Morgunblaðið - 08.02.1977, Page 12

Morgunblaðið - 08.02.1977, Page 12
12 MORdUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAUUR 8. FEBRÚAR 1977 SMÍÐI semcntsferjunnar nýju er nú vel á veg kominn I Skipa- smíðastöú Þorgeirs og Ellerts á Akranesi. A ferjan að fara niður I aprflmánuði næstkom- andi. en þá verður eftir að prufukeyra vélar ferjunnar, setja i hana tvo sementstanka úr gömlu ferjunni og ganga frá ymsu smálegu. Þegar nýja ferj- an verður komin í gagnið verður allt sement flull laust til Reykjavíkur, en sekkkjað þar og pakkað. Blaðamenn Morgunblaðsins litu á diigunum við hjá Þorgeir og Ellert á Akranesi og ræddu viö Hallgrím Magnússon verk- stjóra þar. Hann hefur verið hjá fyrirtækinu síðan 1943. en fyrirtækið var stofnað 1940. E'1 ferjan 33. af stærri skipum, sem smíðuð hafa verið hjá fyrirtækinu, en auk þess hefur fvrirtækið smíðað fjiildann allan af hátum undir 50 tonnum að stærð. Við sp.vrjum Hallgrím fyrst hvernig smiði ferjunnar gangi. — Eg held ntér sé óhætt að segja að smiði ferjunnar hafi gengiö mjiig vel, að vísu verður hún það stór að hún rétt slepp- ur inn i húsið, en það bjargast alll saman. Hins vegar er ekki eins bjart . framundan þegar s,mí(>i ft-ijúnnar lýkur. þvi útlit er fyrir verkefnaleysi. Að visu er fyrirtækið með trébát i smíð- um einnig, en smíði hans er hugsud tíl að hafa eitthvað upp á að hlaupa þegar lítið er að gera í iiðrum verkefnum. En er skipunum rennt beint inn i slippinn, en einn kosturinn við slippinn á Akranesi er að allt er þar unnið á láréttu. Þar hafa mest verið i viðgerð eða bygg- ingu 6 skip á sama tima og að sögn Hallgrims er mögulegt að taka í slippinn 6 300 tonna skip. Til að hægt sé að taka þangað upp minni togaranna, um 450 tonna skip, vantar 2 spil á lyft- una. Ekki er vitad hvort þessi spil verða sett upp og einnig er alls óvíst hvort eða hvenær byggt verði við hús dráttar- brautarinnar eins og ráðgert hafði verid þar sem verkefna- leysi virðist blasa við að sögn Hallgríms. — Við vitum aö það verður nóg að gera í vidgerdum að vertiðinni lokinni, en eins stórt fyrirtæki og þetta er orðið verður að hafa örugg verkefni allt árið um kring og því er ekki nóg að stóla á vidgerðirnar, segir Hallgrímur. Margt hefur breytzt frá því að hann hóf störf við slippinn á Akranesi fyrir 24 árum, nú eru t.d. flest skipin úr stáli, en áður voru þau úr tré. — Þetta var allt miklu persónulegra áður, færri kallar, ekki nema 10, senv unnu þá í slippnum og við fylgdumst lengi með skipunum, sem við byggðum, efti.r að þau fóru frá okkur. T.d. man ég eftir að fyrsta skipid sem var smíðað hér var Sæbjörg, sem gerð er út frá Vestmanna- eyjum. Við fylgjumst eiginlega með því skipi enn þann dag í dag, enda sérstakt aflaskip, Hallgrímur Magnússon i sal þeim, sem notaður er til að gera snið af hlutum í skipin, sem byggð eru í dráttarhrautinni. I.jósm. frriðþjófur. Svona lítur nýja sementsférjan út núna, en eftir um tvo mánuði á að sjósetja skipið. Séð framan á nýju sementsferjuna, en enn vantar framan á skipið tvo geyma af fjórum. með 150 manns í vinnu verður að finna einhver meiri verkefni þegar ferjunni sleppir, segir Hallgrímur. — Okkur þykir það blóðugt þegar verið er að senda skip utan til viðgerða og breytinga þegar vel mætti vinna þessi verkefni hér heima og sömu- leiðis mætti smíða hér á landi mun fleíri skip en nú er gert. Síðastliðið haust var byggt yfir Skírni hér í stöðinni og tók það um mánuð, ætli það sé ekki minna stopp, en hjá flestum skipanna, sem fara utan til við- geröa, segir Hallgrímur. Slippurinn á Akranesi er eini sinnar tegundar á Norður- löndum að sögn Hallgríms og á hann þar við lyftuna, sem lyftir skipunum upp á braut, sem skipin eru siðan dreginn eftir inn í viðgerðarhúsið. Venjulega bæði meðan skipið hét Sigur- fari og var gert út héðan og eins eftir að það kom til Vestmanna- eyja og fékk nafnið Sæbjörg. Þetta er i rauninni ágætt eins og það er í dag, en var miklu persónulegra hér áður fyrr, bátarnir voru hluti af okkur, segir Hallgrimur Magnússon að lokum. —áij. „ Verkefnaskortur þegar smíði sements- ferjunnar lýkur” Ævar R. Kvaran: Dularmögn hugans Harold Sherman. DULARMÖGN HUGANS, þýðing: Ingólfur Árnason. Útg: Skuggsjá, 1977. Árið 193 7 var hinum heimsfræga heimskautakönnuði Sir Hubert Wilkins falið að gera út leiðangur fyrir sóvézku ríkisstjórnina til að leita rússneskra flugmanna. sem lagt höfðu upp í flug- ferð frá Rússlandi. og skyldu fljúga án viðkomu til Bandaríkjanna yfir Norður- pólinn. Flugmönnunum hlekktist á og voru taldir af Vitað var að þeir höfðu orðið að nauðlenda flugvélinni, þegar hún var 200 mflur fcá-Norð'urpólnum Loftskeytatækni flugvélarinnar höfðu taskazt og var nú sambandslaust við hana Hugsanlegt var að flugmennirnir væru á Iffi og í nauðum staddir í ísauðninni. og var leiðangurinn því gerður út og skyldi leggja upp frá New York Harold Sherman, höfundur ofan- greindrar bókar, hafði kynnst Sir Hubert Wilkins í City Club I New York, þar sem þeir voru báðir meðlimir Sir Hubert sagði H: rold frá ýmsu. sem fyrir hann hafði borið á lífsleiðinni. en ekki getað skýrt eða fundið lausn á Sagðist hann vera sannfærður um að ..stórkostlegasta verkefnið sem mann- kynið á fyrir höndum, er að rannsaka sjálfan mannshugann Þetta samtal leiddi til þess að þeim Sir Hubert og Harold Sherman kom saman um það að gera tilraunir með hugsanaflutning Ákváðu þeir að „mæla sér mót á hugsviðinu' meðan leiðangurinn stæði þrisvar í viku á nánar ákveðnum tímum Hér er ekki rúm til að rekja þessar tilraunir nánar, en aðeins skal vakin athygli á þvi, að þegar tilraununum lauk og samanburður var gerður á dagbók Wilkins og þvi, sem Harold Sherman hafði ritað niður kom í Ijós, að af þeim hundruðum hugboða. sem Sherman ritaði niður reyndust um 70 af hundraði vera rétt Síðan þessar tilraunir fóru fram, en þær voru skoðaðar brautryðjendastarf á þeim dögum, hefur áhugi bæði leik- manna og. vfsindamanna á þessum efnum öllum sífellt aukizt Eins og við höfum sjálf séð hér i sjónvarpinu okkar er nú orðið algengt að gerðir séu kynningarþættir I fjölmiðlum þar sem lýst er margs konar fyrirbærum. sem hafa verið sönnuð og staðfest svo að óyggjandi er Þessi mál verða ekki lengur afgreidd með axlaypptingum eða fyrirlitningu ófróðra manna, sem vaða i þeirri villu, að það sem þeir vita ekki eða skilja geti ekki átt sér stað Vísindastofnanir víða um heim gera nú i sífellt vaxandi mæli tilraunir til rannsókna á hinum ótrúlegu möguleik- um mannsandans. Það má þvi segja. að loksins sé farið að sinna rannsókn- um þeim á mannshuganum, sem Sir Hubert Wilkins kallaði „stórkostlegasta verkefni mannkynsins" en Einar H Kvaran skáld „Mikilvægasta málið í heimi" Ástæðan er augljós: Við erum farin að gera okkur grein fyrir því, að við getum ekki lengur fundið fullkomið öryggi eða fullnægingu í veraldlegum gæðum einum saman og það dylst engum lengur að þessi fimm skilningarvit okkar megna ekki að skýra nema tiltölulega lítið af því, sem fyrir okkur ber í þessum heimi. Enda vita það allir. að mörg dýr hafa á ýmsum sviðum miklu fullkomnari skilningarvit en maðurinn Það er því í meira lagi barnalegt, að halda, að skynjun venjulegs manns veiti full- komna mynd af raunveruleikanum. Mikilvægi þessarar bráðskemmti- legu bókar liggur ekki einungis í því, að höfundur býr yfir óvenjulegum sál- rænum hæfileikum, sem hafa haft um- Iónkynning í Kópavogi — Iónkynning í jjAnægjulegt að vinna með þessu unga f ólki * * BYGGUNG — byggingarsam- vinnufélag ungs fólks I Kópavogi sendur nú f miklum framkvæmdum I austasta hluta Kópavogskaupstaðar. Þar er nú verið að reisa tvö f jölbýlishús á vegum félagsins, annað 8 hæða með 48 fbúðum og hitt 3 hæða með 12 fbúðum. Bragi Mikaelsson er stjórnar- formaður Byggungs og blm. heimsótti hann á byggingar- svæðinu við Engjahjalla. Bragi rakti f nokkrum orðum upphaf félagssins: —Þetta félag var stofnað hinn 18. júli 1974 og var strax farið að íhuga hvernig standa ætti að húsbyggingum fyrir félagsmenn, og á árinu 1975 fengum við úthlutað lóðum hér við Engjahjalla. í október sama ár hófust framkvæmdir við þetta 8 hæða hús, sem í eru 48 íbúðir — þriggja og fjögurra herbergja, tvær fjögurra her- bergja á hverri hæð og fjórar þriggja herbergja. Húsið teiknaði Kjartan Sveinsson, arkitekt, og sam- kvæmt visitölu þá er ráðgert að kostnaður við húsið verði um 370 milljónir, sem eru 22 þús- und kr. fyrir rúmmetrann, en Bragi sagðist búast við að heildarkostnaður við húsið yrði ekki nema 337 milljónir kr. eða 20 þúsund kr. fyrir hvern rúm- metra, og hugsanlega enn lægri. Sem dæmi má nefna að miðað við áætlun nú i ársbyrjun er ráðgert að 3 herbergja íbúð, 80 fermetra, kosti 6,4 milljónir króna fullbúin, en öllum ibúð- um verður skilað þannig. Fjög- urra herbergja ibúð kostar 7,2 m. kr. fullbúin, skv. sömu áætl- un. —Þegar við hófum fram- kvæmdir, sagði Bragi, var kostnaður á rúmmetrann skv. byggingarvisitölu ekki nema 14 þúsund kr. og því hefur þetta hækkað mjög á byggingar- Bragi Mikaelsson formaður Bygg- ungs f Kópavogi og Árni Örnólfs- son, skrifstofustjóri, fyrir framan annað fjölbýlishúsið sem er að rfsa við Efstahjalla. I.istaverkið á húsveggnum gerði Sigurjón Olafsson myndhöggvari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.