Morgunblaðið - 08.02.1977, Side 20

Morgunblaðið - 08.02.1977, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAOUR 8. FEBRUAR 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 1100.00 í lausasolu 60 hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sfmi 10100. Aðalstræti 6, sfmi 22480. kr. á mánuði innanlands. .00 kr. eintakið. Mjög athyglisverðar um- ræður fóru fram í sam- einuðu þingi sl fimmtu- dag um veiðar og vinnslu á loðnu, þess nytjafisks sem fiskifræðingar telja van- nýttan á miðum okkar Þar kom m.a. fram, að nokkuð skortir á samræmingu veiða og vinnslu, þann veg, að takmörkuð vinnslugeta í landi tefur veiðisókn og kemur i veg fyrir þá arð- semi í þessari atvinnu- grein, sem ella væri mögu- leg. Af þessum sökum hefur sjávarútvegsráðherra skip- að sérstaka nefnd, sem í samráði við Hafrannsókna- stofnun vinnur að úttekt á vinnslugetu feitfisk- bræðslna um land allt, þró- arrými þeirra, stækkunar- möguleikum og fleiri atrið- um, sem auðvelda rétta ákvarðanatöku varóandi framkvæmdir á þessum vettvangi og í samræmingu veióa og vinnslu. í umræðu þingmanna komu fram tvö megin- sjónarmió, sem hvor tveggja eiga rétt á sér og hljóta að koma inn í þá heildarkönnun, sem nú fer fram, varðandi framtíðar- skipulag þessara mála. Annars vegar var á það bent að fyrir er i landinu fjöldi feitfiskbræðslna, sem mikil fjárfesting ligg- ur í. Afkastagetu þessara verksmiöja má verulega auka með tiltölulega litlum kostnaði, miðað við bygg- ingu nýrra feitfisk- bræðslna. Flutningur á hráefni til þessara verk- smiðja, annað hvort með sérstökum flutningaskip- um, eða að stærri veiðiskip sigla meó afla til fjarlægra hafna, myndi í senn auka á nýtingu og arósemi verk- smiðjanna, og koma í veg fyrir löndunartafir, er hamla eðlilegri veiðisókn. Eðlilegt er að þessi flutn- ingskostnaður sé borinn uppi með sérstöku gjaldi af aflaverðmæti. Hins vegar var það sjónarmið, að vinna þurfi mjöl til manneldis, svo sem þegar er gert að hluta til í Norgegi, en slíkt verði naumast gert nema í nýj- um verksmiðjum, með ný- tízkulegum vinnsluútbún- aði. Rætt var um Grindavík og Snæfellsnes, sem æski- lega staði, varðandi stað- setningu nýrra verk- smiðja. Ef ný feitfisk- bræðsla yrði reist í Grinda- vík væri hugsanlega hægt að nýta jarðvarma til vinnslunnar. Varðandi fyrri valkost- inn, að auka afkastagetu eldri verksmiöja, var auk þess bent á, að sumar- og haustveiðar loðnu út af Norðurlandi vestra, sem hófust í kjölfar breyttra stefnu stjórnvalda um til- raunaveiðar og vinnslu, ykju mjög á þýðingu fyrri síldveiðistaða í þeim lands- hluta í þjóðarbúskapnum. Matthias Bjarnason sjávarútvegsráðherra lét m.a. í ljós þá skoðun, að Síldarverksmiðjur ríkisins ættu fyrst og fremst, ef ekki eingöngu, að sjá um uppbyggingu á þeim verk- smiðjum, er þær eiga fyrir. Ef um nýjar verksmiðjur yrði að ræða, í framhaldi af heildarkönnun á vinnslu- getu, sem nú er að unnið, ættu þær fyrst og fremst að vera í eigu heimaaðila á viðkomandi stööum; þeirra, er afla hráefnisins og vinna það, fiskvinnslu- stöðva, útgerðaraðila og sjómanna. Verksmiðjur í eigu heimaaðila og einka- aðila ættu tvímælalaust að njóta sömu lánakjara og fyrirgreiðslu og fyrirtæki, sem ríkið á og rekur. Ekki væri rétt að draga alla þætti þessarar vinnslu undir miðstjórnarvald, heldur ætti stjórnun fyrir- tækjanna að vera i höndum heimaaðila og þeirra, sem önnuðust veiðar og vinnslu. Nauðsynleg sam- ræming og skipulag væri framkvæmanlegt engu að síður. Ástæða er til að fagna því, hvern veg sjávarút- vegsráðherra stendur að þessum málum. Könnun sú, sem nú fer fram, var hyggilegur og nauðsyn- legur undanfari framtíðar- ákvarðana, ekki einungis varðandi loðnuvinnslu, heldur einnig á kolmunna og spærlingi. Hún er og í fullu samræmi við þær til- raunaveiðar og vinnslu, sem ráðherrann hefur Loönuveiðar og vinnsla beitt sér fyrir til að minnka veiðisókn i þorskstofninn, án þess að þurfi að leggja hluta af fiskveiðiflotanum, eins og kröfur hafa komið fram um. Þá ber einnig að fagna yfirlýsingum ráðherrans, þess efnis, að verksmiðjur í eigu heima- og einkaaðila njóti sömu lánafyrir- greiðslu og ríkisverksmiðj- ur. Vió höfum þegar geng- ið nógu langt í því að færa atvinnurekstur undir mið- stýrða ríkisforsjá. Það er og athyglisvert að i Nes- kaupstað, þar sem Alþýðu- bandalagsmenn hafa lengi deilt og drottnað, eru fyrir- tæki i útgerð og fiskiðnaði hvorki ríkis- né bæjarrek- in, heldur lúta rekstrar- formum, sem flokkast und- ir einkarekstur. Það fer og bezt á því að rekstrarform fyrirtækja lúti lærdómum reynslunnar, hagkvæmni og hygginda. Loðnan er orðinn snar þáttur í þjóðarbúskap okk- ar. Samræming veiða og vinnslu er aðkallandi til að ná sem mestri arðsemi i atvinnugreininni fyrir þjóðarbúið. En jafnframt þarf að hyggja vel að mark- aðsmálum, afsetningu framleiðslunnar, en loðnu- mjöl og lýsi fer nú nær einvörðungu á Evrópu- markað. Þann markað verður að tryggja og treysta með öllum skyn- samlegum ráðum. Elízabet II flytur hásætisræðu sína. Við hlið hennar er Filip prins, eiginmaður hennar Skólabörn kyrr hjá skærulidum Elizabet II — drottning í aldar- fjóröung Lundúnum, 7 febrúar. Reuter S.l. sunnudag var aldarfjórðungur liðinn frá því að brezka þjóðin fékk þau sorgartíðindi, að Georg kon- ungur IV væri látinn, og Ellzabet dóttir hans varð drottning. Þegar konungur andaðist í Sandringham-höll hinn 6 febrúar 1 952 var prinsessan á ferð í frum- skógum Kenya. Ráðgert var að ferðin tæki fimm mánuði, en nokkrum klukkustundum síðar var hún komin til Lundúna og í ræðu, sem hún hélt I St. James höll sagði hún meðal annars: ..Mér er þannig innanbrjósts á þessari stundu. að ég get ekki sagt annað en það að ég mun ávallt starfa að því að viðhalda ríkis- stjórn i samræmi við stjórnarskrána og því að auka á hamingju og vel- ferð þegna minna, hvar sem þeir eru um víða veröld' Náið samband hafði verið milli feðginanna og þau voru að mörgu leyti lík Skömmu áður en konungur andaðist horfði hann álengdar á dóttur sína þar sem hún gekk ein sins liðs, og sagði „Þar fer Elizabet, þetta veslings einmana barn Hún verður einmana alla sína ævi' í fyrstu hásætisræðu sinni lét Elízabet II svo mælt, að faðir sinn hefði með óeigingjarnri köllun sett sér það fordæmi, sem hún ætlaði að fylgja með guðshjálp Krýning drottningar fór fram 2. júní 1957 í Westminster Abbey Sex konungar og sjö drottningar voru við athöfnina, og milljónir fylgdust með henni í sjónvarpi um heim allan Þegar krýningin fór fram var Sir Winston Churchill forsætis- ráðherra Breta, og við þetta tækifæri lét hann þau ummæli falla um drottnmgu. að af henni stafaði Ijóma og forsjónin hefði sent hana þjóð inni á tímum sem væru viðsjárverðir og framtíðin væri sveipuð hulu Elízabet II var 25 ára að_aldri er hún settist í hásætið, — jafngömul nöfnu sinni, sem tók við völdum árið 1558 Fyrstu árin eftir valdatökuna voru tilfinningar þegnanna í garð hinnar ungu drottningar blandnar við- kvæmni, en Súezdeilan markaði upphaf tímabils hnignunar og minnkandi áhrifa Bretaveldis, og á næstu árum kom þráfaldlega fyrir að gagnrýni var fram borin á þá. sem drottning umgekkst. • Sjálfri var henni haldið utan við slíka gagnrýni, en Aldringham lávarður var sá sem hvað harðast gekk fram í henni í síðustu viku sagði hann hins vegar í sjónvarpi: „Hún hefur verið heilsteypt, dásamleg staðfesting á varanleik þjóðfélagslegra og siðferðilegra verðmæta, og fyrirmyndar eigin- kona og móðir" Erkibiskupinn af Kantaraborg. dr Donald Coggan, sagði í sama sjón- varpsþætti, að forysta sú, sem drottning veitti brezku þjóðinni byggðist á trúarsannfaéringu, sem hann teldi vera djúpstæða og hald- góða Bretar hafa löngum þótt konung- holl þjóð, og enda þótt þeirri skoðun hafi vaxið fylgi víða um heim á uridanförnum árum, að konungs- veldi séu ekki í takt við timann, þá er 25 ára valdatíð Elízabetar II haldið hátíðlegt í þeim anda, að þetta elzta konugsveldi heims standi styrkari fótum en nokkru sinni fyrr Þrátt fyrir efnahagsörðugleika þjóðarinnar Framhald á bls. 31 Bulawayo, 7. febrúar. Reuter. KAÞÓLSKUR prestur sagði I dag að rúmlega 300 svartir skðlanemendur sem hafa ákveðið að ganga í lið með skæruliðum f stað þess að snúa aftur til foreldra sinna f Rhódesfu hefðu verið heila- þvegnir. 51 barn hefur ákveðið að snúa aftur frá Botswana ásamt foreldrum sfnum, en sum þeirra vilja ekki fara aftur til trúboðsskólans f Manama f Suð- vestur-Rhódesfu af ótta við hefndaraðgerðir skæruliða. Séra Edgar Sommerrisser, sem kom með 140 foreldrum frá Botswana þar sem þeir reyndu árangurslaust að fá börn sín til að snúa aftur, sagði í dag að hann teldi að lögreglan geimförum á braut frá geim- stöðinni f Baikonur í Mið-Asfu með geimskipinu Soyuz-24 sem er gert ráð fyrir að verði reynt að tengja við geimstöðina Salyut-5 innan tveggja daga. Rússum tókst ekki að tengja sfðasta mannaða geimfar sitt, Soyuz-23, við geimstöðina og tveggja manna áhöfn þess varð að snúa aftur til jarðar við illan leik eftir aðeins tvo daga á braut. Fyrstu fréttir benda til þess að núverandi geimferð sé venjulegs eðlis þótt henni sé lýst í sovézku sjónvarpi sem nýju stórafreki Rússa í geimn- um. Saiyut-stöðinni var skotið i júní í fyrra og sovézkir geimfar- ar hafa dvalizt i henni einu í Botswana hefði i raun neytt börnin til að snúa ekki aftur til Rhódesiu. Yfirvöld í Botswana segja að börnin hafi farið yfir landamærin af fúsum vilja en yfirvöld í Rhódesiu segja að þeim hafi verið rænt. Sommerreisser segir að lög- reglumaður hafi fylgt hverju barni um sig inn í herbergi þar sem foreldrarnir hafi raun- verulega ekkert tækifæri haft til að ræða við börnin. „Foreldrarnir spurðu þau hvort þau vildu koma heim með sér og ef svarið var nei voru þau strax leidd burtu. Börnin höfðu greinilega verið heila- þvegin og alin á hótunum og loforðum. Eitt barnið sagði að það fengi ekki að fara heim og Framhald á bls. 47 sinni. Það voru tveir geimfarar sem voru sendir með Soyuz-21 og dvöldust i stöðinni í júlí og ágúst við ýmsar tilraunir, alls í 48 daga. Sovézk blöð gáfu í skyn að þeir hefðu orðið að snúa aftur til jarðar vegna and- legs álags. Verið getur að siðustu geim- fararnir dveljist talsvert Iengur í geimnum ef tengingin gengur að óskum og reyni að slá dvalar- met Rússa í geimnum sem er 63 dagar og var sett 1975. Heims- metið eiga þrir bandarískir geimfarar sem dvöldust 84 daga i Skylab þar til þeir sneru aftur til jarðar I febrúar 1974, Yfirmaður um borð i Soyuz- 24 er Viktor Gorbatko sem hef- ur farið í eina geimferð áður. Aðstoðarmaður hans er Yuri Glazkov, sem var varamaður í ferð Soyuz-23. Tveimur skotið með nýju sovétgeimskipi IVIoskvu, 7. febrúar. Reuter. RtJSSAR skutu I dag tveimur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.