Morgunblaðið - 13.02.1977, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.02.1977, Blaðsíða 48
r AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 3H*r0unbIo&il> SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1977 Loðnan er á hrað- ferð upp að landinu RANNSÓKNASKIPIÐ Arni Friðriksson fann ( fyrradag dreifða loðnu 19—20 sjómílur suð-austur af Stokksnesi, og virt- ist hún á hraðri leið upp að land- inu, að sögn Sveins Sveinbjörns- sonar, ieiðangursstjóra. Að sögn Sveins virðist loðnan haga sér svipað og undanfarin ár, þ.e. hún tekur sveig upp að land- inu þegar hún kemur að Stokks- nesi. Bjóst Sveinn við því að fyrstu göngurnar yrðu komnar á bugtirnar undan suðurströndinni um eða eftir helgina. Þegar loðn- an er komin á Hrollaugseyja- svæðið, má fljótlega búast við loðnu til Faxaflóahafna. Árni Friðriksson var væntan- legur til Reykjavíkur siðdegis í gær. Eftir helgina fer skipið á loðnumiðin og verður Sveinn Sveinbjörnsson áfram leiðangurs- stjóri. Kristján í Grjótinu: Fyrsti Færeyjabát- urinn með loðnu FYRSTA færeyska loðnuveiðiskipið, Kristján í Grjótinu, kom til veiða á loðnumiðunum austur af Stokksnesi í fyrrinótt. Við höfðum talstöðvarsamband við skipstjór-- ann, Kristján Martin Rasmussen, í gær, en báturinn heitir eftir afa hans. Kristján sagði vera sindur-vont hann vonast til þess að geta fyllt 0 Sigurður RE siglir inn Vfkina f Vestmannaeyjum með 1326 tonn af loðnu fyrr f vikunni og f gær- kvöldi kom skipið með annan eins farm til Eyja. Ljósmyndir Mbl. Sigurgeir f Eyjum. £ Málin rædd f brúnni á Sigurði. Frá vinstri: Kristbjörn skipstjóri, eða Bóbi eins og hann er kallaður meðal sjómanna, Sigurður Einarsson út- vegsbóndi og forstjóri Hraðfrysti- stöðvarinnar h.f. f Eyjum, en togarinn ber nafn Sigurðar, og lengst til hægri er Sigursteinn frá Hálsi, verkstjóri f Netagerð Ingólfs Theódórssonar. veður, landnyrðing og vont að eiga við þetta, enda hefði fslenzku bátunum gengið misjafnlega í brælunni. Kristján sagði, að þeir hefðu fengið 400 tonn af loðnu um nóttina, en þegar við ræddum við hann var hann ásamt íslenzku veiðiskipunum um 40 mílur aust- ur frá Stokksnesi. Hann sagði að skipið tæki 700 tonn og sagðist það f-nótt, en þegar þeir eru búnir að fá fullfermi halda þeir heim á leið. Kristján sagði, að annað fær- eyskt skip, Polaris, hefði rétt í þessu verið að koma á miðin frá Færeyjum, en i nótt leið var von á Kronborginni og Sjúrði Tolláks- syni, en öll þessi skip eru í flokki beztu skipa Færeyinga. „Þreytandi vindsteyta en loðnuaflinn góður” Talstöðvarspjall við Krístbjöm skipstjóra á Sigurði RE „ÞAÐ SYNGUR allt Ijómandi f okkur,“ sagði Kristbjörn Árnason skipstjóri á Sigurði f talstöðvar- spjalli við Morgunblaðið f gær, en Sigurður var þá á leið til Vest- mannaeyja með liðlega 1300 tonn af loðnu, eða mesta loðnuafla sem fslenzkt skip hefur tilkynnt til Sovézka fréttastofan APN hefur brotið lög um prentrétt í 15 ár SOVÉZKA fréttastofan APN á íslandi hefur undanfarin 1 5 ár gef ið út ritiS „Fréttir frá Sovétríkj- unum". j tilefni þess, að þessi sama fréttastofa hefur nú verið kærð í -Sviþjóð fyrir útgáfu frétta- bréfs hennar þar á grundvelli þess að enginn ábyrgðarmaður er þar gefinn upp og að fréttastofan noti ritið til þess að breiða út falskar ásakanir á hendur Svium. athug- aði Morgunblaðið. hvernig háttað væri útgáfu þessa rits hér á íslandi Ritíð. sem hér er gefíð út, hefur ritstjórn og afgreiðslu að Suðurgötu 1 3. í „haus" blaðsins er aðeins sagt. að það sé gefið út af fréttastofu APN á íslandi, en þar er hvorki tilgreindur ritstjóri né ábyrgðarmaður í lögum um prentrétt frá 1 0. april 1956 segir i 10 grein: „Útgefandi blaðs eða timarits skal vera islenzkur ríkisborgari, lögráða og heimilisfast- ur hér á landi, eða islenzkur ópersónulegur aðili Ritstjóri blaðs eða tímarits skal vera íslenzkur rikis- borgari, heimilisfastur hér á landi og lögráða Ef ópersónulegur aðíli er einn útgefandi blaðs eða tímarits, skal ráðinn ritstjóri, er fullnægi skil- yrðum 2 málsgr — Brot gegn ákvæðum greinar þessarar varðar sektum eða varðhaldi. ef miklar sak- ir eru." Af þessu sést að sovézka frétta- stofan APN fullnægir alls ekki skil- yrðum laganna. þar sem hún er ekki islenzk og enginn ritstjóri með hvort ritstjóri er eða ekki, þar sem íslenzkan ríkisborgararétt er til- fréttastofan getur tæplega talizt greindur Raunar skiptir ekki máli, Framhald á bls. 47 löndunar. „Það mælduat 1326 tonn upp úr skipinu f Eyjum eftir sfðasta túr, en þá höfðum við til- kynnt 1300 tonn. Lfklega er afl- inn um 1320 tonn núna, fullt skip, en rýrnunin er einhver,“ sagði Kristbjörn," vegna þess að hrogn- in eru farin að sjást og þá rýrnar eitthvað f löndun." Sigurður var væntanlegur til Eyja f gærkvöldi, en þegar við töluðum við skipið var það statt i miðri bugtinni milli Ingólfshöfða og Skarðsfjöru. Þetta er annar túrinn i röð sem Sigurður kemur með fullfermi til Eyja, en í túrnum þar á undan voru þeir með 1150 tonn. Tveir skipstjórar eru með Sigurð, Krist- björn og Haraldur Ágústsson, sem tekur við skipinu I dag, en Kristbjörn fer í 20 daga frí. „Við skiptum vertíðinni á milli okkar,“ sagði Kristbjörn. „Hvar fenguð þið þennan afla?“ „Við fengum hann um 50 mílur frá Stokksnesi. Annars hefur ver- ið erfitt að eiga við þetta, þvi á miðunum hefur verið leiðinda- veður um langan tíma. Á 23 daga úthaldi nú höfum við aðeins feng- ið gott veður i einn dag, þetta hefur verið ægilega þreytandi vindsteyta en loðnuaflinn er góð- ur.“ Sigurður fékk nýlega 30 millj. kr. nót sem gerð var I Netagerð Ingólfs Theodórssonar f Vest- mannaeyjum og var hún gerð úr sérstaklega sveru garni. Við spurðum Kristbjörn um nótina. „Nýja nótin hefur reynzt mjög sterk og góð, en það er erfitt að vinna með henni vegna þess hve hún er efnismikil, i bunka slagar hún upp i 200 fermetra hús, og það sljákkar lítið í henni, en þetta er mikið tæki.“ Hort lætur ekk- ert í sér heyra SKÁKSAMBAND íslands sendi stórmeistaranum Viastimil Hort hraðbréf 24. janúar og spurði þar um fyrirætlanir stórmeist- arans varðandi einvígið við Spassky hér á landi. Enda þótt liðnir séu 20 dagar, hefur ekkert svar borizt frá Hort og eru Skáksam- bandsmenn orðnir harla undrandi, þar sem skammt er til einvfgisins. Er helzt talið að Hort dvelji ein- hvers staðar við æfingar þar sem ekki náðist til hans. Að sögn Einars S. Einarssonar forseta Skáksambandsins er nú unnið af kappi að undirbúningi einvigisins. Það er fullákveðið milli Skáksambandsins og þeirra aðila í Sviss, sem standa að ein- vígi Meckings og Polugaevskys, að senda leiki milli landa. I at- hugun er að koma á sams konar samstarfi við mótshaldara ein- vígja þeirra Larsens — Portich, Kortsnoj — Petrosjan. Að öllum líkindum fer fulltrúi frá Skák- sambandinu til meginlands Evrópu eftir helgina til viðræðna um þessi mál. Einum sleppt SÍÐDEGIS í gær var ungum manni sleppt úr gæzluvarðhaldi sem hann hafi setið í vegna rann- sóknar fíkniefnamálanna, sem nú eru til meðferðar fíkniefnarann- sóknarmanna. Áfram sitja fimm ungir menn I gæzluvarðhaldi vegna þessara mála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.