Morgunblaðið - 13.02.1977, Page 2

Morgunblaðið - 13.02.1977, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. FEBRUAR 1977 SúlanEAtil- kynnti 200. þúsundasta loðnutonnið SULAN EA tilkynnti Loðnunefnd 200. þúsundasta ioðnutonnið á vertfðinni klukkan hálf eitt f fyrrinðtt og fór báturinn með afl- ann til Vopnafjarðar. Úhagstætt veður var á loðnumiðunum á Hvalbakssvæðinu f fyrrinótt, suð- austan kaldi og stóð loðnan djúpt. Erlend sendiráð: Tollgæzl- an skoð- ar vöru- sendingar TOLLGÆZLAN skoðar vöru- sendingar til erlendra sendiráða afveg eins og um venjulegar vöru- sendingar væri að ræða, sagði Jón Grétar Sigurðsson, fulltrúi tollgæzlustjóra, í samtali við Morgunblaðið. Sagði Jón Grétar að sendiráðin létu fylgja lista um innihald vöru- sendinga og væri kannað hvort innihaldið væri það sama og gefið væri upp á listunum. Aftur á ríióti kvaðst Jón Grétar ekki muna nein tilfelli þar sem leitað hefði verið í pósti til sendiráða. Mætti yfirleitt sjá á sendingunum að þær inni- héldu bréf og blöð. Hins vegar væri leitarheimild fyrir hendi, ef talið væri að pakkarnir innihéldu eitthvað grunsamlegt. Var loðnuveiðin ágæt, ef miðað er við þessar slæmu aðstæður. Frá þvf klukkan átta f fyrrakvöld til klukkan tvö sfðdegis f gær til- kynntu 15 bátar afla, samtals 7.150 tonn. Dreifðust bátarnir með aflann á Austfjarðarhafnir, en þar var vfða að losna löndunar- pláss f gær. Til Vestmannaeyja fóru Sigurður RE og Svanur RE. Eftirtaldir bátar tilkynntu afla frá klukkan átta í fyrrakvöld Jil tvö í gær: Helga Guðmundsdóttir BA 440 tonn, Hákon ÞH 300, Grindvikingur GK 430, Stapavík SI 400, Guðmundur RE 780, Ásberg RE 300, Guðmundur Jóns- son GK 470, Súlan EA 530, Sigurður RE 1320 (metafli), Albert GK 460, Huginn VE 50 (bilun) Gullberg VE 560, Svanur RE 320, Árni Sigurður AK 340 og Örn KE 450 tonn. Tveir bátar, Guðmundur RE og Sigurður RE, eru búnir að veiða á níunda þúsund tonn af loðnu á vertíðinni og Börkur NK og Grindvíkingur GK koma fylgja fast á eftir. Þegar loðnan stendur djúpt og mikill vindur er á mið- unum, veiða stóru skipin mest, því þau hafa dýpstu næturnar og eru auk þess með hliðarskrúfur, sem koma að góðum notum við þessar aðstæður. VEÐURGUÐIRNIR hafa verið með eindæmum blíðir Reykvíkingum og öðrum íbúum Suðvesturlands í vetur. Sem dæmi má nefna að aðeins 5 alhvítir dagar hafa komið í Reykjavík á vetrinum, en meðaltal alhvítra daga i desember- og janúarmán- uði er 23. Myndin er tekin einn sólfagran vetrarmorgun úr Örfirisey. — Ljósm.: Pviðþjófur. 50% samdráttur 1 uppmæling- arvinnu trésmiða á Akureyri UPPMÆLINGARVINNA trésmiða á Akureyri hefur verulega dregizt saman á s.I. tveimur árum og sam- kvæmt upplýsingum Torfa Verðbólgunefndin skilar einhverju áliti í febrúar n.k. 99 Brýn nauð- syn að stækka loðnu- SVOKÖLLUÐ verðbólgunefnd, sem sett var á fót af forsætisráð- herra með aðilum vinnumark- aðarins, á að skila áliti f febrúar- mánuði. Jón Sigurðsson, þjóð- hagsstjóri, sem er formaður nefndarinnar, sagði f viðtali við Morgunblaðið að hann byggist við þvf að nefndin myndi skila ein- hverju áliti á tilsettum tíma, en hvort það yrðu endanlegar niður- stöður nefndarinnar vildi hann ekki fullyrða. Hann kvaðst ekki geta sagt neinar beinar fréttir af starfi nefndarinnar, þar sem f því væri ekki hægt að greina neina sérstaka áfanga. Sigtryggssonar, varafor- manns TFA, hefur upp- mælingarvinnan verið um 50% minni s.I. ár en árin á undan. Ástæðan fyrir þessari þróun er sú að nýjar gerðir steypumóta hafa komið til á svæðinu, en ekki hefur verið gert samkomulag milli Trésmiðafélagsins og Meistarafélags bygginga- manna á Norðurlandi um nýja taxta fyrir þessar mótagerðir. Þrátt fyrir minni upp- mælingarvinnu hafa tekj- ur trésmiða á félags- svæðinu ekki dregizt sam- an vegna þess að það varð þegjandi samkomulag milli aðila þegar þessi mót komu til sögunnar á s.l. ári af fullum krafti, að kaup tré- smiða við þessi mót yrði miðað við verkstjórataxta. Stjórnir félaganna hafa hins vegar gert samkomu- lag um að stefna beri að gerð slíks texta á næstu mánuðum. Isl. tízkuhönnuður vekur athygli hjá Ferauds 1 París „ÞAÐ er óhætt að segja að þessi loðnuvertfð gengur einstaklega vel að öðru leyti en þvf, að flotinn liggur allur f höfn og bfður eftir löndun,“ sagði Aðalsteinn Jóns- son framkvæmdastjóri á Eski- firði þegar Morgunblaðið ræddi við hann f gær. Að sögn Aðalsteins hefur skap- ast það vandamál að undanförnu hjá verksmiðjum á Austfjörðum að þegar skipin liggja fullhlaðin loðnu f 2—3 daga og bíða eftir löndun vill loðnan byrja að skemmast og eftir það er ekki þorandi að setja rotvarnarefni í hana þegar landað er, því héldu loðnan áfram að súrna þar til hún væri brædd. „Þegar svona kemur fyrir þýðir það einfaldlega að af- urðirnar frá okkur verða ekki eins góðar og við þurfum að fram- leiða og bræðsla gengur ekki eins vel. Af þessum sökum höfum við ákveðið að minnka nokkuð þróar- rýmið hjá okkur um stundarsak- ir,“ sagði Aðalsteinn. Þá sagði hann, að fyrirtækið sitt hefði mikinn áhuga á að stækka verksmiðjuna á Eskifirði, enda væri það brýn nauðsyn. „Flotinn gæti veitt helmingi meira af loðnu, ef eitthvað væri hugsað úti að byggja upp bræsðlukostinn hér á Austf jörðum sagði Aðalsteinn. ISLENZK stúlka, Helga Björns- son, sem undanfarin ár hefur starfað sem tfskuteiknari hjá einu af stóru tfskuhúsunum f Parfs, Louis Feraud, átti á janúar- sýningu Ferauds sex nýja módel- kjóla. Hafa blöðin f Parfs getið um verk hennar og hrósað þeim, en það eitt þykir mikill árangur fyrir hönnuð að vera sérstaklega Leiðrétting: Barnaskapur — ekki dónaskapur TVÆR vondar prentvillur urðu í niðurlagi seinni forystugreinar Morgunblaðsins í gær. Forystu- greinin fjallaði um skrif Þórarins Þórarinssonar um njósnastarfsemi Sovétmanna hér á landi og átti niðurlag hennar að vera svohljóðandi: „Ástæðan til þess að Morgunblaðið telur að minni hætta stafi af barnaskap manna eins og Þórarins Þórarins- sonar er sú staðreynd, að Sjálf- stæðisflokkurinn er I ríkisstjórn og hefur væntanlega aðhald með honum og sálufélögum hans. Það er hættulegt, þegar börn leika sér að eldi, það er einnig hættulegt, þegar Þórarinn Þórarinsson leik- ur sér að staðleysum." Eins og niðurlag þetta birtist í Morgunblaðinu í gær var orðið barnaskapur orðið að dónaskapur en þvf fer fjarri að Morgunblaðið væni Þórarin Þórarinsson um slfkt. Þá var orðið sálufélagar orðið að rfkisfélagar, sem er auð- vitað meiningarleysa. Þetta leið- réttist hér með og hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum. getið með nafni sem höfundar tfskufatnaðar hjá stærstu tfsku- húsunum. T.d. hefur Mbl. borist úrklippa þar sem Christiane Helouis fjallar um vorsýningu Louis Ferauds. Segir hún að nú sé hönnuðurinn Per Spock, (sem lengi hefur verið aðalmaðurinn hjá Ferauds) horfinn en tilkoma Helgu Björnsson, þessa íslenzka ljóshærða og rómantfska hönnuðar, setji æskublæ á hvftu jersey-kjólana með marglitu borðabeltunum, sem minni á Napoli. Þar séu sveiflandi pils með röndum, stuttpils, málaðir bekkir á hvítt og sé bæði ferskt og klæðilegt. Helga er dóttir Hendriks Sv. Björnssonar ráðuneytisstjóra sem lengi var sendiherra fslands i Parfs bg Gfgju Björnsson, konu hans. Helga hefur þvf lengi dvalið í Parfs og nú sfðustu árin starfað sem tískuteiknari. Hún er lesend- um Mbl. kunn, því hún skrifar tískufréttir í blaðið og þá sýnt nýju tfskuna f París með eigin teikningum. Utibú Alþýðu- banka á Akureyri? FORSENDA þess, að útibú Alþýðubankans verði sett upp á Akureyri, er að verkalýðsfélögin fyrir norðan sameinist um það að skipta við bankann. Það hafa þau enn ekki gert, enda skiljanlegt, þar sem þau vilja fyrst og fremst halda fjármununum í sínu eigin héraði. En sem stendur sér Alþýðu- bankinn sér ekki fært að setja upp útibú á Akureyri. Þetta sagði Stefán M. Gunnarsson, banka- stjóri Alþýðubankans, er Morgun- blaðið bar undir hann ályktun þess efnis að útibú bankans yrði stofnsett fyrir norðan. Fréttatilkynning um þetta efni er svohljóðandi: „Fundur verkalýðsfélaganna á Akureyri 5. febrúar 1977 telur mikla nauðsyn bera til að banki verkalýðshreyfingarinnar, Al- þýðubankinn, verði efldur, þar sem öflug bankastofnun á hennar vegum myndi styrkja stöðu launa- stéttanna f landinu. Fundurinn beinir þvf til stjórna verkalýðsfélaganna að kanna hvort félögin í bænum geti náð samstöðu um að beita sér fyrir stofnun útibús frá Alþýðubank- anum hér í bæ, svo fljótt sem þess væri kostur, m.a. með því að beina auknum viðskiptum til bankans áður en til stofnunar úti- bús getur komið."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.