Morgunblaðið - 13.02.1977, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDÁGUR 13. FEBRUAR 1977
15
bryggjunni eftir að verða fluttar
til Færeyja biðu skipin við
bryggjuna með fullfermi af
loðnu. Þá var löndunarstopp um
alla Austfirði. Að sjá vélarnar
þarna á bryggjunni var grátleg
sjón, eitt það versta sem ég hef
upplifað . Þetta var fyrir 7 árum
og verksmiðjan átti að geta brætt
150—200 tonn á sólarhring og var
mjög vel búin Jækjum, meðal ann-
ars gufuþurrkpira, sem menn nú
fyrst eru farnir að tala um að séu
nauðsynlegir í loðnubræðslurnar
okkar. Það sér hver heilvita mað-
ur hverslags framsýni það var að
mola verksmiðjuna niður á þessu
tíma, segir Jón og verður greini-
lega illur við að rifja upp þessa
hluti.
Verða svo að segja
takk og bless PállKristinssondyttaraðlkyndlklef»nuni.
Óskar Böðvarsson og Þóranna
Erlendsdóttir voru að mála.
séum eina frystihúsið á landinu,
sem ekki höfum vinnsluleyfi.
Nýleg áætlun segir að innrétting
nýs vinnslusalar eftir ströngustu
kröfum kosti um 30 milljónir og
samkvæmt reglugerð eigum við
að fá 18 milljónir til þessara fram-
kvæmda. 12 milljónir er ég til-
búinn að leggja í þetta fyrirtæki
sjálfur.
Viljum reyna að
fullnýta hráefnið
—Núna erum við að gera allt
klárt fyrir loðnuna og höfum
tekið í notkun ýmis ný tæki í því
sambandi. Sia er komin í af-
rennslið frá frystingunni, sem
tekur allan úrgang, sem áður fór í
sjóinn, en verður nú nýttur til
hins ýtrasta. Þá er einnig mein-
ingin að reyna að safna þeim
hrognum, sem fara úr fiskinum
áður en kemur í vinnsluna og
frysta þau einnig. Við viljum
reyna að fullnýta það hráefni,
sem til okkar berst, og því miður
eru það ekki margir, sem það
gera.
— Þegar leyfið var tekið af
frystihúsinu var annaðhvort að
leggja upp laupana með þetta
fyrirtæki hér eða að grípa til ann-
arra ráða. Ég byggði nýja fiskmót-
töku hér og hef saltað þar fisk
þessi ár. Þetta hefur gengið allvel
undaníarin ár, en nú er útlitið
heldur lakara og ég hef trú á að
reksturinn verði ekki alveg eins
góður í ár og t.d. í fyrra.
Viðmiðunarverð i verðjöfnunar-
sjóði er verra en íramleiðendur
höfðu lagt til, en sjómenn og
oddamaður mynduðu meirihluta.
Miðað við hráefnisverð þyrfti
verðið að vera hærra, en það var
ekki samþykkt. Verð á skreiðinni
er nokkuð gott ef ekki koma til
erfiðleikar í sambandi við afskip-
anir og þess háttar, segir Jón.
1 lokin undirstrikar hann nokk-
ur atriði, sem við höfum spjallað
um. Meira fjármagn í fiskvinnslu-
húsin, endurbætur á þeim og
loðnubræðslunum, hætta smíði
nýrra fiskiskipa, eri endurnýja
þau aðeins þegar nauðsyn ber til
og síðast en ekki sizt fullvinna
aflann betur og nýta.
Við snúum talinu að rekstri
húsanna í Innri-Njarðvík og
spyrjum hann hvort það sé ekki
erfitt að geta aðeins verið með
fyrirtækið í fullum rekstri hluta
ársins.
— Vissulega er það mjög baga-
legt og við erum í rauninni ekki
með fulla starfsrækslu nema frá
þvi í byrjun febrúar þangað til í
maí. Meðan við getum ekki fryst
verður þetta víst svona, en von-
andi fáum við nauðsynlega fyrir-
greiðslu, það vantar ekki nema
innan við 20 milljónir frá lána-
sjóðum til að við getum gert nýj-
an vinnslusal. Þetta er verst gagn-
vart fólkinu, sem við erum með í
vinnu hér. Það er erfitt að fá gott
fólk til starfa svo stuttan tíma og
verða svo að segja takk og bless
eftir kannski þrjá mánuði.
— Bátarnir, sm við erum með í
viðskiptum, þrír talsins, eru á
humarveiðum á sumrin — ekki
saltarðu hann. Á haustin og fram
yfir áramót eru þeir á línu og
trolli, en bæði línu- og trollafli er
illa fallinn til saltfiskverkunar.
Við höfum fengið að frysta loðnu
á undanþágu undanfarin ár og
frystum 185 tonn í fyrra. Neta-
veiðarnar eru þær veiðar, sem við
byggjum afkomu okkar hvað mest
á og framleiddum í fyrra saltfisk,
skreið og frysta loðnu að verð-
mæti um 100 milljónir króna.
— Afkoman hcfur veri góð hjá
fyrirtækinu, þó við getum ekki
fryst og starfað af krafti allt árið.
En það er einhvern veginn þann-
ig að ef fyrirtæki er sæmilega
rekið halda bankar að sér hönd-
um og ekkert fæst þaðan nema
afurðalán. Ég held að við hér
Sigurður VV ium hafði nóg að gera við að hnýta netasteina.
Sex bændasynir úr Jökulsárhlíð
á vertíð í Njaróvíkum ár eftir ár:
„Alltaffegnir
þegar viðkom-
umstaustur
afturá vorin"
UNDANFARIN vor hafa sex bændasynir austan úr Jökulsár-
hlfð komið til vinnu hjá Jóni Karlssyni f Brynjólfi hf. og
verið hjá honum fram undir vor. Segir Jón að þessi starfs-
kraftur sé sérstaklega kærkominn, Austfirðingarnir séu fork-
ar duglegir, samvizkusamir og þægilegir f umgengni.
1 heimsókn Morgunblaðsmanna í Innri-Njarðvík í vikunni
hittum við að máli Hlíðar Eiríksson frá Hlíðarhúsum t Jökuls-
árhlið, en hann hafði þá komið við sjötta mann austan af
Héraði kvöldið áður. Hlíðar hefur farið á vertíð á hverjum
vetri síðan 1971 og er nú í Innri-Njarðvik þriðja árið í röð.
Fyrir þénustuna í fyrravetnr keypti hann dráttarvél og fór
með hana austur í sveitina sína.
— Timabilið frá þvi í febrúar og fram i lok apríl er rólegasti
timinn i búskapnum, sagði Hliðar. — Þá er búið að hleypa til
rollnanna og það er síðan ekki fyrr en líður að sauðburði að
aftur fer að verða þörf alls mannafla i Hliðarhúsum.
Við spyrjum hann hvort honum líki betur sveitavinnan eða
störfin við sjávarútveginn í Njarðvík. — Það er miklu betra í
búskapnum, en hitt er I rauninni ágætt líka. Ég er þó
eiginlega ekki búinn að gera það upp við mig hvort ég geri
búskapinn að ævistarfi, en frekar er það nú líklegt. Einhvern
veginn er það þannig að maður hlakkar alltaf til að komast
aftur austur á vorin og ég held að hinir strákarnir séu alveg
sammála mér í því efni, segir Hlíðar að lokum.
Austfirðingarnir búa í húsi rétt við fiskverkunarstöðina og
þar hafa þeir ráðskonu, sem eldar í þá. Það er Baldvina
Stefánsdóttir frá Hlíðargarði í Jökulsárhlið, en hún er gift
einum úr hópnum. Láta Austfirðingarnir allir vel af dvöl
sinni og aðbúnaði í Njarðvíkunum og segjast eiga þar sitt
annað heimili. Jón Karlsson vissi í rauninni ekki hvenær
hópurinn kæmi að austan. En á miðvikudaginn var hringt til
hans og hann beðinn að gera ráðstafanir með að sækja hópinn
þá um kvöldið til Reykjavikur þvi starfskrafturinn hans að
austan kæmi með kvöldvélinni frá Egilsstöðum. — Eg gerði
það, þeim var ekið hingað í Njarðvikurnar og þegar ég mætti
á fimmtudagsmorgni var hópurinn búinn að koma sér fyrir og
rjúkandi kaffi á könnunni hjá henni Bellu, eða Baldvinu eins
og hún heitir víst segir Jón.
Baldvina Stefánsdóttir við pottana í eldhðsinu.
Hópurinn að austan ásamt Jóni Karissyni og einum Njarðvfk-
ingi. Hlfðar Stefánsson er lengst til vinstri.
_l