Morgunblaðið - 13.02.1977, Page 47

Morgunblaðið - 13.02.1977, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. FEBRUAR 1977 47 Afgreiðslu Arnarflugs- máls hraðað Morgunblaðið hafði samband við Agnar Kofoed-Hansen flug- málastjóra 1 gær og innti hann eftir þvi hvort búið væri að ræða umsókn Arnarflugs um áætlunar- leyfi milli landa. Agnar kvað um- sóknina hafa verið rædda, en hins vegar ætti eftir að ræða hana nán- ar og kvað hann miðað við að afgreiðslu málsins yrði hraðað. Kirkjugarðs- gjöld 2,3% af álögðum út- svörum og aðstöðugjöldum Á fundi borgarráðs hinn 8. febrúar s.l. var m.a. lagt fram bréf frá Kirkjugörðum Reykja- víkur um innheimtu á kirkju- garðsgjöldum. Var þar farið fram á að kirkjugarðsgjaldið 1977 yrði hið sama og á fyrra ári, eða 2,3% af álögðum útsvörum og aðstöðu- gjöldum. Borgarráð féllst fyrir sitt leyti á erindið. Frumsýning í Hamrahlíð LEIKFÉLAG Menntaskðlans við Hamrahllð frumsýnir f kvöld leikritið Drekann eftir Rússann Evgemin Schwarz. Þetta er f bland ævintýra- og ádeiluleikrit og er fyrir alla fjöiskylduna. Leikarar eru 25 en 50—60 ung- menni hafa starfað við undir- buning sýningarinnar. Leikstjóri er Þórunn Sigurðardóttir. Sýningin er f sal Menntaskólans. — Reykjavíkur- bréf Framhald af bls. 25 mánuði. Þegar búnaðurinn er kominn upp má segja, að það sé vel gert að vera með fullkomnasta nýjan hreinsibúnað, sem þekkist i verksmiðju, sem starfrækt hefur verið í nokkur ár.“ Þessi ummæli Ragnars Hall- dórssonar sýna, að ekki er ágrein- ingur milli Isals og fslenzkra stjórnvalda um það, hvort hreinsi- tæki skuli sett upp. Hitt kann að verða ágreiningsefni á hve löng- um eða stuttum tfma þau verða sett upp. í væntanlegum viðræð- um ráðherra við Svissneska ál- félagið ber að leggja áherzlu á, að þessi hreinsitæki verði sett upp á sem skemmstum tfma. Stefnan í stóriðjumálum Viðreisnarstjórnin hafði for- ystu um samningana um álverið f Straumsvík. Alþýðubandalagið er hins vegar frumkvöðull að næsta iðjuveri sem byggt verður á íslandi, þ.e.. járnblendiverk- smiðjunni á Grundartanga, enda þótt það vilji ekki kannast við þetta afkvæmi sitt eins og sakir standa. Þetta frumkvæði Alþýðu- bandalagsins um byggingu járn- blendisverksmiðju f Hvalfirði er kaupi raforku frá Sigölduvirkjun sýnir, að þegar ráðamenn standa frammi fyrir ákvörðunum um nýtingu orku fallvatnanna verður niðurstaðan sú, að það er hag- kvæmt fyrir þjóðarbúið að nýta þessa orkulind f tengslum við uppbyggingu iðjuvera, sem þurfa á mikilli raforku að halda. Við íslendingar eigum fyrst og fremst þrenns konar auðlindir. Fiskinn f hafinu, sem við gerum nú meira en að fullnýta. Orku fallvatnanna, sem við erum að byrja að virkja. Og loks fegurð landsins og tært og ómengað and- rúmsloft. Það er skoðun Morgun- blaðsins, að nýting þess auðs, sem felst f orku fallvatna, megi ekki verða á kostnað þeirrar auðlindar sem sfðust var nefnd. En þetta tvennt er hægt að samræma. Af- koma fslenzku þjóðarinnar mun aldrei byggja einvörðungu á ál- bræðslum eða járnblendiverk- smiðjum. En stóriðnaður f hófi á rétt á sér og getur stuðlað að þvi að bæta afkomu þjóðarinnar og jafna hana meir en nú er. Við eigum ekki að byggja mörg stór- iðjuver á íslandi. Við höfum þeg- ar byggt eitt og annað er í undir- búningi. Áhugi er á annarri ál- bræðslu bæði sunnanlands og norðan. í sambandi við slfk stóriðjuver ber að gera ýtrustu kröfur til stað- setningar og náttúruverndar. Slík iðjuver á ekki að reisa þannig, að þau verði blettur á fegurð fslenzkrar náttúru. Kröfur um mengunarvarnir verða að vera svo miklar, að engin hætta sé á þvi að við eyðileggjum þá auðlind, sem mörgum þjóðum mun finnast dýrmætust, þ.e. tært og ómengað andrúmsloft. Innan þessa ramma skulum við íhuga byggingu þeirrar álbræðslu, sem svo mikill áhugi virðist vera á i tveimur landshlutum. — Waldheim Framhald af bls. 1. gegna virku hlutverki, en hann ætlaði ekki að leggja fram sér- staka áætlun heldur auðvelda deiluaðilum að komast að sam- komulagi. Frá Kaíró fór Kurt Waldheim til Nikósíu þar sem hann ræðir lausn Kýpurmálsins við leiðtoga Kýpur-Grikkja og Kýpur-Tyrkja. — Pravda boðar Framhald af bls. 1. „détente“ og draga athygli frá þjóðfélagslegum vandamálum á Vesturlöndum. Greinin, sem í dag birtist f Rude Pravo í Prag, er talin standa í beinu samband við heimsókn sovézkrar sendinefndar undir for- sæti ritara miðstjórnar sovézka kommúnistaflokksins, Ivans Kapitanov. Sendinefndin ræddi við Gustav Husak f gær, og hefur frétzt af þeim fundi að sovézka stjórnin ætli að fylgjast náið með málum mannréttindahreyfingar- innar f Tékkóslóvakfu. 1 grein Rude Pravo segir m.a. að þeir, sem hafi undirritað Mannréttindi 77, hafi gerzt sekir um svik við sósíalismann og njóti þeir öflugs stuðnings áróðursmaskfnunnar á Vesturlöndum. Sé áróðrinum einkum beint gegn Sovétríkjun- um, en hann muni ekki hafa áhrif. í grein í austur-þýzku blaði seg- ir, að andófsmenn hafi ekki áhuga á frelsi eða mannréttindum heldur sé tilgangur þeirra að hagnast á starfsemi sinni. — Sovézka frétta stofan APN Framhald af bls. 48 islerfzkur rikisborgari. Því hefur sovézka fréttastofan brotið islenzk lög um prentrétt i 1 5 ðr af þvi 21 ári, sem lögin hafa verið i gildi Þetta rit fréttastofunnar er sett i Prentsmiðju Þjóðviljans. en prentað hjá Graflk h.f. Morgunblaðið hafði i gær sam- band við Baldur Möller ráðuneytis- stjóra I dómsmálaráðuneytinu og spurðist fyrir um þetta mál. Baldur kvaðst ekki vera kunnugur þessu, en lögreglustjóri á hverjum stað ætti að fylgjast með þvi, að þessi lög væru haldin. Til lögreglustjóra kvað hann ætti að leggja rit, sem út koma. B ldur kvaðst mundu kannað þetta mál eftir helgina Sigurjón Sigurðsson, lögreglu- stjóri, kvaðst ekki geta dæmt um þetta einstaka tilfelli. útgáfa þessa blaðs hefði aldrei verið sérstaklega kærð til embættisins Hins vegar sagði Sigurjón, að fyrir nokkrum vikum hefði hann falið einum full- trúa sinna, Pétri Hafstein, aðkanna i slnu umdæmi. Reykjavík, prent- smiðjur og útgáfur Er þessi könnun í gangi og hefur öllum hugsanlegum aðilum verið skrifað I þessu augna- miði. Sagði Sigurjón að tilgangur- inn með þessari könnun sé að koma þessum málum á hreint — ekki með atriðið „Fréttir frá Sovétrlkj- unum" sérstaklega i huga, heldur bara til þess að gera hreint I þessum málum Brldge Umsjón ARNÓR RAGNARSSON Spilarar frá 6 félögum spila 1 boðsmóti Ásanna FYRSTA innlenda „Boósmót- ið“ — hófst hjá Ásunum sl. mánudag, með þátttöku alls 36 para. Meðal kunnra spilara í þvi, má nefna Hjalta Elíasson, Ás- mund Pálsson, Guðlaug R. Jóhannsson, Örn Arnþórsson, Hörð Arnþórsson, Þórarin Sig- þórsson, Guðmund Pétursson, Sigtrygg Sigurðsson, Jón Baldursson, Guðm. Arnarson, Benedikt Jóhannsson, Hannes Jónsson, Tryggva Gíslason, Guðlaug Nielsen, Vilhjálm Pálsson, Sigfús Þórðarson, Örn Vigfússon, Jón Alfreðsson, Val Sigurðsson, Alfreð og Oliver Kr. auk allra bestu Ása- paranna. Alls eru þátttakendur frá 6 félögum, og t.d. , bæði Akranes og Selfoss eiga full- trúa í þessu móti. Keppendum var skipt í þrjá riðla x 12 para, en raðað verður þversum næst. Þriðja kvöld verður skipt í A- B-C úrslitariðla og verða þeir lokaðir. Keppt er um peninga- verðlaun, að upphæð kr. 40.000 samtals, veitt í 5 efstu sæti. Keppnisstjóri er Sigurjón Tryggvason, sem fyrr. Urslit sl. mánudag, urðu þessi: A-riðill: 1. HörðurArnþórsson — Þórarinn Sigþórsson 217 2. Ármann J. Lárusson — Sverrir Ármannsson 197 3. Jón Alfreðsson — Valur Sigurðsson 190 B-riðill: 1. Guðmundur Pétursson — Sigtryggur Sigurðsson 212 2. Hrólfur Hjaltason — Oddur Hjaltason 199 3. Jón Baldursson — Guðmundur Arnarson 186 C-riðiIl: 1. Asmundur Pálsson — Hjalti EKasson 200 2. Hallvarður Guðlaugsson — Jón Hermannsson 191 3. Bjarni Pétursson — Valdimar Þórðarson 181 Næst er raðað slönguröðun, en keppt- er í Fél. heim. Kópa- vogs, efri sal, á mánudögum. Fréttir frá Blönduósi Starfsemi Bridgefélags Blönduóss hófst f haust með aðalfundi 29. október. Stjórn Félagsins skipa nú: Kristfn Jóhannesdóttir formaður, Sig- urður H. Þorsteinsson gjald- keri og Ari II. Einarsson ritari. Firmakeppnin hófst 5. nóvember með þátttöku 14 fyrirtækja og stofnana og voru spilaðar fimm umferðir. Keppt var um farandbikar gefinn af Sölufélagi A-Húnvetninga. Urslit keppninnar urðu þessi: Hótel Blönduós (Sig. H. Þor- steinss. — Vignir Einarsson) 902 Pólarprjón hf (Sig. Kr. — Guðbj. Guðmundsson o.fl.) 860 Búnaðarbankinn (Hallbj. Kristjánsson — Ari H. Einarss.) 838 Þorsteinsmótið var haldið 30. desember 1976. Spilað var eftir Patton-fyrirkomulagi og tóku 10 sveitir þátt i keppninni. Urslit urðu þau að sveit Hallbjörns Kristjánssonar sigraði, hlaut 106 stig. Með honum í sveit voru Ari H. Einarsson, Eggert Guðmunds- son og Vilhelm Lúðviksson. Sveit Sigurðar Kr. Jónssonar hlaut 89 stig og sveit Sigarðar H. Þorsteinssonar 83 stig. Frá Reykjanesnefnd (Jrslit f 3. umferð: Ármann J. Láruss. — Þorlákur Jónsson 18—2 Jóhannes Sigurðsson — Sigurhans Sigurhanss 17—3 Björn Eysteinsson — Guðni Þorsteinss 16—4 Bogga Steinss — Ragnar Björnsson 11—9 Dröfn Guðmundsdóttir — Vigfús Pálsson 11—9 Urslit f 4. umferð: Sigurhans Sigurhansson — Ragnar Björnsson 20—0 Björn Eysteinsson Dröfn Guðmundsd. 17—3 Þorlákur J ónsson — Jóhannes Sigurðsson 12—8 Ármann J. Lár. — Guðni Þorsteinsson 10—10 Vigfús Pálsson — Bogga Steinss 10—10 Staða efstu sveita að loknum 4 umferðum: 1. Ármann J. Lárusson 62 stig Kópavogi. 2. Björn Eysteinsson 58 stig Hafnarf j. 3. Þorlákur Jónsson 47 stig Kópavogi. 4. Vigfús Pálsson 40 stig Kópa- vogi. Sveit Þorláks Jónssonar úr Ásunum, sem er skipuð ungum mönnum um tvftugt, hefur komið þægilega á óvart, m.a., sigrað Vigfús og Björn. Miklar vonir eru bundnar við þessa pilta en þeir hafa spilað saman í nokkur ár, i Menntaskólanum í Kóp. 6 efstu sveitirnar öðlast rétt til þátttöku í íslandsmótinu i sveitakeppni, undanrásum. 1,1 11 ■ . 111 1 . yyyy:; Avallt til í þrem gerdum: 1. Tii innbyggingar í skrifstofur, verslanir 09 íbúdir.......... 2.1 víúarkassa fyrir stofur og herbergi .................... 3. Fyrir verksmidjur, ,mmmm vörugeymslur og bílskúra----------, I Ódýrirí irtnkaupi Hogkvæmir I nofÉil Ok-'AR LAUSN ER BETRI iAUSN- J. ÞORLÁKSSON&^ORDMANN H.F

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.