Morgunblaðið - 08.02.1977, Side 23

Morgunblaðið - 08.02.1977, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977 23 Sóknamýting aðeins 14% Hjá UBK í tapleik við Fram EINS og vænta mátti hafði Fram jdgera yfirbnrði í leiknum gegn “otnliðinu Breiðabliki. Lokatöl- urnar urðu 16:6, eftir að staðan hafði verið 7:1 í hálfleik. Ekki v°ru gæði leiksins mikil eins og sést vel á talningu, sem undir- r'taður gerði að gamni sfnu á sðknarlotum og nýtingu þeirra. Hvort lið reyndi 43 sóknarlotur f þeim gerði Fram 16 mörk en Breiðablik aðeins 6 og er það 14% ?yHng, sem er herfilegt, en örugglega ekki einsdæmi f kvennahandknattieik hérlendis. Framstúlkurnar höfðu mikla yfirburði allt frá byrjun og aug- ljóst var strax hvorum megin sigurinn lenti, það var aðeins spurning um það hversu stór hann yrði. Og hann hefði orðið ennþá stærri ef Framstúlkurnar hefðu verið í stuði, en það voru þær ekki í þessum leik. Sérstak- lega voru þær slakar i seinni hálf- leik. Beztar í liði Fram voru Kolbrún markvörður, Guðrfður Guðjóns- dóttir, Jóhanna Halldórsdóttir og Oddný Sigsteinsdóttir. Mörk Fram: Oddný Sigsteins- dóttir 7 (2 v), Guðríður Guðjóns- dóttir 4, Jóhanna Halldórsdóttir J, Kristín Orradóttir og Guðrún Sveinsdóttir eitt mark hvor. Mörk UBK: Alda Helgadóttir 2, Heiða Gunnarsdóttir 2, Sigurborg Daðadóttir og Árdís Björnsdóttir eitt mark hvor. Eysteinn Guðmundsson og Þor- varður Björnsson dæmdu leikinn vel. — SS. Armann kafsigldi lélegt lið KR ármannsstulkurnar sýndu sinn bezta leik f vetur þeg- ar þær sigruðu KR 13:6 á sunnu- naginn. Armann hafði yfirhönd- 'na frá byrjun og sigur liðsins var s‘*t of stór. Ef Ármannsstúlkurn- ar verða eins ákveðnar f leikjum s>num gegn Fram og Val ættu P*r vissulega möguleika á þvf að hrækja sér f tvö stig f þeim leikj- um. Það verður þó að hafa í huga, að KR liðið sýndi sáralitla mót- sPyrnu í þessum leik, og ýmislegt heppnaðist hjá Ármannsliðinu, seni ekki hefði gerst á móti sterk- ara íiði. En aðra hluti fram- j^væmdu Ármannsstúlkurnar á Þann hátt að erfitt var að stöðva Þær, til dæmis hraðaupphlaup, en Þau eru miklu betur útfærð hjá Arnianni en öðrum íslenzkum kvennaliðum. Sum þeirra reyna slíkt reyndar aldrei. KR skoraði fyrsta markið, en síðan gerði Ármann fjögur mörk í röð og þar með var sigurinn tryggður. Staðan í hálfleik var 5:2 Ármanni í vil. í upphafi seinni hálfleiksins var leikurinn einna jafnastur. Um miðjan hálfleikinn var staðan 8:5 en þá náði Ármann góðum leikkafla og skoraði 5 mörk í röð, en á þessum sömu mínútum var allt í ólagi hjá KR- stúlkunum: Lokatölur leiksins urðu sem fyrr segir 13:6. Beztan leik í liði Ármanns átti Guðrún Sigurþórsdóttir, sem er ein okkar allra sterkasta hand- knattleikkona um þessar mundir. Skoraði hún nokkur mörk í upp- hafi með neglingum í bláhornin uppi og tóku KR-stúIkurnar þann kostinn að taka hana úr umferð. Einnig áttu þær Magnea Magnús- dóttir markvörður, Anna Gunnarsdóttir og Sigríður Rafns- dóttir ágætan leik, og í heild var liðið gott. Það sama er ekki hægt að segja um KR-liðið, sem sýndi hræðileg- an leik. Hjördís Sigurjónsdóttir bar af öðrum leikkonum. Mörk Ármanns: Guðrún Sigur- þórsdóttir 6 (1 v), Anna Gunnars- dóttir 3, Sigriður Rafnsdóttir 2, Sigríður Brynjólfsdóttir og Erna Lúðvfksdóttir eitt mark hvor. Mörk KR: Hjördís Sigurjóns- dóttur 4 (1 v), Halla Magnús- dóttir og Sigrún Sigtryggsdóttir eitt mark hvor. Örn Guðmundsson og Bjarni Gunnarsson dæmdu leikinn ágæt- lega. —SS. Guð er rún Sigurþórsdðttir skoraði nokkur gullfalleg mörk í leiknum gegn KR. Þarna e*tt markanna að verða staðreynd. Ljósm. Firðþjófur. Övæntur sigur Víkings yfir FH ^töSu^^^ÚLKURNAR hafa veriS I <*aBin*n ,ram*°r f vetur og á sunnu s'9ru8u f?,'8,0. Þær sér ir,i8 fVrir og lega . M 1 ' :10 og var það sannar 5:4 UT?n' StaSan I hálfleik var höndiná ,n8sstél*turnar höf8u yfir- var ve,* ?'lan t,rnann og sigur þeirra E,ns8 u|dai5ur kornnnn® ' fyrr' ieikjum Víkings var hin dóttir s,érskytta Ingunn Bernódus- ^ékk ekkGrSta^r' 9æz*u' Þannig að hún Hailarnp ' ,a*'færi til þess að sýna Urr> skothörku sína. Þegar ingunn er í gæzlu er sóknarleikur Vík- ings fremur bitlaus, en liðið bætir það upp með góðri vörn og í þessum leik a.m.k. með góðri markvörzlu Guðrúnar Bjartmarz. Sóknarleikur FH var miklu beittari, en markmannsleysi háir liðinu mest. Gyða Úlfsdóttir landsliðsmark- vörður keppir ekkert með liðinu i vetur Víkingsliðið hafði 1 — 2 marka for- ystu lengst af, en mestur varð munur- inn þrjú mörk í seinni hálfleik, fyrst 7:4 og síðan 9:6 En einmitt þegar staðan var 9 6 var ein bezta varnarkonan í Víkingsliðinu, Jóhanna Magnúsdóttir, hvíld, og Guðrún Helgadóttir rekin útaf í 2 minútur. Sóttu FH-stúlkurnar mjög í sig veðrið og náðu að minnka muninn niður i eitt mark Hefðu þær náð foryst- unni ef Guðrún markvörður hefði ekki varið tvö vitaköst í röð á þessu tímabili Fimm mínútum fyrir leikslok tókst FH- stúlkunum að jafna metin 10:10, en Ástrós Guðmundsdóttir, fyrirliði Vík- ings átti siðasta orðið með ágætu marki eftir gegnumbrot og tryggði Vík- ingi verðskuldaðan sigur Sögulegur viðburður í handknattleiksíþróttinni - sagði Stenzel, þegar hann hætti að afsaka sig ÞAÐ var einn maður sem ekki var í góðu skapi á blaðamanna- fundi þeim sem efnt var til á sunnudagskvöldið, eftir seinni landsleikinn við Vestvjr- Þjóðverja. Sá var þjálfari vest- ur-þýzka landsliðsins, Júgóslav- inn Vlado Stenzel. — Stenzel vakti athygli meðan á leikjun- um stóð fyrir fyrirgang sinn, sérstaklega þó i leiknum á laugardaginn, er hann tók að reyta hár sitt er íslendingar voru að kafsigla Þjóðverjana. Eftir leikinn á sunnudaginn komu svo furðulegar skýringar hans á* tapinu, fyrst að leikmenn þýzka liðsins hefðu ekki fengið nóg að borða, og síðan að þarna væri aðeins um að ræða B-lið Þjóðverja. Þegar á átti að herða dró Stenzel þó í land með það að Þjóðverjarnir hefðu verið sveltir, — sagði að þeir hefðu reyndar ekki fengið þann mat sem þeir báðu um, en slíkt hefði ekki haft úrslita- áhrif. Þegar kom að skýringum á hvort um B-lið væri að ræða, kom í ljós að Stenzel gat aðeins nefnt nöfn tveggja þýzkra leik- manna sem verið hafa fastir menn í Iiðinu, en komu ekki með því hingað. — Okkur veitti sannarlega ekki af því að vera með okkar bezta lið á móti ís- lendingunum, sagði Stenzel. — Ykkar lið er nú geysilega sterkt. Það hefur mikla bar- áttu, ræður yfir góðri tækni og likamlegt ástand leikmanna og úthald þeirra virðist einnig vera gott. Það er ekki unnt að mæla á móti því að það er sögu- legt I evrópskum handknattleik að vestur-þýzkt landslið tapar tveimur leikjum i röð fyrir Vestur-Evrópuliði, og það er lítið annað hægt að segja en aö óska ykkur til hamingju með þennan árangur. Stenzel var spurður aö þvl hvort hann áliti ekki að mark- vörður þýzlCa Iiðsins hefði bjargað því frá stórtapi i leiknum á sunnudagskvöldið, og sagði hann svo vera. — En það má ekki gleyma þvi heldur, þar sem það er mjög veiga- mikið, sagði Stenzel, — að þið lékuð á heimavelli, og áhorfendur hföðu geysilega mikið að segja í þessum tveim- ur leikjum. Þegar Stenzel var að því spurður hvað hann áliti sterk- ustu hlið íslenzka liðsins, nefndi hann fyrst varnar- leikinn, sem hann sagði að væri mjög góður. Helzti veikleiki íslenzka liðsins sagði hann vera þann að það byggði spil sitt of mikið á einum leikmanni, og átti þar við Geir Hallsteinsson. Það væri veikleikamerki hjá liði þegar einn leikmaður væri svo mikilvægur sem Geir væri hjá íslenzka liðinu. Sem kunnugt er reyndu Þjóð- verjarnir að taka Geir úr um- ferð í báðum leikjunum, en heppnaðist það ekki sem skyldi. Var því Stenzel spurður að þvi hvort Geir væri það góður að ekki væri unnt að ráða við hann. — Ég held að það sé fremur það að okkar menn sem fengu það hlutverk að gæta hans, og reyna að tryfla spilið hjá ykkur, stóðu sig ekki nógu vel, sagði Stenzel, en bætti þvi siðan við að það gæti vel verið að það að ekki tókst að hemja Geir ætti sér einnig þá skýringu að hann væri illviðráðanlegur. —stj 1. Vlado Stenzel — virðist taka ósigrana nærri sér og kom með alls konar afsakanir eftir leikina — m.a. að Þjððverjarnir hefðu ekki fengið nóg að borða. Guðrún markvörður var langbezt I Vikingsliðinu i þessum leik. en i heíld átti liðið góðan dag og framfarirnar eru greinilegar með hverjum leiknum hjá þessu unga liði Svanhvit Magnús- dóttir vár sem fyrr duglegust við markaskorunina hjá FH, en Kristjana Aradóttir kom einnig vel frá leiknum. Vörnin var aftur á móti Iéleg Mörk Víkings: Ástrós Guðmunds- dóttit 3(1 v). Eirika Ásgrimsdóttir 2, Heba Hallsdóttir 2, Jóhanna Magnús- dóttir 2, Ragnheiður Guðjónsdóttir og Ingunn Bernódusdóttir eitt mark hver Mörk FH: Svanhvit Magnúsdóttir 4 (1 v), Kristjana Aradóttir 2. Sigfriður Sigurgeirsdóttir 2, Margrét Brands- dóttir og Katrín Danivalsdóttir eitt mark hvor Dómarar voru Geir Thorsteinsson og Georg Árnason og dæmdu þeir vægast sagt illa — SS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.