Morgunblaðið - 11.03.1977, Page 15

Morgunblaðið - 11.03.1977, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR II. MARZ 1977 15 Frú Trudeau og Jagger neita öllu Ottawa, 10. marz AP Reuter FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ I Ottawa tilkynnti f dag að Margaret Trudeau, eiginkona kanadfska forsætisráðherrans, hefði aflýst fyrirhugaðri heimsókn til Enfield, Nova Scotia, af „ófyrirsjáan- legum persónulegum ástæðum." Tekíð var fram, að þetta yrði ekki skýrt nánar. Trudeau þekktist i síðasta mánuði boð um að heimsækja verkstæði þroskaheftra 24. marz og að vera viðstödd tizku- sýningu til ágóða fyrir starf- semina. Forsætisráðherrafrúin olli fjaðrafoki á sunnudaginn þegar hún fór með brezku rokk- hljómsveitinni Rolling Stones i tónleikaferð um Kanada og í gær þegar hún fór á undan aðalsöngvaranum, Mick Jagger, til New York. Frú Trudeau fór á frum- sýningu ballettdansarans Mikhail Baryumckov i New York og neitaði því að hún stæði í ástarsambandi við J agger. Hún spurði „hvernig nokkrum gæti dottið það í hug“ að hún væri í ástarsambandi við söngvarann og bætti þvi við að eiginmaður hennar veitti henni frelsi til að lifa þvi lifi sem hún vildi. Jagger neitaði einnig i annarri yfirlýsingu að hann stæði i ástarsambandi við for- sætisráðherrafrúna. Aðspurð um samband sitt við Jagger sagði frú Trudeau: „Mér þykir vænt um hann og vildi gjarnan líta á hann sem vin minn, en ég þekki hann varla.“ Þegar frú Trudeau var spurð um samband sitt við eigin- manninn sagði hún: „Hvernig er samband þitt við konu þína?“ Þegar hún fór á ballett- sýninguna var hún í fylgd með Yasmin Khan, dóttur Ali Khan og Ritu Hayworth. Jagger .sagði I yfirlýsingu sinni: „Eiginlega er þetta allt hlægi- legt. Margaret Trudeau er mjög aðlaðandi og viðfelldin, en við erum ekki í ástarsambandi. Ég hef aldrei hitt hana áður og hef ekki séð hana siðan ég kom til New York. Raunar hef ég ekki séð hana síðan á sunnudaginn. Ég er í New York til að vera hjá konu minni (Bianca) ogdóttur. Við (Jagger og frú Trudeau) komum ekki einu sinni með sömu flugvél frá Toronto. Þetta er allt tóm vitleysa." Frú Trudeau hvarf þegar fram kom gagnrýni vegna þess að hún birtist I veizlu sem hald- in var eftir laugardagstónleika Rolling Stones. Hún sótti aðra tónleika Stones og dvaldist í nokkra daga á sama hóteli og rokksveitin. Hún stillti sér einnig fyrir framan ljósmynd- ara ásamt Jagger og öðrum úr hljómsveitinni. Trudeau forsætisráðherra MARGARET TRUDEAU I NEW YORK — Margaret Trudeau, til vinstri, eiginkona Pierre Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í Ieikhúsi f New York í gær. Fregnir hafa verið um að hún hafi komið til borgarinnar með Mick Jagger, söngvara Rolling Stones. Með henni er Yasmin Kah, dóttir Ritu Hayworth og Ali Kahn, fyrrum sendiherra Pakistans hjá Sameinuðu þjóðunum, en hann er látinn. Simamynd AP hefur neitað að láta hafa nokkuð eftir sér um ferð konu sinnar til New York og sam- band hennar við Rolling Stones. Hann virðist engar áhyggjur hafa á yfirborðinu af þá Kanada og erlendis frá um frú Trudeau hafi flætt yfir stjórnaráðið í Ottawa. Tals- maður Trudeaus sagði i gær að ekkert væri hæft f fréttum um að leit væri hafin að forsætis- ráðherrafrúnni og að hún kæmi fljótlega aftur til Ottawa. < Gæðavörur Fermingarföt Úrval af fermingarfötum úr riffluðu flaueli og terylene-efnum. 0 UhLIhU Hamraborg 3, Kópavogi, sími 42011 Ny sending Allar nýjustu íslenzku og erlendu hljómplöturnar. LÍTIÐ INN. -I v I ► 4'

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.