Morgunblaðið - 08.02.1977, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAC.UR 8. FEBRUAR 1977
37
THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER tStít THE OBSERVER THE OBSERVER
eftir GAVIN YOUNG
Sanjay sonur forsætisráðherranns
er talinn einn af valdamestu mönn-
um landsins ef ekki sá valdamesti.
um 60 milljón sterlingspund á ársgrund-
velli, en ollukaup landsmanna nú nema
819 milljónum sterlingspunda.
Tilkynningin um kosningarnar munu
vafalaust styrkja gjaldeyrisstöðu lands-
manna, en þann gjaldeyri verður llklega að
nota til að auka matvælainnflutning vegna
lélegrar kornuppskeru á þessu ári, en hún
er talin munu verða 10 milljónum iesta
minni en á sl. ári. Það þýðir að erfitt
verður að halda verði á matvælum niðri.
sem þegar hafa hækkað um 10% frá þvl I
marz sl.
Á stjórnmálasviðinu er það helzta tak-
mark frú Gandhl að sýna stjórnum Vestur-
landa, að hún stefni I lýðræðisátt. Hún
hefur ekki heimsótt vestrænt rlki frá þvi
að hún lýsti neyðarástandinu yfir og skilur
hættuna á þvl að setja allt sitt traust á
Sovétrlkin. Eftir að hafa gefið sjálfri sér öll
beztu spilin á höndina hefur hún ákveðið
að leyfa andstæðingum sínum að taka þátt
I leiknum. en á þann hátt að ógerningur er
fyrir þá að leggja fram raunhæfar. sterkar
áætlanir og stefnuyfirlýsingar. Það eina
sem þeir geta ráðizt á er neyðarástandið
sjálft, handtökurnar og fangelsisvistir án
réttarhalda, skertan rétt verkafólks og
skjótan frama Sanjays sonar forsætisráð-
herrans
J.P. Narayan ávarpar útifund i júní 1975. hann var handtekinn strax
eftir fundinn. Hann liggur nú mjög sjúkur í sjúkrahúsi í Bombay.
Fjórir af stjórnarandstóðuflokkunum
hafa þegar myndað kosningabandalag
með sameiginlegri stefnu og áætlunum,
enda ekkert annað fyrir þá að gera.
Kommúnistar eru ekki með, því að þeir
hafa haldið sig fast við frú Gandhl þrátt
fyrir tilraunir hennar til að hrista þá af sér.
Lfklegt er að Gandhl muni bjóða þeim þau
fáu sæti sem þeir höfðu I þinginu áður en
það var leyst upp. en kommúnistar hafa
gefið til kynna þótt þeir hafi ekki staðfest
það, að þeir muni ekki taka þátt I kosn-
ingabaráttunni.
Stjórnarandstaðan fékk sem fyrr segir
aðeins 50 daga til að ganga frá fram-
boðum I 542 kjördæmum, en frú Gandhi
og stuðningsmenn hennar hafa undirbúið
sig I marga mánuði. Stjórnin ræður yfir
útvarpi og sjónvarpi og ritskoðunin hefur
tamið dagblöðin. Eftir er að sjá hvort þau
taka upp sömu gagnrýni og áður, nú er
ritskoðun hefur verið aflétt. en þau tima-
rit, sem harðast gagnrýndu stjórnina, hafa
flest hætt útgáfu svo og blöð stjórnarand-
stöðunnar. Erfitt verður að fá hjólin til að
snúast aftur, en hvað sem svo kann að
gerast er það Ijóst að jafnvel hugrökkustu
fréttamenn koma til með að sýna varfærni
eftir 19 mánaða ritskoðun.
saman að taka við mikilvægum emb-
ættum innan bankakerfisins, hersins,
öryggismála og víðar og mörgum stendur
stuggur af þeim. Kommúnistaflokkur
Indlands, sem er eini flokkur landsins,
sem styður Kongressflokkinn, óttast
vandamál af þessum sökum. Margir af
forystumönnum kommúnistaflokksins,
sem ég ræddi við töluðu með litis-
virðingu um Sanjay, en það er ekkert-
undarlegt er á það er litið, að hann er á
móti þjóðnýtingu og yfirlýstur
andkommúnisti. Forsætisráðherrann
lýsti þvi yfir fyrir nokkru í bræðiskasti,
að árás á Sanjay væri sama og árás á sig.
Sanjay er afkvæmi neyðarástandsins og
það er einnig vaxandi starfsemi öryggis-
lögreglunnar í landinu, sem hefur
safnað heilum skjalasöfnum um
andstæðinga stjórnarinnar. Þrátt fyrir
þessa staðreynd fullvissaði V.C. Shukla
upplýsingamálaráðherra landsins mig æ
ofan i æ: ,,Ég vil endurtaka og endur-
taka aftur að við erum lýðræðissinnar."
stjórnarskrárbreytingarnar hafi orðið
þess valdandi að forsætisráðherrann
ákvað að fresta kosningunum, sem fram
áttu að fara í marz nk. Önnur ástæðan
kann að veraSanjay, sonur hennar, sem
er nú er mjög valdamikill í Indlandi,
sumir segja valdamesti maður landsins,
sagði: ,,Er mikilvægara að halda kosn-
ingar en að tryggja stöðugt
efnahagslíf?“
„Við þurfum á konungi að halda“
Sú spurning er kjarni rökfærslu ríkis-
stjórnarinnar fyrir neyðarástandinu í
landinu. Sú rökfærsla var orðuð aðeins á
annan veg fyrir nokkrum áratugum i
bók E.M. Forsters: ,,Ferð til Indlands",
þar sem Indverjinn Aziz er látinn segja:
„Við þurfum á konungi að halda, hann
myndi gera líf okkar miklu auðveldara.
Indland verður að reyna að feta í fótspor
Japans, sonum þess verður ekki sýnd
virðing fyrr en það er orðið að þjóð.“
Hinir skeytingarlausu byrjuðu að kalla
Indíru drottningu í júni 1975 og frá þeim
tíma hafa of margir af flokksmönnum
Kongressflokksins haft það of gott. En
hefur Indland fetað í fótspor Japans? Já,
og var byrjað á því áður en neyðar-
ástandinu var lýst yfir. Indland er nú 9.
stærsta iðnaðarþjóð heims. Verksmiðjur
í landinu framleiða bókstaflega allt frá
Worcestershiresósu upp í stál og og
Whiskey. Indverjar flytja út stál til
landa þriðja heimsins eins og t.d. Libýu.
1 landinu er geimferðamálaráðuneyti,
geimflaugaskotpallur, kjarnorku-
rannsóknastöð og Indverjar vonast til að
geta skotið 4 þrepa eldflaug út í geiminn
innan skamms. 80 milljón iðnverkamenn
framleiða dráttarvélar, járnbrautar-
lestir, tölvur og létta skriðdreka.
Verðbólgu eytt
Hverju getur frú Indíra státað af? Það
er hægt að telja margt upp. Hún hefur
takmarkað skattheimtu, stöðvað að
mestu leyti blömlega smyglstarfsemi og
gjaldeyrishömlur hafa lækkað 40%
verðbólgu niður i bókstaflega ekki neitt.
Iðnaðarframleiðsla hefur aukist um
10% og rekstur einkafyrirtækja i
landinu gengur mún betur, einkum
vegna þess að töpuðum vinnudögum
vegna verkfalla hefur fækkað um tugi
milljóna þrátt fyrir að verkföll eru ekki
bönnuð. Vinur minn marxistinn sagði:
„Indíra er ekki það gróf að banna verk-
föll, fólk er bara andsnúið þeim. Verði er
yfirleitt haldið niðri, nokkuð af illgresi
hefur verið hreinsað úr opinbera
skristofubákninu og nokkrum ungum og
efnilegum mönnum leyft að spreyta sig.“
Úti á landsbyggðinni hafa orðið minni
breytingar. Að visu hafa nokkrar jarða-
bætur verið gerðar og skuldir smábænda
þurrkaðar út. Það hefur hins vegar gert
það að verkum að erfiðara er að tryggja
sér nauðsynleg lán, en svo virðist þó sem
fátækustu þegnarnir í landinu séu nú
farnir að trúa þvi að forsætisráðherrann
ætli í raun og veru að gera eitthvað fyrir
þá.
H.R. Godkale, lagamálaráðherra
stjórnarinnar, sagði er hann var að
reyna að afsaka ástæðuna fyrir því að
tekið var fyrir frjálsar umræður um
stjórnarskrárbreytinguna: „Við erum i
kapphlaupi við tímann." Það er auðvelt
að skilja, er á það er litið að í landinu
fæðast 1300 börn á klukkustund allt árið
um kring. Þegar maður virðir fyrir sér
fátæktina, t.d. í V-Bengal eða Bihar, er
ekki hægt að komast hjá þvi að samsinna
þvi að nauðsynlegt sé að gera eitthvað og
það fljótt, eins og t.d. það að fresta
kosningum til að geta gert nauðsynlegar
efnahagsráðstafanir.
Fjós fyrir heilagar kýr
Því fer einnig fjarri að stjórnar-
andstaðan hafi boðið upp á einhverja
betri leið. Hún var morkin af spillingu,
getuleysi og sundurlyndi. J.P. Narayan
sagði frá sjúkrabeði sinum, að
stjórnmálaflokkarnir leiddu fólkið um
Mathatma Gandhi og Nehru á fundi 1946. Blöðin Indian Express og
The Statesman birta öðru hverju ummæli þeirra um prentfrelsi til að
striða ráðamönnum i Indlandi.
of á villigötur. Jan Sanghflokkurinn er
gott dæmi um þetta, berst i aðra röndina
fyrir kjarnorkuvopnum en í hina fyrir
ókeypis fóðri og góðum fjósum fyrir
gamlar heilagar kýr. Þetta er enginn
brandari, þvi að eins og rithöfundurinn
V.S. Naipaul segir: ,,Jan Sangh-
flokkurinn er best skipulagði stjórnar-
andstöðuflokkurinn."
Indira Gandhi hefur verið gagnrýnd
fyrir að leyfa syni sínum Sanjay, sem
ekki er sérlega vinsæll með lands-
mönnum, „að geisast eins og hala-
stjarna" upp á stjórnmálahimininn í
Indlandi, en maður kemst ekki hjá því
að viðurkenna að yfirlýst stefna hans er
aðdáunarverð. Mahtatma Gandhi hefði
átt i erfiðleikum með að finn eitthvað að
áætlun, sem hvetur alla til að gróður-
setja eitt tré á ári, að kenna einurrr
ólæsum á ári að lesa og takmarka
fjölskyldustærð við tvö börn. Hann talar
um að hjálpa þeim fátækustu í hópi
fátækra. Hann er lofsunginn af
Kongressflokknum sem leiðtoginn, er
lengi hefur verið beðið eftir. Hann hefur
rétt fyrir sér þegar hann segir að hinn
gráðugi kjarni hins spillta og sjálfum-
glaða Kongressflokks þurfi á harkalegri
hirtingu að halda. I einni ræðunni sagði
hann: „Ég hef aldrei sagt að það ætti að
gera eldri meðlimi Kongressflokksins
ófrjóa, né að þeir ættu að draga sig í hlé,
hins vegar segi ég að þeir eigi ekki að
standa í vegi fyrir framförum og um-
bóturn." Ef til vill tekst hinum ákafa
Sanjay að geta af sér þá ungu hugsjóna-
hreyfingu, sem jafnvel J.P. Narayan
heldur eindregið fram að sé lífs-
nauðsynleg fyrir breytingaskeið þjóðar-
innar. Sanjay hefur átt í útistöðum við
ýmsa af hinum gömlu leiðtogum
Kongressflokksins, og stuðningsmenn
hans ungir og framgjarnir eru smám
Hálfur lýðræðissinni,
hálfur einræðisherra
Ef svo er, er Indíra þá komin i ein-
hvers konar sjálfheldu, hálfur lýðræðis-
sinni og hálfur einvaldsherra. Ef litið er
á söguna i sambandi við blaðið Indian
Express virðist svo vera. Eigandi blaðs-
ins, Ramnath Goenka, sem er harður og
slunginn kaupsýslumaður hefur orðið
fyrir fáránlegu aðkasti á undanförnum
mánuðum. Ritskoðunarmenn hafa
stöðugt verið á eftir honum, ríkis-
stjórnin hefur tekið fyrir allar opinberar
auglýsingar, lokað hefur verið fyrir raf-
magnið og lögreglan hefur stundum
stöðvað prentvélarnar. Þrátt fyrir að
dómstólar hafi kveðið upp úrskurði
blaðinu í óhag og dómarnir hafi komið
einræðisstjórnarorði á forsætisráð-
herrann heldur stjórnin ennþá áfram að
reyna að knýja eigendur blaðsins
Statesman til að selja hinu opinbera.
Halda mætti að þessi blöð væru stjórn-
völdum verulegir skaðvaldar, en svo er
ekki, skrifin eru tiltölulega mild, þótt
öðru hverju komi fram stríðnisleg gagn-
rýni á ráðamenn með því að birta
ummæli eftir Mahatma Gandhi og
Nehrú um prentfrelsi.
Það sem gerir málið ennþá flóknara er
að ýmis vikurit, sem gagnrýna stjórnina
stöðugt, hafa verið látin í friði. Einn af
blaðamönnum við Marxist Review sagði
mér að eit-t og eitt orð væri fellt niður, en
aldrei þannig að efnisleg breyting yrði á
greinum. Það er hins vegar rétt að mörg
meiriháttar blöð hafa hætt að koma út og
i desember hætti vinstrisinnað tímarit
útkomu I mótmælaskyni við ritskoð-
unina. Margir erlendir fréttamenn hafa
verið reknir úr landi. The Times hefur
t.d. engan fréttaritara þar og BBC fékk
um áramótin að senda mann aftur eftir
Framhald á bls. 47