE
Aðmírál ætlað
starfið í CIA
Washingltm. 7. fehrúar Heuier
CARTER forseti ætlar að tilnefna Stansfield Turner
aðmírál, sem hefur verið yfirmaður flota NATO í Suður-
Evrópu síðan í ágúst 1974, í stöðu yfirmanns leyniþjón-
ustunnar CIA að því er tilkynnt var í Hvíta húsinu f dag.
Turner aðmíráll var bekkjarbróðir Carters forseta í
sjóliðsforingjaskólanum í Annapolis og var efstur þegar
hann útskrifaðist þaðan 1946. Hann hefur verið forstöðu-
maður flotaskólans í Newport, Rhode Island, og starfað í
Pentagon.
Jody Powell blaðafulltrúi sagði
að Carter forseti teldi Turner
aðmírál framúrskarandi hæfan í
starfið þar sem hann hefði víð-
tæka fræðilega og hernaðark'ga
reynslu. Powell sagði að Carter
forseti hefði ekki þekkt Turner
aðmírál i sjóliðsforingjaskólanum
og minntist þess ekki að hafa hitt
hann þar.
„Hann skaraði svo langt fram
Framhald á bls. 47
London, 7. febrúar Reuter.
EFNAHAGSBANDLAGIÐ
tilkynnti Rússum f dag að það
væri reiðubúið að hefja samn-
ingaviðræður við þá fijótlega um
samning um gagnkvæm fiskveiði-
réttindi frá og með næstu
mánaðarmótum f hinni nýju 200
mflna fiskveiðilögsögu banda-
lagslandanna og fyrirhugaðri 200
mflna fiskveiðilögsögu Rússa.
Fastanefnd EBE ákvað að fela
Bretum að sjá um viðræðurnar og
brezka utanrfkisráðuneytið
skýrði Rússum frá ákvörðuninni f
kvöld. Orðsending Breta er svar
við tilboði Rússa um að semja við
EBE fyrir milligöngu Breta sem
eru um þessar mundir f forsæti
ráðherranefndar EBE.
Tilboð Rússa olli nokkrum
áhyggjum i Brússel þar sem með
því gengu þeir fram hjá fram-
kvæmdanefndinni sem sér um
samninga við ríki utan bandalags-
ins. í svari EBE segir að banda-
lagið fagni samningaviðræðum
Salisbury, 7. febrúar. AP. Reuter.
SVARTIR skæruliöar vopnaðir vélbyssum skutu fjóra hvíta kaþólska presta og þrjár
hvítar nunnur til bana í trúboðsstöðinni Masumi um 55 km norðaustur af Salisbury f
gær.
Hvítur maður sem komst lífs af, séra Dunstant Myerscough, sagði fréttamönnum í
dag að skæruliðarnir hefðu deilt um það innbyrðis hverjir ættu að skjóta.
við Rússa svo framarlega sem þær
fari fram i Brússel. Fulltrúar í
framkvæmdanefnd EBE fá sæti i
samninganefndinni sem verður
undir forystu Breta.
í orðsendingu Breta verða
Rússar minntir á að þeir verði að
samþykkja þær reglur sem tog-
arar þeirra verði að hlíta i nýju
lögsögunni. Austur-Þjóðverjar og
Pólverjar hafa sagt Bretum að
þeir séu fúsir til þess og hafi sent
fyrirmæli til togaraskipstjóra
sinna.
EBE hefur fram til þessa leyft
Framhald á bls. 47
Carter forseti ræðir við Stansfield Turner aðmfrál sem hann hefur
tilnefnt f stöðu yfirmanns leyniþjðnustunnar CIA.
Alexander
Ginzburg
Stjórn Carters lýsir ugg
vegna Ginzburg-málsins
Washington. 7 febrúar. Reuter.
BANDARlSKA stjórnin lýsti f
dag ugg sfnum vegna máls
sovézka andófsmannsins Alex-
anders Ginzburg og ftrekaði að
hún mundi ekki þegja vfir áreitni
f garð annarra andófsmanna f
Austur-Evrópu.
Utanrfkisráðuneytið f Washing-
ton sagði f þriðju slíkri yfirlýs-
ingu sinni sfðan Carter-stjórnin
tók við störfum að sovézkum em-
bættismönnum hefði verið skýrt
frá afstöðu Bandarfkjamanna.
Öryggislögreglan handtók Ginz-
burg f Moskvu á fimmtudag.
Hann er féfagi f samtökum sem
sovézkir andófsmenn mynduðu
til að fylgjast með þvf hvort
sovézka stjórnin hefði f heiðri
mannréttindaákvæði Ilelsinki-
sáttmálans 1975 og forstöðumað-
ur sjóðs sem Nóbelsskáldið Alex-
ander Solzhenitsyn stofnaði til
hjálpar fangelsuðum andófs-
mönnum og f jölskyldum þeirra.
Sovézk yfirvöld hafa ekki skýrt
frá ákærunum gegn Ginzburg en
Framhald á bls. 47
Þrir skæruliðanna skutu meira
en 100 kúlum á trúboðana i árás-
inni og lögreglan kveðst sjá á sár-
unum að skæruliðarnir hafi hald-
ið áfram að skjóta þegar trú-
boðarnir voru fallnir. Myers-
cough stóð í miðjum hópnum og
varð ekki fyrir skoti.
Einn skæruliðanna bað áttunda
trúboðanna, nunnu, að yfirgefa
herbergi. Hún datt þegar hann
ýtti henni út um dyrnar og sagði
honum að hún væri með liðagigt
og sein í hreyfingum. Hann skildi
hana eftir. „Seinna heyrði ég
skothríðina,“ sagði hún.
Páll páfi VI sendi Patrick
Chakaipa, erkibiskup i Salisbury,
samúðarskeyti þar sem hann læt-
ur i ljós „djúpa hryggð“ sína og
segir að hann „biðji fyrir þvi að
friður og réttlæti komist aftur á á
öllum svæðum sem þessir viður-
styggilegu glæpir þjaki".
Þeir sem biðu bana voru
jesúítatrúboðarnir Christopher
Shephard-Smith, Martin Thomas
og John Conway frá County Kerry
á írlandi, þýzku nunnurnar systir
Epiphania, systir Magdaea og
systir Czeslaus og enska nunnan
systir Joseph, allar úr Dóm-
inikanareglunni.
Talsmaður jesúíta sagði að
bróðir John hefði starfað í
Rhódesiu í 23 ár og svo að segja
byggt upp trúboðsstöðina af eigin
rammleik.
Engin sýnileg ástæða virtist
búa á bak við árásina á trúboðs-
stöðina þar sem trúboðarnir starf-
ræktu barna - og unglingskóla,
félagsmiðstöð, sjúkrahús og
búgarði. Framhald á bls. 47
Cuthbert Chiveso, 68 ára kennari við trúboðsstöðina (annar frá
vinstri) grætur er lfk trúboðanna eru fjarlægð. Til hægri er séra
Dunstan Myerscough, sem lifði af f jöldamorðin.
Trúboðsstöðin sem ráðizt var á.
Trúboðarskotnir
með köldu blóði