Morgunblaðið - 11.03.1977, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1977
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Sérpöntum bílavarahluti samkvæmt yðar ósk með
stuttum fyrirvara i flestar
gerðir bandarískra °9
evrópskra fólksbíla, vörubíla.
traktora og vinnuvélar. Bílanaust Síðumúla 7 — -9.
Sími 82722.
\ fiúsngeí II '
f ,.s [
Sandgerði
Til sölu 3ja herb. íbúð við
Suðurgötu. Laus fljótlega.
Fasteignasala Vilhjálms og
Guðfinns. Vatnsnesvegi 20,
Keflavik, Simar 1263 og
2890.
Vil kaupa
notaðar afturfelgur 28" af
Deutch dráttarvél. Uppl. i
sima 99—3148.
i stærðum 37 — 49.
Dragtin, Klapparstig 37.
Nýkomið
fjölbreytt úrval af glerkúlum í
loft, laus gler á loft- og vegg-
lampa. Einnig skermar af
ýmsum gerðum. Gjörið svo
vel að lita inn til okkar.
Lampar og gler h.f., Suður-
götu 3, simi 21830.
Til sölu
dráttarvél með ámoksturs-
tækjum Dauts árgerð ' 65 55
ha. Uppl i síma 93 —1796
Akranesi.
Kvöldnámskeið hefst 17.
marz. Kenni nýjustu tízku.
Sænskt sniðkerfi.
Innritun i síma 19178
Sigrún Á. Sigurðard. Drápu-
hlið 48. 2. hæð.
Starfstúlka (eða ráðs-
kona)
óskast i veiðihús. Uppl. i
sima 43858 á kvöldin.
1 7 ára stúlka
óskar eftir vinnu, helst til
framtiðar. Margt kemur til
greina. Uppl. i síma 74299.
□ St.St. 59773124 IX-
□ HELGAFELL 59773117
IV/V — 2
I.O.O.F. 12 = 15821 18%
= 9 III
I.O.O.F. = 15831 18’/z =
Orð Krossins
Fagnaðarerindið verður
boðað frá Traus World Radio,
Monte Carlo, á hverjum
laugardagsmorgni kl.
10—10.15. Sent verður á
stuttbylgju 31 m (9.5 MHz)
Orð Krossins, pósthólf 41 87,
Reykjavík.
Stúkan Freyja nr. 218
Fundur i kvöld kl. 20.30. I
Templarahöllinni Eiriksgötu
5.
Æ.T.
UTIVISTARFERÐIR
Laugard. 12/3. kl. 13
Kristnitökuhraun, gíg-
ar og sprungur, gengið á
Stóra-Sandfell, Fararstj. Einar
Þ. Guðjohnsen. Verð 800 kr.
Sunnud. 13/3. kl. 13.
Stönd og hraun, breytt
dagskrá vegna aurbleytu,
vöðum ekki elginn en göng-
um um þétt hraun og vetrar-
grænan mosa Reykjanes-
skagans, Hvassahraun, Lóna-
kot, Slunkaríki og viðar með
Gísla Sigurðssyni. Verð 800
kr, fritt f. börn m. fullorðn-
um. Farið frá B.S.Í. vestan-
verðu.
Útivist 2,
ársrit 1976 komið. Afgreitt á
skrifstofunni.
Útivist.
Kvennfélag Hallgrims
kirkju
býður eldra fólki í sókninni til
kaffidrykkju sunnudaginn
13. marz að lokinni guðþjón-
ustu kl. 2.
Guðmundur Jónsson, óperu-
söngvari syngur. Stjórnin.
3«
Frá Guðspekifélaginu
í kvöld kl. 21. flytur Sigur-
veig Guðmundsdóttir, kenn-
ari erindi ..Heilög kvenn-
réttindakona"
Reykjavíkurstúkan.
■ ANDLEG HREVSn-ALLRA HER-LB
V) 2
■ GEOVERNDARFÉLAG ISLANOS*
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
fundir — mannfagnadir |
Aðalfundur
Iðnaðarbanka fslands h.f.
verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu í
Reykjavík, laugardaginn 19. mars n.k.,
kl. 2 e.h.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Breytingar á samþykktum hlutafélags-
ins.
3. Önnur mál.
Aðgöngumiðar að fundinum verða af-
hentir hluthöfum og umboðsmönnum
þeirra í aðalbankanum, Lækjargötu 12,
dagana 16. mars til 18. mars, að báðum
dögum meðtöldum.
Reykjavík, 9. mars 1977
GunnarJ. Fridriksson
form. bankaráds.
Aðalfundur Landvara
verður haldinn í samkomusal Vöru-
flutningamiðstöðvarinnar h.f. við Borgar-
tún í Reykjavík, laugardaginn 19. marz
n.k. og hefst kl. 13.30. Dagskrá fundar-
ins er samkvæmt félagslögum.
Stjórn Landvara.
Samtök Psóriasis og exemissjúklinga
halda
aðalfund
fimmtudaginn 17. marz í Tjarnarbúð
neðri sal kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
húsnæöi í boöi__________
Til leigu
nýtt iðnaðarhúsnæði við Vesturvör í
Kópavogi. Húsnæðið er um 400 fm að
stærð sem má skipta, í 235 fm og 165
fm, sali. Lofthæð 4,50 m. Stórar hurðir.,
og góð aðkeyrsla. Upplýsingar í síma
43277.
Námsvist í félagsráðgjöf
Fyrirhugað er að sex íslendingum verði gefinn kostur á námi í
félagsráðgjöf í Noregi skólaárið 1977 — 78, þ.e. að hver
eftirtalinna skóla veiti inngöngu einum nemanda:
Noregs kommunal- og sosialskole, Ósló
Sosialskolen, Bydgöy, Ósló
Sosialskolen, Stafangri
Sosialskolen, Þrándheimi
Det Norske Diakonhjem, Sosialskolen, Ósló og
Nordland Distrikthögskole, Sosiallinjen, Bodö
Til inngöngu í framangreinda skóla er krafist stúdentsprófs
eða sambærilegrar menntunar. íslenzkir umsækjendur, sem
ekki hefðu lokið stúdentsprófi, mundu ef þeir að öðru leyti
kæmu til greina þurfa að þreyta sérstakt inntökupróf, hliðstætt
stúdentsprófi stærðfræðideildar í skriflegri íslensku, ensku og
mannkynssögu. Lögð er áherzla á að umsækjendur hafi
nægilega þekkingu á norsku eða öðru Norðurlandamáli til að
geta hagnýtt sér kennsluna. Lágmarksaldur til inngöngu er 1 9
ár og ætlast er til þess að umsækjendur hafi hlotið nokkra
starfsreynslu.
Þeir sem hafa hug á að sækja um námsvist samkvæmt
framansögðu skulu senda umsókn til menntamálaráðuneytis-
ins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 28. mars n.k. á sérstöku
eyðublaði sem fæst í ráðuneytinu. Reynist nauðsynlegt að
einhverjir umsækjendur þreyti sérstök próf í þeim greinum
sem að framan greinir, munu þau próf fara fram hérlendis í
vor.
Menntamálaráðuneytið,
8. mars 1977.
Óska eftir
að taka 8 — 12 tonna bát á leigu í
sumar. Uppl. í síma 94-2514 á sunnu-
dag milli kl. 1 og 7 e.h. og næstu
sunnudaga.
Sjálfstæðismenn
í Kópavogi
Árshátíð félaganna verður iaugardaginn 12. marz í Félags-
heimili Kópavogs og hefst kl. 1 9.30 með borðhaldi.
Matthías Bjarnason sjávarútvegsmálaráðherra flytur hátíðar-
ávarp.
Skemmtiatriði. Hljómsveitin Ásar leikur fyrir dansi. Aðgöngu-
miðar gilda sem happdrættismiði. Vinningur er ferð fyrir 2 til
Austurríkis. Fjölmennið. Miðapantanir í símum 42454 Skúli,
4151 1 Tyrfingur. Stjörnin.
Báknið burt
Akureyri
S.U.S. og Vörður F.U.S. á Akureyri
boða til almenns fundar að Kaupvangs-
stræti 4 laugardaginn 1 2. marz n.k. kl.
14.
Fundarefni: Hugmyndir ungra sjálf-
stæðismanna um samdrátt i rikis-
búskapnum.
Fummælandi: Baldur Guðlaugsson,
framkvæmdastjóri.
Hella
S.U.S. og Fjölnir F.U.S. boða til
almenns fundar í kjallara Verkalýðs-
hússins laugardaginn 12. marz n.k. kl.
14.
Fundarefni: Hugmyndir ungra sjálf-
stæðismanna um samdrátt i Ríkis-
búskapnum.
Frummælandi: Þorsteinn Pálsson, rit-
stjóri. S.U.S.
Baldur
Þorsteinn.
Grunnskólinn
LANDSMÁLAFÉLAGIÐ VÖRÐUR, samband félaga Sjálfstæðis-
manna i hverfum Reykjavikur boðar til raðfunda og ráðstefnu
um menntamál i marz-apríl og mai. Haldnir verða fjórir
raðfundir um einstaka þætti menntamálanna og að lokum efnt
til pallborðsráðstefnu, þar sem fjallað verður um efnið: SJÁLF-
STÆÐISFLOKKURINN 0G MENNTAMÁLIN og ennfremur
rædd frekar einstök efnisatriði er fram hafa komið á rað-
fundunum.
Á fyrsta fundinum, sem haldinn
verður mánudaginn 14. marz kl.
20:30 i Valhöll, Bolholti 7. verður
fjallað um grunnskólann.
Frummælandi
Ragnar Júliusson, skólastjóri.
Almennar umræður og fyrirspurnir.
Mánudaginn 14. marz — kl. 20.30 —
Bolholti 7
Borgarmálakynning Varðar 1977
Félagsmál
Kynning félagsmála verður laugardaginn 12. marz kl. 14 i
Valhöll, Bolholti 7. Þar mun Markús Örn Antonsson, borgar-
fulltrúi, flytja stutta ræðu, en auk hans verða Albert
Guðmundsson, borgarfulltrúi og Sveinn Ragnarsson, félags-
málastjóri, viðstáddir og munu þeir svara fyrirspurhum.
Farið verður i skoðunar- og kynnisferð i nokkrar stofnanir
borqarinnar á sviði félagsmála.
Ollum borgarbúum boðin þátttaka
Stjórn Varðar.