Morgunblaðið - 08.02.1977, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977
3
Á róluvelli
Snjóflóð féll
á raflínuna í
önundarfirði
SNJÓFLÓÐ féll um helgina á raf-
Ifnuna milli Flateyrar I Önundar-
firði og Suðureyrar I Súganda-
firði skammt frá Flateyri. Voru
Súgfirðingar rafmagnslausir um
helgina og enn I gær af þessum
sökum. Flóðið fór á raflfnuna og
setti hana niður á 5 staura bili.
Þar sem skriðan féll er mjög erf-
itt að ná henni upp og sækist það
verk fremur seint að sögn frétta-
ritara Mbl. á Flateyri, Jóns
Gunnars Stefánssonar. Flóðið fór
ekki á önnur mannvirki.
Þá féll skriða einnig á Selabóls-
urð inn undir Selabóli. Snjóflóð
bar eru árvisst fyrirbæri og hefur
þar hlaupið fram flest árin. Þá
kvað Jón hættu á því að flóð hlypi
fram við Sólbakka, þar sem mikill
snjór væri kominn I fjallið fyrir
ofan Flateyri. Þar hafa oft fallið
flóð og hefur farið inn I kirkju-
garð Flateyringa. Jón Gunnar
kvað byggðina hafa þokazt þær
þessum stað undanfarin ár og er
nú svo komið aó efsta húsið í
þorpinu er ekki alllangt frá þeim
stað, sem flóðin hafa fallið. Menn
óttast þetta þó ekki þar sem aldrei
hefur veriö verulegur kraftur I
þessum flóðum og eru húsin að
auki sérlega styrkt. Fyrir fjórum
Framhald á bls. 47
Misjöfn færð
um landið
FÆRÐ er nú vfða slæm á landinu
og ófærð á Norðausturlandi. Sam-
kvæmt upplýsingum Vegagerðar
rfkisins er þó greiðfært um Suð-
vesturland og Vesturland, jafn-
framt þvf sem færð er góð um
Suðurland og allt austur að Lóni.
Um Bröttubrekku er aðeins
fært stórum bílum og færð hefur
þyngzt um Svinadal og Gilsfjörð.
Fjármálaráðherra:
Gagnrýnir
blaðamenn
fyrir þekk-
ingarskort
1 RÆÐU sinni á Alþingi f gær
um skattafrumvarpið fjallaði
Matthfas Á. Mathiesen, fjár-
málaráðherra, um skattum-
ræðurnar sk sumar og haust og
gagnrýndi blaðamenn og
starfsmenn fjölmiðla fyrir
þekkingarleysi á þeim málum,
sem þeir hefðu fjallað um
opinberlega. Ráðherrann
sagði, að umræður þessar
hefðu verið hvassar en gagn-
rýnin hefði verið einstaklings-
bundin og hefði þetta komið
berlega f Ijós f sjónvarpsþætti
sl. haust. Þá hefði svo virzt
sem blaðamenn og starfsmenn
fjölmiðla hefði skort grund-
valiarþekkingu til þess að geta
borið fram markverðar spurn-
ingar, sem varpað gætu ljósi á
þau mál, sem um var f jallað.
Er stórum bílum fært í Reykhóla-
sveit. Út frá Patreksfirði var i
gær verið að moka veginn til
Bildudals og stórum bílum var
fært suður á Garðaströnd. í gær
var unnið að því að moka snjó af
veginum milli Þingeyrar og ísa-
fjarðar um Breiðdalsheiði. Þá var
fært frá Isafirði til Bolungarvíkur
og ennfremur inn i Djúp.
I gær var greiðfært um Holta-
vörðuheiði allt norður til Hólma-
vikur og í dag er ráðgert að moka
af veginum norður á Dranganes.
Þá er greiðfært um flesta aðal-
vegi i Húnavatnssýslu, en aðeins
stórum bílum var fært um Vatns-
skarð. Þar er fyrirhugað að ryðja
veginn I dag.
í gær vár unnið að mokstri á
veginum til Siglufjarðar. Þar er
allmikill snjór og hafði vegurinn
að mestu verió ruddur i gær. Þó
var mikið verk eftir, sem fólst í
því að jafna ruðninga. Öxnadals-
heiði verður rudd í dag, en i gær
var vegurinn til Ólafsfjarðar fær
og sömuleiðis frá Akureyri til
Húsavíkur, en báðar þessar leiðir
voru ruddar i gær. Þá var fært frá
Húsavik til Mývatns.
í gær var verið að ryðja veginn
fyrir Tjörnes og i Kelduhverfi.
Fært var til Raufarhafnar, en
flestir vegir á Norðausturlandi
þar fyrir austan voru ófærir.
Út frá Egilsstöðum var I gær
mokað af veginum út að Fossvöll-
um. Stórum bílum var fært um
Fellin I Fljótsdal, en aðrir vegir
voru ekki færir á Héraði. Þá átti
að moka Fagradal i gær, en vegur-
inn þar lokaðist I fyrradag. Þá var
í gær fært suður með fjörðum, að
Lónsheiði. Hún var lokuð en ráð-
gert er að opna hana i dag. Úm
suðurströndina allt til Reykjavík-
ur var greiðfært.
„Ég held, að þetta hafi fengið
meira á fólkið hér heima fyrir
en á okkur Ingibjörgu, dóttur
mlna, þvf að það er ekki hægt
að segja að við höfum lent I
neinum hrakningum," sagði
Sigurþór Hjörleifsson, Messu-
holti við Sauðárkrók. I samtali
við Morgunblaðið I gær en
hann varð fyrir því óhappi að
festa snjósleða sinn þar sem
hann var við eftirlitsstörf uppi
á hálendingu ásamt 12 áragam-
alli dóttur sinni. Þau feðgin
héldu þá fótgangandi til
byggða, höfðu gengið I um 12
klst. og áttu aðeins 700 metra
ófarna til næsta býiis þegar
leítarmenn I þyrlu flugu fram á
„Fékk
meira
á heimafólkið
en okkur”
—segir Sigurþór Hjörleifsson, sem ásamt dóttur sinni
v arð að yfirgefa sn j ósleða á hálendinu og ganga til by ggða
þau. Hannes Hafstein, fram-
kvæmdastjóri Slysavarna-
félagsins, sagði I samtali við
Morgunblaðið, að þarna hefði
getað farið verr ef ekki hefðu
verið um að ræða þaulvanan
ferðamann og gagnkunnugan á
þessum slóðum eins og Sigurð-
ur væri.
Þau Sigurþór og Ingibjörg
dóttir hans fóru frá Sauðár-
króki upp úr hádegi á laugar-
dag á snjósleða i þeim erindum
að llta eftir tilraunalínu frá
Orkustofnun, sem komið hefur
verið upp i Heiðarhaus í
Haukagilsheiði, vestur af Mæli-
fellshnúk. „Þetta er lína sem
strengd hefur verið milli
tveggja staura og siðan er mæl-
ir á öðrum endanum sem sýnir
álagið sem verður á linunni.
Þetta er liður I athugun vegna
hugsanlegrar hálendislínu og
er þó nokkuð af þessu, t.d. hér i
Austurdalnum fyrir austan
okkur og I Eyjafirði," tjáði
Sigurþór Morgunblaðinu.
Vanalega er farið sem leið
liggur upp Mælifellsdal en
vegna þess hve snjólétt var
valdi Sigurþór að fara upp á
Goðdalsfjall, enda þótt það sé
töluvert lengri leið. „Við urðum
fyrst fyrir þvi að missa sleðann
niður i krapasvell en tókst að
ná honum aftur upp,“ sagði
Sigurþór ennfremur. „Siðan
misstum við hann aftur niður
og í þetta sinn ofan í gildrag,
sem ég náði honum ekki aftur
upp úr nema þá með mikilli
fyrirhöfn. Það var skafhríð og
illt að aka snjósleða við slíkar
aðstæður, og þar sem ég var
með dóttur mina með mér vildi
ég ekki eyða tíma I það að reyna
að ná sleðanum upp, heldur tók
þann kostinn að fara fótgang-
andi niður, m.a. vegna þess að
ég var þegar þarna var komið
búinn að vera miklu lengur en
ég hafi ætlað mér. Ég átti hálft
í hvoru von á því að það yrði
farið að leita að okkur og ætlaði
mér að reyna að komast til
byggða áður en til þess kæmi.
Það tókst þó ekki því að færið
var býsna erfitt.“
Þegar þau Sigurþór og dóttir
hans komu ekki fram á réttum
tima, fóru tveir menn úr björg-
unarsveit SVFÍ á Sauóarkróki
árla á sunnudagsmorgun og
fundu þeir fljótlega slóð þeirra.
Vegna veðurútlits sneru þeir
við aftur og höfðu samband við
Braga Skúlason, formann
sveitarinnar, sem þá fór þegar
með allan búnað til leitar á
snjóbíl og þremur snjósleðum.
Bill var skilinn eftir við Mæli-
fell sem fjarskiptamiðstöð en
síðan var slóð Sigurþórs fylgt
inn á hálendið. Undir hádegið
óskaði Bragi eftir þvi við aðal-
stöðvar SVFÍ að útveguð yrði
flugvél til leitar og varð það úr
að Guðbrandur Jónsson, flug-
maður á þyrlunni TF-AGN, var
beðinn að fara til leitar. Það
dróst lítið eitt að þyrlan kæmist
af stað en i millitíðinni bárust
þær fregnir ofan af hálendinu
að leitarmenn hefðu ekið fram
á snjósleiða Sigurþórs mann-
lausan. Leitarmenn gátu rakið
slóðina og sáu að þau feðgin
höfðu stefnt niður Mælifells-
dalinn
Að þvi er Sigurþór sagði
höfðu þau feðgin verið á gangi
um 12 klst, og áttu aðeins um
700 metra að næsta býli þegar
þyrlan flaug fram á þau. „Engu
að siður höfðu leitarmenn lagt
á sig mikið starf okkar vegna,“
sagði hann, „og þeir náðu
sleðanum minum upp og komu
honum til byggða. Þetta eru allt
félagar minir úr björgunar-
sveitinni. Stelpan bar sig vel
eftir gönguna og fór i skólann i
dag. Hún var auðvitað þreytt
eftir gönguna, en hún er þegar
byrjuð að ferðast, þó að ekki sé
hún nú vön svona álagi. Ég er
hins vegar vanur ferðamaður
og er oft á ferli á þessum
slóðum. Leiðin sem við völdum
til byggða er hin beinasta og
öruggasta, og ég valdi hana með
tilliti til skyggnisins, þvi að ég
gjörþekki hana. Það er að visu
styttri leið til eða niður í Gil-
hagann en þar eru torfærur,
Framhald á bls. 47
DRUPA77
Dusseldorf 3.-16. Juni 1977
Það er aðalsmerki góðra fagmanna að fylgjast með og
tileinka sér nýjungar í sinni grein.
Nú gefst aðilum prentiðnaðarins einstakt tækifæri til að
sjá hvert stefnir I þróun tækja, efnis og aðferða, með
þvi að sækja heim lífæð prentiðnaðarins DRUPA
Notfærið ykkur reynslu okkar í skipulagningu ferða á
sýningar erlendis. Pantið tímanlega því gistirými er
takmarkað
AUKIN ÞEKKING • BETRI VINNA • AUKIN VIÐSKIPTI
Feröamiöstöóin hf.
Aöalstræti 9 Reykjavik
simi 11255