Morgunblaðið - 13.02.1977, Side 44

Morgunblaðið - 13.02.1977, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. FEBRUAR 1977 k ,v&h 1 KAFr/NU ^ ^ Ég ætla mér ekki að standa yfir pottunum þegar ég gifti mig, — heldur eiga svo rlkann mann að við borðum úti alla daga. Hafið þið heyrt söguna um veiðimennina. Þeir veðjuðu um það að þeir gætu drepið Ijón, en hvorugur trúði hinum. Þeir lögðu undir 100 kr. Annar þeirra fór út 1 skóginn með byssuna slna, en hinn beið með byssuna tilbúna 1 tjaldinu. — Hann sat lengi lengi en loks gægðist Ijón inn fyrir tjald- skörina og sagði: —Þekkir þú pilt sem heitir Jóhannsson? — Já, svaraði maðurinn og færði sig innar 1 tjaldið. — Ég ætlaði bara að láta þig vita af þvf, að hann skuldar þér 100 kr. sagði Ijónið. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Á SJÖTTA áratugnum kynntu bandarfkjamennirnir Roth og Stone nýjar hugmyndir um notk- un dobl-sagna. Sögðu þeir félagar gagnlegra, að dobl eftir opnun makkers, sýndi styrk f ósögðum litum, f stað hefðbundins sektar- dobls. Sagnvenja þessi, sem köll- uð er „sputnik“, hefur sfðan orðið vinsælli með ári hverju. En hvenig er þá hægt að refsa andstæðingunum, þegar þeir eru að melda á lélega liti — eða ekki neitt? Gjafari suður, austur — vestur á hættu. Norður S. A1095 H. D92 T. 10 L. DG1052 Vestur S. G872 H. ÁK65 T. ÁDG93 L. ÁK98763 Austur S. 63 H. 4 T. 764 L. ÁK98763 Suður S. KD4 H. G10873 T. G852 L. 4 Sagnirnar voru þessar. Suður pass og vestur opnaði á einu hjarta. Norður vildi vera með og sagði tvö lauf. Austur og vestur notuðu „sputnik" doblið þannig að austur gat ekki doblað til sekt- ar. Hann varð að segja pass og vona það besta. Suður hafði enga ástæðu til að skipta sér af þessu og sagði pass. Vestur doblaði. Hann var að vísu ekki hrifinn af því að spila tvö lauf dobluð, nema að makker vildi það endilega, heldur sýndi dobl hans áhuga á, að berjast um bútinn. Norður hafði engu við að bæta, sagði pass og austur gerði það auðvitað einnig. Eftir að austur spilaði út hjarta, fékk norður fjóra slagi og tapaði því 700 á strögglinu sfnu. Spil þetta er að vfsu öfgafullt dæmi um notkun „sputnik" dobls- ins. En það sýnir þó vel, að unnt er að refsa andstæðingum, og það heldur betur, án þess að dobla sjálfur. Hann var heiðarlegur — Frú getið þér ekki gefið þreyttum vegfaranda eitthvað f svanginn? — Ja, ef ég héldi að þér væruð heiðarlegur, þá gæti ég sent yður út f hænsnakofann og látið yður safna eggjum fyrir mig. — Frú efist þer um heiðar- leika minn? — Mér finnst nú útlit yðar ekki bera það með sér að þér séuð heiðarlegur. — Sem dæmi um heiðarleika minn, frú, get ég sagt yður að ég var baðvörður f baðhúsi f 15 ár og allan þann tfma fór ég aldrei f bað! Vildi fá að gera eitthvað meira Sagt er að rakarar séu slæmir með það að þegar þeir eru búnir að skera hár viðskipta- vinanna þá spyrji þeir alltaf, hvort þeir eigi ekki að gera eitthvað fleira, t.d. rakstur eða þ.h. og þvf sagði læknirinn, þegar hann hafði tekið botn- langann úr rakaranum sfnum: — Jæja, vinur, eigum við ekki að athuga eitthvað með lifrina í þér og svo finnst mér ekki veita af að skera eitthvað til hálskyrtlana f þér! Til hamingju, prófessor. Þú hafðir alveg rétt fyrir þér. Risa- örninn er staðreynd! Ertu ekki að vera búinn að þessu? Skilja foreldrar unglinga? „1 dálki þinum fyrir skömmu var grein um ýmis unglinga- vandamál, og þar sagðir þú, að gjarnan vildir þú fá linur í dálk- inn frá sjónvarhorni unglinga um þetta mál. Ég vil gjarnan segja mitt álit og reyni að koma við á mörgum stöðum i sem stytztu máli. Tímarnir hafa breytzt, en þó eru unglingar alltaf unglingar. Rigur milli foreldra og barna þeirra skýtur ætið upp kollinum I einhverri mynd á þessum svokall- aða versta aldri þegar unglingar fara að verða sjálfstæðari og lang- ar til að standa á eigin fótum. Foreldrar mega ekki halda það óeðlilegt og sem flótta frá þeim þó börn þeirra langi til þess að ferð- ast eitthvað að heiman. Ungling- um er nauðsyn á að standa um langan eða skamman tima á eigin fótum og bjarga sér sjálfir, vera úti i náttúrunni, vinna og reyna svolitið á sig — finna hvað lifið er. Þá geta þeir af eigin reynslu lært að varast ýmsar hættur sem á vegi þeirra verða. Kynþroskaaldurinn er timi geysilegra breytinga, á líkama okkar aðallega og einnig þar af leiðandi sál. Uppbygging likam- ans er líka mest á þessum árum, allt fram að tvítugsaldri, og þvi er nauðsyn að lifa heilbrigðu lifi eins og raunar alltaf. Það má segja að við stjórnumst af þeirri þörf sem flýtur upp á yfirborð kynþroskaáranna og hög- um okkur samkvæmt þvi. Ungl- ingar reyna að ná toppnum, að vaxa upp. Piltar að myndarlegum mönnum og stúlkur að myndar- legum konum. — Auðvitað — all- ir reyna að fullorðnast. 0 Mörg brögð reynd En því miður eru flestir svo óþolinmóðir nú til dags að mörg brögð eru reynd til að vera tekin sem fyrst í tölu fullorðinna. Þau þarf varla að nefna, þau blasa við okkur viðast hvar og sum þeirra hafa óskemmtilegar afleiðingar ef langt er gengið. En stundin kemur, þó að mismunandi fljótt sé. Andlegur þroski helzt ekki ætíð i hendur við likamlegan þroska og öfugt, þannig er margt að athuga. Þetta hefur lengi verið svona og foreldrar verða að skilja að allir unglingar eru að reyna að vaxa úr grasi sem fyrst og foreldrar verða að auka sjálfstraust unglinga. Foreldrar verða að gefa sér góð- an tima til að hlusta á börn sin og skilja þau, setja sig í þeirra spor og vera ekki of neikvæð og muna eftir sinum eigin unglingsárum. Þeir verða einnig að þora að tala við unglingana um alla hluti og láta ekki of mikið koma sér á óvart. Viðhorf til kynferðismála 7327_______________________________________________C05PER I Hann er aö biðja um fimm pylsur — með öllu held ég! R0SIR - K0SSAR - 0G DAUÐI Framhaidssaga eftir Vlariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 30 fyrir. Og er ekki að orðlengja það, að ég steinsofnaði og vakn- aði ekki fyrr en ég heyrði stóru gangklukkuna slá nfu högg. Ég hafði sofið í rösklega tvær klukkustundir! Ég hafði raun- ar einnig sofið úr mér það sem eftir hafði leift af inflúens- unni, en ég skammaðist min innilega fyrir að hafa ekki stað- ið mig betur á verðinum og mér fannst ég hafa vanrækt skyldu- störf mln skammarlega. Ég læddist kvlðafull 1 áttina að rúmi Minu frænku. Andartaki slðar hafði ég setzt á rúmstokkinn hjá henni og greip þéttingsfast um hendur hennar. — Ö, hvað ég er glöð að sjá þig vakandi, Mina frænka! Og frfska og hressa! Hvernig Ifður þér? Ertu handviss? Hún settist upp f rúminu með nokkrum erfiðismunum. — Já, vfst Ifður mér ágæt- iega. Ég er bara dálítið þung f höfðinu, en annars er ekkert að mér. Hvers vegna ætti að vera eitthvað að mér. Ég á ekki vanda tii, guði sé lof, að verða veik. En... en hvað er nú þetta? Af hverju ligg ég hér og alklædd? Og hvað er klukkan eiginlega orðin? Ég fann til hinnar mestu samúðar með Minu frænku. Ég gerði mér grein fyrir þvf að hún var nú eini meðlimur fjöl- sky Idunnar sem vissi ekki hvað gerzt hafði þessa voðanótt. Ég sagði henni eins varfærnislega og mér var unnt, að henni hefði verið gefið svefnlyf og að for- stjórinn væri dáinn, hann hefði verið myrtur með þvf að gefa honum inn alltof stóran skammt af hjartalyfi sfnu. Andlit Minu afmyndaðist af sorg og skelfingu og nú gat ekkert komið f veg fyrir hún settist fram á, setti á sig skóna og legði af stað niður. Ég fór á eftir henni og varð þess vísari að ýmislegt hafði gerzt meðan ég hafði legið og sofið sætum svefni uppi. Uti á hlaðinu voru þrfr stórir bflar, einn virtist sérstaklega „opinber" að sjá. Lögreglan frá örebro var bersýnilega komin á vettvang og hafði byrjað sfnar flóknu og margslungnu rann- sóknir. Öeinkennisklæddur lög- reglumaður skundandi fram hjá okkur með ljósmyndavélar, annar var að störfum inni á skrifstofu Malmers og sá þriðji skaut upp kollinum og bað kurteislega en mjög ákveðið um að fá leyfi til að bæta fingraförum okkar Minu frænku í safnið sitt. Mina' frænka varð við þeirri ósk af sýnilegri tregðu og sfðan héld- um við áfram för okkar áleíðis að eldhúsinu. En ekki var frið- samlegra þar. Lagleg stúlka með ljóst úfið hár sat við eldhúsborðið og grét hástöfum, við dyrnar stóð rosk- inn maður f bláum léreftsbux- um, hann gapti heldur ógreind- arlega og á miðju gólfi stóð feitlagin miðaldra kona og tal- aði og baðaði út öllum öngum af mikilli ákefð. Mér varð smám saman Ijóst að þetta var allt þjónustufólk á herragarð- inum —stofustúlka, garðyrkju- maður og hreingerninga- og matráðskona — og þar sem þau bjuggu öll niðri í þorpinu höfðu þau ekki fyrr en nú feng- ið fregnir af þvf sem gerðist. Við stóðum ekki lengi við f eldhúsinu til að fylla þau með enn meira efni heldur héldum förinni áfram þegar við höfð- um fengið að vita að hin væru úti á flötinni. Víð heyrðum lág- værar raddir úr þeirri átt sem sneri niður að vatninu og þar fundum við þau öll undir nokkrum stórum og skuggsæl- um björkum. Christer og Gabriella sátu þétt saman á garðbekk, Helene, Daniel Severin og Fanny frænka sátu á sitt hverjum garðstól, Pia lá á maganum f grasinu og Otto sat virðulegur og beinn f baki að venju f stól sem bar það með sér að í honum gat ekki verið notalegt að sitja. En auk þess hafði bætzt f hópinn ljóshærð- ur maður með slétt hár, klædd- ur f ljósgrá föt og silkiskyrtu, og hvarflaði að manni við fyrstu sýn að þessi maður ætti fremur heíma á næturklúbbi eða göfugu veitingahúsi en úti á grasfleti f sólskini. Ég man vel þá andúð sem ég hafði á Löving lögreglustjóra þegar ég

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.