Morgunblaðið - 08.02.1977, Síða 39

Morgunblaðið - 08.02.1977, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977 hentur og má segja aö myndast hafi vináttukeðja þar sem enginn hlekkurinn er öðrum veikari. Höfum við margsinnis fundið hvað okkur er nauðsyn þessarar samheldni. Það er ekki alltaf sól- skin í lífinu og er þá gott að finna nálægð vina. Nú hefur dregið ský fyrir sólu. Við stöldrum við og hugurinn hvarflar til vinkonu okkar og bjartar minningar streyma fram. Allar gleðistundirnar á heimilum okkar og á ferðalögum hér heima og erlendis. Það voru ekki bara við vinkonurnar sem tökum þátt i þeim, nei, þar var öll fjölskyldan þátttakendur. Minnisstæðast er ferðalag, sem við fórum ásamt eiginmönnum til Spánar árið 1969. Ferð þessi er okkur öllum ógleymanleg og sýndi fyrst og fremst hve samstilltur hópurinn er. Heiða átti framúrskarandi góð- an og skilningsríkan eiginmann, sem stóð ávallt við hlið hennar og styrkti hana á erfiðum stundum. Hér var það kærleikurinn sem sat í fyrirrúmi. Saman eignuðust þau fallegt heimili að Ægissíðu 96. Þar var alltaf jafngott að koma, þvf bæði hjónin voru einstaklega gestrisin. Mætti okkur ætíð hið hlýja og bjarta bros Heiðu. Heim- ilið var henni allt og húsmóðir var hún í orðsins fyllstu merkingu. Með söknuði kveðjum við Heiðu og þökkum samfylgdina. Minning hennar mun lifa i hugum okkar. Við biðjum góðan guð að styðja og styrkja Magnús, dæturnar og fjölskyldur þeirra. Saumaklúbburinn. „Svipþyrping sækir þing í sinnis hljóðri borg“ G.Th. Þessi orð skáldsins komu mér í hug, þegar ég settist við að festa á blað nokkur kveðjuorð til Ragn- heiðar Guðmundsdóttur frá Styrktarfélagi vangefinna. Svip- myndir frá fyrstu kynnum okkar sóttu að, enda minntumst við þeirra oft með ánægju. Þessi kynni hófust heima í dalnum hennar Heiðu, Norðurárdal í Borgarfirði, þegar við vorum 14 og 15 ára gamlar. Þá var ég snún- ingastelpa í skálanum hans Vig- fúsar á Hreðavatni, en Heiða heimasæta á Svartagili austan- vert við ána, beint á móti gamla skálanum. „Hvað elskar sér líkt“, segir máltækið, og við Heiða kynntumst fljótt og skiptumst á heimsóknum yfir ána, þegar færi gafst frá amstri við uppþvott og snúninga hjá mér og aðstoð við búskapinn hjá henni. Faðir Heiðu, Guðmundur Gíslason, bjó snotru búi á Svartagili, að því er best ég man, en mér eru þó miklu minnisstæðari viðtökurnar innan dyra hjá húsfreyjunni, Jónínu Davíðsdóttur. Þar réðu gestrisnin og snyrtimennskan rikjum, þótt hvorki væri hátt til lofts né vítt til veggja í litla bænum. Tvö systkini yngri átti Heiða, Guðbjörgu og Guðlaug, og einn hálfbróður eldri, Skeggja Asbjarnarson kennara. Heimsóknir minar á æskuheim- ili Heiðu voru sjálfsagt ékki ýkja- margar að tölu þessi fjögur skemmtilegu sumur í Borgarfirð- inum. Samt finnst mér ég núna muna svo mörg sumarkvöld með henni á skemmtigöngu að eða frá Norðuránni, því oftast fylgdum við hvor annarri á leið eins og vinkvenna var siður. Þá var mikið hlegið, mikið spjallað og mörg leyndarmálin sögð, svona eins og gerist hjá stelpum á unglings- aldri. Heiða var fjarska falleg stúlka. Hún minnti míg alltaf mest á lýs- inguna af henni Mjallhvít kóngs- dóttur í ævintýrinu góða, hárið tinnusvart, húðin hvít og kinnarn- ar rjóðar. Þar við bættust grá og geislandi augu, fallegt bros og dillandi hlátur. Og góð var hún og hjartahfein, þessi borgfirska vin- kona mín frá æskudögunum, og þessum megin einkennum sínum hélt hún til æviloka, þrátt fyrir langvinn veikindi síðar á dögum. Arin liðu og ég missti sjónar af Heiðu um sinn, en veturinn 1944 minnir mig, kem ég inn í efna- laugina Glæsi hér f borg og hitti hana þar við afgreiðsluborðið, glaða og reifa að vanda. Þarna var lika snaggaralegur strákur frá Vestmannaeyjum á hlaupum ým- ist fram i afgreiðslu eða inn i efnalaug, gaf sér þó tíma til að glettast við Heiðu, en þvf tók hún með þeim glaðværu hlátrum og spaugsyrðum, sem ég mundi svo vel frá fyrri kynnum okkar. Hún var þá búin að vera á húsmæðra- skólanum á Staðarfelli, fluttist til Reykjavfkur í atvinnuleit og bjó hjá frændfólki sfnu hér. „Strák- urinn“ káti var enginn annar en Magnús Kristinsson, sem Heióa giftist í desember 1946. Einn eða tvo vetur störfuðum við Heiða saman í góðtemplara- stúku, en eftir það voru fundir okkar strjálir um iangt skeið og þá þannig, að við hittumst af til- viljun á götu, sögðum hvor ann- arri tiðindi af börnum og búskap, hétum gagnkvæmum heimsókn- um, sem aldrei varð þó af. En það var eins með okkur Heiðu og marga J»á sem kynnast á unglings- aldri, það var alltaf auðvelt að taka upp þráðinn að nýju, þótt langt liði á milli. Kynni okkar endurnýjuðust fyrir allmörgum árum með þeim hætti, sem hvoruga okkar óraði fyrir, þegar við skondruðum áhyggjulausar um æskuslóðir Heiðu í Norðurárdalnum. Hún hringdi til min til þess að leita ráða vegna yngstu dóttur sinnar, Jóninu, sem var vanheil frá fæð- ingu. Hún vissi, að ég átti nokkru eldri dóttur, sem likt var ástatt um, og að ég hafði þá starfað nokkur ár f stjórn Styrktarfélags vangefinna. Þá sem oftar var ég fegin að geta miðlað nokkuð af reynslu minni og rætt þessi við- kvæmu mál við Heiðu, sem var alla tfð, eins og hennar var von og vísa, góð og umhyggjusöm móðir dætranna sinna þriggja. Jónína litla fékk vist á leikskóla Styrkt- arfélagsins, Lyngási, og síðar á Skálatúnsheimilinu, en þar lést hún á niunda aldursári, árið 1969. Styrktarfélagi vangefinna bætt- ust úrvals liðsmenn þar sem þau voru, Ragnheiður og Magnús, Þau voru samhent í þeim störfum sem öðru. Magnús hefur lengi átt sæti í stjórn Styrktarfélagsins og er nú formaður þess. Einnig hefur hann verið ,lengi f stjórn Skálatúns- heimilisins, en við það heimili stofnuðu þau hjónin sjóð til minn- ingar um Jónfnu dóttur sína og hefur fé úr honum komið vistfólk- inu þar að margvíslegum notum og glatt það á undanförnum ár- um. Heiða var hlédræg að eðlis- fari og hafði sig ekki i frammi á málfundum. En hún hafði mikinrt og einlægan áhuga á störfum Styrktarfélagsins. Aldrei heyrði ég hana telja eftir allan þann tíma, sem bóndi hennar varði f þess þágu með öðrum erilsömum störfum. Slfkt verður aldrei full- þakkað, en þó var það erindið með þessum fáu linum að flytja kveðjur og þakkir til Heiðu frá okkur félögum, hennar og vinum f Styrktarfélagi vangefinna fyrir hennar mikla en hógværa þátt í fórnfúsu starfi Magnúsar fyrir skjólstæðinga þess. Vonandi á ég enn eftir að aka um Norðurárdal- inn og renna augunum heim að bænum hennar Heiðu á Svarta- gili. Hann er löngu kominn i eyði, og nafnið á honum er skuggalegt. Samt fer mér sem fleirum, að bjartar minningar um fallega og góða stúlku sem sleit þar barns- skónum, bera á hann bjarma, sem seint fölnar, og síðast f hugum þeirra, sem þekktu hana best. Sigríður Ingimarsdóttir. Þann 28. janúar s.l. lést í Land- spitalanum vinkona okkar hjón- anna frú Ragnheiður Guðmunds- dóttir. Heiða var hún ætfð kölluð með- al ættingja og vina. Heiðu kynntist ég fyrst árið 1942, er hún kom starfsstúlka i Klæðagerðina Última h/f. Þar var ég þá nýbyrjaður nám. Heiða var þá nýkomin til Reykjavíkur. Ég man hvað þessi unga stúlka þótti frfð sýnum. Hárið dökkt, en ljós var hún á hörund, augun tindruðu af glettni og gáska, þvi lundin var létt. Á vinnustaðnum var oft glatt á hjalla á þeim gömlu góðu dögum, sem við áttum eftir að minnast oft á, sfðar meir. En þó kynni okkar yrðu ekki löng á vinnustað, þá vildi svo til að leiðir okkar lágu aftur saman fyrir rúmum 20 árum. Það atvik- aðist þannig að konan mfn, ásamt fimm öðrum konum, stofnuðu með sér saumaklúbb. Og þar var Heiða ein þeirra. Þessar sex kon- ur voru allar giftar, og það má með sanni segja að þær hreinlega innleiddu okkur eiginmennina i þennan saumaklúbb. Þannig þróuðust góð kynni og vinátta á milli alls þessa fólks. Okkur mun öllum minnisstæðar þær mörgu ánægjustundir, sem við höfum notuð á þessum árum. En nú hefur fyrsta skarðið ver- ið höggvið f þennan samstillta hóp. Heiða er horfin, of fljótt að okkur finnst. En enginn má sköp- um renna. Eftir þrotlausa baráttu siðustu ára, hefur hinn illkynjaði sjúk- dómur, sem mannlegur máttur fær svo lftið við ráðið, sigrað. Þannig erum við oft áþreifanlega minnt á hverfulleika lffsins. Við eigum það ekki vfst á morgun, sem er okkar i dag. í lífi Heiðu skiptust á skin og skúrir, eins og verða vill hjá okk- ur mannanna börnum. Heiða giftist 21. des. 1946 Magn- úsi Kristinssyni forstjóra, öðlings- manni, sem reyndist henni ein- stakur lifsförunautur, jafnt f blíðu sem striðu. Þau hjónin eignuðust þrjár dætur; Ágústu Kristinu, Sofffu og Jóninu. Þær Ágústa Kristfn og Sofffa eru báðar giftar ágætis mönnum. En skugga bar á lífs- braut yngstu dóttur þeirra hjóna, Jónínu, en hún fæddist vangefin. Hana misstu þau svo níu ára gamla. En einmitt þessi mikla lifs- reynsla varð þeim hjónum kveikja að eldlegum áhuga fyrir velferð slfkra barna. Ég tel vist að þar hafi Styrktarfélagi vangef- inna hlotnast góður liðsauki. í þvi 39 félagi hafa þau hjónin starfað mörg undanfarin ár, og er Magn- ús nú formaður þess félags. Og þó að Heiða væri ekki starfhæf nú síðustu árin, vegna veikinda sinna, þá var hugur hennar bund- inn þar þótt höndin megnaði lit- ils. Þannig getur mótlæti lífsins stundum leitt gott af sér, enda eina frambærilega ástæðan með tilgangi þess. Heiðu tel ég hafa verið gæfumanneskju, þrátt fyrir andstreymi og veikindi, sem á vegi hennar urðu. Nú þegar Heiða er öll og kveðjustundin runnin upp, þá gerast minningarnar áleitnar. Heimili Heiðu og Magnúsar, að Ægissiðu 96, verður helsti vett- vangur þeirra minninga. En þar hafa þau búið rúma tvo áratugi. Á heimili þeirra höfum við hjónin ávallt átt gestrisni og góðvild að mæta, enda ófáar þær stundir, sem við áttum þar. Margar voru einnig þær skemmtiferðir sem farnar voru, bæði hérlendis og erlendis. Eftirminnilegust verður okkur sú stund, sem við áttum á nýárs- dag á þeirra indæla heimili. Allar eiga þessar minningar það sameiginlegt, að um þær leik- ur aðeins birta, enginn skuggi, og munum við hjónin varðveita þeSs- ar ljúfu minningar, svo lengi sem hugurinn er heill. Því vissuiega eru góðar minningar gulli betri. Á síðastliðnu ári hrakaði heilsu Heiðu svo mjög, að hún dvaldi á sjúkrahúsum alltaf öðru hverju en þess á milli var hún heima þegar hún hafði fótavist. Siðasta dvöl hennar á heimili sinu var nú um jól og áramót, en strax í byrj- un þessa árs, var hún lögð inn á sjúkrahús og I þetta sinn átti hún ekki þaðan afturkvæmt. A<> Hryggjast og glrðjast hér um fáa daRa. Að heilsast og kveðjast það er Iffsins saga. Þetta er einn þáttur samskipta okkar mannanna hér i þessum heimi. Heiðu þökkum við að leiðarlok- um allt það sem hún var okkur, sem ekki verður hér upp talið. Við biðjum henni Guðs blessunar á hinu nýja tilverustigi og vonum, að þar megi hún endurheimta aft- ur glaðværð sína og gleði, sem hún átti í svo rikum mæli. Að endingu vil ég og fjölskylda mín færa Magnúsi, Ágústu Krist- inu, Soffíu, svo og öllum öðrum aðstandendum innilegar samúð- arkveðjur okkar allra. Valur. Minning: Ólafur Jónsson Stóru Ásgeirsá Hinn 14. desember sl. lést á Landspitalanum Ölafur Jónsson bóndi á Stóru Ásgeirsá í Viðidal. Ölafur var fæddur á Söndum i Miðfirði 6. nóvember 1888. For- eldrar hans voru Jón Skúlason bóndi þar og fyrri kona hans, Steinunn Daviðsdóttir, frá Þor- gautsstöðum i Hvítársiðu. Móðir Ölafs lést á besta aldri árið 1891 þegar Ólafur var aðeins þriggja ára. Honum mun hafa orðið móðurmissirinn sár þó að hann nyti forsjár föður sins og síðan síðari konu hans, Guðbjargar Ólafsdóttur frá Heiði á Álftanesi. Synir þeirra Steinunnar og Jóns Skúlasonar, sem náðu fullorðins aldri, voru tveir: Ólafur og Jón, siðar bóndi á Söndum. Heimilið á Söndum var í tíð Jóns Skúlasonar frábært að reisn og búskapur þar viðurkenndur bæði fyrir hagsýni og snyrtimennsku. Jón Skúlason var forystumaður bænda í verslunarmáium en félagsverslun bænda á samvinnugrundvelli var þá að ná fótfestu. Hið fyrsta þess- ara félaga, Húnaflóafélagið, áttí sér ekki langa sögu en litrika og stórhugur bænda á þeim tima var undrunarverður. Siðan komu önnur verslunarsamtök I stað þeirra sem hurfu. Höfuðtil- gangurinn var ávallt sá sami, að ná betri verslunarkjörum bæði með þá vöru sem bændur þurftu að kaupa til heimila sinna og þá sem þeir höfðu að selja til öflunar gjaldeyris. Ólafur fór til húnaðarnáms á Hóium í Hjaltadal haustið 1909. Vafalaust hefur það verið honum góður skóli enda minntist hann oft á dvöl sina þar og skóla- stjórann sem þá var Sigurður Sig- urðsson. Áhugi Sigurðar á fram- förum og nýbreytni i búnaðar- háttum er þjóðkunnur. Aldrei hef ég heyrt nokkurn nemanda hans minnast hans öðruvisi en með aðdáun á hæfileikum hans og áhuga. í aprilmánuði árið 1912 kvæntist Ólafur Margréti Jóhannesdóttur frá Útibleiks- stöðum í Miðfirði. Höfðu þau bæði dvalið á Akureyri um vetur- inn og giftust þar. A fardögum það vor hófu þau búskap-á Stóru Ásgeirsá. Þar var þeirra ævistarf unnið og heimili svo lengi sem heilsa leyfði. Það reyndust verða 64 ár. Margrét lést á-sjúkrahúsinu á Hvammstanga hinn 15. júli sl. Stóra Ásgeirsá var byggð á Landnámsöld. Þar hefur oft verið vel búið og þar setið bændur við góð efni. Tún er grasgefið og engjabúskapur á harðvelli meðfram Viðidalsá. Um langt skeið fylgdi jörðinni verulegur hluti afréttarinnar Austurheiðar sem þá var kölluð Ásgeirsárheiði. Þegar kirkja lagðist niður á Stóru Ásgeirsá féll heiðin undir kirkju- staðinn Viðidalstungu. Þegar Ólafur hóf búskap á Stóru Asgeirsá mun hann hafa notið góðra efna frá föður sínum og gat hafið búskapinn án þess að stofna til skulda. Skuldir voru Ólafi fremur litið ánægjulegt hugtak og i andstöðu við þá hag- fræði sem hann byggði sinn búskap og búhyggindi á. Sjaldan naut Ólafur sín betur en i við- ræðum um slik mál. Glöggskyggni hans i fjármálum var ósvikin. En þegar höfuðþættirnir í velgengni í fjármálum fóru að verða spila- mennska með stöðugt verðminni krónur þá stóð hann eftir, stóð áfram á þeim grunni ráðdeildar og hófsemi, sem best hefur dugað þjóðinni. Nútiðarhagfræði, sem skapar skilyrði til þess að láta taprekstur þýða stórgróða, kærði hann sig ekki um. Þegar þau Ölafur og Margrét hófu búskap var jörðin fremur illa húsuð. Ólafur hóf þegar að húsa hana með vönduðum bygg- ingum, fjárhúsum og . hlöðum. Leið ekki á löngu þar til búskapur þeirra var til fyrirmyndar bæði úti sem inni. Ólafur var frábært snyrtimenni i allri umgengni á jörð sinni. Smiðju átti hann og vann i henni til búsþarfa. Á þeim tima þurfti flest að. vinna heima sem búskapurinn þurfti við, úti sem inni. Fram yfir 1930 var það venja að hafa allmargt fólk i heimili þar sem búskapurinn leyfði. Á Stóru Ásgeirsá var á þessum árum margt ágætisfólk og húsbændurnir hjúasælir. Ber það glöggt vitni hversu margt valdist á heimilið af ungu og- tápmiklu fólki. Arið 1931 byggði Ólafur heimilisrafstöð við ána sem bærinn er kenndur við. Þá voru rafstöðvar að koma á nokkur býli sem höfðu til þess aðstöðu. Til að veita þessu verki forstöðu fékk Ólafur Stefán Runólfsson frá Hólmi á Siðu. Atorka þeirra Hólmsbræðra, Bjarna og Stefáns, um raforkuframkvæmdir var alkunn og þó einkum Bjarna. Minntist Ólafur komu hans að Stóru Ásgeirsá meðan fram- kvæmdir stóðu yfir og þóttu honum handtökin góð. Það var ekki fyrr en aldarfjórðungi síðar að rafmagn var lagt i Viðidalinn en fram að þeim tíma var Stóra Ásgeirsá eina býlið sem það hafði. Ólafur fór sjaldan að heiman og á heimili sinu kunni hann best við sig. Hann var hlédrægur í félags- málum og sjaldan á mann- fundum. Eitt sinn var hann kos- inn oddviti sveitarinnar en kom þannig málinu að annar var kos- inn í hans stað. Hlédrægni Ölafs i félagsmálum held ég að einkum hafi stafað af tvennu: Hann vildi vinna heima og hann vissi að hann felldi ekki skap við nema suma þeirra sem hann hefði þurft að vinna með. Ólafur var vel gefinn bæði til hugar og handar. Mér er það í minni er ég heyrði hann eitt sinn taka til máls á mannfundi hversu vel hann flutti mál sitt. Sjálfsagt hef ég hlustað betur vegna þess hve sjaldgæft það var að heyra hann taka til máls á fundum. Þegar litið er til baka er mér Ólafur mest i minni á tveimur skeiðum ævi hans: Þegar hann á manndómsskeiði bjó sinu myndarbúi sem stóð langt framar öðrum um framfarir í búskap, snyrtimennsku og efnahag. Og síðar þegar hann var orðinn einn á jörð sinni, öldungur sem engan lét segja sér fyrir um hversu hann Framhald á hls. 35

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.