Morgunblaðið - 13.02.1977, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. FEBRUAR 1977
„Pólitík og k/íkuskapur ráða
gífurlega mik/u ísambandi
viðhvers konar fyrirgreiðsiu"
— Mín skoðun er sú að betra sé að
hafa fyrirtækin smærri í sniðum, þannig
að eigandinn geti haldið utan um alla
starfsemina. Það er margsannað mál að
hjá stórum fyrirtækjum fer meira til spiilis
en hjá þeim sem minni eru. Til dæmis í
sambandi við bátaútgerð held ég að sé
nauðsynlegt að skipstjórinn sé einn af
eigendum, það tryggir betri útgerð og
afkomu. Þetta gildir í rauninni um allan
rekstur, en auðvitað er mér fyllilega Ijóst
að ekki geta öll fyrirtæki verið af þeirri
stærðargráðu, sem ég vil og ekki eru allir
sammála mér í þessu efni frekar en
öðrum.
Það er Jón Karlsson fiskverk-
andi í Innri-Njarðvík, sem hefur
orðið, en hann rekur í rauninni
eina fyrirtækið í þessu 200 manna
plássi. Auk fyrirtækis hans,
Brynjólfs hf, er þar vélsmiðja og
starfa þar þrir menn, en hjá Jóni
starfa um 30 manns á vertíðinni.
Reyndar er vertíðin stutt hjá Jóni
og bölvar hann því mikið. Frysti-
hús fyrirtækisins missti vinnslu-
leyfi fyrir þremur árum og hefur
Jón ekki haft fjármagn til að
endurbæta aðstöðuna til að fá
leyfið aftur. Hefur Jón ýmislegt
um þau mál að segja og gefum
honum orðið aftur.
Ekki dús við
okkur og ástæðan er einfaldlega
sú að við höfum ekki fengið lán úr
Fiskveiðasjóði út á aðrar fram-
kvæmdir eins og við höfum átt
rétt á.
—Árið 1974 var ég búinn að
framkvæma hér fyrir 40—50
milljónir, en frá þvi að ég hóf
starfsemi hér fyrir sex árum hef
ég fengið 8 milljónir frá Fisk-
veiðasjóði, en hefði átt að fá á
þessu tímabili 20—30 milijónir
samkvæmt reglun. Fiskveiðasjóð-
ur er eini sjóðurinn, sem við hér
um slóðir eigum aðgang að, við
fáum ekkert úr byggðasjóði og
tæpast úr atvinnujöfnunarsjóði.
Auðvitað er ég fylgjandi jafnvægi
í byggð landsins, en sú stefna má
ekki bitna á okkur, sem erum að
berjast á þessu landshorni.
Þau foru að mála í hfbýlum starfsfólks, en stilltu sér þó upp íyrir framan skreiðarballana f næsta húsi
fyrir Ijósmyndarann. Jón Karlsson annar frá hægri, lengst til vinstri er Ágúst Jóhannsson, sem starfað
hefur með Jóni sfðan 1963.
Jón Karlsson fiskverkandi í Innri-Niarðvík tekinn tali
pólitískar
lánveitingar
—Húsið missti vinnsluleyfið
árið 1973 vegna aukinna krafna í
frysthúsum um allt land og skil ég
í rauninni vel þær auknu kröfur.
Þvi miður hefur nýr vinnslusalur
enn ekki orðið að veruleika hjá
—Eg er ósáttur við þá stefnu
stjórnvalda hve litlu fjármagni er
varið til fiskvinnslunnar. Yfir
90% af fjármagni Fiskveiðasjóðs
fer í nýsmíðar og ef t.d. 4 nýir
skuttogarar eru smiðaðir á árinu
þá er fé Fiskveiðasjóðs það árið
tarið. Þar að auki er það alröng
stefna að mínu mati að smíða
endalaust ný fiskiskip þegar flot-
inn er orðinn meira en helmingi
of stór fyrir æskilegar fiskveiðar
á miðunum í kringum landið. Ut-
koman verður sú að afkoman
verður verri á hvert skip og með-
án húsunum er eins ábótavant í
landi og raun ber vitni verður
’ekki hægt að nýta þann afla, sem
fæst eins og skyldi.
— Þá er ég ekki dús við hve
miklu af fé Fiskveiðasjóðs er ráð-
stafað pólitískt. Menn eiga að
sækja um sín lán, fara inn í röð-
ina og fá lánin þegar þeirra tími
kemur ef þeir uppfylla öll skil-
yrði. Ég myndi aldrei þiggja póli-
tiska hjálp til að fá fjármagn til
míns fyrirtækis, myndi ekki
standa í þvi að ganga á milli ráð-
herra og þingmanna til að troðast
með frekju fram fyrir aðra.
— Mín skoðun er sú að pólitík
og klíkuskapur ráði gífurlega
miklu í sambandi við lánafyrir-
greiðslu banka og sjóða. Það er
ekki spurt hvernig menn reka sín
fyrirtæki, nema síður sé. Kunn-
ingsskapur Og þrýstingur á stjórn-
málamenn er það sem fyrst og
fremst hefur borið árangur, segir
Jón Karlsson.
Eitt það versta sem
ég hef upplifað
Það var árið 1971 að Jón Karls-
son keypti fyrirtækið af dætrum
Eggerts Jónssonar frá Nautabúi
og Jóni Jónssyni úr Hafnarfirði.
Hafði Jón rekið fyrirtækið í um
24 ár undir nafninu Hraðfrysti-
hús Innri-Njarðvíkur. Brynjólfur
hf. var reyndar stofnaður árið
^963 af Jóni og Halldóri
Brynjólfssyni. Keyptu þeir mb.
Lóm frá Noregi og síðar bátinn
ijkúm. Ráku þeir saltfiskverkun í
Ytri-Njarðvík og frá 1971 einnig
húsin í Innri-Njarðvík. Árið 1973
skiptu þeir fyrirtækinu og komu
Skúmur og húsin í Innri-Njarðvík
í hlut Jóns.
Jón rak Söltunarstöðina Mána á
Neskaupstað á árunum frá 1962
til 1968 og voru saltaðar þar yfir
100 þúsund tunnur af síld á þessu
tímabili. Þá var hann einn af hlut-
höfum í Rauðubjargarverksmiðj-
unni á Neskaupstað og hann segir
okkur frá afdrifum þeirrar verk-
smiðju og loðnubræðslunum eins
og þær eru hér á landi um þessar
mundir.
— Árið 1967 vantaði okkur 1.7
milljón til að koma Rauðubjargar-
verksmiðjunni af stað. og fengum
ekki fyrirgreiðslu. Verksmiðjan
var rifin niður á einni viku árið
1970 en við höfðum verið í 2 ár að
byggja hana upp. Verksmiðjan
var síðan seld Færeyingum sama
ár fyrir 10 milljónir króna, nánast
gefin, því í dag kostar svona verk-
smiðja nálægt 300 milljónum
Þegar vélarnar voru seldar kost-
uðu sams konar vélar 50 milljónir
króna.
— Meðan vélarnar biðu á
Viðtal:
Agúst I. Jónsson
Myndir:
Ragnar Axelsson