Morgunblaðið - 15.02.1977, Side 27

Morgunblaðið - 15.02.1977, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1977 27 Bent A. Koch skrifar um kosningarnar í Danmörku semfram fara í dag AHUGI manna á þingkosn- ingum hefur sjaidan verið minni í Danmörku en nú fyrir kosningarnar á þriðjudag. Það er engin furða, því að um árabil hafa verið kosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur í Dan- mörku á hverju ári. Hvers vegna efndi Anker Jörgensen forsætisráðherra þá til kosninga? Einfaldlega vegna þess að minnihlutastjórn hans var komin í ógöngur. Raunar hafði hann svokallaða ágúst- flokka á bak við sig og þar með þingmeirihluta, að visu nauman (90 þingsæti af 179). En nauðsynlegt reyndist að fá Vinstri flokkinn til þátttöku í viðræðum um nýtt samkomulag vinnuveitenda og launþega þar sem það nær til samkomulags um húsnæðismál, sem áður hafði verið gert og Vinstri flokkurinn var aðilí að. Og Vinstri flokkurinn reis upp á afturfæturna, stöðvaði hjólin eins og Anker Jörgensen orðaði það. Um það er bollalagt í Vinstri flokknum hvort sú afstaða er rétt að hafna samvinnu við sósíaldemókrata. Stór hluti dönsku þjóðarinnar vill að þess- ir tveir gömlu flokkar komist að samkomulagi og tryggi trausta stjórn, annað hvort með samvinnu í ríkisstjórn eða með skuldbindandi samstarfssamn- ingi. Staða Glistrups Fyrir því eru trúlega ýmsar ástæður að leiðtogar Vinstri flokksins með Poul Hartling og Anders Andersen fyrrverandi fjármálaráðherra í fararbroddi segja nei. Ef slík samvinna fer út um þúfur kemst Mogens Glistrup í mjög sterka aðstöðu. Þá yrði hann eini aðilinn, sem hægt væri að mynda stjórn með. Einnig má vera að Vinstri flokkurinn óttist, að hinn stóri flokkur sósialdemókrata „gleypi" hann, ef efnt yrði til slíkrar samvinnu eins og minnstu munaði að hann gleypti Róttæka vinstriflokk- inn. En jafnframt hefur Vinstri flokkurinn fylgzt af ugg um með því að flokkar, sem að- hyllast svipaðar hugmyndir og hann — íhaldsflokkurinn og Kristilegi þjóðarflokkurinn — hafa neyðzt til að taka upp stöð- ugt nánari samvinnu við Anker Jörgensen. Litlu borgara- flokkunum finnst að þeir sæti illri meðferð frá hendi Vinstri flokksins og vilja ekki stuðla að því að Hartling komist aftur til valda, að minnsta kosti ekki án þess hann taki þá með í ríkis- stjórn. Róttækir hafa sagt hreinskilnislega að þeir vilji undir engum kringumstæðum að Hartling verði aftur for- sætisráðherra. Þar sem þannig var ástatt ákvað Anker Jörgensen að leita til kjósenda og biðja þá að stað- festa umboð sitt og helzt efla það. Að vissu leyti tekur hann mikla áhættu. Samkvæmt síð- ustu skoðanakönnun Gallups tapa sósíaldemókratar og stuðn- ingsflokkar þeirra — ágúst- flokkkarnir — kosningunum ef könnunin reynist rétt (sjá töflu). Seinni skoðanakönnun, sem önnur stofnun tók, bendir til þess að ágústflokkarnir eflist i kosningunum. ' •inrifiw Tiv l'. <I .vot!>ri;t />!*! < - 1 Hvað gerist? Og hér kemur að helztu spurningu kosninganna: hvað verður um ágúst-flokkana og þar með ágúst-samkomulagið? Spurningin er afgerandi vegna þess að með ágúst- samkomulaginu er reynt að fylgja fram bíndingu kaup- gjalds og verðlags. Samkomu- lagið á að koma til fram- kvæmda 1. marz og samkvæmt því eiga tekjur aðeins að hækka um tvo af hundraði á ársgrund- velli á næstu tveimur árum að viðbættum fjórum af hundraði á ári í dýrtíð. Um þetta snúast viðræður aðila vinnumarkaðarins í Dan- mörku þessa dagana, um lög frá þjóðþinginu er eiginlega ekki að ræða. Þessar viðræður hafa siglt í strand þar sem báðir aðilar vilja biða og sjá hvað gerist í kosningunum. Ef ágúst- flokkarnir fá ekki meirihluta í kosningunum er ágúst- samkomulagið brostið og rammi launahækkana á næsta tveggja ára samningstima þar með úr sögunni. Það gæti hæg- lega haft í för með sér öng- þveiti á vinnumarkaðnum. Með hliðsjón af þessu verður að skoða athugasemd Per Hækkerups efnahagsráðherra í sjónvarpi sama dag og kosning- ar voru boðaðar: Ef menn geta ekki kosið sósíaldemókrata af einhverri ástæðu verða þeir að kjósa hina flokkana (ágúst- flokkana) ,sem hafa sýnt að þeir eru fúsir að bera ábyrgð. Svo erfitt er orðið að mynda traustan meirihluta i danska þjóðþingiru, að einn helzti leið- togi sósíaldemókrata segir við kjósendur: Ef þið getið ekki kosið okkur, kjósið íhaldsmenn eða einhvern hinna borgara- flokkanna! Flókið ástand Margir útlendingar eiga sjálf- sagt erfitt með að skilja flókið ástand danskra stjórnmála (sjá töflu). Eiginlega eru borgara- flokkarnir í meirihluta: 102 þingsæti af 179 og þeir fengu 58,8 af hundraði greiddra at- kvæða i þingkosningunum 1975. En þessi meirihluti er óstarfhæfur af því hinir borg- araflokkarnir telja sig ekki geta unnið með Glistrup og flokki hans — vegna persónu mannsins og stefnu flokksins. Anker Jörgensen og minni- hlutastjórn hans komu því til valda og smátt og smátt hefur hann komið til leiðar býsna fastmótuðu samstarfi við borg- araflokkana. Samstarfinu verður haldið áfram ef flokkarnir eflast i kosningunum. Anker Jörgen- sen vill hvorki vinna með flokk- um lengst til vinstri né hægri. Og hann getur tæplega efnt til samvinnu með Vinstri flokkn- um. Raunar hefur stjórn Anker Jörgensens ekki beðizt lausnar. Ef fylgi sósíaldemókrata eykst eða þeir standa sig sæmilega verður Anker Jörgensen áfram við stjórn — og ekkert bendir til þess að hann verði íelldur við atkvæðagreiðslu á þjóðþing- inu. Við það geysierfiða ástand, sem ríkir á vinnumarkaðnum, vill varla nokkur annar stjórn- málamaður setjast í forsætis- ráðherrastólinn. Anker sterkur En tekst honum að treysta sig í sessi? Allar skoðanakánnanir benda til þess. Staða Ankers Jörgensens hefur stöðugt styrkzt á undanförnum tveimur árum, ekki aðeins i flokki hans sjálfs, heldur - einnig meðal borgaraflokkanna. Anker Jörgensen og Mogens Glistrup verða sennilega sigur- vegarar kosninganna. Frani- faraflokkurinn hefui- að vísu haft aðeins takmörkuð áhrif síðan hann kom mönnum á þing, en þessi sérdanski mót- mælaflokkur hefur fengið vind í seglin vegna óánægju með „gömlu flokkana", atvinnu- leysi, skriffinnzku, verðhækk- anir og almenna óvissu um framtíðina. Kennilega bæta smáflokkarnir til vinstri einnig við sig nokkru fylgi. Minni- hlutastjórn sósíaldemókrata hefur reynzt erfitt að varðveita pólitískt sjálfstæði sitt. Hún hefur að mörgu leyti orðið að fara eftir vilja þingmeirihlut- ans og það hefur auðvitað orðið vatn á nxyllu sósialistaflokk- anna til vinstri. Þegar öllu er á Framhald á bls. 28 Jörgensen og Glistrup spáð sigri í *)7 i>7! m Sjá töflu á hls. 28 Poul Hartling og Anker Jörgensen við samningaborð Anders Andersen fv. fjármálaráðherra Skoðun norsks skop- teiknara, Finn Graff við Arbeiderbladet, á stjórnmálaástandinu I Danmörku: Anker Jörgensen með Poul Hartling og Mogens Glistrup i eftirdragi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.