Morgunblaðið - 08.02.1977, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 08.02.1977, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1977 V arnir Yestur- Evrópu eru 1 molum Stjórnmálaleg kúgun Vissulega hefur enginn haldið þvi fram, að Rússar muni hefja slikt áhlaup í næstu framtíð, eh sú stað- reynd, að þeir eru færir um það gefur þeim gifurlegt vald til að beita stjórnmálalegri kúgun Varnarmála- ráðherra eins aðildarrikis NATO seg- ir: „Tilgangur þeirra er augljós. Moskvustjórnin og bandamenn hennar eru að koma ár sinni þannig fyrir borð að þeir hafi slika yfirburði að ráðamenn i Evrópu sefjist og láti smátt og smátt undan þeim á stjórn- málasviðinu." Mundu Rússar beita slikum þrýst- ingi? Áður en Jimmy C rter tók við forsetaembætti kvaðst Leonid Brezhnev geta fullvissað hann um að Rússar mundu ekki keppa við B ndaríkin um landvinninga En ráðamenn i Evrópu minnast þess að tæpum mánuði eftir að 35 þjóðir undirrituðu Helsinki-yfirlýsinguna á öryggismálaráðstefnu Evrópu árið 1975 var sovézkt herlið komið til Angóla. Slík útþensla á sér enn stað og hin sivaxandi hervæðing i Austur-Evrópu er hluti af henni. Atlantshafsbandalagið er illa und- ir það búið að mæta þessari út- þenslu kommúnista. Tölvurannsókn- irnar sem fram fóru í tengslum við hinar yfirgripsmiklu heræfingar NATO s.l haust sýndu, að sumar herdeildir urðu uppiskroppa með skotfæri eftir að hafa barizt af fullum krafti í aðeins hálfan dag Sovézku hersveitirnar hafa hins vegar skot- færi til slíkra bardaga i samfellt tvær eða þrjár vikur. Samkvæmt sömu niðurstöðum tókst herjum NATO að eyðileggja 20—30% af vopnabún- aði óvinarins, en þrátt fyrir það tókst af hörku. En eins og nú standa sakir er síðferðisþrek i herjum aðildarrfkja NATO í lágmarki, að þvi er sagt er Hollenzkir og belgískir hermenn eru i verkalýðsfélögum. Bandariskur herforingi, sem nýlega ferðaðist milli stöðva NATO f Vestur- Þýzkalandi, segir, að hinn óbreytti hermaður þar líti á sjálfan sig sem lamb, sem er verið að leiða til slátr- unar — og gildi þá einu hverrar þjóðar hann sé Þrýstingur Á siðasta áratug fjölguðu Sovét- menn í liði sinu við viglínuna í Mið-Evrópu um 130 þúsund manns. Skriðdrekum þeirra hefur fjölgað um 40 af hundraði og stór- skotalið sitt hafa þeir styrkt um helming á sama tima. Stórfelld aukning í hernaðaruppbyggingu á Kola-skaga hefur orsakað nýjan þrýsting á norðurlandamærum Noregs, og við þessum þrýstingi hefur enn ekki verið brugðizt. Að því er talið er í Brússel hafa Sovétmenn nú komið sér upp skotpöllum neð- ansjávar fyrir eldflaugar af gerðinni SS-NX-18, en þessar eldflaugar draga yfir 7 þúsund kílómetra vega- lengd og geta þannig hæft skotmörk um alla Vestur-Evrópu og i sumum hlutum Bandaríkjanna Enda þótt friður haf ríkt í þrjá áratugi eru hersveitir Sovétmanna i mjög góðri þjálfun, og leyniþjónusta Vesturveldanna telur hermenn þeirra hæfustu og viljugustu bar- dagamenn i heiminum. Jafnvel her- sveitir hjáleigurikjanna eins og t.d. Austur-Þýzkalands og Póllands hafa yfirburði yfir hermenn aðildarríkja Atlantshafsbandalagsrikjanna. Hátt- dæmis lækkað framlög sin til varnarmála fimm sinnum. Þjálfun flugmanna og stjórnenda skriðdreka er í algjöru lágmarki. Frestað hefur verið framkvæmdum við að koma fyrir eldflaugum til að beita gegn flugvélum og skriðdrekum, og sama er að segja um fjarskiptakerfi. Bolgar og Hollendingar hafa stytt herskyldu f niu mánuði, en sá timi „nægir tæpast til að læra undir- stöðuatriði almannatryggingakerfis- ins", eins og einn yfirmanna Atlants- hafsbandalagsins orðar það mjög svo háðslega. Kjarnorkumáttur ekki raunveru- legur mælikvarði á valdajafnvægi Hinn nýi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Harold Brown, hefur rétt fyrir sér þegar hann bendir á að jafnvægi sé í kjarnorkustyrk stór- veldanna, en hermálasérfræðingar í Evrópu halda því fram, að mega- tonnin skipti hér ekki aðalmáli. Þeir segja að mátturinn til að berjast með öðrum vopnum en kjarnorkuvopn- um sé hinn raunverulegi mælikvarði á valdajafnvægið, og á því sviði hafi NATO-ríkin aldrei verið eins veik og nú Sovétmenn framleiða um þessar mundir þrjá skriðdreka á móti hverjum einum, sem Bandaríkin framleiða Rússar framleiða nú svo mikið af fullkomnustu orrustuflug- vélum að það nægði til að endurnýja allan orrustuflugvélaflota Breta á fimm til sex mánaða fresti og svo mætti lengi telja. Frá og með árinu 1981 hyggjast Sovétmenn framleiða 4 500 skrið- dreka af hinrii nýju tegund T-72, en það er fimm sinnum meira en hefur Arnaud de Borchgrave eftir ráðamönnum á sviði vamarmála Í nýjasta tölublaði bandaríska tímaritsins News- week birtist eftirfarandi grein eftir Arnaud de Borchgrave um varnir Evrópu. Hann hefur að undanförnu átt viðræður við ýmsa þá menn, sem hafa þann starfa að tryggja varnir Vestur- Evrópu, bæði innan Atlantshafsbandalagsins og utan þess. WALTER Mondale, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti þv1! yfir er hann kom í aðalstöðvar Atlantshafsbanda- lagsins á dögunum, að Bandaríkin væru reiðubúin til að auka framlög sín til varna Vestur-Evrópu að þvi tilskildu að bandamenn þeirra gerðu slíkt hið sama. Sagt er að þessi yfirlýsing Bandaríkjastjórnar hafi orðið til þess að viðstaddir „vörpuðu öndinni léttar", en þrátt fyrir þá ánægju eru varnir Evrópu mál, sem margir leiðtogar aðildaríkja NATO vilja helzt ekki leiða hugann að É átti nýlega einkaviðræður við marga þá menn, sem bera ábyrgð á vörnum Evrópu, — yfirmenn herja aðildarríkja NATO, varnar málaráð- herra, hershöfðingja, sérfræðinga á sviði leyniþjónustu og utanríkisráð- herra. Þessum mönnum bar sama um að staða NATO væri orðin mun lakari en andstæðingsins. Nýlegar tölvurannsóknir, sem fram fóru í sambandi við sameigin- legar æfingar herja aðildarríkjanna, leiddu í Ijós, að samanborið við hernaðarmátt Varsjárbandalagsins er staða NATO jafnvel enn verri en hún virðist vera á yfirborðinu Einn æðsti embættismaður í Evrópu tjáði mér, að yrðu staðreyndir gerðar heyrum kunnar, gæti það „valdið meiriháttar ringulreið" Annar sagði: „Ef ábyrgur ráða- maður gerði grein fyrir hinu raun- verulega ástandi varna Evrópu opin- berlega gæti afleiðingin orðið lömun og sinnuleysi I staðinn fyrir þau viðbrögð, sem við gerum okkur enn vonir um að komi í Ijós — að gert verði samstillt átak" Margir hernaðarsérfræðingar hafa gert grein fyrir þeirri skoðun sinni opinberlega, að hernaðarmáttur Sovétríkjanna og þar með Varsjár- bandalagsins sé nú slíkur. að þau geti með áhlaupi vaðið yfir Vestur- Þýzkaland á örfáum dögum (sjá meðfylgjandi kort) Þeir óttast að herjir Atlantshafsbandalagsins mundu reynast of vanmáttugir og óskipulagðir til að geta haldið aftur af kommúnistum, og að Rússar kynnu að ná á sitt vald kjarnorku vopnum þeim, sem beitt er í návigi, áður en NATO-ríkin kæmust svo langt að ákveða að beita þeim. Belgíski hershöfðinginn Robert Close, sem er yfirmaður skriðdreka- sveitar i Vestur-Þýzkalandi. telur, að árásarherjir Varsjárbandalagsins gætu náð að Rin á 48 klukkustund- um Skoðanir hans eru mjög umdeild- ar. en James Hollingsworth, áður hershöfðingi í Bandaríkjaher, hefur fylgzt náið með vörnum Evrópu og samdi nýlega skýrslu um viðbragðs- flýti herja bandalagsins. en tveir bandariskir öldungardeildarþing- menn birtu þá skýrslu i síðustu viku Þar kemur fram sú skoðun Hollings- worths, að Rússar komist yfir Vestur-Þýzkaland á sex dögum í sliku tilviki ættu Vesturlönd um tvennt að velja — kjarnorkustyrjöld eða skilyrðisiausa uppgjöf fyrir Rússum „Sovétunum" að brjóta á bak aftur skriðdrekavarnir bandalagsins og halda áfram ferð sinni svo að segja óhindrað Sveitir NATO-ríkjanna, sem börðust hlið við hlið, gátu ekki skipzt á upplýsingum þar sem fjar- skiptaútbúnaður var ósamstæður og flugvélar þeirra voru „skotnar niður" af vinveittu liði Hinn margvíslegi vopnabúnaður — svo sem 31 teg- und af eldflaugum, sem beita á gegn skriðdrekum — olli fullkom- inni flækju, sem endaði í hreinni martröð Bardagasveitir fengu ekki nauðsynleg skotfæri þar sem bíla- lest með þau var fimm tímum á eftir áætlun og fór leið, sem sovézkar orrustuflugvélar héldu upp „árásum" á í raunverulegum átökum má auð- vitað gera ráð fyrir þvi að reyndin yrði önnur Sovézki herinn hefur ekki barizt i 30 ár og getur ekki treyst fullkomlega bandamönnum sínum — sérstaklega Tékkóslóvök- um og Ungverjum Vestur- Evrópubúar væru þarna að verja heimili sín, og sér i lagi má vænta þess að Bandarikjamenn, V- Þjóðverjar og Bretar mundu berjast settur belgiskur herforingi, sem skoðaði herstöðvar í Póllandi fyrir skömmu, sagði við mig: „Hermennirnir okkar eru eins og ylfingar við hliðina á þeim." Hvað viðkemur mannafla og við- búnaði standast NATO-ríkin Varsjár- bandalagsríkjunum engan veginn snúning, — og sem dæmi má nefna. að samanlagður liðssafnaður Breta er fámennari en her Sviss- lendinga, Svía og jafnvel Finna Þar að auki er staðarval NATO- herdeildanna alrangt — með tilliti til skyndiáhlaups Sovétmanna — og herfræðilega séð hefur því verið dreift á ranga staði, ef tekið er tillit til þeirra svæða þar sem þrýstingur fer vaxandi eins og til dæmis á Kola-skaga En flutningur herliðs. sem telur 1 200 menn, kostar nú um 35 milljónir bandaríkjadala þegar allt er talið, — kaup á landi, mann- virki og annað, sem nauðsynlegt er að kosta til í því sambandi. Slíkir fjármunir liggja ekki á lausu á meðan stjórnmálamenn þrýsta stöðugt á um samdrátt í framlögum til landvarna Á tveimur árum hafa Bretar til EUROPE Bandaríkjamenn ætla að framleiða á sama tíma. Síðast liðin tvö ár hafa forráðamenn Atlantshafsbandalags- ins vitað að í Mið-Evrópu hafa sveitir Sovétmanna aukið viðbúnað sinn gífurlega á sviði sýklahernaðar, en NATO-herjirnir eru svo að segja varnarlausir á þvi sviði Þá hafa myndir frá gervihnöttum sýnt að Sovétmenn hafa yfir að ráða gifur- legu magni tækjabúnaðar. sem ætl- aður er til flutninga yfir vötn, — og þau geta tæpast flokkazt undir varnarbúnað Það er aðeins á sviði kjarnorku- vopna sem beita má f návigi, að NATO-rikin standa kommúnista- ríkjunum á sporði, og Rússar gera sér grein fyrir þessu. Þeir leggja nú megináherzlu á að „útrýma þessari ögrun" eins og segir i leynilegum upplýsingum, sem NATO hefur komizt yfir. Sumir ráðgjafar Carters Banda- ríkjaforseta hafa lagt til að báðir aðilar flytji frá Evrópu þau vopn sin, sem eru með kjarnaoddum, en Alex- ander Haig, yfirmaður bandarísku hersveitanna í Evrópu, hefur látið þau orð falla að þessi vopn séu svo mikilvæg fyrir varnir NATO, að verði þau fjarlægð muni hann segja af sér. Vera má að eldflaugar með kjarnaoddum geti ekki komið í veg fyrir ósigur Atlantshafsbandalags- ins. í nýlegri greinargerð með fjár- veitingafrumvarpi til Bandaríkja- þings var þvi haldið fram, að NATO mundi aldrei að fyrra bragði beita slíkum vopnum af ótta við að þá mundu Sovétmenn varpa kjarnorku- sprengjum á borgir i Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu. Þó er það stað- reynd, að herlið með venjulegan vopnabúnað yrði sennilega yfirbug- að ef slíkum vopnum yrði ekki beitt að fyrra bragði. í greinargerðinni með fyrrnefndu fjárveitingarfrum- varpi var mælt með því að NATO hætti við að miða varnarviðbúnað við eldflaugar með kjarnaoddum en styrkti í staðinn varnir með venjuleg- um vopnabúnaði Þetta mundi að sjálfsögðu hafa i för með sér stór- aukinn kostnað við varnir og gæti jafnvel orðið til þess að hindra efna- hagslega viðreisn Evrópu í öllum samtölum mínum við hina háttsettu ráðamenn gekk þessi skoðun í gegn eins og rauður þráður: Sovétmenn eru að ná yfir- burðum á hernaðarsviðinu með því að fela sig á bak við þokutjald „Détente-stefnunnar". Sú blekking að jafnhliða fækkun í liði Banda- rikjanna og Sovétríkjanna í Evrópu muni koma á stöðugleika er að mati evrópskra hernaðarsérfræðinga það, Framhald á bls. 47 A 11 a n t ic 0 c e a n CCIMPARATIVE STRENGTH NATO WARSAW PACT Tltíops 792.000 899.000 Tanks 6.755 15.700 Tadical aircraft T.700 3.000 Tactical nuclear wartieads 7.000 3.000 KOLA PENINSULA Kortið sýnir hugsanlega sókn Varsjárbandalagsins yfir landamæri Vestur-Þýzkalands úr austri og norðri, að ánni Rin og áfram að Ermarsundi og út á Atlantshaf frá Kola-skaga og um Eystrasalt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.