Morgunblaðið - 11.03.1977, Side 5

Morgunblaðið - 11.03.1977, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1977 5 Blak, körfubolti og júdó í íþróttaþætti A MORGUN, laugar- dag, hefst dagskrá sjónvarpsins klukk- an 16.30 á þætti um fþróttir. Umsjónar- maður þáttarins er Bjarni Felixson. Sýnt verður frá meistarakeppni i 'júdó, sem fram fór um síðstu helgi. Þá verður klukkan 17.15 sýndur lands- leikur Islendinga og Tékka. Einnig verð- ur i þættinum sýnd- ur leikur Þróttar og I.S. i blaki og ís- landsmót i körfu- bolta. Bjarni Felixson lagði sérstaka áherzlu á það, að blak, körfubolti og júdó verði sýnt í þessum þætti. í súrrelískum stíl og hét L’Age d’or (Gullskeiðið) gerð árið 1930. Margar af hans fyrstu myndum vöktu ólgu og reiði meðal fólks á Spáni sérstaklega, þar sem í þeim var fólgin viss ádeila. Árið 1939 hélt hann til Hollywood, eftir að hafa starfað bæði í Madrid og í Paris. í Hollywood vann hann hjá Warner Brothers og um tímabil vann hann einnig við „Modern Art“ safnið í New York. Árin 1946—47 fór leik- stjórn hans og kvik- myndagerð þó að marka sér eigin stíl og um það leyti vann hann í Mexikó. Fyrir kvikmyndina „Los Olvidados" hlaut hann Grand Prix verðlaunin i Cannes árið 1951. Með þeim verðlaunum fékk hann viðurkenningu sem einn fremsti kvikmynda- leikstjóri í heiminum. Hann hélt samt áfram með kvikmyndagerð í sambandi við mexi- kanska kvikmyndaiðnað- inn, þar sem hann stóð að baki langri runu af frá- bærlega vel gerðum og karakterískum kvik- myndum, þrátt fyrir lítil fjárráð og tíma, og er myndin, sem sýnd er í sjónvarpinu í kvöld, ein þeirra, sem hann gerði á þessum árum. Eitt af meistaraverk- um hans þykir þó kvik- myndin „Nazarin“, sem á að sýna fram á það hve erfitt er að vera sam- kvæmur kristinni trú í þessum kalda og harða heimi. Eftir kvikmynd- ina „The Young One“ (1960) gerði hann sína fyrstu mynd á Spáni, þar sem fjallað var um sama þema og í „Nazarin”, óhræddur við guðlast og ósiðlæti, sem vakti frekar furðu spánskra stjórn- valda heldur en reiði. Síðasta áratuginn og rúmlega það hefur Luis Bunuel ekki dvalizt lengi á neinum vissum stað. Hann hefur unnið við kvikmyndagerð jöfnam höndum bæði í Mexíkó og Frakklandi. Ein hans nýrri mynda er „Belle de Jour“ (1967), sem varð vinsælust þeirra allra. Árið 1970 hélt hann svo aftur til Spánar, en spænsk menning hefur ætíð verið honum hug- stæðust og i nánustum tengslum við verk hans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.