Morgunblaðið - 08.02.1977, Side 18

Morgunblaðið - 08.02.1977, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977 Matthías Á. Mathiesen, fjármálaráóherra: RÓTTÆKT SKREF TIL EIN- FÖLDUNAR SKATTAKERFIS Tillögur um heildarlöggjöf um tekju- og eignaskatt sem er ný frá rótum HÉR fer á eftir fyrri hluti framsöguræðu Matthíasar Á. Mathiesen fyrir hinu nýja skattafrumvarpi á Alþingi i gær: í stefnuræðu forsætisráðherra, er hann flutti hér á Alþingi 25. október s.l., og í ræðu þeirri er ég flutti við fyrstu umræðu fjárlaga fyrir árið 1977, var boðað, að lagt yrði fram á þessu þingi frumvarp um breytingar á lögum um tekjuskatt og eignarskatt. Helstu stefnuatriði þess frumvarps yrðu Q að endurskoðun laganna leiddi ekki til auk- innar skattbyrðar og tryggði réttlátari skatta löggjöf og skattabyrðinni milli skattborgar- anna væri skipt á sanngjarnari hátt en gild- andi reglu fela í sér; 0 að samræma bæri álagningargrunn tekju- skatts og útsvars með það fyrir augum að nálgast skatt á brúttótekjur; Q að haga skattlagningu hjóna þannig að fyrst og fremst yrði tekið tillit til fjölskylduað- stæðna, en í minna mæla eftir því hvernig tekjuöflun heimilanna er háttað, þ.e. hvort bæði hjón vinna utan heimilis eða einungis annað þeirra. Var því lýst, að skattalög og framkvæmd verði að tryggja jafnrétti karla og kvenna; 0 að við skattlagningu þeirra, sem stunda sjálf- stæðan atvinnurekstur bæri að skilja á milli atvinnurekanda og fyrirtækis við skattút- reikning, en einstaklingar í atvinnurekstri nytu síðan sömu skattakjara og sambærileg fyrirtæki. Var bent á sem leið I þessu efni að reikna atvinnurekendum launatekjur frá eigin fyrirtæki eða líta á úttekt eiganda eða þann lífeyri, sem hann hefur notað sér og sínum til framfærslu sem skattstofn, 0 að endurskoða bæri fyrningarreglur skatta- laganna og ákvæði um skattskyldu söluhagn- aðar og skattleggja beri • rikari mæli sölu hagnað eigna, sem fyrndar hafa verið í atvinnurekstri. Jafnframt að koma í veg fyrir sölu eigna milli fyrirtækja og þær fyrndar að nýju, án þess að söluhagnaður komi til skatt- lagningar hjá seljanda; 0 að endurskoða skyldi framkvæmd skattalaga, þannig að tryggja sem best, að hver skattþegn beri þann skatt, sem honum er ætlað sam- kvæmt gifdandi skattalöggjöf á hverjum tíma og tryggja samræmda framkvæmd skattalaga alls staðar á landinu. Aðdragandi. Eins og fram kemur í upphafi hinnar almennu greinar- gerðar með frumvarpinu verður að líta á það sem þátt í heildarendurskoðun á tekjuöflunarkerfi ríkisins, sem unnið hefur verið að æði lengi. Verkið hófst að tilhlutan Magnúsar Jónssonar, þáverandi fjármálaráðherra, í bein- um tengslum við undirbúning að aðild Islands að EFTA í lok síðasta áratugs. Nefnd, sem hann skipaði í málið og starfaði á árunum 1969 til 1971, fjallaði nær eingöngu um skattlagningu átvinnurekstrar og skilaði skýrslum þar að lútandi og vann að samningu frumvarpa, sem á árunum 1970 og 1971 voru til meðferðar á Alþingi. Halldór E. Sigurðsson lét sem fjármálaráðherra halda þessu starfi áfram í höndum nýrrar nefndar, sem falið var mun víðtækara verkefni. Henni var ætlað að gera úttekt og endurskoðun á tekjuöflunarkerfi ríkisins og móta heildarstefnu á því sviði í nánu samráði við sérstaka þingmannanefnd, sem tilnefnd var af þingflokkunum og hagsmunasamtök eftir því sem unnt reyndist. Skyldi nefnd þessi vinna.í samráði við þær aðrar nefndir, sem skipaðar höfðu verið til að fjalla um almannatrygginga- kerfið og tekjuöflun sveitarfélaga. Þessi nefnd skilaði heildarskýrslu í nóvember árið 1973 og var þeirri skýrslu dreift á Alþingi og víðar og hefur að geyma yfirlit yfir þetta endurskoðunarverk fram til þess tíma. Þar var gerð úttekt á tekjuöflunarkerfi ríkisins eins og það þá var og í öllum megindráttum er enn, jafnframt þvi sem sett voru fram drög að stefnumótun um nýtt tekjuöflunarkerfi. sem fullnægði þeim ýmsu kröfum, sem virk fjármála- stjórn ríkisins gerir til tekjuöflunar ríkisins. I beinu framhaldi af starfi þessarar nefndar og á grundvelli þeirra hugmynda, sem hún hafði sett fram, var í fjár- málaráðuneytinu unnið að nýju frumvarpi til laga um tekjuskatt og eignarskatt og voru drög að slíku frumvarpi gerð. í upphafi árs 1975 var skipulagi á þessu starfi breytt. Þá voru myndaðir vinnuhópar, sem gera skyldu tillögur um breytingar á ýmsum sviðum skattamála í framhaldi af því verki, sem að framan var lýst. I því sambandi hefur verið lokið greinargerð um staðgreiðslu opinberra gjalda og um virðisaukaskatt. Unnið var að og lokið tillögum um ýmsa þætti tekjuskatts og samhæfingu skattgreiðslna og bóta almannatrygginga, sem leiddi til breytinga á tekju- skatts- og tryggingalögum, á vorinu 1975. Frumvarp til nýrra tollskrárlaga var samið og það afgreitt á Alþingi fyrir jól og loks liggur hér fyrir þetta frumvarp til laga um tekjbskatt og eignarskatt, sem beinn árangur þessa verks. Ég vil nota þetta tækifæri til að leggja áherslu á, hversu nauðsynlegt er að vinna markvisst að þessari heildarendurskoðun tekjuöflunarkerfisins. Nefndar- skýrslan frá 1973 skýrir mjög ýtarlega ýmsa vankanta sem eru á gildandi kerfi og hvernig því í mörgu tilliti er áfátt, t.d. til að ríkisfjármálin geti verið virkur þáttur í hagstjórn og ráðandi afl um hvert sé eftirspurnarstigið í hagkerfinu á hverjum tíma. Sá tolltekjumissir, sem ákveðinn hefur verið með setningu tollskrárlaganna í desembermánuði s.l. gerir þetta verk knýjandi, þar eð finna þarf aðrar leiðír til að afla þeirra tekna eða að draga verulega úr þjónustu eða umsvifum ríkisins á einhverjum sviðum. Þess eru of mörg dæmi, að fyrirhöfn og kostnaður við álagningu og innheimtu ýmissa smærri tekjustofna rikissjóðs sé óhæfileg og þá í mörgum tilfell- um ekki síður fyrir borgarana heldur en ríkið sjálft. Auk þess að vera þannig liður í mjög nauðsynlegri heildarendurskoðun löggjafar á sviði tekjuöflunar verð- ur að skoða þetta frumvarp í Ijósi þeirrar umræðu, sem fram hefur farið meðal fólks að undanförnu, ekki hvað síst á siðasta ári, um það ranglæti, sem talið er vera ríkjandi í álagningu og innheimtu tekjuskatts. Svo hvöss og svo almenn sem þessi umræða varð og svo mikið sem sú gagnrýni, sem þarkom fram hafði til síns máls varð hún næsta einstaklingsbundin. Ljósast varð þetta á s.l. hausti, þegar blaðamenn og starfsmenn fjölmiðla, sem tóku ríkan þátt í þessari umræðu, fengu tækifæri í sjónvarpi til umfjöllunar um þetta efni. Virtist þá svo sem þá skorti grundvallarþekkingu til að geta borið fram markverðar spurningar, sem gætu varpað ljósi á þau vandamál, sem til umræðu höfðu verið. Tekjuskattur I þessari umræðu allri saman var stundum fleygt þeirri hugmynd, að leggja bæri niður tekjuskatt, þar eð hann væri eingöngu orðinn skattur á launafólk. Ríkisskatt- stjóri hefur með tölfræðilegum athugunum sínum á skattálagningu leitt í ljós, að þessi staðhæfing um tekju- skatt sem skatt launamanna eingöngu, er ekki raunhæf. Hugmyndin um niðurfellingu tekjuskattsins er að mínu mati heldur ekki raunhæf. Tilflutningur tekjuskattsins til sveitarfélaga ásamt tilflutningi verkefna til þeirra kemur mjög til álita. Þar á ofán er mikilvægt atriði í þessu sambandi, að tekjuskattur er einn af sárafáum, ef ekki eini tekjustofninn sem einhverju máli skiptir í tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs, sem ekki er stiglækkandi eftir tekjum. Ekki liggja fyrir neinar rannsóknir á, hvernig skattar ríkisins að öllu samanlögðu leggjast á fólk eftir mismunandi tekjuhæð. Þá er ljóst, að æðimarg- ar tegundir skattlagningar eru hlutfallslega þungbærari fyrir fólk með lágar tekjur heldur en fólk með háar tekjur. Benda má á þá skattlagningu, sem felst í tollum, vörugjaldi og söluskatti af heimilistækjum eða útvarps- og sjónvarpstækjum. Séu tekin hin algengustu tæki af þessu tagi eins og sjónvarpstæki, ísskápur, þvottavél og e.t.v. frystiskápur, sem allt er nú til á flestum heimilum. Skatturínn, sem af þessu hefur verið greiddur í ríkissjóð er miklu stærri hluti af tekjum lágtekjumanns heldur en hátekjumanns. Tekjuskatturinn stingur hér í stúf. Hann leggst ekki á fólk með lægstu tekjurnar og fer ekki að verða mjög þungbær, t.d. hærri en fjórðungur af brúttótekjum, fyrr en komið er upp í verulega há tekju- mörk. Þessi stighækkandi skattur, þ.e.a.s. stighækkandi með tekjum, er þannig eina raunverulega mótvægið, sem finna má í tekjuöflunarkerfinu á móti þeim fjölda skatta, sem nú má með sæmilegu móti fullyrða að leggist á stiglækkandi eftir tekjum. Af þessum ástæðum tel ég varhugavert að hugsa til þess að tekjuskattur yrði afnum- inn með öllu. Hins vegar tel ég, að sú umræða, sem ég hér vitnaði til um misréttið í skattamálum hafi leitt í ljós nauðsyn þess, að fjölmiðlar og ríkið sjálft reyni með hlutlægum hætti að fræða fólk um skatta og skattkerfi, svo að menn séu þess betur umkomnir að leggja mat á hvers konar æsi- fréttir, sem fram er teflt og réttmæti þeirra. Þá er það ljóst, að skattalög verða aldrei betri en framkvæmd þeirra er í raun. Um réttlæti þeirra eins og þau standa í lögbókum á hverjum tíma má að sjálfsögðu deila, en það er eilífðarverkefni fjármálaráðuneytis og skattyfirvalda að bæta um framkvæmd þessara laga og eru ýmsar hugmyndir í athugun í þvi efni. Efnisskipan frumvarpsins Almennur tekjuskattur var leiddur i lög á íslandi með lögum nr. 74 frá 1921. Frá þeim tíma hafa að vísu verið gerðar ótal breytingar á tekjuskattslögunum, en jafnan hefur verið byggt á þeim grunni sem lagður var með lögunum frá 1921. Hafa allar breytingar verið felldar inn í ramma þeirra laga. Frumvarp það sem hér liggur fyrir felur í sér tillögu til nýrrar heildarlöggjafar um tekjuskatt og eignarskatt. Er hún ný frá rótum að því leyti til, að vikið er frá uppsetningu fyrri laga um þetta efni og reynt að hafa niðurröðun efnisins þannig að það sé sem aðgengilegast. Frumvarpinu er skipt í 14 kafla. Fyrsti kafli frum- varpsins fjallar um skattaaðild þ.e.a.s. hvaða aðilar eru skattskyldir hér á landi. Annar kafli frumvarpsins fjallar um skattskyldar tekjur. I honum er skilgreining á tekju- hugtakinu í víðustu merkingu, þ.e.a.s. brúttótekjum og er hún að mörgu leyti víðari heldur en sú skilgreining sem gilt hefur hingað til hér á landi. Þriðji kafli frumvar^sins fjallar um þann frádrátt sem heimilaður er frá tekjum samkvæmt öðrum kafla. Er þar gerður munur á því sem einstaklingi sem ekki stundar rekstur er heimilt að draga frá tekjum sínum annars vegar og hins vegar frádrætti sem heimilaður er frá tekjum af atvinnurekstri. Fjórði kafli frumvarpsins hefur að geyma ýmis ákvæði um tekjur. Hér er safnað saman ýmsum ákvæðum sem varða tekjur en eigi þótti þó beinlfnis eiga heima i öðrum eða þriðja kafla frumvarpsins. Þegar frá tekjum hefur verið dreginn heimilaður frádráttur kemur út sá stofn sem skattur er reiknaður af, eða svonefndur tekjuskattstofn en um hann fjallar fimmti kafli frumvarpsins. Sjötti kafli þess fjallar síðan um hvernig tekjuskattur er reiknaður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.