Morgunblaðið - 13.02.1977, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 13.02.1977, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. FEBRUAR 1977 33 Leikkonurnar Jane Russel og Olivia De Havilland mann um árabil. Höfðu nýrri menn í hópi ráðgjafa hans komið þvl inn hjá honum, að Maheu drægi að sér fé og ræki fyrirtækið á margan hátt sem það væri hans eigið og ráðgaðist ekki við Hughes um mikilvægar ákvarðanir. Eftir að ákvörðunin um að reka Maheu hafði verið tekin ákvað Hughes að flýja Las Vegas til að losna við fjaðrafokið, sem óhjákvæmilega yrði. Brottför hans var öll hin furðu- legasta og sem um hættulegasta ríkisleyndarmál væri að ræða. Hughes var borinn á sjúkrabörum að næturlagi niður neyðarstiga á Desert Inn. Þegar niður á jarð- hæð kom gáfu verðir merki um að allt væri í lagi og burðarmennirn- ir hlupu með börurnar að sendi- ferðabíl og beint inn í hann. Öku- maðurinn gaf i og ekið var með miklum hraða að Nellisher- flugvellinum skammt frá Las Vegas. Þar beið einkaþota, en er billinn kom að henni var flug- mönnunum skipað að ganga afsíð- is og snúa baki i þotuna. Þegar búið var að koma Hughes fyrir aftast í þotunni var flugmönnun- um leyft að ganga um borð, en þeir fengu ströng fyrirmæli um að líta aldrei aftur alla leiðina. Flogið var með Hughes til Nassauflugvallar á Bahamaeyjum og þar hafðist Hughes við i við- hafnaríbúð á efstu hæð Britannia Strandhótelsins á Paradísareyju, sem tengd er Nassau með brú yfir H km breitt sund. Á Bahamaeyjum dvaldist Hughes næstu 15 mánuðina í ein- angrun. Meðan á dvölinni þar stóð gaf Clifford Irving rithöfundur út hina frægu, fölsuðu ævisögu Hughes. Hughes tók málið í fyrstu ekkert nærri sér og sagði alltaf er á það var minnzt í frétt- um: „Hann náði engum peningum af .mér.“ Hins vegar þróaðist mál- ið þannig, að Hughes ákvað að halda blaðamannafund gegnum síma með nokkrum blaðamönn- um, sem höfðu þekkt hann i gamla daga. Allt þetta fjaðrafok beindi athygli svörtu stjórnmála- mannanna á Bahama að þessum hvíta milljónamæringi, sem bjó þarna ásamt fjölmennu föruneyti án þess að hafa lögmætt dvalar- leyfi. Þeir ákváðu að láta brjóta niður hurðina á íbúð hans og kanna hvað þarna væri á seyði. Innrásin kom Hughes og hans mönnum mjög á óvart. Lögreglu- menn grandskoðuðu híbýli Hughes, handtóku þrjá aðstoðar- menn hans og skipuðu þeim úr landi. Hughes fundu þeir þó ekki, aðstoðarmönnunum hafði með hjálp starfsfólks hótelsins tekizt að koma honum undan á síðustu stundu og fela hann í ónotuðu herbergi á 6. hæð hótelsins. Neyð- arskeyti var sent til aðalstöðva Hughes í Bandarikjunum og manni að nafni Jim Golden, fyrr- um leyniþjónustumanni, falið að sækja Hughes í hraðbáti frá Flórída. Hughes flýr frá Bahama þar sem hann gaf nákvæma lýs- ingu á útliti Hughes, hárinu, skegginu, nöglunum o.s.frv. og vakti viðtal þetta heimsathygli. Þrátt fyrir að viðtalið væri aðeins sannleikanum samkvæmt fann Hughes sig knúinn til að losa sig við þá mynd, sem almenningur hafði fengið af honum og ákvað að verða við ósk Anastarios Som- ozas, forseta Nicaragua, um fund. Nokkrir af aðstoðarmönnunum hans urðu mjög æstir er þeir heyrðu þessa ákvörðun að þvi er Stewart segir og ástæðan var sú, að þeir voru hræddir við, að ef Hughes færi að hitta utanaðkom- andi menn, kynni það að leiða til þess að hann færi að gera méira af slíku. Það myndi hafa i för meðr sér að þeir kynnu að missa tökin á honum og þar með hryndi heimur þeirra til grunna. Hughes sat fast við sinn keip og áður en hann hitti forsetann vann James Phelan, höfundur bókar- innar um sfðustu ðr Hughes Stewart í margar klukkustundir við að klippa hann og snyrta og þegar fundurinn hófst um borð í einkaþotu Hughes á flutvellinum í Nicaragua, en hann var þá á leið til Kanada, var Hughes óaðfinn- anlegur í útliti, að öðru leyti en því að hann var í sama gamla sloppnum sínum. Fundinn sat einnig Turner Shelton, sendi- herra Bandaríkjanna í Managua, og sagði hann að fundinum lokn- um, að allar sögur um útlit Hughes í fjölmiðlum hlytu að hafa verið hreinn uppspuni, þvi að hann hefði verið mjög snyrti- legur, litið vel út og tekið þétt- ingsfast í hönd sér og forsetans. Jar ðskjálftinn í Managua 1 Kanada dvaldist Hughes í 5H mánuð af 6, sem hann hafði feng- ið dvalarleyfi fyrir og hélt þá aft- ur til Managua, þar sem hann vissi að enginn myndi fara að gera veður út af skattamálum. Hughes lá í rúmi sinu á Inter- Continental-hótelinu í Managua snemma að morgni 23. desember 1972, er jarðskjálftarnir miklu riðu yfir borgina, kostuðu 7000 manns lífið og lögðu 75% hús- anna í rústir. Hughes var að horfa á kvikmynd er náttúruhamfarirn- ar hófust og skv. því 'sem aðstoð- armenn hans sögðu var engan ótta á honum að finna, hann spurði aðeins hversu miklar skemmdirnar væru og þegar einn manna hans leit út um gluggann og sagði að borgin væri í rúst virtist það engin áhrif hafa á hann, hann lét engan æsing i ljós að komast út og virtist láta sig litlu skipta, að hann var allsnak- inn og allir voru í uppnámi yfir að finna handa honum einhverjar flikur þannig að hægt væri að koma honum út úr hótelinu. Lyft- urnar höfðu allar farið úr sam- bandi við skjálftann og aðstoðar- mennirnir urðu að bera Hughes niður stórskemmda stiga. Farið var með Hughes að húsi Somoza forseta og þar var hónum komið fyrir við sundlaugina. Þegar búið var að breiða yfir hann teppi og setja kodda undir höfuð hans sofnaði hann strax. Hann spurði aldrei um það hve mikið mann- tjón hefði orðið, en lét einhver orð falla um að fé yrði sent frá fyrirtæki hans í Bandaríkjunum til að endurreisa sjúkrahúsin. Sið- ast komust þeir Stewart og Margulis að því, að stjórnendur fyrirtækisins i Las Vegas hefðu vísað þessari hugmynd frá. Hann vill fljúga sjálfur Frá Managua leitaði Hughes hælis í London og þar sá Rothschildfjölskyldan um að tryggja honum dvalarstað á Inn of the Part, sem er eitt af finustu hótelum borgarinnar. Skömmu eftir komuna þangað fékk Hughes einhverjar beztu fréttir, sem hann hafði á ævinni fengið. 12 ára málaferlum vegna eignar- aðildar hans að TWA- flugfélaginu lauk með því að Hæstiréttur Bandaríkjanna sýkn- aði hann af öllum kröfum og vis- aði frá 170 milljón dollara greiðslu, sem lægri dómstólar 15. febrúar 1972, sem var sunnudagur, sáu nokkrir gesta hótelsins furðulega sjón, þar sem þrir menn voru að burðast með sjúkrabörur í neyðarstiga, sem lá utan á hótelinu. Á börunum lá auðugasti maður Bandaríkjanna. Bak við hótelið beið sendiferða- bíll og var Hughes ekið í honum niður að höfn, þar sem hraðbátur- inn Cygnus beið. Nú var ekki ver- ið að fela Hughes og var honum skellt um borð, klæ'ddum nátt- jakka og sloppi, fyrir augum skip- stjórans og háseta hans. Ferð til Flórída, Fort Lauderdale, tók 22 klukkustundir en þung alda var á leiðinni og margir af aðstoðar- mönnum Hughes urðu sjóveikir. Hughes stóð sig hins vegar eins og hetja og fann ekki fyrir óþægind- um. Þegar til Flórída kom beið þar annar aðstoðarmaður ásamt tollgæzlumanni, sem undirritaði nauðsynleg skjöl til að Hughes gæti þegar í stað farið úr landi og var honum flogið í einkaþotu til Managua i Nicaragua. Nokkrum vikum eftir þetta veitti skipstjór- inn á Cygnus, Robert Rehak, fréttamönnum í Flórída viðtal Britanniahótelið á Bahamaeyjum. höfðu skipað honum að greiða til flugfélagsins. Við þetta gladdist Hughes svo, að hann ákvað að stjórna flugvél aftur. Hughes var þá 67 ára að aldri og hafði ekki snert stjórntæki flugvélar i að minnsta kosti 20 ár. Sjón hans var orðin svo léleg að hann varð að nota stækkunargler til að lesa. Hann vó þá um 56 kg og var um 190 sm á hæð. Auk þessa hafði hann að sjálfsögðu ekki gildandi flugmannsskírteini. Læknisvott- orð hans hafði runnið út í kring- um 1955 og til þess að eiga ekki að hættu að læknir neitaði honum um hæfnisvottorð hafði hann flogið án vottorðs um nokkurra ára skeið. Enginn i föruneyti Hughes var tilbúinn til að benda honum á að hann væri algerlega ólöglegur sem flugmaður og eng- inn hafði sérlegan áhuga á að fara með honum. Fljótlega tókst að fá leigða einkaþotu og ungan brezkan flug- mann til að fljúga með Hughes. Engum kom til hugar að Hughes hygðist stjórna þotunni i flugtaki og lendingu, en menn voru sam- mála um að hann gæti setið í aðstoðarftugmannssætinu og tek- ið í stjórnvölinn i smátima er á loft væri komið. Þegar þessari hugmynd var hreyft við Hughes á kurteisan hátt varð hann ösku- vondur og sagði: „Hvernig dettur ykkur í hug að ég fljúgi sem að- stoðarflugmaður? Ég hef aldrei á ævi minni setið í því sæti." Brezki flugmaðurinn Tony Blackburn, sem var ungur og átti lífið fyrir höndum sér, tilkynnti Hughes að hann myndi ekki ræða að leyfa Hughes að stjórna vélinni í flug- taki og lendingu og eftir nokkurt þref varð Hughes að gefa sig. Um borð í vélinni lék hann á als oddi og virtist alls ekki óánægður þótt hann fengi ekki að taka af eða lenda. Slysið Nokkrum vikum seinna gerðist svo atvikið, smm varð upphafið að endalokunum fyrir Hughes. Einn af aðstoðarmönnum hans var að hjálpa honum inn í baðherbergið er Hughes hrasaði og féll og brák- aði hægri mjaðmarbein. Hughes krafðist þess að vera skórinn upp í hótelherbergi sínu til að laga meinið, en brezki skurðlæknirinn Walter Robinson sagðist aðeins mundu framkvæma aðgerðina i sjúkrahúsi. Hughes varð að gefa sig, en hann heimtaði að snúa aftur til hótelsins áður en hann var að fullu gróinn sára sinna og afleiðingin varð sú, að hann neit- aði að reyna að stiga í fæturna framar. Skömmu síðar hélt hann tii Bahamaeyja á ný, þar sem hon- um var nú vel tekið af yfirvöld- um. Þar dvaldist hann í tvö ár áður en hann héit á síðasta áfangastaðinn, Acapulco í Mexíkó. Þar hrakaði heilsu hans stöðugt og þrátt íyrir að 4 læknar stunduðu hann reglulega neitaði hann að fara að ráðum þeirra og þeir sögðu að er Hughes hefði einu sinni sagt nei, hefði það ver- ið endanlegt og enginn fengið nokkru þar um haggað. Þessa siðustu daga, sem hann lifði, lýsti Stewart honum sem lif- andi líki. Hann vó aðeins rúm 40 kg, fætur hans og handleggir voru eins og örmjóar spýtur með skinn- tætlum, sem barn hefði getað brotið eins og eldspýtur. Á baki hans voru tvö stór legusár, sem höfðu angrað hann um árabil. Þegar fréttin um lát Hughes barst út og urh likamlegt ástand hans, urðu menn agndofa og spurðu hvernig i ósköpunum stæði á því að auðugasti maður heinis, með fjölda lsekna og aðstoðarnianna i kringum sig, hefði getað dáið úr umhirðuleysi. Enginn hefur enn getað sVarað þeirri spurningu og óvist hvort henni verður nokkru sinni svarað. En það er ekki eina spurningin, sem ekki hefur l'engizt svar við, þær skipta þúsundum og tilefni til óendanlegra skrifa urn þennan skrýtna auðkýfing, sem eitt stnn var bendlaður við flestar fegurstu konur heims svo sem Jean H:r- low, Jane Russel, Oliviu de Havil- land og Katherine Hepburn svo aðeins örfá nöfn séu nefnd. (Time, Daily Express)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.