Morgunblaðið - 08.02.1977, Page 19

Morgunblaðið - 08.02.1977, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞítlÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977 19 af þeim stofni sem skilgreindur er í fyrri köflum frum- varpsins svo og um afslætti og barnabætur frá þeim reiknaða skatti. Sjöuridi kafli fjallar um eignarskatt en í áttunda til fjórtánda kafla eru ákvæði er varða skattyfir- völd, álagningu, úrskurði, kærur, viðurlög, innheimtu skattsins og önnur atriði. Helztu efnisbreytingar Breytingar frumvarpsins eru ekki bundnar við formið eitt, heldur eru í því verulegar efnisbreytingar um fjöl- mörg atriði er varða skattlagningu og tel ég rétt að geta fyrst meginbreytinga sem í frumvarpinu felast áður en ég fjalla nánar um einstök atriði þeirra. t fyrsta lagi er vikið frá gildandi ákvæðum laga um frádrætti. Vmist eru þessir liðir alveg felldir niður eða birtast aftur i formi afsláttar frá skatti. Með þessu næst það markmið að stofn til útreiknings tekjuskatts verður hinn sami og stofn til útreiknings útsvars og horfir þaðtil verulegrar einföldunar, auk þess sem fækkun frádráttar liða ætti að geta orðið til að minnka fyrirhöfn við framtal og úrvinnslu framtalsgagna. í öðru lagi er reglunni um skattlagningu hjóna breytt. I stað þess að samkvæmt núgildandi lögum skuli skattur reiknaður sameiginlega af tekjum hjóna eftir að helming- ur af launatekjum konunnar eða ákveðið hámark af atvinnurekstrartekjum hefur verið dreginn frá, er lagt til með frumvarpinu, að skattstofni hjóna sé skipt í tvennt til jafns og skattur reiknaður af hvorum helmingnum fyrir sig, en heimild útivinnandi eiginkonu til 50% frádráttar af launatekjum eða hámark af atvinnu- rekstrartekjum verði felld niður. Með þessu næst það markmið að skattlagning heimilisins verður óháð því hvernig makar skipta með sér störfum innbyrðis og hvernig tekjuöflunin skiptist á milli þeirra. Eftir sem áður er tekið visst tillit til þess kostnaðar, sem af tekju- öflun leiðir, ef báðir makar vinna utan heimilis til að afla teknanna. Er það gert í formi afslátta frá skatti annars vegar, svonefnds heimilisafsláttar, en hins vegar barna- bótaauka. 1 þriðja lagi eru gerðar breytingar á skattalegri með- ferð þeirra einstaklinga sem við atvinnurekstur fást á eigin ábyrgð. Er lagt til að tap, sem verður af atvinnu- rekstri einstaklings, verði ekki frádráttarbært frá öðrum tekjum sem einstaklingurinn hefur. Hins vegar verður þetta tap yfirfæranlegt eins og annað rekstrartap og getur komið á móti hagnaði, sem síðar verður af atvinnu- rekstrinum. Jafnframt er einstaklingum sem atvinnu- rekstur stunda gert að reikna sér laun af vinnu sinni við þann rekstur eins og sú vinna hefði verið innt af hendi hjá óskyldum aðila. Þessi laun teljast þeim til tekna en aftur á móti til gjalda í rekstrinum, og verður yfirfæran- legt ef það leiðir til tapreksturs. t fjórða lagi er fyrirhuguð breyting á reglunum um fyrningar og söluhagnað. Horfa þessar breytingar fyrst og fremst í einföldunarátt einkum að því er varðar fyrningar af lausafé. Er þar gert ráð fyrir því að framveg- is verði lausafé fyrnt af bókfærðu verði slíkra eigna í árslok í stað þess að nú er fyrnt af kostnaðarverði hverrar eignar fyrir sig. Sé eign seld færist söluverð hennar til lækkunar á bókfærðu verði og söluhagnaður kemur því óbeint til skattlagningar í formi lækkaðra fyrninga næstu ár á eftir. Reglurnar um skattlagningu söluhagnaðar af atvinnurekstrareignum eru hertar þar sem frumvarpið gerir ráð fyrir að söluhagnaður verði skattskyldur án tillits til eignarhaldstíma seljandans. Er þar með sett undir þann leka, sem er í gildandi lögum og gerir mönnum kleift að njóta skattfrjáls raunverulegs sölu- hagnaðar í verulegum mæli. í fimmta lagi þá er þess að geta að í köflum laganna, sem varða framkvæmd, skattlagningu og viðurlög eru gerðar veigamiklar breytingar. Gert er ráð fyrir seinkun á útkomu skattskrár, þannig að upplýsingar þær, er hún hefur að geyma, verði mun réttari en þær upplýsingar sem koma fram með núverandi fyrirkomulagi. Skipun ríkisskattanefndar er breytt. I stað þess að í nefndinni eigi sæti þrír aðalmenn og þrír varamenn sem allir taka meira og minna þátt í störfum nefndarinnar, er lagt til að nefndin verði skipuð þremur mönnum sem hafi nefndarstörfin að aðalstarfi. Jafnframt verði skattsektir nú í höndum ríkisskattanefndar en sú sérstaka skatt- sektanefnd, sem starfar samkvæmt gildandi lögum verði felld niður. Viðurlög við skattsvikum verði þyngd að ýmsu leyti og veigamesta breytingin sú að gert er ráð fyrir því að ítrekuð brot eða miklar sakir geti leitt til sambærilegra fangelsisdóma og um væri að ræða fjár- drátt, fjársvik eða önnur auðgunarbrot samkvæmt hegn- ingarlögum. Fyrri hluti framsögurædu fyrir hinu nýja skattafrumvarpi Skattaafslættir í stað frádrátta____________________________ Verkefni eins af vinnuhópunum var að gera tillögur um samhæfingu trygginga- og skattkerfis, og að athuga hvort ekki mætti færa tekjuskattsgrunn einstaklinga nær heildartekjum þeírra. Var frumbreyting í þessa átt lög- leidd á árinu 1975 með persónuafslætti. Vinnuhópur þessi skilaði áfangaskýrslu í nóvember s.l., þar sem gerðar voru tillögur um breytingar á tekjuskatti einstakl- ings. Er þessum tillögum i aðalatriðum fylgt í frumvarpi þessu. Meginbreytingin sem frumvarpið felur í sér að þessu leyti, er sú að skattgrunnur til tekjuskatts verði hinn sami og skattgrunnur til tekjuútsvars. Samkvæmt gild- andi lögum eru veittir nokkrir frádrættir frá.tekjum áður en að útsvar er af þeim reiknað. Hins vegar eru mun fleiri frádrættir veittir frá vergum tekjum áður en tekju- skattur er reiknaður af þeim. Hér er lagt til að sá skattgrunnur sem tekjuskattur reiknast af verði nánast hinn sami og sá sem útsvar verður þá reiknað af. í þessu felst að gerð er tillaga um niðurfellingu vel flestra þeirra frádráttarliða sem nú eru heimilaðir samkvæmt gildandi lögum. Við álagningu tekjuskatts árið 1976 nam frádrátt- ur frá brúttótekjum, áður en skattur var reiknaður rösklega 21% af brúttótekjunum en mismunur brúttó- tekna og tekjuskattsstofns samkvæmt frumvarpinu yrði hins vegar aðeins um 3% eða svipaður og mismunur brúttó- og vergra tekna til skatts í dag. Þeir frádrættir sem lagt er til að niður verði felldir, eru meðal annars iðgjald af lífeyristryggingu, iðgjald af lífsábyrgð, stéttar- félagagjöld, sjúkra- og slysapeningar, gjafir til menn- ingarmála, kostnaður við öflun bóka, giftingarfrádráttur, björgunarlaun, námsfrádráttur af tekjum nemanda sjálfs, frádráttur að námi loknu vegna námskostnaðar, sem stofnað var til eftir 20 ára aldur, verkfærakostnaður, vaxtagjaldafrádráttur, fasteignagjöld, fyrning og við- haldskostnaður af íbúðarhúsnæði. Ymsum þessara frá- dráttarliða er breytt í afslátt frá skatti, en kosturinn við að hafa afslátt f stað frádráttar er meðal annars sá að skattafsláttur nýtist öllum jafnt sem ná reiknuðum skatti, en frádráttur frá tekjum áður en skattur er reiknaður nýtist hins vegar þeim betur sem eru í hærra skattþrepinu. Þeir skattafslættir sem frumvarpið gerir ráð fyrir, auk persónuafsláttar og heimilisafsláttar sem þegar er getið, eru launaafsláttur, vaxtaafsláttur, viðhaldsafsláttur, sjó- mannaafsláttur og fiskimannaafsláttur. I launaafslættin- um felst það að gjaldanda er heimilt að draga 2% af launatekjum sínum frá skatti. Þessum afslætti er ætlað að koma i stað ýmissa frádráttarliða i gildandi lögum, einkum þeirra sem allir launþegar hafa notið t.d. iðgjalda af lífeyristryggingu, stéttarfélagsgjöld o.s.frv. Einnig er honum ætlað að koma í stað ýmissa frádráttarliða sem flestir gjaldendur njóta einhvern tíma á lífsleiðinni, svo sem giftingarfrádrátt, námsfrádrátt o.s.frv. Í stað heim- ildar gildandi laga til þess að draga vaxtagjöld frá tekjum gerir frumvarpið ráð fyrir sérstökum vaxtagjaldaafslætti er nemur 25% af vaxtagjöldum viðkomandi gjaldanda. Þá er það nýmæli varðandi þennan afslátt, að öllum gjaldendum er heimill ákveðinn lágmarksvaxtafrádrátt- ur án tillits til þess hvort þeir hafa vaxtagjöld eða ekki. Er hugmyndin að þessi staðlaði afsláttur komi þeim til góða sem ekki bera skuldir vegna eigin húsnæðis og þá að jafnaði búa í leiguhúsnæði, en eins og kurtnugt er, er húsaleiga ekki frádráttarbær til skatts. Þá er gert ráð fyrir heimild til að draga frá skatti viðhaldsafslátt sem nema skal 25% af greiddri viðhaldsvinnu við íbúð, sem gjaldandi á og hefur til eigin afnota allt að vissu hámarki. Greinir menn nokkuð á um ágæti núgildandi heimilda um að draga viðhaldskostnað frá tekjum, áður en skattur er á þá lagður. Annars vegar er það sjónarmið að slík frádráttarheimild stuðli að því að vinnulaun við viðhald séu gefin upp til skatts, hins vegar hefur þessi frádráttur í för með sér gífurlega vinnu fyrir skattyfirvöld vegna þess að mjög erfitt er að skera úr um hvenær um er að ræða frádráttarbært viðhald, og hvenær um er að ræða endurbætur sem ekki eru frádráttarbærar. Telja margir skattstjórar og aðrir þeir sem að skattamálum vinna að ákvæðin um viðhaldsfrádrátt hafi ekki leitt til þess að Iaun við viðhald hafi verið gefin upp sem skyldi, en hins vegar hafi deilur orðið mjög miklar út af þessari heimild. Er til marks um þessi vandkvæði, að af 797 málum, sem lágu fyrir Ríkisskattanefnd um s.l. áramót, voru um 700 vegna ágreinings um viðhaldsfrádrátt. Sömu rök og gagnrök sem eiga við um viðhaldsfrádrátt eiga einnig við um viðhaldsafslátt. Hins vegar þótti ekki fært að leggja til í frumvarpinu að fella hann niður, en þetta er eitt af þeim atriðum, sem þingið og fjárhags- nefndarmenn ættu að gefa gaum að hvort vert er að breytt yrði frá því sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Sjómannaafslætti og fiskimannaafslætti er ætlað að kojDa í stað hliðstæðra frádráttarliða sem er í gildandi lögum. Með niðurfellingu frádráttarliðanna er stigið nokkuð róttækt skref í átt til einföldunar skattkerfisins. Því er ekki að neita, að ákveðnar ástæður lágu til upptöku flestra þeirra frádráttarliða sem hér er lagt til að niður verði felldir og má segja að margir þeirra séu sanngjarn- ir, ef litið er á þá út af fyrir sig hvern og einm Þegar þeir koma hins vegar allir saman í skattalögunum hafa þeir valdið því að skattbyrði einstaklinga með sömu tekjur hefur verið ákaflega misjöfn og því valdið í reynd misræmi sem erfitt er að sætta sig við og hefur valdið megnri óánægju meðal landsmanna. Nú reynir því á, hvort menn vilja í reynd þá einföldun, sem ætíð er verið að tala um að þurfi að verða á skattkerfinu. Því er ekki að leyna að hún getur komið einstökum gjaldendum illa á tilteknum árum í samanburði við gildandi lög. Má finna þess mörg dæmi, að skattbyrði manna, sem best hefur notast að frádráttarliðum gildandi laga, aukist verulega samkvæmt frumvarpinu. Ég gat þess áðan, að frádráttur vegna fasteignagjalda, fyrningar og viðhaldskostnaðar á íbúðarhúsnæði sem gjaldandi býr í sjálfur væri meðal þeirra frádráttarliða, sem felldir væru niður. Þetta er þáttur í að fella niður bæði tekjur og gjöld af eigin íbúðarhúsnæði. Verður á móti felld niður eigin húsaleiga til tekna. Við álagningu 1975 vógu þessir liðir nokkurn veginn salt, en það ár voru bæði tekjur og gjöld af íbúðarhúsnæði reiknuð sem hlutföll af fasteignamati. Þessu var breytt við álagningu 1976 og viðhaldskostnaður heimilaður til frádráttar sám- kvæmt reikningi. Við þetta má ætla að frádráttur vegna viðhalds hafi hækkað verulega, en á móti því ætti að vega sá viðhaldsvinnuafsláttur sem gerð er tillaga um í 4. tl. 64. gr. frumvarpsins. Ættu þessar breytingar varðandi íbúðarhúsnæðið að horfa verulega til einföldunar, og í heild ættu þær breytingar, sem ég hef rakið hér að framan að geta auðveldað upptöku staðgreiðslukerfis ef ákvörðun yrði tekin um slíkt. Skattlagning hjóna Allt frá því að almennur tekjuskattur var leiddur í lög hér á landi 1921 hefur meginreglan verið sú að tekjur hjóna hafa verið taldar saman til skattgjalds og skattur reiknaður í einu lagi af hinum sameiginlegu tekjum. Persónufrádráttur hefur hins vegar frá upphafi verið hærri fyrir hjón en fyrir einstaklinga. Á þessum fyrstu árum almennrar tekjuskattlagningar og reyndar lengi fram eftir voru mjög mörg þrep I skattstiganum, og því skipti meira máli en nú er hvar í skattstiganum umfram- tekjur lentu. Er konur fór að marki að sækja út á vinnumarkað utan heimilanna lentu tekjur þeirra þvi sem umframtekjur heimilisins á tiltölulega háu skatt- þrepi. Þetta þótti að mörgu leyti ósanngjarnt og voru ýmis frumvörp flutt á Alþingi sem ætlað var að bæta úr þessu. Þannig má t.d. nefna að árið 1951 flutti Gylfi Þ. Gislason frumvarp um helmingaskipti tekna hjóna til skatts fram að vissu teknamarki. Árið 1952 flutti sami þingmaður ásamt fleirum frumvarp svipaðs efnis, og sama ár flutti Jóhann Hafstein og fleiri frumvarp sem Framhald fi bls. 31 fyrír VIDEOMASTER Veriö velkomin í verslun okkar til aö sjá og reyna Videomaster sjónvarpsleik- tækiö. Þaö kostar frá kr. 19.900,-. Leióandi fyrirtæki I á sviói sjónvarps útvarps og hljómtækja I VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10. SlMAR 27788.19192,19150 Angtysnqastofa LarusarBlondai

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.