Morgunblaðið - 15.02.1977, Side 28

Morgunblaðið - 15.02.1977, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1977 SVAR M/TT EFTIR BILLY GRAHAM Ég hef nýlega lesið Passover Plol (Páskasamsærið), og ég verð að segja, að þar eru mjög sannfærandi rök gegn upprisu Jesú. Þekkið þér nokkurn raunverulegan vísindamann, sem hefur kynnt sér vel staðre.vndir um upprisu Jesú og hefur sannfa rzl um, að hún hafi átt sér stað? Tveir víðkunnir Englendingar gerðu slíka athugun. Annar var Gilbert West, þekktur rithöfundur og uppeldisfrömuður. Hinn hét Edward Littleton, lávarður. Hann var lögfræðingur og skært ljós í hópi menntamanna. Það var viðurkennt, að þeir væru báðir efahyggjumenn varðandi sannleiksgildi kristindómsins. Þeir hugðust eyöileggja kristna trú og töldu sig þá þurfa að afsanna upprisuna og útskýra afturhvarf Páls postula á annan hátt en Biblían gerir. Þeir byrjuðu rannsókn sína. West átti að taj<a að sér að afsanna upprisuna, en Littleton vildi sýna fram á, að Páll hefði ekki snúizt til Krists á veginum til Damaskus. Eftir árs athuganir hittust þeir til þess að bera saman bækur sínar. Þá voru báðir orðnir sannfærðir, kristnir menn, og báðir játuðu, að þeir hefðu ekki komizt undan því að taka trúna á Krist, þegar þeir skoðuðu niðurstöðurnar af rannsóknum sínum. Höfundur bókarinnar Passover Plot er efamaður, sem neitaði að taka til greina sannanir heiðarlegra rannsókna. Allir menn eru frjálsir að þvi að taka slíka afstöðu. Kristinni trú er veitt viðtaka eða henni er hafnað, og staðreyndir hafa engin áhrif á þá, sem hafa þegar sett sig í andlegar skorður. Hershöfðinginn Lew Wallace hugðist afsanna frá- sögn guðspjallanna. Meðan hann vann að könnun sinni, öðlaðist hann trúna á Krist og samdi hina þekktu skáldsögu, Ben Húr, sögu um Krist. Já, margir hafa reynt að hnekkja frásögn guóspjall- anna, og fjölmargir þeirra hafa að lokum orðið kristnir. En jafnvel Guð sjálfur kemst ekki inn i lokað hjarta. — Tvö núll Framhald af bls. 2 hægt, Unnt væri að gefa út 5 króna seðil, 10 króna seðil, 50 króna seðil og 100 króna seðil, en hann jafngilti 10.000 krónum. Lárus ræðir fyrri athuganir á gjaldmiðilsbreytingu, sem fram hafi farið og segir að flestar tillög- urnar hafi verið um tíföldun verð- mætisins, en þá telur hann dýrari og reikningslega erfiðari í fram- kvæmd. I greinargerðinni segir: „ Arið 1962 starfaði nefnd á vegum þáverandi fjármálaráð- herra, Gunnars Thoroddsens, að þvi að athuga hvaða breytingar væri heppilegt að gera á mynt- kerfinu. I nefndinni voru Sig- tryggur Klemenzson, og var hann jafnframt formaður hennar, en auk hans Jóhannes Nordal og Kle- mens Tryggvason. Nefndin gerði tillögur um að verðmæti gjald- miðilsins yrði tífaldað, og rök- studdi hún tillögur sfnar með já- kvæðum sálrænum áhrifum breytingarinnar og hagkvæmni þess að losna við smámyntir undir 10 aurum að þágildandi verð- mæti. Tillögur þessar hlutu þó ekki hljómgrunn stjórnvalda, einkum vegna kostnaðar, sem þær hefðu i för með sér. Árið 1972 var samþykkt þings- ályktunartillaga á Alþingi frá Birni Pálssyni. Meginefni hennar var að fela ríkisstjórninni að láta athuga hvort tímabært þætti og hagkvæmt að auka verðgildi ís- lenzkrar krónu þannig að 10 krón- ur yróu að einni. Allsherjarnefnd SÞ. fékk itar- lega umsögn frá Seðlabankanum um þessa tillögu. Þar kom fram að bankastjórnin taldi ekki tima- bært að tifalda verðgildi krón- unnar, en aðkallandi væri að gera tilteknar breytingar á myntkerf- inu. 1 greinargerð bankans segir á hinn bóginn svo i niðurstöðum: „Loks telur bankastjórnin æski- legt, að kannað verði með almenn- um umræðum innan Alþingis og utan, hvort menn telja upptöku stærri gjaldmiðilseiningar gagn- lega ráðstöfun og líklega til þess að auka virðingu og traust manna á gjaldmiðli þjóðarinnar. Fái þessi hugmynd nægilega jákvæð- ar undirtektir, mætti hugsanlega stefna að því að tekin yrði upp ný gjaldmiðilseining, er væri jafn- gildi 100 króna. Verður það varla fyrr en eftir nokkur ár...“ — Tel líklegt Framhald af bls. 44 mikinn árangur — en þá urðum við sammála um þó nokkra punkta, sem við ræddum síðan við ríkisstjórnina." Björn sagði að hugsanlega gætu aðilar vinnu- markaðarins rætt skattamál við rikisvaldið. „Við höfum áhuga á því, eftir þvi sem hægt er, að ríkisstjórnin auki svigrúm atvinnurekstursins og þar koma til álita ýmis gjöld, ef einhver flötur fæst til þess að dregið væri úr þeim. og siðan beint til kaup- hækkunar. „Björn kvað launa- skatt t.d. hugsanlegan í þvi sam- bandi, gjöld af aðföngum o.fl. „Get ég lítið um þetta sagt, á meðan þetta hefur ekki verið kannað, en ég tel líkleg aó þessum tilmælum verði tekið jákvætt," sagði Björn Jónsson. Tilraun til flugráns Ismir — 14. febrúar — Reuter. 17 ára lærlingur i lögreglunni gerði um helgina tilraun til flug- ráns. Flugvélin var á leið frá Izmir til Istanbul með 52 farþega þegar pilturinn ruddist inn í flug- stjðrnarklefann með flugfreyju sem gfsl. Hann skipaði flug- stjóranum að hækka flugið og taka stefnu á Belgrad, en þegar skipun hans var ekki hlýtt hleypti hann af fjórum skotum, og særði flugstjórann og flugfreyjuna. Flugvélin nauðlenti á herflug- velli í nágrenninu. Þar hélt pilturinn áfram að skjóta, en hæfði engan. Hann var handtek- inn þegar hann var orðinn uppi- skroppa með skotfæri. Meiðsli flugfreyjurinar og flug- stjórans eru smávægileg, og eng- an farþega sakaði. Herlögreglan á flugvellinum segir, að pilturinn sé geðsjúkur. — Byggingavörur Framhald af bls. 44 góða veðrátta undanfarið skipti miklu í þvi sambandi, en eins væri ekki að finna neitt hik á húsbyggjendum, sem benti til þess að menn væru ekki mjög þjakaðir af peningaleysi. „Við framleiðum hér bæði útveggs- steina og milliveggjasteina, og erum algjörlega uppiskroppa með hvort tveggja og minnist ég þess ekki, að við höfum verið svo illa staddir á þessum árstima þau 17 ár sem ég hef verið við þetta," sagði verzlunarstjórinn þar. Hjá verzlun J. Þorlákssonar & Norðmann á Skúlagötu var okkur tjáð, að salan hefði verið mjög lífleg allan janúarmánuð og meiri en menn ættu að venjast á þess- um árstima, en verzlunarstjórinn kvaðst verða þess var að dregið hefði úr sölunni þegar kom fram í febrúar. Hann taldi að hina góðu sölu i janúar mætti að nokkru leyti rekja til tíðarfarsins og eins hitt að þeir, sem hefðu fjárráðin, hefðu talið vissara að festa sem fyrst kaup á byggingarefni vegna ótta við hækkanir sem framundan væru. Hann sagði hins vegar að lítil sala hefði verið i bygginga- vörum til útivinnu. — Fasteigna- markaður Framhald af bls. 2 á þvi að fólk vill kaupa sér íbúðir nú áður en hækkun verður. Tals- vert framboð er nú af íbúðarhús- næði, en um leið og eftirspurnin eykst, fylgir verðið í kjölfarið og hækkar. Tiltölulega meiri stigandi hefur verið i verði lítilla Ibúða en stórra að undanförnu. Þriggja herbergja ibúðir eru nú seldar yfir leitt á bilinu frá 7,5 til 9 milljóna króna eftir stærð og gæðum. 1 Árbæjar- hverfi er t.d. algengt verð um 8 milljónir króna. Erfiðara er að segja um verð á 4ra herbergja íbúðum, þar sem miklu meiri breytileiki er í stærð þeirra. Verð á þeim er þó á bilinu 9,5 til 10 milljóna króna yfirleitt og verð á 5 herbergja góðri íbúð er á bilinu 10 til 12 milljónir króna. Allar þessar viðmiðanir í verði eru um íbúðir i fjölbýlishúsum. — Loðnan Framhald af bls. 2 Þórkatla II GK 240, Óskar Hall- dórsson RE 400, Loftur Baldvins- son EA 400, Sigurberg ÓF 260, Ársæll Sigurðsson GK 200, Skóg- ey SF 230, Geir goði GK 160, Skarðsvik SH 370, Magnús NK 260, Arni Sigurður AK 400, Kap II VE 560, Keflvikingur KE 240, Suðurey VE 120, Bergur VE 160, Rauðsey AK 420, Sæbjörg VE 300, ísleifur VE 430, Súlan EA 650, Ásberg RE 380, Grindvíkingur GK 430, Helga Guðmundsdóttir BA 460, Pétur Jónsson RE 660, Sæberg SU 260, Álsey VE 160, Húnaröst ÁR 250, Guðmundur RE 800, Flosi IS 280, Dagfari ÞH 250, Þórður Jónasson EA 380, Örn KE 530, Víkurberg GK 260. Frá miðnáetti s.l. til klukkan 22 í gærkvöldi tilkynntu eftirtalin skip loðnuafla: Hákon ÞH 450, Vonin KE 190, Reykjanes GK 230, Stapavík SI 500, Gullberg VE 580, Helga II RE 350, Guðmundur Jónsson GK 620, Gunnar Jónsson VE 300, Gisli Árni RE 540, And- vari VE 220, Jón Finnsson GK 560 og Eldborg GK 510. — Palestínu- málið Framhald af bls. 1. andi aðilum. Það var Henry Kissinger, fyrirrennari Vance, sem lagði tij að hann færi i þessa ferð, sem verður undanfari heim- sókna leiðtoga ísraels og Araba- ríkjanna til Bandarikjanna i vor. Ekki er talið að stjórnin muni ákveða fyrr en í sumar hvernig staðið verður að samningaviðræð- um um Miðausturlandamálið, en talið er að þær muni byrja með óformlegum fundi leiðtoga Mið- austurlandarikjanna til að undir- búa nýja Genfarráðstefnu. Vance mun ekki hitta Yasser Arafat eða aðra af leiðtogum PLO, en reyna að kynna sér vand- lega afstöðu þeirra. Vance sagði nýlega í viðtali við New York Times, að ef Palestinumenn hefðu í raun tekið upp hógværari afstöðu myndi slikt að sjálfsögðu hjálpa. Vance og aðrir bandarisk- ir ráðamenn hafa ekki tekið beina afstöðu með eða á móti Palestinu- ríki, en vitað er að þeir telja 3 aðalforsendurnar fyrir lausn Mið- austurlandadeilunnar frið, brott- flutning Israelsmanna frá her- teknu svæðunum og að fundin sé leið tii að tryggja löglega hags- muni Palestínumanna. Vance verður í dag og á morgun i Israel, flýgur til Kaíró á fimmtudag, verður í Beirút og Amman á föstudag, á laugardag I Riyadh og til Damaskus á sunnudag áður en hann heldur heim á leið. Stjórn Israels hefur haft mikinn undirbúning undir komu Vance og stjórnin setið á stöðug- um fundum undanfarna daga. Israelsmenn telja heimsóknina mjög mikilvæga þar sem nú gefist þeim fyrsta tækifærið til að koma hugmyndum sinum beint á fram- færi við stjórn Carters forseta. Austurriska dagblaðið Zeitung, sem gefið er út í Vín, birti I gær skjal frá PLO, sem það segir að einn af leiðtogum samtakanna, Isam Sartawi, hafi afhent Kreisky, kanslara Austurríkis, sem formanni nefndar alþjóða- samtaka jafnaðarmanna um upplýsingaöflun um Miðaustur- landamálin. í skjalinu segir, að Palestinumenn í smáríki gætu lifað í sátt og samlyndi við Israela og að PLO sé tilbúið til að sam- þykkja smáríki á vesturbakka Jórdanár, Gaza og tveimur smá- svæðum, Himma og Auja. Helsti boðskapur skjalsins var, að nú væri heppilegasti timinn til að setja niður deilur i Miðaustur- löndum, og tækifærið gæti glatazt ef ekkert yrði gert á næstu mánuðum. Mikilvægasta atriðið væri viðurkenning á rétti allra Palestínumanna til að snúa heim og bætur til handa þeim, sem af frjálsum vilja tækju ákvörðun um að snúa ekki aftur. Stjórn ísraels hefur látið i ljós svartsýni á að hugur fylgi hér máli hjá Palestínumönnum, hug- myndunum hafi jafnan verið vísað á bug af einhverjum PLO- leiðtoga eftir að þær höfðu verið birtar opinberlega. Talsmaður ísraelsstjórnar sagði i dag, að hún liti á þessar hugmyndir sem leiðir Palestinumanna til að reyna að hafa áhrif á almenningsálit í heiminum utan Arabalandanna. — Jörgensen og Glistrup Óbreytt? varla samþykkja samkomulag sem yrði innan ramma ágúst- Hvað gerist eftir kosningarn- samkomulagsins. Því má búast ar? Sennilega verður stjórn An- við ókyrrð á i/innumarkaðnum ker Jörgensens áfram við völd í — ókyrrð sem mun verða til Framhald af bls. 27 nokkuð breyttri mynd, en sem þess að þjóðþingið skerst í leik- fyrr hrein minnihlutastjórn inn. botninn hvolft verður líklega sósíaldemókrata. Þvi næst Þótt kaít sé i veðri i Dan- um nokkra vinstrisveiflu að munu viðræðurnar á vinnu- mörku þessa dagána má því bú- ræða í kosningunum á þriðju- markaðnum hefjast fyrir al- ast við „heitu vori“ í dönskum dag. vöru, en verkamenn munu stjórnmálum. 1971 1973 1975 Gallup 1971 1973 1975 Gallup Mið-vinstri Jan 77 Jan 77 Sósfaldemókratar 37.3 25.6 29.9 31.3 70 46 53 56(+3) Sós.þjóðarfl. 9.1 6.0 5.0 4.2 17 11 9 8<-l) Kommúnistar 1.4 3.6 4.2 5.2 0 6 7 9 (+2) Vinstrisósfalistar 1.6 1.5 2.1 3.4 0 0 4 6(+2) Mið- hægri 49.4 36.7 41.2 44.1 87 63 73 79 (+6) Vinstri 15.6 12.3 23.3 21.1 30 22 42 38(—4) Róttækir 14.4 11.2 7.1 4.3 27 20 13 8 (—5) thaldsmenn 16.7 9.2 5.5 5.2 31 16 10 9 < — 1) Miðdemókratar — 7.8 2.2 3.4 — 14 4 6(—2) Kristilegir 2.0 4.0 5.3 4.7 0 7 9 8 (— 1) Réttarsamband 1.7 2.9 1.8 — 0 5 0 — <- ) Glistrup-hreyfingin Framfaraflokkur 50.4 47.4 45.2 38.7 88 84 78 69 (—9) — 15.9 13.6 15.3 — 28 24 27 (+3) Borgaralegir og Gilstrup 50.4 63.3 58.8 54.0 88 112 102 96 (—6) Þingsæti i Danmörku 175 175 175 175 + Grænland 2, Færeyjar 2 4 4 4 4 179 179 179 179 Kosningaþátttaka 87.2 88.7 88.2 Ágústflokkar nú: Sósialdemókratar 54 (þar af 1 frá Færeyjum), Róttækir 13, íhaldsmenn 10, miðdemókratar 4, kristilegir 9. alls: 90. Ágústflokkar skv. Gallup jan. 77 Sósialdemókratar 56, róttækir 8, fhaldsmenn 9, miðdemókratar 6, kristilegir 8, alls:87. „Töfratalan“: 90 þingsæti af 179.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.