Morgunblaðið - 15.02.1977, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 15.02.1977, Qupperneq 14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR Tð. FEBRUAR 1977 Svansprent hf. igu í Kópavogi: Svan og brosti Við hváðum hélt hann áfram, „hún er eiginlega bæði erindreki og sendiherra fyrirtækisins og þegar hún gengur hvað vasklegast fram get ég ekki stillt mig um að kalla hana „foringja hvítu mannanna" Það var hellt upp á könnuna á kaffi- stofunni, spjallað og spurt Ýmislegt bar á góma hjá starfsfólkinu eins og gengur en við spurðum Jón Svan um vöxt fyrirtækisins: ÚR100 FM. LEIGUHÚSNÆÐI í 1600 FM EIGIN HÚSNÆÐI „Prentsmiðjan á 10 ára afmæli þann 1 maí n.k." sagði Jón Svan, „við byrjuðum í 100 fermetra húsnæði á 2. hæð í Skeifunni 3 í Reykjavik og vélakosturinn var ein lítil Heidelberg vél fyrir alls konar smærri verkefni í prentþjónustu. Auk mín starfaði ein stúlka í prentsmiðjunni þá Fyrsta verk- efni hennar í prentsmiðjunni var að skera 12 þús pylsubrauð fyrir 17. júní 1967, því við höfðum engin verkefni fyrir prentvélina. En smátt og smátt vex þetta, fyrsta lærlinginn tek ég 1968 og um 1970 er starfsmanna- fjöldi kominn upp í 5—6 manns. 1971 keyptum við offsetvél fyrir stærri verkefni og upp úr því fór húsnæðið í Skeifunni að springa algjörlega utan af okkur. Þá gekk í garð timabil með feikilegum pappírsburði upp á 2. hæð og alls konar hengjandi vandræði „Verðum að fylgja örum tæknibreytingum til að dragast ekki aftur úr” Rætt við Jón Svan Sigurðsson, forstjóra Svansprents vegna húsnæðisins Með tilkomu off- setprentvélarinnar gjörbreyttust öll verkefni sem við fengum til vinnslu, því áður höfðum við eingöngu unnið smærri verk, en nú fóru að koma vandaðri verk, alls konar, frá teiknistof- um og mikið af þeim verkefnum voru litprentanir. Við unnum þá bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga og ugglaust muna margir eftir litprentun á Vísi í vikulokin, en við prentuðum hann um nokkurt skeið." KÓPAVOGUR MIÐSVÆÐIS Á „Hvernig þróuðust mál þegar hús- næðið var orðið alltof lítið?" „Þá var annaðhvort að hrökkva eða stökkva. Ég var búinn að reyna mikið trl þess að fá húsnæði einhvers staðar nálægt Suðurlandsbrautinni í Reykja- vik, en það var alltof dýrt og ég gat ekki ráðið við það. Þá bauðst mér húsnæði i Kópavogi með aðgengilegri kjörum og það þýddi ekkert annað en bera fyrir sig fæturnar úr þvi að maður var kominn á loft á annað borð Ég var anzi hræddur við að flyþa starfsemina i Kópavog vegna þess að ég taldi liklegt að ég myndi missa viðskipti. en sá ótti var ástæðulaus. Bæðí var að gamlir viðskiptavinir létu sig krókinn engu muna og auk þess er maður þarna, þegar allt kemur til alls, miðsvæðis á Stór-Reykjavikursvæðinu. í gamla daga var alltaf talað um að halda sig með þjónustufyrirtæki sem næst Mið- bænum gamla i Reykjavik, en nú er svo viða orðið þröngt þar með blla- STÓR REYKJAVÍKUR- SVÆÐINU í TILEFNI iðnkynningar f Kópavogi heimsóttum vi8 Svansprent h.f. að Auðbrekku 55. Forstjóri Svans- prents, Jón Svan Sigurðsson prent- ari, stofnaði fyrirtæki sitt fyrir 10 írum í 100 fm. leiguhúsnæSi f Skeif- unni. Hann hafði áður unnið m.a. f Eddu og hjá Hilmi h.f. við prent- smiðjustjórn. i Skeifunni óx fyrirtæk- inu skjótt fiskur um hrygg, enda þótt byrjunin væri nokkuð óvanaleg, þvf vegna verkefnaskorts fyrir prentvél- ina var pylsuát Reykvfkinga 1 7. júnf 1967 undirbúið f Svansprenti. Nú notar fyrirtækið hins vegar 600 fermetra af 1600 fermetra hús- næði sfnu til prentþjónustunnar og 14 starfsmenn vinna f Svansprenti um þessar mundir. Öll alhliða prent- þjónusta er unnin þar, setning, filmu- og plötugerð, prentun o.fl. „FORINGI HVÍTU MANNANNA"_____________ Það er persónulegur blær yfir starf- seminni þar, dæmigerður fyrir vinnu- stað þar sem allir starfsmenn þekkjast. Fyrirtækið hefur verið byggt upp með elju, atorku og áræðí og það hefur kostað langan vinnudag þeirra sem standa i forsvari. en dugmikið starfs- fólk hefur létt róðurinn Það eru mörg handtökin og margar vangavelturnar sem fylgja prentiðninni og við vorum einmitt að ræða þá hlið við Jón Svan þegar eiginkonu hans, Þuriði Ólafs- dóttur, sem kölluð er Dússý, bar að. Hún hafði verið að sinna ýmsum mál- um fyrir prentsmiðjuna úti í bæ. „Þarna kemur formaðurinn' . sagði Jón Jón Svan forstjóri ræðir mðlin. Hiuti af húsi Svansprents við Auðbrekku, en á jarðhæðinni hefur Tréval aðstöðu. Ur öðrum vélasalnum. Fremst er Sverrir Hauksson prentari, þð Jón Ásgeir Hreinsson setjari, Jón Svan og Snæbjörn Þórðarson offset- prentari. Hrefna Jónsdóttir og Asta Sigurbjörnsdóttir vinna ð bókbandinu. stæði og umferð að það er í raun og veru mun hagstæðara að vera aðeins utan við hringiðuna og ekki má gleyma að mikið af samtölum við viðskiptavini okkar getum við afgreitt símleiðis." MIKIL HAGRÆÐING AÐ RÚMGÓÐU HÚSNÆOI „Þegar ég keypti húsið Auðbrekku 55 í Kópavogi í árslok 1973, fannst mér það vera alltof stórt, en auk þess að starfsemin hefur aukizt mikið þá hefur það reynzt ákaflega mikil hag- ræðing í því að hafa það rúmgott, því húsnæði á prentsmiðjuhæðinni, en það er mikill kostur að unnt er að keyra inn á þá hæð og einmitt í því er fólgin mesta breytingin frá gamla staðnum, því það munar ákaflega miklu að hafa allt á einni hæð sem bílar geta keyrt að Til dæmis auðveldar það einnig allar forfæringar á hjólavögnum og lyfturum, léttir vinnuna og flýtir fyrir." 24 LETURTEGUNDIR MEÐ 33 LETURSTÆRÐIR „Þetta hefur verið jafn og stöðugur vöxtur í fyrirtækinu. Jón Kristjánsson prentsmiðjustjóri ræðir við Guðrúnu Þorvarðardótt- ur um væntanlega prentun. þá þarf ekki að umstafla neinu og það skiptir miklu máli. Þegar ég flutti inn með prentsmiðjuna um áramótin 1973—1974 var búið að byggja neðstu hæð hússins, sem er 400 fer- metrar og 2 50 fermetra af miðhæð- inni. Nú er prentsmiðjan hins vegar í 600 fermetra húsnæði á miðhæðinni, Trésmiðjan Tréval leigir neðstu hæðina og við erum að Ijúka við að steypa upp þriðju hæðina, sem verður 600 fer- metrar að flatarmáli. Við eigum eftir að innrétta skrifstofu- Snarasti þátturinn í vexti fyrirtækis- ins er að sjálfsögðu vegna aukningar á prentvélakosti. Við erum nú með tvær offsetvélar fyrir stærri og vandasamari verkefni í lit og svarthvítt, tvær prent- vélar fyrir smærri verkefni, filmu og plötugerð og nýjustu tegund af setn- ingavél fyrir offset þar sem letrið kem- ur fram á sjónvarpsskermi. Þá eigum við von á offsethraðprentunarvél, en svo örar eru breytingarnar í taékniþró- un prentiðnaðarins að það er í rauninni alltaf eitthvað nýtt að koma fram Sigrtður Ólafsdóttir, Sirrý, skrifstofustdlka á hagræð- ingarfundi með Dússý og Jóni Svan. Sverrir Brynjólfsson offsetljósmyndari og skeytinga- maður, t.v., og Björgvin Pðlsson offsetljósmyndari. Jón Ásgeir Hreinsson setjari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.