Morgunblaðið - 08.02.1977, Page 30

Morgunblaðið - 08.02.1977, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977 Refsingar við skattlagabrotum þyngdan Afnám misréttis og réttlátari sköttun Frumvarpið opið fyrir rökstuddum breytingum Úr ræðu Tómasar Árnasonar á Alþingi í gær Hér fer á eftir efnislegur úr- dráttur úr þingræðu Tómasar Árnasonar (F) um framkomið skattalagafrumvarp — í neðri deild Alþingis í gær. Skiptar skoðanir um framlagningu Skiptar skoðanir vóru um það, hvort timabært væri að leggja frumvarpið fyrir Alþingi, þá það var gert. Sérstak- lega af þeim sökum, að ekki gafst tími til að kanna til hlítar, hvaða heildaráhrif frumvarpið hafði á skattlagninguna Þetta er matsatriði, og Ijóst er, að fjármálaráðherra hefur gert ráð fyrir því, að ýmis ákvæði frumvarpsins, gætu tekið meiri eða minni breytingum í meðferð Alþingis. innan ramma þeirrar meginstefnu. sem frumvarpið byggir á Breytingar á halfri öld Grundvöllur núgildandi skattalaga mun að mestu hafa verið lagður með skattalögum árið 1935. Síðan hafa orðið gífurlegar breytingar á högum og lifnaðarháttum þjóðarinnar, sem gefa tilefni til grundvallarbreytinga á skatta- lögum Halldór E Sigurðsson, þáverandi fjármálaráðherra, skipaði nefnd í ágústmánuði 1971, sem skilaði ítarlegri skýslu um tekjuöflun rfkisins í nóvember 1973 Þar vóru dregin saman á einn stað flest þau efnisatriði sem orðið gátu grundvöllur að mótun heildarstefnu í skattamálum Samanburður við önnurlönd. Heíldarálögur rikis og sveitarfélaga voru 32 2% af vergum þjóðartekjum árið 1974 Á hinum Norðurlöndunum voru sambærilegar hlutfallstölur 43—46% Þetta hlutfall ,var komið i tæp 36% hér á landi á sl. ári, ef viðlagasjóðsgiald og oliugjald eru meðreiknað Vöxtur skattheimtu i hlut- falli af þjóðartekjum i Danmörku leiddi m.a til stofnunar nýs stjórnmálaflokks. sem kenndur hefur verið við danska stjórnmálamanninn Glistrup Fylgi þessa flokks ber vott um vissa and- stöðu gegn þessari þróun. Skattlagning hjóna Reglan um 50% frádrátt af tekjum giftrar konu er fráleit þegar um hátekjukonur er að ræða. eða þegar konan hefur hærri tekjur en maðurinn Hún er og ranglát gagnvart konum. sem ekki geta unnið úti Hvers eiga húsmæður að gjalda i þjóðfélaginu? Þær vinna ekki skemmri vinnutima en aðrir þjóðfélagsþegnar Og störf þeirra eru sizt þýðingarminni. þe uppeldi nýrra þjóðfélagsborgara Heima- vinnandi konur þurfa að hafa jafnræði Lögð var fram I sameinuSu þingi I gær tillaga til þingsályktunar um staðfestingu á niðurstöður viðræðna um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir fslendinga og Færeyinga, sem fram fóru I Reykjavlk 4. febrúar sl. Niður- staðan gerir ráð fyrir þvl að Færey ingar hafi heimild til að veiða loðnu til bræðslu innan Islenzkra fiskveiði- marka á vetrarvertlðinni 1977, allt að 25.000 smálestum samtals. Færeyska landstjórnin lætur Islenzk- um stjórnvöldum I té lista yfir 15 skip til samþykktar. er veiðamar mega stunda, þó aldrei fleiri en 8 samtlmis. Skip þessi hllta sömu regl- um og Islenzk skip við loðnuveiðar þar á meðal reglum um friðunar- svæði og lokun svæða. Staðsetning ofangreindra færeyskra skipa skal daglega tilkynnt (slenzku landhelgis- gæzlunni, meðan þau stunda veiðar við aðra þjóðfélagsþegna. skattalega séð Heimilin eru og hornsteinar þjóð- félagsins. Hins vegar þarf að hyggja að áhrif- um sköttunar á þátttöku kvenna í at- vinnullfinu. En þar hafa og ýms önnur atriði skattalega sin áhrif Og það er heildarstefnan sem skiptir máli Ég állt það rétta stefnu að hjónum skuli reikn- aður tekju- og eignaskattur sitt i hvoru lagi og jafnframt sé reiknaður heimilis- afsláttur og barnabætur Hins vegar þarf að leggja áherzlu á þau sjónarmið. sem ég vék að áðan, áður en laga- ákvæðin verða endanlega ákveðin, — hér við land. Við brottför skal til- kynna áætlað aflamagn en staðfest- ar löndunartölur slðar sendar Fiski- félagi islands. Á sama hátt fá 1 5 íslenzk fiskveiði- skip heimild til að veiða kolmunna til löndunar á íslandi frá byrjun marz til júníloka 1977, allt að 25 000 smálestum Ef notaðar eru tveggja skipa vörpur eykst fjöldi skipa i 1 7. Hliðstæð skilyrði gilda um veiæarnar og að framan er sagt varðandi veiðar færeyinga við island Þá segir I niðurstöðum: ..íslenzk og færeysk stjórnvöld telja æskilegt, að stofnað verði til samvinnu Islenzkra og færeyskra fiskifræðinga um rannsóknir á göngu kolmunna á svæðinu milli íslands og Færeyja." Umræður um þessa þingsályktunar- tillögu fara fram siðar I sameinuðu þingi Tómas Arnason og jafnframt, að ekki sýnist ástæða til að hækka skatta á einstæðum foreldr- um Vaxtafrádráttur Við endurskoðun ákvæða um vaxta frádrátt þarf að greina á milli vaxta, sem verða til vegna atvinnurekstrar, og vaxta, sem skapast af einkaneyzlu. eins og t.d. vegna kaupa eða byggingar húsnæðis Með hliðsjón af vaxtabyrði ungs fólks, vegna ibúðarhúsnæðis. kemur ekki til mála að fella allan vaxta- frádrátt niður. Hins vegar þarf að koma i veg fyrir að menn „hreinlega geti spilað á verðbólguna og lækkað skatta sina umfram þaðsem eðlilegt má telja'' gegnum vaxtafrádrátt. Þá þarf einnig að hyggja að þvi hvort leigugreiðslur vegna Ibúðarhúsnæðis eigi ekki að koma til álita við skatt- lagningu. Söluhagnaður og fyrningar í frumvarpinu eru ákvæði er ganga í rétta átt til að koma í veg fyrir að unnt sé að skapa fyrningargrunn með mála- myndagjörningum milli lögpersóna, bæði félaga og einstaklinga. Þetta er rétt og sjálfsagt. Hins vegar þarf þó að tryggja áfram nauðsynlegar endur- nýjanir atvinnutækja og uppbyggingu í atvinnulífinu, sem horfa til hag- ræðingar og framfara Skattlagning atvinnurekstrar Fjórða atriðið sem ég vildi sérstak- lega nefna eru vandkvæðin á þvl að skattleggja réttilega launafólk annars vegar og þá sem hafa með höndum atvinnurekstur hins vegar, ekki sizt þegar um smærri atvinnurekstur er að ræða Það sem mestu máli skiptir er að koma á skattframkvæmd, sem tryggir réttlæti. Það er ótæk niðurstaða að tekjuskatturinn verði fyrst og fremst skattur á launafólk og þeir sem fást við atvinnurekstur og sýnilega hafa einka- neyslu á við launamenn skuli ekki greiða sambærilega skatta á við þá. Frumvarpið gerir ráð fyrir verulegum breytingum frá gildandi lögum Ekki álit ég að rétt sé að gera mönnum skatt án tillits til rekstrarafkomu. Þjóðfélagið á mikið undir ýmis konar smáatvinnu- rekstri. þará meðal búrekstri svo dæmi sé tekið Ekki verður mögulegt að greiða tekjuskatt nema af raunveruleg- um tekjum. Það liggur ekki i eðli málsins að greiða tekjuskatt af tekjum sem engar eru. Skattalög mega ekki drepa niður eðlilega og nauðsynlega löngun manna til að stofna til smærri atvinnureksturs En hvernig á þá að fara að með þá sem aldrei greiða sambærilega skatta á við aðra Ég álit að það eigi að áætla þeim skatt og þeir fái siðan færi á að skýra mál sitt. I þessum efnum er rétt að skattayfirvöld hafi hliðsjón af einka- neyzlu manna og gangi rikt eftir fram- tölum Þá kemur mjög til álita að innleiða brúttóskatt og skattstofn verði hinn sami um útsvar og tekjuskatt. Skoða verður skatta ákvæðin I heild. Skattalög spanna flókin og marg- þættan málaflokk Þetta frumvarp, sem hér er til umræðu eða einstök ákvæði þess eru þann veg saman slungið að mörg atriði þess hafa önnur áhrif. Þar af leiðir að rangt er að ræða eða meta, einangrað, einstök atriði þess. Það þarf að skoða og meta það i heild. Þessi atriði verða naumast Ijós, nema I um- ræðu aðila, sem gjörþekkja bæði gild- andi skattkerfi og skattafrumvarpið sjálft, svo samverkandi áhrif hinna ýmsu þátta komi i Ijós. Þetta er vert að hafa I huga Frumvarpið kann að taka breyt- ingum I meðförum Alþingis, enda lagt fram með þeim hætti að það er gjör- legt. Ég vil að lokum leggja áherzlu á megintilgang þess, að leiðrétta mis- fellur gildandi skattalaga sem sætt hafa mikilli gagnrýni i þjóðfélaginu, og að þyngja verulega refsingar við hvers konar skattlagabrotum, sem koma til með að verka fyrirbyggjandi gegn skattsvikum I framtíðinni MIHnGI Tillaga til þingsályktunar: Gagnkvæmar veidiheimildir — Samkomulagið við Færeyinga Lúðvík um skattafrumvarpið: Lagt saman, deilt og lagt saman aftur Göngulag frumvarpsins með ólíkindum Frumvarp til laga um tekju- skatt og eignaskatt, nýja skattafrumvarpið, kom til 1. umræðu í neðri deild Alþingis í gær. Matthías Á. Mathiesen, fjármálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu, og verður ræða hans birt i heild i blaðinu i dag og á morgun. Hér á eftir verður efnislega rakin þingræða Lúð- víks Jósepssonar (Abl) um frumvarpið — og þingræða Tómasar Árnasonar (F) á öðrum stað á þingsíðu. — Umræðu var frestað og verða framhalds- umræður raktar hér í blaðinu þegar þær fara fram, þann veg, að sjónarmið allra þingflokka komi fram. Sami tekjuskattsstofn til skatts og útsvars Lúðvlk Jósepsson (Abl) sagði m.a að fyrsta grundvallarbreylingin i skatt- kerfinu, sem frumvarpið ætti að tryggja, væri að sami tekjuskattsstofn væri lagður til grundvallar víð álagn- ingu skatts og útsvars Þetta skref væri þó ekki stigið til fulls, enda talað um „svipað form" í greinargerð. Frumvarp- ið gerir því ekki i raun ráð fyrir einum og sama grundvallartekjustofni Þá taldi Lúðvik á skorta, að skýrt væri greint, hvað teljast skyldi tekjur og hvað ekki, við álagningu Hann lagði áherzlu á að ýmsar tekjur, svo sem ellilifeyrir og skyldar tekjur. ættu að vera utan tekjuskattsstofns. Hins vegar teldi hann rangt að arður af hlutabréf- um lenti utan stofnsins, eins og frum- varpið gerði ráð fyrir Hjónasköttunarákvæði hlægileg Lúðvik sagði að hjónasköttunar- ákvæði frumvarpsins væru hlægileg, og væri þá heldur vægt til orða tekið. Þau stefndu ekki að sérsköttun í þeirri merkingu, sem kröfur væru gerðar um, þ e. sérsköttun hjóna eftir vinnutekjum hvors um sig Nú ætti að leggja tekjur hjóna saman, deila síðan í með tveim- ur, reikna út skattinn á hvort um sig, leggja síðan skattana saman og senda út á einum reikningi, eins og verið hefði. Hann sagði svonefnda 50% reglu (helmingsfrádrátt af tekjum giftar úti- vinnandi konu) eiga langa hefð í skatt- kerfi okkar. Hún kynni að vera ranglát í mörgum tilfellum En vafasamt væri að hlaupa frá þessari hefð í einu stökki. Æskilegra væri að gera það í áföngum á lengri aðlögunartíma Rétt væri að ýmsa núgildandi frá- dráttarliði mætti niður fella eða breyta í almennan skattafslátt. Hins vegar væri rangt að fella niður frádrátt varðandi sjúkra-og slysadagpeninga, hjúskapar- stofnun og björgunarlaun, svo dæmi væru nefnd Nú ættu allir aðfá pínulít- inn húskaparafslátt, hvort sem þeir væru í húskap eða utan hans, pínulít- inn björgunarlaunaafslátt, þótt hvergi kæmu nærri björgunarstörfum, og deila sjúkra- og slysafrádræti með öðr- um, þó heilir væru. Setja mætti skorður við misnotkun vaxtafrádráttar með ýmsum öðrum hætti en þeim, að skattþegar fengju allir jafnan vaxtafrádrátt, að vissu marki, hvort sem þeir greiddu vexti eða ekki Athuga þyrfti, hvort ekki mætti mæta vanda ungra húsbyggjenda með öðrum hætti en vaxtafrádrætti, sem kæmi þó að hliðstæðum notum Við haldsfrádráttur Lúðvik sagði að gildandi reglur um viðhaldsfrádrátt húsnæðis væru vissu- lega misnotaðar. Hins vegar væru ákvæðí frumvarpsins um þetta efni mjög óaðgengileg Hyggilegra hefði verið að fella niður með öllu á skatt- framtali tekjur af eigin húsaleigu og viðhaldsfrádrátt. eða setja strangari skorður við misnotkun sllks frádráttar. Þá taldi Lúðvík svokallaðan sjó- mannafrádrátt réttlætanlegan, vegna sérstöðu sjómanna við tekjuöflun, fjar- veru frá heimilum og aukakostnaðar af þeim sökum, og óráðlegt að hrófla við honum Lúðvfk Jósepsson Skattameðferð einstaklinga I atvinnurekstri Rétt væri að skilja á milli persónu- tekna einstaklinga i atvinnurekstri og rekstrarafkomu fyrirtækjanna sjálfra eða atvinnurekstrarins. Hér væri þó ýmislegs að gæta. Erfitt væri að áætla tekjur i smærri atvinnurekstri. t d 4 mánaða trilluútgerð í frumvarpinu væri rikisskattstjóra ætlað „að setja árlega skattstjórum viðmiðunarreglur" um slika tekjuákvörðun Hér væri mik- ið vald sett i hendi eins manns og erfitt að átta sig á, hver framkvæmd laganna yrði að þessu leyti. sem þingmenn þyrftu þó að glöggva sig á, áður en frumvarpið væri afgreitt Fyrningarreglur og skattlagn- ing sölugróða Hér væri komið að flóknu og erfiðu viðfangsefni Það væri hægara ort en gjört að setja réttlátar reglur um þetta efni. Gildandi reglur væru að visu á ýmsan hátt fráleitar En frumvarpið bætti þar litið úr. Sem dæmi mætti nefna að skip, sem kostaði 500 m.kr., mætti afskrifa um 30% á fyrsta ári og um 30% af því sem þá væri eftir á næsta ári, eða um rúm 50% á 2 árum Þannig færu afskrifirnar einar, i vissum tilfellum, fram úr brúttótekjum af út- gerðinni Siðan mætti selja skipið með verðbólgugróða. þegar afskrifað væri reikningslega, og draga frá kaupverði nýs skips, áður en afskriftir þess hæf- ust Öðru máli gegndi t d um rekstur eins og sildarbræðslur, sem væru yfir- leitt ekki seljanlegar og yrðu að skila hagnaði gegnum reksturinn einan. Þar mættu afskriftir vera allnokkrar. Skattlagning söluhagnaðar væri og flókið mál Söluhagnaður af lóð, sem utanaðkomandi aðstæður gera skyndi- lega verðmæta án tilstillis eiganda, væri sjálfsagður Söluhagnaður, sem hins vegar væri aðeins á pappir settur, væri annarrar tegundar. Vafasamt væri að skattleggja þá verðþróun, sem ætti sér stað I heiminum. Skattastefna Loks ræddi Lúðvik um mörkun ákveðinnar skattastefnu, sem ekki væri til að dreifa í þessu frumvarpi. Hann minnstist á ýmsar breytingar, sem átt hefðu sér stað í skattkerfinu Þannig hefðu tollar lækkað úr 38% heildar rikistekna 1970 i 20% nú, aðallega vegna EFTA-aðildar Beinir skattar hefðu verið 26—27% 1971,enværu nú komnir niður í 16.7%. Erum við á leið út úr tekjusköttun, spurði þing- maðurinn. Hann taldi rangt að afnema beina skatta með öllu Þeir þyrftu þvert á móti að hækka i hlutfalli af heildar- tekjum ríkisins, og sú hækkun þyrfti að koma fram ( tekjusköttun á atvinnu- rekstur, sem nú komist hjá eðlilegum skattgreiðslum. Þá spurði þingmaðurinn fjármálaráð- herra: Er rikisstjórnin einhuga um framlagt skattafrumvarp- eða eru skipt- ar skoðanir milli ráðherra um efni þess? Standa þingflokkar stjórnarinnar einhuga að þessu frumvarpi, eða eru þeir klofnir I afstöðu sinni? Eða er jafnvel sjálfur fjármálaráðherrann ekki efnislega samþykkur stöku atriðum frumvarpsins? Einhvern veginn finnst mér göngulag þessa frumvarps með óllkindum, sagði þingmaðurinn að lok- um, og eðlilegt, að fram komi, hvort stjórnarliðið gengur undir þvi eða ekki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.