Morgunblaðið - 08.02.1977, Síða 38
38 .
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. FEfeRÚAR 1977
Ragnheiður Guð-
mundsdóttir
—Minningarorð
Fædd 30. aprll 1924
Dáin 28. janúar 1977
Ljósið frá Svartagili.
Eitt sinn var það hlutskipti mitt
að verða farkennari í Norðurár-
dal, sem er meðal hinna fögru og
sérkennilegu byggða Borgarfjarð-
ar. Þar kynntist ég mörgu gáfuðu
og víðsýnu fólki, sem ég minnist
ætíð með virðingu og þakklæti.
Ekki tel ég ólíklegt að hið ágæta'
fólk hafi litið á mig sem „kött f
bóli bjarnar", þar sem ég varð
eftirmaður hins fjölhæfa og
skemmtilega kennara Skeggja Ás-
bjarnarsonar. En ekki var ég látin
gjalda þess. Börnin sem ég kynnt-
ist I kennslustarfi mínu þar, mun
ég ávallt telja til minna beztu
vina. Nú hefur eitt af mínum
kæru börnum verið kvatt burt
héðan úr heimi, það er hún Heiða
mín frá Svartagili með fallega
bjarta brosið sitt.
Heiða var hálfsystir Skeggja
Ásbjarnarsonar, þau voru sam-
mæðra. Heiða var elst af börnum
foreldra sinna, Jónfnu Soffiu
Davíðsdóttur, Davfðssonar bónda
í örnólfsdal, bróður Þorsteins
bónda á Arnbjargarlæk, en þeir
voru synir Davíðs bónda á Þor-
gautsstöðum Þorbjarnarsonar á
Lundum (Lundarætt, Hurðar-
baksætt og Klingenbergsætt), en
móðir Jónfnu Soffiu var Guðrún
Magnúsdóttir prests að Gilsbakka
Sigurðssonar prests að Auðkúlu,
en móðir séra Magnúsar var Rósa
Magnúsdóttir f Myrkárdal Jóns-
sonar prests að Myrká Ketilsson-
ar, en frá þessum ættum eru
komnir margir þjóðkunnir menn.
Amma Jóninu, kona séra Magnús-
ar, var Guðrún Pétursdóttir
hreppstjóra og bændahöfðingja
að Miðhópi í Húnavatnssýslu og
konu hans Júlfönu Soffíu Þórðar-
dóttur systur Guðrúnar konu
Björns Blöndals sýslumanns í
Húnavatnssýslu, en þær voru
systradætur Björns Olsen á Þing-
eyrum og uppeldisdætur hans.
Guðmundur faðir Heiðu var
Gíslason Sigurðssonar á Króki i
Norðurárdal og Ragnheiðar Rögn-
valdsdóttur. Góð og greind merk-
iskona. Heiða bar nafn hennar.
Að Heiðu stóðu góðar ættir, en
sérstaklega var húsfreyjan Jón-
ína talin stórættuð, enda leyndi
það sér ekki í skapgerð hennar og
framkomu að hún átti til góðra að
telja. Heiða var mjög lík móður
sinni og var þeim það sameigin-
legt að taka andstreymi með brosi
á vör án þess að mögla. Heiða
fæddist í Fornahvammi i Norður-
árdal þar sem foreldrar hennar
hófu búskap og önnuðust þar
gisti- og greiðasölu. Hefur mér
verið tjáð af kunnugum að þau
hjón hafi verið vinsæl og samhent
í að greiða fyrir ferðafólki, og
ekki sfst þeim sem í erfiðleikum
áttu, og þá oft gefið meira en
getan leyfði. Guðmundur var
dugnaðarmaður og Jónfna óvenju
fjölhæf og dugleg húsmóðir.
Heiða mun hafa verið ung að ár-
um er foreldrar hennar fluttust
að Svartagili í Norðurárdal og
seinna fluttust þau að Veiðilæk i
Þverárhlíð. Þá hafði Heiða eign-
ast tvö alsystkin: Guðlaun Bjarna
og Guðbjörgu.
Bæjarnafnið Svartagil ber ekki
í sér birtu, en f huga mfnum er
bjart yfir þessu bæjarheiti. Þar
bjó gott fólk, er átti andlegan auð,
sem er veraldar gulli verðmætara.
Mun ég seint gleyma þeim góðleik
er húsfreyjan þar sýndi mér og
þeim skemmtilega heimilisbrag
er þar ríkti.
Fáum árum seinna varð Heiða
nemandi minn er ég veitti for-
stöðu húsmæðraskólanum að
Staðarfelli f Dölum og enn var
eins og sólskin gleðinnar og kær-
leikans Ijómaði af andliti þessar-
ar fallegu og glæsilegu stúlku.
Einlægni hennar og trúmennska
var einstök, enda vann hún sér
strax vináttu kennara og nem-
enda. Heiða stundaði nám sitt af
samviskusemi og sýndi góða hæfi-
leika, hún var listhneigð og drátt-
hög. Fallegi hláturinn hennar og
gamansemi var smitandi og gerði
hana mjög vinsæla, auk þess hve
vönduð hún var til orðs og æðis og
háttvis í allri framkomu. Næstu
vetur dvaldi hún í Reykjavik við
nám og störf og átti þá heimili hjá
frændfólki sínu og var undir
handleiðslu Skeggja bróður síns
er hún unni mjög og leit á sem
sinn annan föður.
En aðalheimili sitt átti hún í
föðurgarði, þar til hún giftist 21.
desember 1946, Magnúsi Kristins-
syni forstjóra, hinum ágætasta
manni ættuðum úr Vestmanna-
eyjum. Með Heiðu og tengdafólki
hennar tókst strax góð vinátta,
einkum með tengdamóður hennar
Ágústu Arnbjörnsdóttur, sem var
henni alltaf mjög góð og mat
Heiða hana mikils. Heiða og
Magnús voru mjög samhent og
ber fallegt heimili þeirra vott um
vandaðan listasmekk. Þar ríkti
skemmtilegt andrúmsloft og mik-
il gestrisni, sem margir nutu og
geyma góðar minningar um. Þau
hjón tóku þátt f margvíslegum
félagsstörfum og eitt var þeim
sérstaklega hugleikið að verða
öðrum að liði, sem með þurftu,
einkum þeim er ekki gátu talað
máli sínu sjálfir. Félagssamtök
vangefinna var áhugamál þeirra
og.hefur Magnús unnið þar mikið
og gott starf, einnig tók Heiöa þar
virkan þátt f félagsstarfinu með-
an heilsan leyfði og siðan fylgdist
hún af áhuga með þeim málum og
gladdist yfir ef maður hennar gat
orðið þar að liði. Þau eiga tvær
myndarlegar dætur á lífi, Ágústu
Kristínu, gifta Sigurði Jónssyni
húsasmíðameistara og eiga þau
þrjú mannvænleg börn, og Soffiu
flugfreyju gifta Kristni Guðjóns-
syni skrifstofumanni. Yngstu
dóttur sina, Jóninu, misstu þau á
tíunda ári. Heiða unni heimili
sinu og fjölskyldu mjög og vann
því allt er hún mátti, meðan
henni entist geta til. Hún var
óvenju hlý og elskuleg og mikil
húsmóðir. Það var hluti af gæfu
hennar að fá lengst af að dvelja á
heimili sinu i langri sjúkdómsbar-
áttu og njóta umhyggju og skiln-
ings eiginmanns síns, elskulegra
dætra og tengdasona og fylgjast
með myndarlegu barnabörnunum
sem hún unni mjög. Það virtist
óvenjuleg samheldni og kærleik-
ur ríkja i sambúð þessarar fjöl-
skyldu, og er ósk mín að slfk ein-
drægni megi rikja með niðjum
þeirra.
Heiða er horfin sjónum okkar í
bjarma hækkandi sólar, vil ég þvi
senda ástvinum hennar öllum
innilegustu og dýpstu samúðar-
kveðjur. Ljósið frá Svartagili
mun ekki slokkna f minningu
þeirra sem þess nutu og það
þekktu.
Ingibjörg Jóhannsdóttir
frá Löngumýri.
í dag er til moldar borin Ragn-
heiður Guðmundsdóttir, Ægisíðu
96, Reykjavík. Hún lést eftir erf-
iða sjúkdómslegu þann 28.01.77 á
Landsspitalanum. Hún Heiða eins
og við vinirnir kölluðum hana var
fædd 30.04.24, dóttir hjónanna
Jóniu Davíðsdóttur og Guðmund-
ar Gíslasonar sem bjuggu á Veiði-
læk í Norðurárdal.
Við Heiða kynntumst þegar við
fluttumst til Reykjavikur úr
Borgarfirðinum fyrir rúmum 30
árum. Eftir það áttum við margai
ánægjstundir saman í Borgfirð-
ingakórnum, Borgfirðingafélag-
inu og í leik og starfi. Það er ekki
öilum gefið að hafa létta lund
og láta ekki erfiðleika og veikindi
draga úr sér kjarkinn fyrir bata
og betra lifi. En þetta var hæfi-
leiki sem prýddi Heiðu. Hún gift-
ist efritlifandi manni sinum,
Magnúsi Kristinssyni forstjóra,
21. des. 1946.
Þau Heiða og Magnús bjuggu
sér fallegt heimili með dætrum
sínum Ágústu Kristínu, Soffíu og
Jónínu sem lést 9 ára gömul. Þau
voru sérlega samtaka um að búa
sér sem best og hlýlegast heimili
og á fáa staði komum við hjónin
þar sem betur var tekið á móti
okkur.
Oft hef ég hugsað til þess
hversu betri þessi heimur væri ef
allir sýndu þá hlýju og um-
hyggjusemi sem Magnús sýndi
Heiðu í hennar veikindum og
erfiðleikum. Öilum stundum var
hann vakandi fyrir velferð henn-
ar og heimilisins. Að sama skapi
sýndi Heiða dugnað og kjark er
dauðinn nálgaðist, með létri lund
og óbilandi trú á bata. Með svona
hugarfari er lífið fyllra og mun
meiri ánægja fæst út úr hlutun-
um, þótt erfiðleikar og veikindi
steðji að.
Um hátiðarnar komst Heiða
heim og gat glaðst með manni
sínum, dætrum og fjölskyldum
þeirra, en barnabörnin voru þeim
til mikillar ánægju og gleði.
í þessi þrjátíu ár sem liðin eru
frá þvi við Heiða kynntumst hef-
ur aldrei skugga borið á vináttu
okkar og minningin um hana
verður mér alltaf kær minning
um góða og hlýja vinkonu. Tryggð
þeirra hjóna mun seint gleymast.
Við hjónin vottum aðstandend-
um samúð okkar og vonum að
endurminningar um góða eigin-
konu og móður létti þeim sorgina
og sú vissa að Heiða er i betri
heimi þar sem sorg og veikindi
fyrirfinnast ekki.
Blessuð sé minning hennar.
Áslaug Þórólfsdóttir.
í dag kveðjum við góða vinkonu
okkar, Heiðu. Löngu og erfiðu
veikindastriði hennar er lokið.
Mikill tómleiki er eftir. Góða og
glaða lundin hennar hjálpaði
henni í erfiðri baráttu við sjúk-
dóminn, sem sigraði að lokum
þrátt fyrir góðar fyrirbænir og
kunnáttu læknavísindanna. Til
hinstu stundar bar hún sig éins og
hetja og sagði jafnan: „Þetta hlýt-
ur að fara að lagast." Þannig var
Heiða.
Það eru liðin um það bil tuttugu
ár síðan Heiða tengdist hópi okk-
ar, sem við kölluðum sauma-
klúbb. í fyrstu var um sauma-
klúbb að ræða, en eftir því sem
árin liðu og við tókum i vaxandi
mæli þátt í atvinnulífinu utan
heimilis, varð minna um sauma-
skap að dagsverki loknu. Þá hitt-
umst við frekar til þess að styrkja
vináttuböndin. Þessi hópur hefur
alla tið verið sérstaklega sam-
+
Fósturfaðir minn.
BJÖRN SKÚLASON,
Baldursgötu 12,
andaðist I Landsspftalanum 6
febrúar
Knútur Höjriis.
Bróðir minn,
GÍSLI BJÖRNSSON,
trésmiður.
Hverfisgötu 86.
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 10 febrúar
kl 3
Hóseas Bjömsson.
+
Konan min,
SESSELJA BJÖRNSDÓTTIR
lézt á hjúkrunardeild Hrafnistu 5 febrúar.
Elísberg Pétursson
+
Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir
SVERREKNUDSEN
lést 4 febrúar Útför hans hefur farið fram
Ragna Knudsen
Lilly og Þórhallur Ásgeirsson
Lillian og Raymond Knudsen
+
Föðursystír okkar
SESSELJA SIGURÐARDÓTTIR
Háteigsvegi 15. Reykjavlk,
lézt 5 febrúar t Landspftalanum
Stefanfa, Guðrfður, Sigrlðurog
Sigrún Pétursdætur.
+
Fósturmóðir mfn
GUÐBJÖRG ANDRÉSDÓTTIR
frá Norður-Gröf.
lést I Landakotspítala þann 4 febrúar
Fyrir hönd vandamanna.
Pétur Pálmason.
+
Utför
eigínmanns míns og föður okkar,
MARZELLÍUSAR BERNHARÐSSONAR.
skipasmlðameistara,
er andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu, Ísafirðí, miðvikudaginn 2
febrúar s I fer fram frá ísafjarðarkirkju, þriðjudaginn 8 febrúar kl 14
Alberta Albertsdóttir og börn.
+
Útför eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður,
RAGNHEIÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR.
Ægisslðu 96.
fer fram frá Fossvogskirkju f dag, þriðjudag 8 febrúar kl 1 3 30
Magnús Kristinsson
Ágústa Kristln Magnúsdóttir Sígurður Jónsson
Soffla Magnúsdóttir Kristinn Guðjónsson
+
Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur
ÞORSTEINN FRIÐRIKSSON.
veggfóðrarameistari,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 9 febrúar kl
1 ^ Pállna Arinbjarnardóttir,
Friðrik Þorsteinsson,
Ágústa Friðriksdóttir. Hafsteinn Vilhelmsson.
Þórunn Friðriksdóttir, Arinbjörn Friðriksson,
íris Björk Hafsteinsdóttir,
Erna Friðriksdódtir, Gunnar Guðmundsson,
Sigurður Friðriksson. Valborg Bjarnadóttir.
Lokað
eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar.
Efnalaugin Björg
Háaleitisbraut 50—60 og Barmahlíð 6.