Morgunblaðið - 13.02.1977, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. FEBRUAR 1977
VER< ÖLD
EITURLYF
Heróín:
Bölvaldur
og sjálfs-
morðstól
ÞAÐ eru 28 sinnum meiri lfkur
til þess, að herófnneytandi deyi
ungur en venjulegur maður við
meðalheilsu. Og þeir, sem byrja
ungir að neyta herófns, ná fæstir
þrftugu. Þeir byrja flestir að
neyta lyfsins einhvern tfma á tví-
tugsaldri. Algengt er, að mönnum
verði ekki Ijóst fyrr en þeir eru
búnir að neyta þess f hálft annað
ár eða tvö, að þeir eru orðnir
háðir þvf að geta ekki vanið sig af
þvf.
Engin stétt f þjóðfélaginu er
með öllu laus við þennan
ófögnuð. En það er helzt sam-
eiginlegt með herófnneytendum,
að þeir hafa átt erfiða æsku, for-
eldrar þeirra hafa skilið og leyst
upp heimili; ennfremur hefur
flestum þessum mönnum veitzt
mjög erfitt eða ógerlegt að bind-
ast öðru fólki traustum böndum
til langframa. Þá virðist og
algengt um heróínneytendur, að
þeir séu greindir vel. Hins vegar
eiga æði margir þeirra langan af-
brotaferil að baki og jafnvel frá
þvf áður en þeir fóru að neyta
heróínsins.
Herófn er unnið úr ópíumi. Það
var upphaglega læknislyf og haft
við verkjum. Herófnneytendur
sækjast eftir þvf vegna þess, að
það sljóvgar þá og bægir burt
kvfða, þunglyndi og ýmiss konar
sálarhrellingum öðrum um stund-
ar sakir. Sé herófni dælt f æð
verkar það nær samstundis. Sæt
sæiuvfma svffur á neytandann,
hann kemst f „rús“, sem svo er
kallað. Þvf miður fylgir sá bögg-
ull skammrifi, að menn verða
háðir lyfinu bæði andlega og
lfkamlega — og verða að neyta
þess f æ stærri skömmtum til þess
að áhrifin verði viðunandi.
Algengur skammtur, sem seldur
er á götum úti, er svo sem 1—1H
grain. Það dugir vönum herófn-
neytanda daginn. Hins vegar gæti
það orðið óvönum manni að bana.
En menn verða fljótlega svo
langt leiddir, að þessi skammtur
endist þeim ekki daginn. Og það
getur tekið tfmann sinn að hafa
uppi á öðrum skammti. Herófn er
vandfundið, jafnvel þar, sem
mest er um það. Mun þetta vera
ein helzta orsök þess, hve illa
heróínneytendur tolla f vinnu.
Þeir hafa nóg að gera að afla
heróínsins. En auk þess eru fá
störf svo vellaunuð, að dugi vön-
um herófnneytanda. Algengt er,
að herófnffknin kosti menn
10—20 sterlingspund á dag
(3250—6500 kr.). Kemur þar
brátt f lffi margra neytenda, að
þeir sjá ekki annað ráða en fara
að ræna fólk á götum úti og brjót-
ast inn.
Herófnvfman fer af manni eftir
svo sem sex eða átta tfma og frá-
hvarfseinkennin taka við. Ná þau
hámarki 18—24 tfmum eftir það.
Það fer varla hjá þvf, að þeir sem
leggja leið sfna um Sohohverfi f
London, rekist á einhverja
herófnneytendur, sem eru að
„bráðna". Það orð hafa þeir um
fráhvarfseinkennin. Herófnneyt-
andi, sem er að bráðna er all-
taugaveiklaður, kvíðinn og
eirðarlaus. Hann geispar mjög og
ANDÚFSMENN
ÞAÐ ER kunnara en frð þurfi að
segja að andófsmenn I Sovét-
rlkjunum valda yfirvöldum þar æ
meiri vandræðum. Yfirvöldin hafa
auðvitað snúizt gegn þeim með
slnum ráðum og ófrægja þð sem
mest þau mega um þessar mundir.
„Vesalingar, drykkjusjúklingar,
bófar og leiguþý"; það er vitnis-
burðurinn, sem andófsmennirnir
fð I sovézkum og austurevrópsk-
um blöðum, og mörg önnurðþekk
sæmdarheiti eru þeim gefin. Sú er
önnur ðstæðan til herferðarinnar
gegn andófsmönnum, að sovézk
yfirvöld óttast, að þeir smiti út frá
„Samræmdar að-
gerðir,, austan
járntjalds?
sér svo, aðfaraldur verði. En hin
ðstæðan er sú, hver ðhrif andófið I
Sovétrlkjunum hefur ð al-
menningsðlitið ð vesturlöndum.
Hópurinn um „Mannréttindi 77" I
Tékkóslóvaktu. H: vemann pró-
fessor og aðrir menntamenn I
AusturÞýzkalandi. kaþólska
kirkjan og Varnarnefnd verka-
manna I Póllandi, og slðast. en
skki slzt, Vladimir Bukovsky I út-
legðinni. svo aðtaldir séu nokkrir
af mörgum. hafa fengið þvl ðorkað
með andófi slnu. að mannréttindi
eru orðin mun mikilvægari I við-
skiptum vesturlanda-og Austur-
evrópurlkja en ðður var. Mð nefna
það, að demókratar, sem ráða
mestu ð Bandarfkjaþingi, hafa
mannréttindamðl mjög ð oddinum
nú orðið og getur það orðið til
þess, að Carter forseti verði að
ganga harðarfram I samningum
0FFITA
FÍKNIEFNALEIT á Vellinum
Hass þó fremur en heróin
skelfur og selur upp við og við.
Hann fær einnig niðurgang, háan
hita og vöðvakrampa, ef að Kkum
lætur. Hann missir matarlyst og
hríðhorast er frá lfður (efni unn-
in úr ópfumi draga úr matarlyst).
Lifrarbólgur og meinsemdir af
óhreinum sprautunálum draga
marga neytendur til dauða. Flest-
ir deyja þó af ofstórum skömmt-
um heróins. Það leggst á mið-
taugakerfið og öndunarfærin
lamast.
Stjórnvöld á mörgum Vestur-
löndum hafa lengi staðið f strfði
við herófnsala. Þvf miður horfír
ekki vel f þvf strfði um þessar
mundir. Lögreglan og tollyfirvöld
f Hong Kong telja að 80 lestir
herófns verði fluttar frá Suð-
austurasfu til Evrópulanda á
þessu ári. Og yfirvöld f Banda-
rfkjunum þykjast fara nærri um
það, að einn helzti eiturlyfja-
greifi heims, Khan Sa, sem situr f
Thailandi nú orðið, muni flytja
50 tonn til Vesturlanda á árinu.
— Philip Jordan og
Gareth Parry.
Megrun með
mynd að
vopni
MARGARETE Reiss heitir kona
og er prófessor i sálarfræði-
deilddháskólans í Munster. Hún
fæst við það að hjálpa fólki, sem á
vanda til offitu. Atferlislækn-
ingar kallast aðferðirnar, sem
hún beitir. Hefur hún reynt þær á
einum 230 konum og þykja þær
hafa gefizt allvel.
Reiss fékk hóp sjálfboðaliða til
tilraunar. Voru það. konur sem
hneigðust til offitu og höfðu reynt
með ýmsum ráðum að megra sig,
en án árangurs. Konurnar voru
skoðaðar nákvæmlega I vikutima
áður en tilraunirnar hófust. Þær
voru vegnar daglega og þyngd
þeirra skráð. Ennfremur var
skráður hver sopi og matarbiti,
sem þær létu f sig og taldar hita-
einingar f öllu fæðinu. Höfðu
konurnar allar þessar tölur fyrir
sér og gátu fylgzt nákvæmlega
með þvi, sem fram fór. Þegar frá
leið kom svo i ljós, hvað hver og
ein þeirra þurfti á dag. Það er
auðvitað einstaklingsbundið.
Eftir þetta réðu konurnar því sjálfar, hve margar hitaeiningar þær
innbyrtu á dag. En þeim var ráðið að hafa hitaeiningarnar jafnan þó
nokkru færri en í meðallagi. Að öðru leyti voru þeim ekki lagðar
lífsreglur um martaræði. Þær máttu borða það, sem þær vildu. Þær
áttu að gæta þess eins að ekki væru fleiri en tilskildar hitaeiningar I
fæðinu, hins vegar næg eggjahvítuefni og vitamin en sem minnst af
kolvetni. Þeim var reyndar ráðlagt að neita sér ekki um eftirlætismat
sinn. Var talið, að ella kynnu þær að gefast upp i megruninni. Þegar
likamsþyngdin var orðin æskileg var farið að draga úr varúðinni smám
saman.
Margaret Reiss telur, að mataræði maka þess, sem er að reyna að
megrast skipti mjög miklu. Maður getur hjálpað maka sínum með því
að borða sjálfur hóflega — en freistar hans aftur á móti ef maður étur
eins og mann lystir.
Það kom í ljós i tilraunum Reiss, að eðlilega þungt fólk hyllist til þess
að hætta að borða, er það kemst i uppnám eða vinnur yfir sig — en
offeitt fólk borðar hins vegar aldrei meira en einmitt þá. Ennfremur
kom á daginn, að það fer ekki eftir greind manna, hversu þeim gengur
að megrast. Loks virtist, að gamalt fólk léttist að jafnaði meira en fólk
á árunum frá fimmtugu til sjötugs.
Meðal þeirra ráða, sem Reiss gaf sjálfboðaliðum sínum voru þau, að
klipa i fitufellingarnar á sér fyrir hvern munnbita, og hafa jafnan á
matborðinu gamla mynd af sér grönnum. Eru þessi ráð liklega ekki
með öllu gagnslaus. Eftir 14 mánuði frá því, að Reiss hóf tilraunirnar i
Miinster, reiknaðist henni svo, að 61% kvennanna hefði annað hvort
megrazt til muna, eða að minnsta kosti ekkert þyngst...
— Gt)NTER beneke-kracht.
B0ÐLARNIR
MEÐAN þeir einræðisherrar
Salazar og Caetano sátu að völd-
um i Portúgal studdust þeir mjög
við lögreglulið, sem PIDE/DGS
nefndist. Sú lögregla varð
snemma ákaflega illræmd. Hún
efldist er timar liðu, og var loks
orðin nokkurs konar ríki I rfkinu.
Þegar byltingin varð i Portúgal
fyrir hálfu þriðja ári var
PIDE/DGS leyst upp, margir
lögreglumenn settir inn fyrir
meint illvirki og áttu að hljóta
dóma. Það hefur dregizt á langinn
að dæma þá, og það var ekki fyrr
en nýlega, að fyrstu réttarhöld
hófust, eftir mikið japl og jaml og
fuður hinna nýju stjórnvalda.
I ársbyrjun kom fyrir herrétt
Henrique nokkur Seixas, fyrrum
foringi f PIDE/DGS, sakaður um
það að hafa misþyrmt og skipað
undirmönnum sínum að mis-
þyrma hundruðum stjórnarand-
stæðinga. Seixas var f Iögreglunni
f 42 ár og fékk marga til með-
ferðar um dagana. Margir þeirra,
sem eftir lifa, voru á áhorfenda-
pöllum, er hann kom fyrir rétt-
inn, og mundu þeir hann allir vel.
Seixas bar af sér allar sakir.
Hann sór það við „þau ár, sem
konan min blind kann að eiga
ólifuð“, að hann hefði aldrei mis-
þyrmt nokkrum manni. Hann
hafði reyndar fleira á takteinum;
stundum kvaðst hann ekki hafa
verið viðstaddur, ellegar hann
hefði verið „að jafna sig eftir
veikindi og svo lasburða, að hann
hefði ekki getað misþyrmt nein-
um“. Verjandi hans þjösnaðist
svo á vitnum sækjanda, sem flest
voru við aldur, véfengdi frásagnir
þeirra og flækti þau i framburðin-
um. Fyrrverandi fangar og ætt-
ingjar þeirra tóku virkan þátt i
réttarhöldunum með hrópum og
frammiköllum og voru þau fæst
vinsamleg Seixasi. „Lygari“,
„skepna“ og „morðingi" til dæmis
að nefna. Mörg vitni voru leidd.
„Ég man hr. Seixas vel“, sagði
einn gamall gestur hans. „Hann
r
u
NU er það svart í Tahi-
landi. Þar er kominn
upp hræðilegur sjúk-
dómur, sem fer óðfluga
um landið. Hann er þess
eðlis, að kynfæri manna
rýrna og hverfa að lok-
um, eða nærri því. Er
sýkin komin I þúsundir
manna af báðum kynj-
um, og kvarta þeir sár-
an, sem vonlegt er. Þeir
kalla hana „sofandi
blóm“, eða „burtsofnað
blóm“ óg ætti það að
vera öllum skiljanlegt.
Uppdráttarsýki þessi
kom upp í nóvember
sfðast liðnum. Fengu
hana fáir framan af og
flestir aðrir höfðu hana
þá í flimtingum. En nú
er mesta gamanið farið
af. Hvaðanæva úr Tahi-
Iandi berast fregnir um
nýja sjúklinga. Jafnvel
virðist sýkin hafa borizt
yfir landamærin.
Að þvi er sagan segir
voru fyrstu fórnarlömb
sýkinnar bifvélavirkjar
Uppdráttar-
sýki á af-
leitum stað
f verkstæði nokkru í
Sakhon Nakhonsveit í
Austur-Thailandi. Þeir
höfðu farið út að gera
sér glaðan dag og borð-
uðu I veitingastað þar,
sem vietnamskir réttir
voru á boðstólnum. Þeir
voru varla búnir að
kyngja siðasta munn-
bitanum, þegar þá fór
að klæja grunsamlega i
fæturna. Kláðin færðist
svo upp eftir og brátt
sáu bifvélaVirkjarnir
sér til skelfingar að
kynfæri þeirra drógust
upp og hurfu nærri.
Þetta varð brátt lýðnum
kunnugt og þá var ekki
að sökum að spyrja.
Sýkin fór að breiðast út,
og fengu læknar nóg að
starfa. Margir leituðu
til löggiltra lækna en
því næst huglækna,
grasalækna og Búdda-
munka. All kom þetta
fyrir ekki; læknar
kunnu engin ráð og
sjúklingarnir örvæntu.
Næst var það, að
héraðsstjórinn i Sakhon
Nakhon efndi til blaða-
mannafundar. Þar bað
hann fólk gæta þess,
hvað það legði sér til
munns -einkum á
veitingastöðum. Lýsti
hann þvi einkar liflega,
sem af gæti hlotizt, ef
menn gættu ekki að
mataræðinu. Það verð-
ur ekki sagt, að blaða-
mannafundur héraðs-
stjórans hafi ekki borið
árangur. Upp frá þessu
breiddist sýkin út um
Iandið eins og eldur i
sinu.
I fyrstu höfðu menn
einkum slæman grun á
veitingastöðum þar,
sem víetnamskur matur
var á broðum. Svo
komst illt orð á andar-
egg en því næst dular-
fullt, hvítt duft, sem
„argentium" var nefnt.
Endur eru Tahilend-
ingum mikilsverðar.
Aragrúi anda er f
hverju sveitaþorpi þar.
Á hverjum morgni
trítla smástrákar út úr
þorpunum og bera fyrir
sér dálitla stöng með
veifu á, -en þorpsendur
kjaga á eftir allar sem
ein. Elta þær strákana
með flaggið sem leið
liggur þar til kemur að
mátulegum hrísgrjóna-
akri. Þá stinga strákar
flaggstönginni í mold-
ina og halda heim. En
endurnar verða eftir á
akrinum og nærast í
friði og spekt allan dag-
inn. Hvarfla þær aldrei
langt frá flagginu.
Nú er mikil vá fyrir
dyrum andabænda i
Tahilandi. Offramboð
varð á andareggjum á
markaði. Verðið snar-
lækkaði, en æ færri
fengust til að borða egg.
Og brátt kom að þvi, að
menn fengu lika illan
bifur á öndunum sjálf-
um. Embættismenn I
innanlandsverzlunar-
ráðuneytinu lýstu yfir
þvi, að sannazt hefði í
„vfsindalegum rann-
sóknum", að andaregg-
in væru blásaklaus af
uppdráttarsýkinni. Þeir
brýndu einnig fyrir
fólki að illa mundi enda
í þvi búnaðarlandi Tahi-