Morgunblaðið - 13.02.1977, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. FEBRUAR 1977
25
Ragnhildur Helgadóttir, alþm.:
SKATTALAGAFRUMVARP rfkis-
stjórnarinnar verSur til umræSu
næstkomandi mánudag og stefnt
er að því að vlsa málinu þá um
kvöldið til nefndar, og 2. umræðu.
Þar eð ág get ekki tekið þátt I
umræðunum vegna fjarveru f op-
inberum erindum, rita ég þetta
greinarkorn til að koma örfáum
sjónarmiðum á framfæri. Miklar
umræður hafa að vonum orðið um
mál þetta manna á meðal.
Að málinu hefur verið staðið
með mjög lýðræðislegum hætti.
Frumvarpið var lagt fram fyrir jól
til þess að almenningi gæfist kost-
ur á að athuga það og koma með
ábendingar áður en 1. umræða
færi fram. Tveir mánuðir liðu áður
en ráðherrann mælti fyrir frum-
varpinu. Þegar fjallað er um
skattamál má kalla þetta æskilega
málsmeðferð. enda snertir málið
hagi hvers einasta manns f land-
inu. Stjórnarliðar voru fyrirfram
ekki bundnir við að fylgja málinu.
Frumvarpið er fyrst og fremst
uppástunga um tilhögun —
grundvöllur umræðu. Frumvarpið
er unnið af vel hæfum embættis-
mönnum eftir megindráttum rfkis-
stjórnarinnar.
Undanfarnar vikur hafa fjöl-
margar skynsamlegar ábendingar
um lagfæringar komiðfram meðal
almennings. Margar raddir hafa
raunar verið mjög neikvæðar og
má segja. að það leiði af eðli
skattalaga. Þeir eru nefnilega fáir,
sem hafa sérstakan áhuga á þvf að
efla sameiginlegan sjóð lands
manna með eigin fjárframlögum.
Ný frumvörp um skattheimtu
vekja ævinlega ugg eða tortryggni
nema um stórkostlega og almenna
skattalækkun geti verið að ræða.
Ný skattalög verða að miðast
við tvennt, einföldun og sanngirni.
Bezt mundi þaðtvennt samrýmast
með afnámi beinna skatta til rfkis-
ins. Myndi sú lausn verða mörgum
léttir og spara mikið vafstur. Mér
sýnist hins vegar Ijóst, að Alþingi
verði tæpast tilbúið til slfkra stór-
ræða á næstunni, en vonandi áður
en allt of langt um Ifður. Spor I
þessa átt væri að gera þá breyt-
ingu á skattaf rumvarpinu að
hækka skattleysismörk og mörk
neðra skattþrepsins. Alþingi mun
væntanlega á næstunni hugleiða
hvort rfkissjóður þyldi ekki slfka
breytingu.
Um skattamál
hjóna
Að svo stöddu byggi ég hugleið-
ingar mfnar á frumvarpinu eins og
það liggur fyrir. Meðferð þess þarf
að miðast við. að verðugt tillit sé
tekið til einstaklinga, starfs þeirra
og heimila. Miklar umræður hafa
orðið um nýskipan á skattamálum
hjóna. Óhjákvæmilegt er að skatt-
ar þyngist eitthvað á sumu þvl
nýju hugmyndum um skattlagn-
ingu hjóna og framkvæmd á
henni.
1. Hjón þyrftu að geta valið
hvorn kostinn sem er, helminga-
skiptareglun eða sérsköttiin af
séraflafé með fullnýtingu persónu-
frádráttar.
2. Fjárhæðir heimilisafsláttar,
barnabóta og barnabótaauka
þyrftu að vera nægilega háar til að
fólk legði raunverulega f þann
kostnað. sem fylgir viðunandi um-
önnun heimilis, ef bæði hjón
vinna úti.
3. Heimilisafsláttur þyrfti að
miðast við tekjuöflun á skattárinu
fremur en vinnumánaðafjölda eins
og frumvarpið gerir ráð fyrir.
Rökin fyrir þessu eru fyrst og
fremst eðli okkar atvinnulffs. þar
stæða foreldra. Vil ég þá fyrst og
fremst nefna eitt, en það er að
meðlag (framfærsluframlag þess
foreldris. er hefur ekki barnið hjá
sér), verði ekki talið til tekna hjá
einstæðu foreldri, sem við þvf
tekur vegna barnsins. Ástæðu-
laust er að skattbyrði einstæðra
foreldra þyngist.
Annað atriði sem er mér ofar-
lega f huga er skattlagning ein-
staklinga ! atvinnurekstri, vanda-
samt mál og flóknara en svo. að
það verði nægilega rætt ! þessari
litlu grein. Er málið enn viðkvæm-
ara vegna þess að hér er um hóp
að ræða sem rekur sln fyrirtæki f
samkeppni við önnur rekstrar-
form, sem njóta stórkostlegra lög-
verndaðra frfðinda. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur þvf miður ekki
Punktar um skattafrumvarpið
fólki, sem notið hefur góðs af
50% frádráttarreglunni, sem nú er
I gildi. Flestir virðast vera sam-
mála um, að þá reglu veri að
afnema, þar eð hún veldur mis-
rétti.
Persónulega er ég hlynnt þeirri
hugmynd, sem frumvarpið byggir
á, að sameiginlegum tekjum hjóna
sé skipt I tvo jafna hluta til skatt-
lagningar og hjónum sfðan reikn-
aður skattur af hvorum helmingi
um sig. Regla þessi, sem oftast er
nefnd helmingaskiptareglan, mis-
munar ekki hinum ýmsu hjónum
eftir því hvort unnið er innan eða
utan heimilis, en sá annmarki er
meðal gallanna á núgildandi fyrir-
komulagi, 50% frádráttar-
reglunni. Helmingaskiptareglan er
og f samræmi við þær grundvallar-
hugmyndir um hjúskap, að jafn-
ræði sé með eiginmanni og eigin-
konu, enda er þeim ætlað eftir
hjúskaparlögum að bera byrðar að
jöfnu. Lög gera ráð fyrir, að hinni
gagnkvæmu framfærsluskyldu
geti hjón fullnægt, annaðhvort
með vinnu sinni á heimilinu eða
öflun tekna utan þess. Eðlilegt er,
að reglur um skattlagningu hjóna
séu I samræmi við reglur um fjár-
mál hjóna að öðru leyti.
Hjón hafa valfrelsi um fyrir-
komulag fjármála sinn. Þau ættu
einnig að hafa nokkurt valfrelsi
um fyrirkomulag skattlagningar.
Þótt helmingskiptareglan sýnist I
flestum tilfellum vera jafnhag-
stæð fjárhagslega og hagstæðari
en sérsköttun, eru þó ýmis hjón,
sem fremur mundu kjósa síðar-
nefndu leiðina. Hjón þyrftu því að
geta valið hvorn kostinn sem er.
Ýmsir aðilar, svo sem Bandalag
háskólamanna, jafnréttisráð og
Kvenréttindafélag íslands hafa
komið með skynsamlegar ábend-
ingar um sérsköttun af séraflafé
með tilfærslu og fullnýtingu per-
sónufrádráttar. Sú leið er ágæt
svo langt sem hún nær, en vernd-
ar síður en helmingareglan hag
þeirra, sem lökust hafa kjörin.
Helmingaskiptareglan mundi
hins vegar ekki aðeins fullnýta
persónuf rádráttinn, heldur og
möguleika neðra skattþrepsins
samkvæmt frumvarpinu.
Áður en lengra er haldið vil ég
nefna nokkur einstök atriði, sem
ég tel að þurfi að breyta í hinum
sem fólk leggur stundum nótt við
dag f skorpuvinnu, oft árstfða-
bundinni.
4. Barnabætur verði jafnháar
með öllum börnum. Það er ein-
faldara og sanngjarnara.
5. Nöfn beggja hjóna séu skráð
á skattframtalið og tilkynningar
samkvæmt þvf, ef helmingaskipta-
reglan er notuð. Það er sjálfsögð
kurteisi gagnvart skattborgurum
og styrkir vitundina um það, að
hjónin séu talin jafnréttháir aðilar
í þvf sameiginlega fyrirtæki þeirra,
sem hjúskapurinn og heimilis-
rekstur þeirra er.
6. Ávfsanir vegna barnabóta f
formi neikvæðs tekjuskatts séu
stflaðar á bæði hjón vegna sam-
eiginlegra barna þeirra og geti þá
hvort þeirra sem er innleyst
ávfsunina. Rökin fyrir þessu eru
svo augljós, að þau þarf ekki að
rekja.
7. Athugað skuli sérstaklega
hvort ekki sé eðlilegt, að séreign
annars hjóna sé undanþegin
ábyrgð á skattgreiðslu hins, ef
sérsköttunarleiðin er valin.
Ég vfk nú að þremur óskyldum
atriðum. Hið fyrsta varðar ein-
þingstyrk til þess að bæta úr
þessu misrétti.
Að lokum vil ég undirstrika eitt,
sem varðar fremur skattapólitfk
almennt en einugis það frumvarp,
sem til umræðu er, en hér hef ég í
huga eigin fbúðir fólks, sem það
sjálft býr í. Mjög varlega verður að
fara f að nota slfkt fbúðarhúsnæði
sem andlag fjáröflunarskatta. Það
er bæði ósanngjarnt og óskynsam-
legt, því að æskilegt verður að
teljast, að fólk geti búið f eigin
fbúðum.
Að svo miklu leyti sem sveitar-
félög veita þjónustu vegna
viðkomandi fasteigna, eru skattar
af þeim réttlætanlegir, og
einungis vegna þess. Menn hafa
keypt fbúðir sfnar fyrir tekjur, sem
skattlagðar voru þegar þeirra var
aflað og með sffelldri skatt-
lagningu íbúðarhúsnæðis eru
menn að skattleggja margsinnis
sömu krónurnar.
Fleira hefði verið ástæða til að
nefna f sambandi við skattalaga-
frumvarpið en til þess verður
tækifæri síðar við framhalds-
meðferð málsinsá þingi.
ílverinu í Straumsvík — Hin frá Diisseldorf. I þeirri borg var haldinn í
iindur fulltrúa kommúnistaflokka í V-Evrópu. Þann fund sat einnig í
Novosti-fréttastofunnar, fulltrúi frá alþjóðadeild sovézka kommúnista-
ídi var skipulögð herferð gegn stóriðjufyrirtækjum í Vestur-Evrópu.
ur þessi var haldinn hóf Alþýðubandalagið hér á íslandi og málgagn þess
irsherferð gegn stóriðju á fslandi. „Einkennileg“ tilviljun?
finningavaðall, þekkingarskortur-
inn áberandi og misfarið með
staðreyndir, eins og bezt þjónar
málstað höfunda.
Það væri barnaskapur að halda,
að það sé einskær tilviljun, að
þessi herferð kommúnista í stór-
iðjumálum hefst einmitt skömmu
eftir fundinn í DUsseldorf, þar
sem nákvæmlega svona herferð
var skipulögð. Hún er augljóslega
angi af almennri herferð
kommúnistaflokka um alla V-
Evrópu og staðfesting á því, að
Alþýðubandalagið hér er i nánum
tengslum við kommúnistaflokka í
öðrum löndum og byrjar að kvaka
um leið og fulltrúi sovézka
kommúnistaflokksins hefur ýtt á
hnapp i DUsseldorf. í þessu ljósi
ber að skoða allt tal og allan
áróður Alþýðubandalagsmanna
um þessar mundir í stóriðju-
málum. Þeir eru fjarstýrðar mál-
pipur. Ræðuhöld þeirra, skrif og
annar áróður er liður í allsherjar
herferð kommúnista um alla V-
Evrópu gegn stóriðju og fjöl-
þjóðafyrirtækjum væntanlega
vegna þess, að kommúnistar telja
þessi öflugu fyrirtæki Þránd I
Götu tilrauna þeirra til þess að
grafa undan lýðræðislegri þjóð-
félagsskipan á Vesturlöndum.
Isal — raforka
— hreinsitæki
i framhaidi af þessu er ekki úr
vegi að rifja upp nokkrar ein-
faldar staðreyndir um
samninginn við álverið í Straums-
vík, sem kommúnistar skv. fyrir-
mælum frá Dússeldorf halda nú
enn einu sinni fram, að hafi verið
tslendingum svo óhagstæður.
Búrfellsvirkjun er fyrsta stór-
virkjun okkar íslendinga. Stofn-
kostnaður hennar nam á sinum
tima um 42 milljónum Banda-
rikjadala. Þessi virkjun hefði
aldrei verið byggð, ef ekki hefði
verið gerður samningur um raf-
orkusölu við Svissneska álfélagið.
Ef sá samningur hefði ekki komið
til, hefði enginn markaður verið
fyrir hendi fyrir raforkuna frá
Búrfelli.
Orkusölusamningurinn við
Svissneska álfélagið var svo hag-
kvæmur að frá árinu 1969—1976
greiddi álverið í Straumsvfk sem
svarar helmingi alls stofnkostn-
aðar' Búrfellsvirkjunar fyrir raf-
orku eða um 21 milljón Banda-
ríkjadala. Á þessu ári munu
tekjur Landsvirkjunar af raf-
orkusölu tii ísals fara langt með
að standa undir afborgunum af
lánum Landsvirkjunar. Þessar
einföldu tölur sýna, að það er
auðvitað fáránlegt og út I hött
þegar kommúnistar tala um, að
íslendingar hafi ekkert haft upp
úr samningunum við álverið í
Straumsvik.
Þessu til viðbótar er eftirtektar-
vert að fylgjast með þeim áhrif-
um, sem starfræksla álversins
hefur haft á næsta umhverfi sitt.
Hafnarfjörður er um þessar
mundir ein blómlegasta byggð á
íslandi, bæjarfélag, sem er I örum
vexti. Til þess liggja margar
ástæður. Ein þeirra er sú, að fáum
sveitarfélögum er jafn vel stjórn-
að og Hafnarfirði. En eitt af þvi,
sem Hafnfirðingar hafa notið
góðs af, er starfræksla álversins,
bæði vegna tekna, sem bæjar-
félagið og höfnin hafa haft frá
álverinu og vegna hins, að starfs-
menn álversins búa við mjög göð
launakjör.
Þá er komið að menguninni frá
álverinu og þörf hreinsitækja i
Straumsvik. Fyrir skömmu var
gerð nokkur úttekt á mengunar-
málum álversins I Straumsvík hér
I Morgunblaðinu. í viðtali við
Morgunblaðið sagði Pétur Sigur-
jónsson, formaður flúornefndar
þeirrar, sem fylgist með dreifingu
flúors frá álverinu, m.a.: „Þróun-
in hefur orðið nokkurn veginn
eins og við spáðum á sinum tíma
er við gerðum áætlun um, hvernig
mengunin yrði miðað við 30 þús-
und tonna framleiðslu á ári og
hefur þessi spá sem sagt staðizt í
öllum atriðum en miðað við þessa
30 þúsund tonna verksmiðju var
ekki gert ráð fyrir neinum veru-
legum mengunaráhrifum. Siðan
gerist það, að verksmiðjan er
stækkuð og við gerum þá aðra
áætlun miðað við 60 þúsund
tonna ársframleiðslu en nú er
hún komin upp í 74 þúsund tonn.
Það er greinilegt, að þá er við-
horfið annað og frákast meng-
unarefna eðlilega samsvarandi
meira.“
Sama dag segir Sveinn Guð-
bjartsson, heilbrigðisfulltrúi í
Hafnarfirði, I viðtali við Morgun-
blaðið: „Um hreinsitæki er það að
segja, að við höfum fyrir löngu
gert okkur grein fyrir því, að það
þarf að koma upp hreinsitækjum
og þá er og nauðsynlegt að hafa í
huga að ekki þarf siður að hugsa
um mannskapinn, sem vinnur
inni I kerskálunum og á svæði
ísal... Þá sagði Sveinn, að i ráði
væri að skipuleggja íbúðarhverfi
á sunnanverðu Hvaleyrarholti og
líka að skipuleggja iðnaðarhverfi
á svæðinu frá Sædýrasafninu að
Álverinu. Sagði Sveinn að sér
fyndist ekki koma til greina að
hefja neinar framkvæmdir á þess-
um stöðum fyrr en sett hefðu
verið upp hreinsitæki í Álver-
inu.“
Eins og sjá má af ummælum
þeirra tveggja manna, sem ábyrgð
bera af hálfu Islenzkra stjórn-
valda, er nauðsynlegt að koma
upp hreinsitækjum við álverið i
Straumsvik.
Um afstöðu ísals sagði Ragnar
Halldórsson, forstjóri Álversins,
sama dag i viðtali við Morgun-
blaðið, eftir að hann hafði lýst
þeim tækjabúnaði, sem fyrirhug-
að er að setja upp í Straumsvik:
„Þessa dagana er verið að leggja
siðustu hönd á gerð timaáætlunar
um framkvæmd þessara breyt-
inga og verður hún lögð fyrir
rikisstjórnina i næsta mánuði.
Þessi fullkomni hreinsibúnaður
er mjög dýr og er gert ráð fyrir,
að það muni kosta milli 4 og 5
milljarða króna að breyta öllum
kerjunum til að hægt sé að koma
búnaðinum fyrir og tengja hann
við þurrhreinsitækin. Breytingar
þessar munu taka nokkurn tima
en nánar verður fjallað um þetta
á fundi með stjórnvöldum i næsta
Framhald á bls. 47