Morgunblaðið - 08.02.1977, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977
M0RödK,-:v''v'’
r W-
u J
Ég er komin á þá skortun að
kærastinn minn verði að vera
hevrnardaufur líka að vera
sjóndapur.
Þú verður að draga úr majónes-
álinu?
Það er allt í lagi með hjartað og
lungun — og nú er það spurn-
ingin um hankainnistæðuna?
— og fallegir fótleggir — ég
meina falleg rithónd?
— Áður en ég byrja á ræðu
minni, sagði heiðursgesturinn I
samkvæminu, — langar mig til
þess að segja nokkur orð.
Næsta skipti
Brúðurin, að loknu mjög hátfð-
legu kirkjuhrúðkaupi: — Uh-h,
elskan mín, þetta er nú meira
— næsta skipti ætla ég bara að
hafa einfalt morgunbrúðkaup!
Silfurhrúðkaupið
Franskur stjórnarerindreki,
sem vann við sendiráð lands
sfns erlendis, var eitt sinn boð-
inn f silfurbrúðkaup þekktra
hjóna. Þeim franska var ekki
fvllilega Ijóst, hvað silfurbrúð-
kaup væri og á meðan á borð-
haldinu stóð, hvfslaði hann að
borðdömunni sinni, sem var
frænka silfurhrúðarinnar: —
Segið mér, hvað er eiginlega
silfurbrúðkaup? Við þekkjum
það ekki f Frakklandi?
— Silfurbrúðkaup er haldið,
þegar fólk er búið að búa sam-
an hamingjusamlega f 25 ár,
eins og frænka mín og maður
hennar hafa nú gert.
— Nú, já, einmitt það, sagði sá
franski. — Og nú ætlar hann að
kvænast frænku yðar?
Á kvennafundinum
Reynd ekkja við vinkonu sfna á
kvennafundi: — Hvernig dett-
ur henni f hug að koma hingað
á fundinn og halda fyrirlestur
um hjónabandið, hún hefur þó
aldrei verið gift nema þessum
eina karli sfnum?
Það gat ekki verið eftir hann
— Þetta getur ekki verið eftir
mig, sagði Óli litli við mömmu
sfna sem var reið út af svörtum
fingraförum sem voru á hurð-
inni.
— Ég sparka hurðinni alltaf
upp.
Ilvers vegna ekki?
Ergileg eiginkona segir við eig-
inmanninn, sem situr, eða rétt-
ara sagt hangir og fiktar við
skeiðina sína. — Heyrðu góði
minn, — hvað er eiginlega að
þér, á mánudaginn þótti þér
rauðgrauturinn góður, á þriðju-
daginn þótti þér hann góður og
f gær þótti þér hann góður, —
og hvers vegna þvkir þér hann
svo ekki góður í dag?
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Stundum er eins og eitt leiði af
öðru þegar sagnhafi reynir að
finna út skriftingu litanna á
höndum varnarspilaranna.
Áustur gefur, allir utan hættu.
Norður
S. 8742
H. ÁG65
T. KD9
L. 83
Suður
S. ÁD1063
H. 7
T. 75
L. KDG107
Mikið
framboð
Að undanförnu hefur verið all-
mikið um fasteignaauglýsingar í
blöðum og hafa fróðir menn sagt
að það muni vera að nokkru leyti
vegna þess að hálfgerð deyfð sé
yfir fasteignamarkaðnum og því
þurfi að auglýsa meira en oft
áður. En út frá þessu ritar einn
húseigandi eftirfarandi:
— Alveg er það merkilegt
hversu gífurlega mikið er af fast-
eignaauglýsingum í sumum dag-
blöðunum. Á síðu eftir síðu má
sjá auglýstar íbúðir af öllum
stærðum, frá einstaklings eða 2
herbergja íbúðum allt til 5—6
herbergja og einbýlishúsa. Verðið
er lika fjölbreytt eftir þvi, allt frá
4—6 milljónum og uppi 25—30
milljónir króna og jafnvel enn
hærra ef um „rétta eign“ er að
ræða.
Allar þessar auglýsingar leiða
hugann að þvi hvað myndi t.d.
gerast ef mjög mikið myndi
minnka sala á fasteignum. Það er
greinilegt að fjöldi manna myndi
missa atvinnuna á augabragði og
eiga erfitt með að fá aðra vinnu.
Það hafa að ég held nokkrar nýjar
fasteignasölur sprottið upp á sið-
asta ári eða siðustu tveim árum,
og það er liklegt að þær fremur
en hinar gamalreyndu muni detta
upp fyrir á undan. En hvað um
það — nú er allt i gangi enda þótt
hægar sé en áður. Þetta mikla
auglýsingamagn segir manni það
að nú þurfi að hafa meira fyrir
hlutunum en áður og það er mikið
af orðunum rétt eign, fallegt út-
sýni, sérlega hagstætt verð, mjög
góðir greiðsluskilmálar o.s.frv.
Það verður að halda fólki við
efnið og þvi er óhætt að eyða
nokkrum krónum i að auglýsa.
Annað atriði sem manni blöskr-
ar eru þessar tölur, nokkrar
milljónir fyrir eina íbúð. Fyrir
nokkrum árum þegar maður var
að standa i þessu voru þetta
kannski nokkrir tugir þúsunda.
Auðvitað þótti það alveg nóg og
nógu erfitt var að standa í skilum
rétt eins og það er sjálfsagt núna,
en tölurnar voru minni og það
liggur við að þessar tölur séu hálf
ómanneskjulegar, fólki sem
komið er af miðjum aldri óar við
því að hreyfa sig nokkuð eða
minnka við sig húsnæðið vegna
þess að svo háar tölur eru í spil-
inu.
En þetta gildir svo sem ekki
aðeins um íbúðir heldur og bila
og næstum hvað sem er, — mikið
er auglýst til að ná áhuga fólks
því það hefur án efa minni aura-
Sagnir ganga þannig, að austur
opnar á einu laufi, suður segir
einn spaða en vestur segir tvo
tigla. Suður er síðan sagnhafi í
fjórum spöðum. Vestur spilar út
laufníu, sem austur tekur með ás
og skiptir í tigultvist. Ás og
austur trompar siðan tígul og spil-
ar laufi. Vestur fylgir lit og nú
tekur þú við, lesandi góður,.
Er lausnin komin? Hafir þú ætl-
að að taka á hjartaás og svina
spaðatíu, þá færðu 10 i einkunn,
því þannig vinnst spilið. En hvers
vegna?
Svarið er a finna i opnunarspgn
austurs, sem segir að hann eigi
mest 8 spil í hálitum. Við erum
búin að sjá, að hann átti fjögur
lauf, einn tígul og er búinn að
neita fimmlit I hjarta. Hann á
þannig 4 spil í báðum hálitum.
Hendur varnarspilaranna eru því
þannig.
Vestur Austur
S. _ S. KG95
H. 10843 H. KD92
T. AG 108643 T.2
L. 95 L. Á642
Þú færð þvi á spaðaníuna. Sið-
an trompar þú lauf i blindum,
svínar aftur spaða og átt slagina,
sem eftir eru.
ROSIR - KOSSAR - 0G DAUÐI
Framhaldssaga eftir Mariu
Lang
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
26
ég gleymi því aldrei. Það var
ung kona, sem gerði tilraun til
að svipta sig lífi. Hún hafði
tekið hjartalyf móður sinn-
ar. . .og það var óskaplegt að
fylgjast með dauðastríði henn-
ar. Og það var ekket hægt að
gera fyrir hana.. .ekki einu
sinni á sjúkrahúsinu f Örebro,
þvi að hún leið 1 dá áður en
hægt var að pumpa eitrinu upp
úr henni.. ,Og þannig.. .þannig
hefur einhver.. .þannig hefur
einhverjum þótt hæfa að
dauðastrfð bróður míns færi
fram. Frederik! Én hvers
vegna? IIVÉRS VÉiGNA?
En f miðri örvæntingunni
tókst þessari virðulegu gömlu
konu þó að ná stjórn á sér og
hún sagði:
— IIjá flöskunni hefur alltaf
verið glas á náttborðinu. Það
var á sfnum stað þegar ég fór
héðan klukkan tvö. Ilvað hefur
þá orðið um það?
Eftir nokkurra mfnútna leit
fannst glasið í baðherberginu.
Þar stóð það á vaskröndinni og
skeið hjá og mátti sjá þess
greinileg merki að hvort
tveggja hafði verið skolað ný-
lega.
Ég minnti Christer á að ég
hefði hevrt þyt f rörunum rétt
fyrir klukkan hálf fjögur.
— Þetta baðherbergi er beint
fyrir neðan herbergið mitt. Það
hlýtur að hafa verið þaðan sem
hljóðið kom.
— Ilvernig var þetta? Ileyrðir
þú fyrst skolað niður og svo
hrópin eða öfugt?
— Fyrst veinin.
Það fór hrollur um mig við
tilhugsunina og ég starði á
hreyfingarlausan Ifkama gamla
mannsins, full samúðar. Var
hann dáinn eða var hann enn
með Iffsmarki? Það var að
minnsta huggun að vita að kval-
ir hafði hann ekki lengur.
Mina frænka bærði ögná sér f
hægindastólnum.
— Við ættum kannski að fara
með hana f rúmið og búa betur
um hana, sagði Fannv frænka.
— Én hún er náttúrlega þó
nokkuð þung. ..
Én Christer hafði tekið Minu
í fangið áður en Fanny hafði
sleppt orðinu og meðan ég gekk
á undan án þess að gera annað
gagn en opna fyrir hann dyrn-
ar, bar hann byrði sfna upp
stigann og lagði hana á rúmið
sitt. Við drógum af henni skóna
og settum heklað teppi yfir
hana og þegar við höfðum dreg-
ið rúllutjöidin gengum við út
úr herberginu. Mér til undrun-
ar la-sti Christer dyrunum og
stakk lyklinum f vasann.
Ilann brosti dauflega þegar
hann sá svipinn á mér.
— Þú hefur gert mér nógu illt
við með þvf að tala um að hin
gæfa Mina frænka væri dáin.
Ég vil helzt ekki að skuggaleg
hugarfóstur þfn verði að raun-
veruleika...
Ég vafði þéttar að mér nátt-
sloppnum og enn á ný fann ég
hroll fara um mig...
— Heldur þú...?
— Satt bezt.að segja held ég
ekkert enn sem komið er. Én ef
málið er þannig vaxið að morð-
ingi gengur hér á meðal okkar
býst ég ekki við að það skaði að
vera dálftið gætinn.
Rödd hans var f senn beizk og
þreytuleg og ég sá að f morgun-
skfmunni var andlit hans mark-
að þreyturúnum. Ég greip
ósjálfrátt um hönd hans og leit
á hann full hluttekningar.
— Christer minn, ég skil af-
skaplega vel hvernig þér er
innanbjósts. Frfið þitt.. .trúlof-
unin.. þetta sumar sem þú
hefðir átt að mega eiga án þess
að þurfa að hugsa um annað en
sjálfan þig og þína gæfu. ..og
svo gerist þetta...
— Það er engu Ifkara, sagði
hann og gretti sig einkennilega
— en að ég dragi að mér morð
og ólán. Kannski skapa ég þetta
andrúm. Kannski er eitthvað f
fari mínu sem kallar fram
óhugnarlegar og eitraðar hvat-
ir...
Við gengum hægt niður og f
forstofunni kom Fanny frænka
á móti okkur og sagði lágróma:
— Frederik er dáinn.
Ilvorugt okkar treysti sér til
að stynja upp einhverjum kurt-
eisislegum samúðarorðum. En
Christer tók undir handlegg
hennar og leiddi hana fram f
eldhúsið, þar sem hún hné nið-