Morgunblaðið - 08.02.1977, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.02.1977, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977 storma • VEÐURGLÖGGIR lesendur Slagbrands hafa væntanlega tekið eftir þvi, að um nokkurt skeið hefur verið ríkjandi lognmolla i islenzka poppheiminum, lítið að gerast, litlar hræringar. Þessi veð- rátta hefur staðiðfrá þvi um jól og hefur m.a. fyllt Slagbrand sjálfan sliku sleni, að hann hefur ekki komið sér til neinna verka En þetta er aðeins logn á milli storma. Stórviðrið sem geisaði síðustu vikurnar fyrir jól og feykti tugum hljómplatna á markað hef- ur nú lægt, en ekki er alltaf logn á þvi góða landi, íslandi, og fyrr en síðar fer vindurinn að blása á ný. Með óðrum orðum plöturnar fara að birtast á markaðnum á ný. Slagbrandur hefur fregnað af ýmsum plötum, sem annaðhvort eru komnaraf upptökustiginu og þá væntanlegar á markað innan tiðar eða eru enn á upptókustiginu eða ókomnar á það. Skulu hér nefndar þessar plötur: 0 BRIMKLÓ er langt komin með hljóðritun nýrrar plötu. 0 ÓLAFUR ÞÓRÐARSON. fyrr um Rió-liði, er sömuleiðis kominn langt með hljóðritun plötu. • OLGA GUÐRUN er að hljóðrita plötu þessa dagana. • VILHJÁLMUR VILHJÁLMS SON er að hefja vinnu við nýja plötu. 0 CELCIUS hljóðritaði nokkuð af efni og flutti i Rokkveitu rikisins á dogunum og mun hafa í hyggju að nota þessar hljóðritanir að ein- hverju leyti á plötu. • RÚNAR JÚLÍUSSON er kom- inn af stað með nýja plötu. 0 RANDVER er að leggja loka hónd á plötu. 0 MANNAKORN eru komin tals vert á veg með aðra plótuna sina 0 VIGNIR BERGMANN hljóðrit aði plötu á sfðasta ári en beið með útgáfu hennar þar til á þessu ári. 0 BJORGVIN GÍSLASON hóf á síðasta ári hljóðritun plötu. en fór sér aðengu óðslega Platan ætti þó að geta komið út á þessu ári. 0 BERGÞÓRA ÁRNADÓTTIR hljóðritaði lög sin á siðasta ári við undirleik Celciusar. Til stendur að vinna eitthvað af þessu efni aftur og er útgáfa þvi óákveðin Og sjálfsagt eru ýmsir aðilar að undirbúa upptökurog útfáfu enda þykir vorið hagstæður timi að mörgu leyti til plötuútgáfu. Og ekki má gleyma Gunnari Þórðar- syni sem nú dvelst i Bandarikjun- um og endurbætir plötuna sina áður en hún verður send á Banda rikjamarkað. 0 BRIMKLÓ AFTUR Á FERÐ Hljómsveitin Brimkló átti eina af vinsælustu plötum siðasta árs, „Rock'n roll, öll min beztu ár", sem Geimsteinn gaf út. Hljóm- sveitin hefur verið i stúdióinu að undanförnu og er langt komið með nýja stóra plötu sem FACO mun gefa út. Nýtur Brimkló starfs- launa f rá fyrirtækinu á meðan upptaka stendur yfir, en slikur samningur var fyrst gerður milli Þokkabótar og Máls og menningar á sfðasta ári og reyndist vel. Meira er af frumsömdu efni á nýju plöt- unni en þeirri gömlu, en einnig hefur Brimkló leitað aftur i tfmann og tekur m.a. til flutnings lag frá þvi um siðustu aldamót. Jónas R. Jónsson, gamall liðsmaður Brim- klóar, er upptökumaður, en þeir Sigurjón Sighvatsson, Ragnar Sigurjónsson, Hannes Jón Hann- esson, Björgvín Halldórsson og Arnar Sigurbjornsson skipa Brim- kló á plötunni. Platan er liklega væntanleg á markað f maibyrjun. 0 RANDVER FÆRIR SIG YFIR HAFIÐ Söngflokkurinn Randverer þessa dagana að leggja lokahönd á nýja plötu sem fyrirtækið Stein- ar hf. mun gefa út. í samtali við Slagbrand sagðí Jón Jónasson, einn Randversmanna, aðá þessari plotu færði Randver sig yfir hafið og flytti einkum bandariska tón- list, en áður var uppistaðan af irskum uppruna. Textar eru allir nema einn eftir liðsmenn Rand- vers. Fleiri hljóðfæri eru notuð á þessari plötu en þeirri fyrri og nú eru trommur i hverju lagi. Liðs- menn Randvers eru þeir sömu og á fyrri plötunni. nema hvaðfækk- 0 EF MIÐA á aldur hljóm- sveita við þann dag, er þær kortiu fyrst fram opinberlega, þá er hljómsveitin GOBRA án efa ein sú yngsta á markaðnum f dag. Hún er tfu daga gömul, lék f fyrsta skipti opinbcrlega f Klúbbnum á fimmtudagskvöldi f janúarlok. En áður var hljóm- sveitin auðvitað búin að æfa um skeið og undirbúa innrás- ina á markaðinn. Liðsmenn COBRA eru þess- ir: Rafn Sigurbjörnsson söngvari, Geir Gunnarsson söngvari, Björn Thoroddsen gftarleikari, Ágúst Birgisson bassaleikari, Einar Jónsson gft- arleikari og Eyjólfur Jónsson trommleikari. Þeir Einar og Eyjólfur eru bræður og hafa hingað til ekki leikið mikið opinberlega, en hinir hafa allir leikið f öðrum hljómsveitum áður, þeir Geir og Björn í Lauf- inu, Ágúst m.a. f Námfúsu Fjólu og Sölskini og Rafn Sigurbjörnsson f Gaddavfr. Þeir félagar eru á aldrinum 18—22 ára. Þá er ótalinn eins konar framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar I baráttunni við að vinna henni sess á mark- aðnum, Ágúst Heiðar. að hefur um einn. Platan kemur liklega á markað eftir nokkrar vik- ur. 0 MANNAKORN AFTUR Á KREIKI Hljómsveitin Mannakorn átti eina af vinsælustu plötunum á siðasta ári og þótti þvi tilvalið að gera aðra plotu. þar sem lög og textar Magnúsar Eiríkssonar eru uppistaðan eins og fyrri daginn. Flytjendur eru þeir sömu og fyrr, Magnús Baldur Arngrímsson, Pálmi Gunnarsson og Björn Björnsson. auk þess sem þeir Karl Sighvatsson og Magnús Kjartans- son hafa komið nokkuð við sögu, að sögn Baldurs i samtali við Slag- brand. Það er Fálkinn sem gef ur þessa plötu út eins og þá fyrri. Baldur kvaðst eiga erfitt meðað lýsa tónlistinni, sem þeir spiluðu á þessari plötu, tóiilist væri bara til að hlusta á. en hann sagðist eiga að skila þvi til Slagbrands frá félögum sinum i Mannakorni, að þetta yrði góð plata. Og með þessu sláum við botn- inn i þessi skrif. Tónlistin sem COBRA flytur er af ýmsum gerðum, funk, soul, rokk og frumsamið efni. í samtali við Slagbrand sagði Rafn Sigurbjörnsson, að sér- staða hljómsveitarinnar fælist m.a. f þvf að hafa tvo aðalsöngv- ara, sem gætu svo gripið f aðra hluti f framtfðinni, til dæmis á ásláttarhljóðfæri. Rafn hefur staðið utan við hljómsveitalffið f ein f jögur ár, frá þvf að hann hætti f Gaddavfr, en hefur þó leikið á hljóðfæri heima hjá sér, samið lög og spilað inn á segulband og haldið þessu við. „Maður er alltaf með bakter- funa,“ sagði hann, „hún fer aldrei úr manni.“ Og svo er bara að vona, að mönnum gefist færi á að hlusta á þessa nýju hljómsveit á næst- unni. Hún á að koma fram á jasskvöldi f Glæsibæ á mánu- dagskvöldið og hyggst sfðan fara að leika á böllum eins og unnt er, en að sögn Rafns er það erfiður róður að fá starf núna, fá hús eru opin og hafa ekki úr miklu að moða. „En þetta á ekki að vera nein brennivfnshljómsveit," sagði hann að lokum. Mapos Þór Sipnndsson: MAGNUS Þór Sigmundsson hefur það að atvinnu að semja lög Hann er á launum hjá einu þekktasta tónlistarforlagi Bretlands, Chappells, og hyggst fyrir- tækið reyna að koma lögum hans á plötur hjá öðrum listamonnum Magr.ús Þór hefur einnig hljóðritað mörg laga sinna sjálfur og á síðasta ári komu út hér á landi tvær stórar plötur, þar sem hann flutti eigin lög. Fyrri platan, „Happiness is just a ride away". var eins konar prufuplata Með einn hljóðfæraleikara sér til aðstoðar tók Magnús Þór hana upp í litlu stúdíói. sem yfirleitt tekur ekki upp plotur, heldur kynningar hljóðritanir og aðra einfalda hluti Þrátt fyrir þetta var platan að morgu leyti áheyrileg og lög Magnúsar sum hver prýðisgóð. En maður tók ekki almennilega mark á þeirri plotu og beið eftir að heyra almennilegar upptökur með fjölbreyttari útsetningum og fleiri hljóðfæraleikurum. Still Photographs Nýja platan, „Still Photographs", sem kom á mark að rétt fyrir jól, er „alvöru" plata að þessu leyti Hljóðritun er eins og bezt verður á kosið og Magnús Þór hafði ýmsa hljóðfæraleikara séf til aðstoðar við flutning tónlistarinnar Og vissulega nýtur tónlist Magnúsar sín miklu betur. Oll tæknivinna plotunnar er einkar góð og hljóðfæraleikur allur með ágætum. En samt finnst mér eitthvað skorta á, að platan sé eins góð og ég hafði vonað. Lög Magnúsar eru góð og nokkur mjög góð. Magnús syngur vel og á köflum af slíkri innlifun, að manni finnst hann syngja textann beint frá hjartanu En eitthvað vatnar, því að platan hefur ekki það seiðmagn að draga mann að fóninum til að spila hana aftur og aftur. Kannski er heildarsvipur plötunnar of einhliða, lögin flest of keimlík. Kannski er flutningurinn of dempaður, ekki nægur kraftur i honum Kannski er rödd Magnúsar ekki nógu sterk, bara blið og mjúk. Kannski .... Kannski . . Þær eru satt að segja vandfundar islenzku plöturnar sem standast sambærilegar kröfur og ég gerði til þessarar plötu Þetta er sá herzlumunur sem íslenzkar plötur vantar. Einstakir þættir i plötugerðinni, svo sem lög, söngur, hljóðfæraleikur, upptokur, o.s.frv., eru að verða mjög góðir i mörgum tilvikum, en heildarútkoman er þó ekki nógu góð. Magn ús Þór Sigmundsson á ekki langt i land með að ná þessu marki i rauninni mun skemmra en eiginlega allir aðrir. Ef hann lætur sér nægja að gera eina stóra plötu á þessu ári i stað tveggja, þá er hann liklegur til stórra afreka. — 0 — A plotunni „Still Photographs" eru tiu lög, öll eftir Magnús Þór Sigmundsson, en textahöfundar auk hans eru B Nettles, B. Rolf og M Cobb. Textar eru allir á ensku Eitt lagið er eingöngu spilað Magnús lék sjálfur á 1 2 strengja gitar og kassagitar, en honum til aðstoðar voru Barry Morgan, trommuleikari, Herbie Flowers, bassaleikari. Mike Moran, hljóm borðsleikar, Steve Sanders, slagverksleikari, Hughy Burns, gítarleikar, og Terry Davies, hljómborðsleikari, en sá siðastnefndi sá um hljómsveitarútsetmngu, var einn af þremur upptökumönnum og annaðist upp- tökustjorn og hljómblöndun ásamt Magnúsi Þór. Upptakan fór fram i Chappell Studios i London i ágúst 1976 Tómas Jónsson hannaði plotuumslag og tók Ijósmynd á framhlið, en Miles Parnell gerð mynd á bakhlið Fálkinn gefur plötuna út. —sh

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.