Morgunblaðið - 08.02.1977, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 08.02.1977, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977 31 — Elizabet II Framhald af bls. 20 og þá staðreynd. að rlkið er ekki lengur það heimsveldi. sem það áður var, þá er brezka krúnan vissu- lega tákn stöðugleika bæði heima fyrir og út á við. og eiga persónuleg- ar vinsældir drottningar og virðing sú sem hún nýtur sinn þátt I þvi. Nýlega sagði fréttaskýrandi einn: ,.Sá tími kann að koma, að krúnan verður einasta táknið sem við höfum um einingu þjóðarinnar", og átti hann þar við þær blikur. sem nú eru i lofti varðandi sjálfsstjórn Skotlands og Wales. [ samveldislöndum Bretlands hafa valdamenn jafnan haft tilhneigingu til að taka sér til fyrirmyndar siði og hefðir Breta, og verður þess enn vart i rikum mæli, enda þótt mörg þeirra hafi sagt skilið við krúnuna og önn- ur stefni að þvi. — Áta Framhald af bls. 48 samkvæmt þeim upplýsingum, sem þau hafa gefið, geta selt samtals um 11.500 lestir af loðnu til Japans í vetur. Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna hefur samið um sölu á 6500 lestum, Sjávarafurðadeild Sambandsins um sölu á 2000 lestum og íslenzka umboðssal- an segist geta selt allt að 3000 lestir. Nokkur frystihús hafa þegar auglýst eftir fólki við loðnu- vinnslu í vetur, en þegar fryst- ing hefst almennt mun hún veita mikla vinnu við flokkun og frágang loðnunnar. Morg- unblaðið fékk það einnig upp- lýst í gærkvöldi, að mikil áta væri nú í loðnunni og frysti- húsaeigendur væru þvf ekki alveg jafn bjartsýnir á fryst- ingu á næstu vikum og þeir voru fyrir nokkrum dögum, þar sem ekki er hægt að frysta loðnuna á meðan mikil áta er í henni. — Skatta- frumvarp Framhald af bls. 48 sama starf. Ráðherra sagði að það færi mikið eftir þvf, hvernig til tekst um fram- kvæmdina, hvort þessi aðferð mundi gefa góða raun. Þá sagði fjármálaráðherra, að frumvarpið hefði að geyma ákvæði um veigamiklar breyt- ingar á reglum um fyrningar og söluhagnað. 1 ræðu sinni fjallaði Matthfas Á. Mathiesen um þær hugmyndir, sem fram hafa komið um niðurfellingu tekjuskatts og kvaðst telja hana óraunhæfa. Hann benti, á að tekjuskattur legðist ekki á fólk með lægstu tekjur en færi hins vegar stighækkandi eftir þvf sem tekjur verða hærri. Hins vegar væru aðrir skattar mun þungbærari hlutfallslega fyrir láglaunafólk en hátekju- fólk, og nefndi hann f þvf sam- bandi tolla, vörugjald og sölu- skatt af ýmiss konar heimilis- tækjiffn, sem nú væru til á flestum heimilum. Fyrri hluti ræðu Matthfasar Á. Mathiesen er birtur í heild á bls. 18—19 en sfðari hluti ræðu ráðherrans verður birtur á morgun. — Tugmilljóna Framhald af bls. 48 var af lögreglunni sagður gjör- ónýtur eftir brunann. í húsinu var einnig eins og áður segir bílaverkstæði og munu menn hafa verið að vinna við hóp- ferðabílinn, er eldurinn kom upp. Billinn er f eigu Kristjáns einnig, svo og varahlutaverzlunin, sem einnig var I húsinu. Verzlaði Kristján þar með alla almenna varahluti f bíla. Hópverðabíllinn mun hafa ver- ið tryggður, samkvæmt upplýs- ingum sem Mbl. fékk í gærkveldi. Einnig voru varahlutabirgðirnar tryggðar að einhverju leyti. — Smásíld Framhald af bls. 48 tveimur innfjörðum í ísafjarð- ardjúpi vegna smásíldar, en talsvert virtist af smásíld eins og tveggja ára gamalli, sem væri að alast upp inni á fjörð- um meðal annars. Þessi sfld verður ekki veiðanleg fyrr en í fyrsta lagi fjögurra ára, en bann er nú við síldveiðum og eru stærðartakmörk 27 sm og minni. Sú sildveiði, sem heim- iluð hefur verið hér vð land, er á haustin og hefur þá aðeins verið um fituríka stórsíld að ræða við Suðausturland. Talsvert er nú sfðan síldveið- ar voru stundaðar á Eyjafirði. Hefur skortur verið á hráefni til niðurlagningar og hefur K. Jónsson á Akureyri orðið að flytja inn brisling frá útlönd- um til þess að leggja niður. — Skaftárhlaup Framhald af bls. 48 landið, en slfkt ástand skapaðist i sfðasta hlaupi árinnar og varð þá talsvert jarðrask þar og girðingar skemmdust. Nú er mikil íshella á Kúðafljóti. Rúm tvö ár eru frá sfðasta Skaftárhlaupi, sem varð um ára- mótin 1974 og 1975. Er óvenju- langt nú milli hlaupa, en frá ár- inu 1955, er Skaftárhlaup hófst eftir undarlega langt hlé í nokkra áratugi hafa komið 11 hlaup í ána og er þetta hið 12. I síðasta hlaupi varð vatnsmagnið rúmir 1.000 teningsmetrar á sekúndu. I hlaup- inu 1955 kom í ljós allmikið ketil- sig norðvestur af Grfmsvötnum í Vatnajökli, en þar sagði Sigurjón að væri jarðhiti. Skaftárhlaup eru því komin langt undan jökli. í hlaupunum kemur fram þykk leðja frá hverasvæðinu. Einhvers konar gos virðast verða á þessu jarðhitasvæði með eins til tveggja ára millibili og þar er stöðug jarðvirkni. Til eru mikl- ar sagnir um Skaftárhlaup hér fyrr á árum, en allan fyrri hluta þessarar aldar lágu hlaupin niðri. Fyrir 1955 var jökullinn alveg sléttur, en í háaustur frá þessum stað i jöklinum eru miklir katlar og bollar og tæmast þeir f Gríms vötn. Þessi ketill er allmiklu vest- ar og nær vatnið ekki að renna í Grfmsvörn. Eins og áður sagði var búizt við því að hlaupið kæmist f hámark í dag. — Aðgerðir Framhald af bls. 48 milli yðar og ráðuneytisins um þetta mál fer ráðuneytið þess á' leit, að þér gerið stutta greinar- gerð í samvinnu við skattrann- sóknarstjóra, þar sem dregin er saman sú vitneskja, sem fyrir liggur um þetta efni og hugmynd- ir settar fram um viðbrögð af hálfu embættis yðar eða ráðu- neytisins, ef ástæða þykir til. 1 framhaldi af greinargerðinni vill ráðuneytið síðan stofna til funda með yður, þar sem rætt verði á breiðum grundvelli um aðgerðir, sem stuðli að virkari framkvæmd skattalaga." — Handtökumálið Framhald af bls. 2 huldumeyjarnar úr Vogunum f þeim hópi. Steingrímur Gautur Kristjánsson, héraðsdómari í Hafnarfirði, annast rannsókn handtökumálsins, og hann hef- ur einnig á sinni könnu rann- sókn á ávisanamáli Hauks Guðmundssonar. Að sögn Steingríms, fékk hann skjöl þess máls ekki í hendur fyrr en á föstudaginn og kvaðst hann aðeins hafa kynnt sér skjölin lauslega enn sem komið væri. — Einíöldun skattakerfís Framhald af bls. 19 stefndi í svipaða átt. Ekkert þessara frumvarpa náði fram að ganga. Hér má skjóta inn, að í lögum nr. 6/1935 um tekjuskatt og eignarskatt (sfðustu málsgr. 10. gr.) var sett heimild til frádráttar frá tekjum vegna heimilisstjórnar. Er þetta nánar útfært í reglugerð nr. 133/1936 (17 gr. 7. tölul. b.). En þar segir, að frádráttar njóti kvæntir menn, sem hafa haft ráðskonu vegna þess að eiginkonan hefir haft at- vinnu utan heimilis. Þessi frádráttur mátti þó ekki nema meiru en lögleyfður persónufrádráttur vegna eiginkonu, og heldur ekki vera hærri en tekjur eiginkonu utan heimilis. Með lögum nr. 41/1954 (7. gr. 4. tölul. j.) er lagaákvæð- um varðandi þetta efni breytt á þessa leið: „Nú vinnur gift kona, sem er samvistum við mann sinn, fyrir skattskyldum tekjum, en keypt er í staðinn heimilis- aðstoð, og er þá heimilt að draga frá tekjum hjónanna, áður en skattur er á þær lagður, fjárhæð, er nemur persónufrádrætti konunnar samkvæmt 12. gr. og V4 af persónufrádrætti barna og annarra ómaga, sem hjónin hafa á framfæri á heimili sínu. Frádrátturinn í heild má þó aldrei vera meiri en nemur % af því sem konan vinnur inn, og heldur ekki meiri en greitt hefur verið fyrir keypta heimilisaðstoð. Til keyptrar heimilisaðstoðar telst kaup og hlunnindi þjónustufólks á heimilum og greiðslur fyrir börn á dagheimilum.” Auk þessarar breytingar á frádrætti vegna útivinnandi eiginkonu samkvæmt lögum nr. 41/1954 var jafnframt í sömu lögum reynt að leysa þetta vandamál með þvi að innleiða sérstakan skattstiga fyrir hjón þar sem þrepin voru stærri en í skattstiganum fyrir einstaklinga. Ekki leysti þetta hjónasköttunarvandamálið. Árið 1956 flutti Alfreð Gíslason tillögu um að heimiluð yrði sérsköttun launatekna giftra kvenna. Það frumvarp náði ekki fram að ganga. Á sama þingi var enn flutt fram frumvarp um helmingaskiptaregluna. Voru flutningsmenn Ragnhildur Helgadóttiro.fl. Ekki náði það fram að ganga heldur og á sömu lund fór með frumvarp sama efnis, er sömu þing- menn fluttu árið 1957. Þá var einnig á þingi 1973 flutt af tveim þingmönnum Sjálfstæðisflokksins frumvarp, sem gekk í sömu átt en það náði ekki fram að ganga. Árið 1957 flutti meiri hluti fjárhagsnefndar neðri deildar tillögu um breytingu á stjórnarfrumvarpi því er þá var til meðferðar i þinginu, varðandi tekjuskatt og eignarskatt. Var þessi breytingartillaga flutt að tilmælum ríkisstjórn- arinnar, og var unnin af nefnd sem til þessa hafði verið skipuð. 1 þessari tillögu fólst núgildandi regla um heimild til að draga helming launatekna eiginkonu frá tekjum áður en skattur var reiknaður svo og heimiid til sérsköttunar á launatekjum eiginkonu væri þess óskað. Hlaut þessi tillaga samþykki þingsins og var birt sem lög nr. 36/1958. Um leið var felld niður sú takmarkaða heimild sem verið hafði í lögum til þess að draga frá tekjum eiginkonu kostnað sem af útivinnunni leiddi, og áður er frá greint. Má segja að hér hafi skattlagning hjóna í megindráttum verið komin í það horf, sem siðan hefur haldist óbreytt. Þær aðferðir, sem til greina koma við skattlagningu á tekjum hjóna eru allmargar en í grófum dráttum má kannski segja, að fjórar séu hinar helstu þeirra. Má þar fyrst nefna algera sérsköttun, sem felst í því að tekjur hvors hjóna eru skattlagðar sem um einstakling væri að ræða og ekkert tillit tekið til þess að viðkomandi aðilar eru í hjúskap. Þessi regla er að mögu leyti skýr og einföld en hún hefur þann galla að afli aðeins annað hjóna tekna eru þær skattlagðar eins og um einstakling væri að ræða og ekkert tillit tekið til þess að meiri framfærslubyrði hvilir á þessum tekjum en samsvarandi tekjum ein- staklings. Annar kosturinn er sá að halda sérsköttuninni að mestu leyti en taka þó tillit til hjúskaparins með því að hafa mismunandi skattstiga og heimila yfirfærslu á þeim ónýtta persónuafslætti sem annað hjóna getur ekki nýtt sér sökum lágra tekna yfir á tekjur hins hjónanna. Að þessu leyti yrði tekið tillit til aukinnar framfærslubyrði hjónanna miðað við einstaklinga. Þriðji meginkosturinn er að fara þá leið sem frumvarp- ið gerir ráð fyrir, þ.e.a.s. að skipta tekjum hjóna til helminga. Má segja að í þessari aðferð felist að gengið sé skrefi lengra heldur en í síðast nefndu reglunni, þar sem þessi regla felur ekki einungis í sér að persónuafsláttur- inn nýtist hjá báðum hjónum heldur nýtist neðra skatt- þrepið einnig hjá báðum, enda þótt aðeins annað afli teknanna. Þessi aðferð hefur þvi þann kost umfram þá síðastnefndu að vera enn hlutlausari en hún gagnvart því hvort hjónanna vinnur fyrir tekjunum. Samkvæmt helmingaskiptareglunni skiptir engu máli hvernig tekju- öflun heimilisins skiptist milli hjónanna. Fjórða meginreglan er svo sú samsköttun, sem tiðkast hefur hingað til. Hér hefur að vísu verið sett fram mjög einfölduð mynd af möguleikum i hjónasköttun því að ótal afbrigði eru hugsanleg af hverjum þeirra kosta sem nefndir hafa verið hér að framan. Helmingaskiptareglan sem frumvarpið gerir ráð fyrir, hefur verið notuð bæði í V-Þýskalandi og Bandaríkjunum um alllangt skeið og þótt gefa góða raun í þeim löndum. Gert er ráð fyrir í frumvarpinu að hjón telji sameiginlega fram allar tekjur sínar og eignir á svipaðan hátt og verið hefur. Frá þessum sameiginlegu tekjum sé síðan dreginn frá sá frádráttur sem frumvarpið heimilar. Mismunur af þess- um tölum, svonefndur tekjuskattstofn, er síðan tekinn og honum skipt upp til jafns í tvo helminga og skattur hjóna reiknaður af hvorum helmingi fyrir sig. Vinni hjónin sameiginlega meira en 12 mánuði á ári utan heimilisins fá þau siðan tvenns konar afslætti frá skatti vegna þess aukakostnaðar sem af slíkri útivinnu leiðir. Er annars vegar svonefndur heimilisafsláttur sem hjónum hlotnast án tillits til þess hvort þau hafa börn á framfæri sínu eða ekki. Hins vegar er svonefndur barnabótaauki sem einungis veitist þeim hjónum, sem hafa börn á framfæri sínu. Gengur hann til skuldajöfnuðar öðrum opinberum gjöldum, en greiðist út ef eitthvað er þá eftir á sama hátt og barnabætur gera samkvæmt gildandi lögum. Þegar skattur hefur þannig verið reiknaður út sitt í hvoru lagi, fyrir hvort hjóna um sig, er hann sameinaður og birtur í einu lagi eftir nánari ákvæðum ríkisskattstjóra og inn- heimtur á svipaðan hátt og verið hefur, þannig að hjón bera ábyrgð á sköttum hvors annars á sama hátt og hingað til hefur gilt. Frumvarpið gerir ekki mun á gjaldendum eftir kyn- ferði gagnstætt þvl sem gildandi lög gera. Hugtökin karl eða kona koma ekki fyrir í frumvarpinu heldur er einungis rætt um einstaklinga eða hjón og skiptir sam- kvæmt frumvarpinu engu máli hvort hjónanna aflar teknanna. Það hagræði sem hjón hafa af þeim breyting- um, sem í frumvarpinu felast, er að mestu leyti óháð því hversu tekjuhá þau eru, gagnstætt 50% frádráttar- heimildinni f gildandi lögum, sem kemur konum þeim mun betur því hærri tekjur sem þær hafa. Áhrif frum- varpsins verða þau, að skattar hjá þeim hjónum, þar sem konan hefur ekki unnið utan heimilis, lækka nokkuð. Hins vegar munu skattar þeirra hjóna, þar sem konan vinnur fyrir tiltölulega háum launatekjum, breytast til hækkunar. Ef við tökum dæmi af hjónum sem eiga tvö börn, þar sem bæði vinna úti allan daginn, þá munu skattar þeirra standa f stað, ef konan hefur um 1150 þús. kr. í laun. Hafi konan hærri laun munu skattarnir hækka heldur en á hinn bóginn hreyfast heldur niður á við ef hún hefur lægri laun. Þessu til skýringar vil ég nefna nokkur dæmi. Meðallaun iðnverkakvenna sem unnu allan daginn voru i fyrra 875 þús. kr. Ef við hugsum okkur að þessi kona hafi verið gift verkamanni í fiskiðnaði en meðaltekjur þeirra voru á sama ári 1.100 þús„ þannig að heildartekjur heimilisins voru tæplega tvær milljónir, þá mun hagur þessara hjóna við frumvarpið batna um 47.600 kr„ það er að segja 47.000 kr. munu til viðbótar frá þvi sem nú er verða borgaðar upp I útsvör þessara hjóna þannig að heildargreiðslan verður 99.200 kr. upp í útsvar. Ef við tökum hins vegar það dæmi, að bæði hjónin vinni við fiskvinnslustörf, og hafi hvort um sig 1,1 milljón kr. í tekjur af þeim störfum sem eru meðallaun í þeirri grein, þannig að heildartekjur heimilisins verði 2,2 millj. þá hækkar sú upphæð sem ríkissjóður greiðir upp I útsvar þessara hjóna um 7.200 kr. eða úr 5000 kr. í 12.200 kr. Ef tekjur konunnar fara hins vegar yfir 1150 þús,.kr, markið þá fer breytingin að verða þeim hjónunum heldur óhagstæð. Ef við tökum dæmi um hjúkrunarkonu sem hafði meðallaun þeirra kvenna sem unnu allt árið I fyrra eða um 1.415.000 kr. og látum hana vera gifta grunnskóla- kennara sem hafði 1.470.000 kr. I laun, sem sömuleiðis er nærri meðallagi þeirrar stéttar þá eykst skattbyrði þessara hjóna úr 193.400 í 250.700 kr. eða um 57.300 kr. og ef við látum bæði hjónin vera löglærða fulltrúa í þjónustu ríkisins sem vinna fulla dagvinnu og þar að auki tvo yfirvinnutíma á dag þannig að heildarárslaun hvors um sig verði 1.620.000 kr. þá eykst skattbyrði þeirra hjóna úr 291.500 I 386.900 eða um 95.400 kr. Hér hef ég tekið nokkur dæmi til samanburðar á skattlagningu samkvæmt gildandi lögum og frum- varpinu. í þeim öllum hafa bæði hjónin unnið úti. Eins og sést á þessum dæmum þá er frumvarpið hagstætt þeim konum sem unnið hafa úti fyrir minna en 1150 þús. kr. en hins vegar óhagstætt hjá þeim þar sem konan vinnur fyrir meiri tekjum. Hins vegar verður að hafa I huga að það sem við miðum við eru reglur gildandi laga um skattlagningu hjóna, og þvi verður ekki neitað að þær eru ákaflega ósanngjarnar og eru þær konur sem til sfn hafa látið heyra þessu sammála. Við getum tekið dæmi þar sem heildartekjur heimilisins eru 3 mkr. Ef eiginmaður- inn vinnur fyrir þeim öllum borga þessi hjón samkvæmt gildandi lögum 415.600 kr. I skatt. Ef eiginmaðurinn vinnur fyrir 2 m.kr. en konan fyrir 1 mkr. greiða hjónin 213.600 kr. I skatt. Vinni konan hins vegar fyrir öllum tekjunum þá greiðir ríkissjóður upp I útsvar þessara hjóna 121.900 kr. með barnabótum. Af þessu sést að það munar hvorki meira né minna en 536.000 kr. á skatt- greiðslu þessara hjóna eftir því hvernig þau skipta með sér verkum utan heimilisins. Það eru breytingar frá þessum sköttum sem við erum aó miöa við. Sannleikur- inn er sá, að 50% frádráttarregla á launum eiginkvenna hefur löngu gengið sér til húðar. í henni felst að skatta- legt hagræði vex I réttu hlutfalli við auknar tekjur en helst ekki á neinn hátt I hendur við þann kostnað sem leiðir af öflun teknanna. Frá þessu kerfi er horfið með frumvarpinu og það er einmitt þess vpgna sem giftar konur með tekjur yfir 1150 þús, kr. fá skattahækkun samanborió við gildandi skattalög, en 10—15% giftra kvenna sem vinna utan heimilis höfðu á sfðast liðnu ári hærri tekjur en nam 1150 þús. kr. Breytingin mun þvi einungis verða tiltölulega fáum hjónum óhagstæð, en mun kosta ríkissjóð um 1.000 m. kr. og koma öðrum hjónum til góða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.