Morgunblaðið - 15.02.1977, Side 7

Morgunblaðið - 15.02.1977, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1977 7 Þingmenn og umbjóðendur Vilhjðlmur Hjálmarsson menntamálaráðherra seg- ir m.a. i helgarspjalli i Timanum: „Alþingismönnum er þrásinnis álasað fyrir sam- bandsleysi við kjósendur, við kunnáttumenn á sér- sviðum, forsvarsmenn sveitarfélaga. við aðila vinnumarkaðarins o.s.frv. En á sama tima er þeim hallmælt fyrir að vera þrælar sérfræðinga og embættismanna og þý kjósenda sinna. — Sann- leikurinn er auðvitað sá, að hér verður að fara bil beggja og að seint mun takast að þræða hinn gullna meðalveg, svo ekki verði að fundið. En ýmis frávik, sem ævinlega mð benda á, gefa ekkert til- efni til að hafa uppi þann djöfulgang, sem nú dynur yfir. Hann á ekkert skylt við hollráð eða heilbrigða gagnrýni. Sibylgjan um siðleysi alþingismanna, heimskupör og ræfildóm á ótal sviðum er til þess eins fallin að ófrægja Al- þingi íslendinga sem stofnun og grafa undan áliti þingsins i augum þjóðarinnar. Séu svivirð- ingarnar hrns vegar krufn- ar til mergjar I einstökum atriðum kemur i Ijós, að eitt rekur sig ð annars horn ..." Þjóðviljinn í hlutverki Ástralíuagents Margur íslendingurinn hefur flutzt búferlum til annarra landa i timanna rðs — og farnast vel eða illa I nýjum heimkynnum eftir atvikum. Svo er fyrir að þakka að hér rikir ferðafrelsi, sem er meira en hægt er að segja um öll þjóðskipulög samtim- ans. Þrátt fyrir mismun- :ndi aðstæðu i ýmsum rikjum heims. er sum hver hafa upp ð möguleika að bjóða sem hér eru ekki til staðar, verður þó niður- staða flestra jslendinga hin sama: að heima er bezt. Engu að siður er það gömul og ný saga, að hér hafa jafnan verið til svo- kallaðir „agentar" fyrir landflóttastefnu. Þeir eru frjálsir að sinum skoðun- um, þó að stundum sé lágt lotið. Þjóðviljinn hefur nú um sinn gerst boðberi land- flóttastefnunnar. Af og til birtast þar greinar, sem þjóna undir þessa við- leitni, þar sem „auðvalds- þjóðfélagi" okkar er fund- ið flest til foráttu. Það skritna er. að blaðið hliðr- ar sér hjá að bera saman kjör og aðstæður hér og i rikjum sósíalismans, eða að beita sér fyrir fólks- flutningum til „sælurikj- anna" f Austur-Evrópu, hvað sem veldur. Gjarnan er vitnað til annarra „auð- valdsrikja", þar sem sam- félagsleg þjónusta og al- mannaöryggi er siður en svo þyngra á metum en hér heima. Þetta er at- hyglisvert „framhjáhald" frá „hugsjóninni" en e.t.v. bæði skiljanlegt og fyrirgefanlegt. Einkum og sér i lagi hef- ur Þjóðviljinn beint frán- um augum sinum að Ástraliu — f landflótta- boðskapnum. Eitt slfkt dæmi þakti alla baksfðu Þjóðviljans siðasta sunnu- dag i liðnum janúarmán- uði. Og þessari útsiðufrétt (víðtali) var fylgt eftir i leiðara blaðsins daginn eftir. Þar var m.a. sagt að menn hér heima væru „hálfdrættingar f laun- um" við innflytjendur i Ástralfu. Ekki var þó minnst i félagslegt öryggi verkafólks eða stöðu frumbyggja þar i landi. Hins vegar var það lof- sungið i viðtalinu. hver kostur hvitra innflytjenda væri, þ.e. þeirra „sem eru duglegir og vilja vinna", eins og það var orðað. Einhvern veginn finnst manni að þar „hæfi skel kjafti", er Þjóðviljinn kemur fram i búningi Ástraliuagents. þótt e.t.v. hefði staðið blaðinu nær að lofsyngja búferlaflutn- ing til sósialiskra þjóðfé- lagshátta. þar sem „Gulakeyjaklasin " blómstrar, frjálst félaga- starf er fyrir bi, og ferða- frelsið tilheyrir löngu lið- inni tið. Úrklippa úr Þjóðviljanum Auói 80 árgerð 1977 fyrirliggjandi. HEKLAhf Lðugavegi 170—172 — Simi 21240 Av.Ai 80 árgerð 1977 er glæsilegur fólksbíll í nýjum búningi, sem hefir að baki sér hina viðurkenndu vesturþýsku tækni- kunnáttu og gæðaframleiðslu sem tryggir þægilegan, öruggan og ódýran akstur. — Audi 80 biður yðar nú í sýningarsal okkar. -— Gjörið svo vel að líta inn og við munum gera okkar besta til að leysa úr spurningum yðar varðandi Audt80. Verð á Audi 80 LS ca. kr. 2:332 þúsund Verð á Audi 80 GLS ca. kr. 2.435 þúsund kynning maxima Helstu upplýsingar: Hæð miðpunkts: 127 mm. Bil milli odda: 6S0 mm. Klóplan: 5" eða 6". Gat gegnum kló 20 mm. Mótor: 3-fasa 220/380 V. 1 hestafl. 1 fasa 220 V. 0.85 hestöfl. Hraðar: 60/120/240/ 350/480/ 630/ 1250/2500/snún/mln. Verð með söluskatti: Mentor 10 kr. 390.000 Borð 10 kr. 37.000 Fræsari (0,25 hestöfl kr. 98.000 Verið velkomin á sýninguna okkar Einkaumboðsmenn. verkfœri & járnvörur h.f. DALSHRAUN! 5, HAFNARFIROI SIMI 53332 Tann ENSKIR PENINGASKÁPAR eldtraustir — þjófheldir heimsþekkt framleiðsla. E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRÐI — SIMI 51888 yyi(g/a§ samlokurnar dofna ekki með aldrinum. Þokuljós i og kastljós. Halogenðljós fyrir J-perur ótrúlega mikið Ijósmagn. PERURí ÚRVALI NOTIÐ tAÐBESTA H IILOSSI, Skipholti 35 S: 81350 verzlun 81351 verkstæði 81352 skrifstofa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.