Morgunblaðið - 13.02.1977, Page 18

Morgunblaðið - 13.02.1977, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1977 í KVÖLD verður leikritið Makbeð eftir Shakespeare sýnt i niunda sinn á sviði Iðnó. Leikstjóri leik- rits þessa er Þorsteinn Gunnars- son, en sem kunnugt er var leik- ritið valið sérstaklega i tilefni áttatiu ára afmælishátíðar Leikfé- lags Reykjavíkur. „Ég býst við að ein ástæðan fyrir því að Makbeð var valinn, sé sú að leikara hér var farið að langa til að glima við Shakespeare en það er orðin löng tíð síðan eitthvað hefur verið sýnt eftir hann á fjölum Iðnós. Okkur fannst Makbeð einnig höfða sér- staklega til okkar tima, þar sem megin — „þema“ verksins er valdafýsn og farin inn á þær brautir að fremja morð til valda,“ sagði Þorsteinn Gunnarsson þeg- ar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins litu inn i Iðnó rétt fyrir sýningu siðastliðið fimmtudagskvöld. Þar stóðu yfir skylmingar á sviðinu, þar sem Makbeð og skozkur aðalsmaður að nafni Lenox börðust af miklum ákafa og annar hrópaði til hins í offorsi: leikur sagði það hafa tekið heila viku að útbúa ,,haus“ Makbeðs og er hann vægast sagt hryllilegur ásýndum þó svo að honum svipi til Makbeðs leikritsins, þ.e. Pét- urs Einarssonar, sem allir vita að er myndarmaður. Sögðu þau að hausinn yrði bæði að þola það að vera höggheldur og vatnsheldur, þvi slíka meðferð fær hann í höndum leikaranna, sem kasta honum af alefli ofan f vatnsbrunn i lok leikritsins þegar aðalsmaður- inn Makduff hefur kálað Makbeð — enda sá eini sem „ekki var af konu borinn“ og þvi þess megnug- ur eftir þvi, sem nornirnar höfðu spáð fyrir. Haus Makbeðs er gerð- ur úr læknagipsi, einangrunar- plasti og ótal fleiri sterkum efn- um, sem við náðum ekki að festa á blað, þar eð Jón Hjartarson var kominn inn i herbergið, en hann leikur þá vafasömu persónu „þjáninn af Rossi“ og spurðum við hvernig honum líkaði það hlutverk. „Mér líkar alls ekki illa við hann. Þrátt fyrir að hann sé tækifærissinni og svolítið vafa- samur. Við uppfærslu verksins Sólveig Hauksdóttir fær sér kaffi- bolla áður en hún bregður sér algerlega f gervi nornarinnar „Verst hvað það tekur langan tfma að þrffa farðann af sér að sýningu lokinni," sagði ein norn- in. En þarna eru f búningsher- berginu talið frá vinstri: Sólveig Hauksdóttir, Edda Þórarinsdóttir og Margrét Helga Jóhannsdóttir. Flians litla, son Bankos, ieikur Vilhjálmur Þorsteinsson. „Flians er frábærlega kaldur strákur, ólfkur ölium strákum sem ég þekki. Flestir fengju hjartaslag ef þeir sæju pabba sinn drepinn beint fyrir framan sig eins og Flians." —„en ég hef samúð með Makbeð.“ Pétur Einarsson djúpt hugsi rétt fyrir sýningu. „Það er gaman að leika góða strákinn," sagði Kjartan Ragnarsson. „Þeir eru margir Makbeðarnir" — tveir þarna. Leikstjórinn Þorsteinn Gunnars- son. Ljósm. Friðþjófur Þeir ern margir Mak- beðarnir „Ertu með frunsu fiflið þitt?“ — okkur datt nú ekki I hug að þetta væri tilvitnun i þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Eftir að hafa horft á skylmingarnar smástund brugðum við okkur niður til leikmunasmiðsins, sem einnig fer með hlutverk hermanns i leikrit- inu. Hann heitir Þorleikur Karls- son og var i óðaönn að maka þar til gerðu leikhúsblóði á neðan- verðan háls Makbeðs. Honum til aðstoðar var verkið var Aðalheið- ur Jóhannesdóttir. Þau kváðust mjög hrifin af verkinu og þótti uppfærslan hafa tekizt vel. Þor- Litiðinn réttfyrir sýningu ílðnó

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.