Morgunblaðið - 08.02.1977, Page 35

Morgunblaðið - 08.02.1977, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977 35 Bandalag háskólamanna: Athugasemdir um skattamál Gunnar Stefán Magnússon —Minnmg í FRUMVARPI um tekjuskatt og eignaskatt, sem lagt var fram í desember s.l. virðist reynt að koma til móts við þá gagnrýni, sem uppi hefur verið. Þessari gagnrýni verður þó ekki mætt með breytingum á skattalögum eingöngu, heldur fyrst og fremst með stórauknu skattaeftirliti. Tekjuskattur hefur að verulegu leyti brugðizt sem tekjujöfnunar- tæki vegna skattsvika, skattfrels- is verðbólgugróða og aðstöðu- munar skattgreiðenda skv. skatta- lögum. BHM telur því óhjákvæmi- legt við óbreyttar aðstæður að minnka vægi tekjuskatts í tekju- öflun hins opinbera. Eðlilegast er að minnka vægi tekjuskatts á þann hátt að hækka verulega skattleysismörk. Ein veigamesta stefnubreyting nýja frumvarpsins er að sameina álagningastofn útsvars og tekju- skatts og verður það að teljast æskilegt. Sú leið er valin f frum- varpinu að færa tekjuskattsstofn nær útsvarsstofni. Við skatt- lagningu ber að leggja greiðslu- getu til grundvallar, og er því skattstofn, sem liggur nær núver- andi tekjuskattsstofni eðlilegri. I greinargerð frumvarpsins kemur fram að stefnt er að ein- földun skattalaga og álagningar- reglna, þó slíkt sé æskilegt má það ekki vera á kostnað réttlætis. Þá megin kröfu verður að gera til skattalaga, að þau deili skattbyrð- inni sem réttlátast á þegnana þannig, að þeir, sem meiri greiðslugetu hafa, greiði meira. BHM leggst gegn þeirri stefnu skattalagafrumvarpsins að breyta frádráttum í afslætti. Dregur bandalagið i efa, að umrædd breyting sé til þess að einfalda skattalögin eða sé nauðsynleg for- senda þess að taka megi upp stað- greiðslukerfi skatta. BHM er því mótfallið að breyta flestum gild- andi frádráttarliðum í einn stað- laðan launaafslátt. Vill banda- lagið vekja athygli á þvf að hér er f raun aðeins um dulbúna breyt- ingu á skattastiganum að ræða sem opnar leið til niðurfellingar allra frádráttarliða. Tilgangur frádráttarliða er að öllu jöfnu sá að taka tillit til greiðslugetu skatt- þegnanna og telur BHM því, að þeir hafi flestir átt fullan rétt á sér. Rétt er að benda á að verulegri einföldun má ná í framtölum, þótt allir frádráttarliðir gildandi laga séu látnir haldast. Þetta má gera með þvf að taka upp staðalfrá- drátt þannig að sé summa einstakra frádráttarliða lægri eða jöfn staðalfrádrætti skal hann talinn fram, en einstökum liðum sleppt. Verði summan hins vegar hærri en staðalfrádrátturinn megi telja einstaka liði fram. Varðandi niðurfellingu einstakra frádráttarliða vill BHM vekja athygli á eftirfarandi varð- andi námskostnað og vexti: a) í frumvarpinu er gert ráð fyrir, að námsfrádráttur vegna náms eftir 20 ára aldur falli niður. Þetta getur BHM ekki sætt sig við. Ljóst er, að námsmenn hafa verulegan kostnað af námi sfnu og er það að miklu leyti fjár- magnað með verðtryggðum lán- um. Að loknu námi þurfa þeir að ^reiða niður lánin og er óviðun- andi, að slikt flokkist undir venju- lega neyzlu. b) Skv. frumvarpinu verður veittur vaxtaafsláttur f stað vaxta- frádráttar áður og nemur hann 25% af vaxtakostnaði. Ljóst er, að i þeim tilvikum sem vaxtafrádráttur áður nýttist f hæsta skattaþrepi, sem er 40%, verður aukning álagðs tekju- skatts 15% af vöxtum. Með skerðingu á frádráttar- bærum vaxtakostnaði mun flestum reynast erfitt ef ekki ómögulegt að fjármagna eigið íbúðarhúsnæði. BHM telur því að vextir eigi almennt að vera frádráttarbærir sem áður, en skattaafsláttur vegna þeirra skuli ekki tekinn upp. BHM tekur afstöðu gegn þeirri aðferð við skattlagningu hjóna sem er að finna í frumvarpinu. BHM telur óviðunandi og óviðeig- andi, að á sama ári og samþykkt voru lög um jafnstöðu karla og kvenna, skuli lagt fram frumvarp, sem eykur almennt skattbyrði hjóna þar sem bæði afla tekna og mun þvf fyrirsjáanlega letja konur til að afla tekna og þá um leið líklega til að afla sér mennt- unar. Einnig vill BHM benda á að tekjuhelmingaskipti koma fyrst og fremst til lækkunar skatta hátekjumanna, þar sem konan aflar ekki tekna utan heimilis. Hvetur bandalagið til þess að i stað tekjuhelmingaskipta verði tekin upp sérsköttun séraflafjár með millifærslu ónýtts persónuaf- sláttar. Viðurkenndur og sannan- legur kostnaður við öflun tekna verði frádráttarbær. Bandalagið hvetur til að barnaafsláttur verði hækkaður verulega en það mun koma öllum foreldrum vel hvort sem báðir eða annar afla tekna. 50% frádráttur tekna eigin- konu hefur verið gagnrýndur tals- vert, enda getur hann í sumum tilfellum verið mjög óréttlátur. Sé ekki talið fært að taka upp sér- sköttun að svo stöddu, mætti e.t.v. halda 50% reglunni, en snfða af henni vankantana. Ekki er samræmi í meðferð frumvarpsins á verðbólguágóða. í vissum tilvikum er skattaðilum leyft að njóta hans án þess að til skattlagningar komi en f öðrum er hann skattlagður óbeint. Þegar hagnaður af sölu fast- eignar er reiknaður skv. frum- varpinu er tekið tillit til verð- breytinga og þannig komið í veg fyrir að skattþegn þurfi að greiða skatt af óraunverulegum ágóða og er það vel. Hins vegar er ekki tekið tillit til þess hvort fjármögn- un fór fram með verðtryggðum eða óverðtryggðum hætti, en það skiptir öllu máli f útreikningi á raunverulegum ágóða. Skv. frumvarpinu er söluverð lausafjár fært til lækkunar á bók- færðu verði, sem síðan er stofn til útreiknings afskrifta. Með þess- ÁRBÓK Landsbókasafns 1975 er komin út fyrir nokkru. Er hún 1. bindi f nýjum flokki, er flytja mun árlega einkum greinar um fslenzka bókfræði og bókmenntir auk skýrslu landsbókavarðar um starfsemi safnsins á Iiðnu ári. Islenzk bókaskrá, er birt var í Árbókinni um langt árabil, er nú gefin út sem sérstakt rit, og eru þegar komin tvö bindi, Islenzk bókaskrá 1974 og 1975, prentuð 1975 og 1976. Efni Árbókarinnar 1975 er sem hér segir: Sigurður Þórarinsson ritar um Þorstein Magnússon og Kötlugosið 1625 í tilefni af því, að Landsbókasafn eignaðist nýlega íturfágætt kver á dönsku um gos- ið, prentað í Kaupmannahöfn 1627. Nanna Ölafsdóttir hefur valið og búið til prentunar nokkur bréf Sveins læknis Pálssonar, er lýsa hvoru tveggja læknisstörfum hsns og jarðfræðirannsóknum, en þó fyrst og fremst honum sjálf- um. Þá eru í bindinu tvö erindi, um taetti er söluhagnaður skattlagður óbeint í formi lækkaðra afskrifta. Sá söluhagnaður getur verið bæði raunverulegur og óraunverulegur og fer það eftir fjármögnun. BHM vill benda á að vandamál vegna áhrifa verðbólgunnar er ekki hægt að leysa með ákvæðum um afskriftir. Hvetur bandalagið til þess að afskriftir verði sem eðlilegastar og tekið verði tillit til verðrýrnunar skulda. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að þeim einstaklingum, sem stunda eigin atvinnurekstur eða sjálf- stæða starfsemi skuli reiknuð laun, að því marki, sem þeir hefðu haft ef þeir hefðu starfað hjá óskyldum aðila. Með þessum hætti á að tryggja að allir einstaklingar með atvinnurekstur greiði tekjuskatt. Ljóst er að þessi háttur skiptir engu máli fyrir þá, sem talsverðar tekjur hafa ár hvert af rekstri sinum. Hins vegar hlýtur að teljast vafasamt að reikna einstaklingi tekjur og láta hann greiða skatt af þeim, þó sannanlega hafi hann engar tekj- ur haft. Ljóst er að sá vandi sem við er að etja verður ekki leystur með þessu.ákvæði. Að framanrituðu má ljóst vera að BHM getur ekki mælt með samþykkt frumvarpsins enda þótt einstök atriði, svo sem að flokka skattsvik með öðrum auðgunar- brotum séu til bóta. Krabbameins- félaginu berst gód gjöf í TILEFNI af 60 ára afmæli Múrarafélags Reykjavfkur ákváðu félagsmenn að færa Krabbameinsfélagi tslands pen- ingagjöf, að upphæð kr'. 250.000 — tvö hundruð og fimmttu þús- und krónur. Afhenti formaður Múrarafélags Reykjavikur, Kristján E. Haralds- son, ásamt Helga Steinari Karls- syni varaformanni og Óla Kr. Jónssyni gjaldkera, formanni Krabbameinsfélags íslands, pró- fessor Ólafi Bjarnasyni, gjöfina á skrifstofu Krabbameinsfélags Islands að Suðurgötu 22, og bað félagið vel að njóta. Prófessor Ólafur þakkaði Múrarafélaginu hjartanlega þennan vinarhug, sem sýndur væri með þessari höfðinglegu gjöf, sem hann kvaðst meta mjög mikils. AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 J JWorflunblabiÖ flutt á Gutenbergssýningu í nóv- ember 1975, erindi Haralds Sig- urðssonar um bókagerð Guð- brands Þorlákssonar biskups í minningu fjögurra alda afmælis hennar (1575—1975), og Bíka- spjall Finnboga Guðmundssonar, þar sem rifjað er upp sitthvað um íslenzkar bækur, bæði fornar og nýjar. Ólafur F. Hjartar ritar langa grein um Nordahl Grieg og Fri- heten, ljóðabók hans, er kom út í Reykjavík skömmu eftir lát hans. Seinast í Árbókinni fer svo skýrsla landsbókavarðar um Landsbókasafnið 1975. Á kápusíðu er þess getið, að menn geti gerzt áskrifendur að Árbókinni með því að hafa sam- band við Tómás Helgason hús- vörð Safnahússins, er annast af- greiðslu rita safnsins. Eldri flokkur Árbókarinnar, 1.—31. árg., er enn fáanlegur og kostar allur á við eina góða bók nú á dögum. Fæddur. 21. nóvember 1950. Dáinn 27. janúar 1977. Sfðasta aldan fellur stundum fyr en fáum séd, ástböndin slitna enginn um það spyr sem oss er léð, hve lengi við njótum Iffsins dvalar hér. þvf líf og dauða skammt á milii ber. Fr.H. öll lútum við að lokum fyrir dauðanum, en þó hlýtur hann að vera sárastur þegar hann ber að dyrum hjá ungu fólki, en veikindi fara ekki í manngreinarálit. Þar standa allir jafnt að vigi. Nú hverfur Gunnar minn af braut aðeins 26 ára gamall, ég vil því aðeins þakka honum fyrir sam- verustundirnar sem við áttum saman, þá aðallega sem smástrák- ar. Það er sá timi sem flestum finnst dýrmætastur i lífinu, og við stóðum ekki auðum höndum og árangurinn er góðar æskuminn- ingar sem líða seint úr minni. Þrátt fyrir fáar samverustundir hin síðari ár, hélst áfram hið gamla vináttu og trúnðarsamband okkar. Þó hann væri að eðlisfari fremur dulur, þá mun seint úr minni líða hin skemmtilega frá- sagnar- og kimnigáfa hans, einnig — Minning Ólafur Framhald af bls. 39 hagaði sinum málum og hvar hann dveldi siðustu æviárin. Það fer flestum svo að einvera og aðgerðarleysi bælir ekki skap þeirra eða hæfileika til umgengni við annað fólk. Svo var ekki heldur með Ólaf. Þegar hann var búinn að blanda geði við náungann stundarkorn birti í hug hans og í stað dimmra skýjaflóka komu gamansemi og oft hárbeitt kimni. Mér eru vel í minni heimsóknir til Ólafs á síðustu árum og ýmis- legt sem hann hafði að segja. Það verður ekki tiundað hér. Ólafur ætlaði sér að verða bóndi á Stóru Ásgeirsá til ævi- loka. Það varð ekki lengur staðið en gert var. Börn þeirra Ólafs og Margrétar var áreiðanleik hans í viðskiptum við brugðið. Að lokum vil ég senda öllum nánustu vandamönnum Gunnars minar innilegustu samúðarkveðj- ur. G.I.H. urðu þrjú sem upp komust: Jón Unnsteinn skólastjóri Garðyrkju- skóla ríkisins að Reykjum í ölfusi, fæddur 11. febrúar 1913 dáinn 22. desember 1966, kvæntur Elnu fæddri Christiansen. Jóhanna Margrét fædd 30. júli 1916, gift Birni Daníelssyni skólastjóra Barna- skólans á Sauðárkróki. Hann lést 22. júni 1974. Ingibjörg fædd 5. ágúst 1917, gift Jóhannesi Guðmundssyni á Auðunarstöðum i Víðidal. Sigurður J. Lindal Lækjamóti Árbók Lands- bókasafnsins Fyrsta bindi í nýjum flokki Lyftara dekk LYFTARADEKK, afgreidd samdægurs, allar stærðir. /1USTURBAKKI HF Skeifan 3A. Símar 38944°30107 A*

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.