Morgunblaðið - 11.03.1977, Síða 23

Morgunblaðið - 11.03.1977, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1977 23 Sigurður G. S. Þor- leifsson -Minning Fæddur. 14. júní 1935. Dáinn 2. marz 1977. Komið er að kveðjustund okkar í þessu jarðlífi. Þegar siminn hjá mér hringdi að morgni 2. marz og mér var tilkynnt lát hans rifjaðist margt upp. Ekki hélt ég að lífs- þráður hans myndi slitna svona fljótt. Hann sem var svo duglegur og ætið hugsaði svo hlýtt til þeirra sem bágt eiga, þótt oft væri hann sjálfur þjáður á sál og lík- ama. Ég vil þakka þá ánægju sem hann veitti mér á svo margvisleg- an hátt. Ætið minnist ég þess er ég vaknaði á spítala, eftir svæf- ingu, og á borðinu hjá mér stóð fallegur rósavöndur. — Og alla þá hlýju sem hann sýndi börnum mínum ætið, ef eitthvað bjátaði á. Ætíð var hann kominn, reiðubú- F. 9. september 1933. D. 7. febrúar 1977. Ég átti ekki von á þvi þegar við Viðar kvöddumst i Keflavik s.l. vor, að það yrði síðasta skiptið, sem við hittumst. Hann hafði komið heim um langan veg til þess að fylgja einkasyni sínum til grafar. Það voru þung spor. Faðir hans lá þá á sjúkrahúsi í Reykja- vik i skoðun og virtist á batavegi, er hann snögglega veiktist. Það var hörð barátta við dauðann, sem fékk mjög á Viðar, sem ekkert aumt mátti sjá. En mikið þótti pabba hans vænt um að sjá hann. — Það voru dýrðlegir endurfund- ir. Viðar veiktist sjáifur á miðju ári og háði harða baráttu við sinn sjúkdóm. Aldrei kvartaði hann, og ekki vildi hann að neitt fréttist heim um veikindi sín. Hann var i eðli sínu alltof viðkvæmur fyrir þennan heim, en hann óx með erfiðleikunum, og var fullur af glensi og gamni meðan á barátt- unni stóð. Það var unun að heyra eina hjúkrunarkonuna segja frá stuttri dvöl hans á sjúkrahúsi í Anchorage, þótt hann væri þá mjög þungt haldinn. Viðar var fæddur í Siglufirði 9. sept. 1933, einkabarn Guðrúnar Stefánsdóttur og Magnúsar Þor- lákssonar. Hann ólst upp við ást- ríki i foreldrahúsum. Viðari var margt til lista lagt, hann var góð- ur söngmaður, góður skiðamaður og segja má að allt hafi leikið i höndum hans, hann var snyrti- menni svo af bar. Viðar lærði rafvirkjun og vanna alla tið við þá iðn. Viðar kvæntist ungur Kolbrúnu Eggertsdóttur frá Siglufirði, þau eignuðust 5 mannvænleg börn. Einn son og fjórar dætur. En þau eru Magnús Sævar er lést i slysi s.l. vor, Jóna Theódóra,. búsett á Eskifirði, Guðný, Ólöf, starfandi í Reykjavik, Vilborg Rut og Þóra i heimahúsum. Þau Kolbrún og Viðar slitu samvistum fyrir all- mörgum árum. inn að rétta hjálparhönd, ef heils- an leyfði. Ég minnist æskuára okkar í Arnardal; þó fátæktin væri mikil i þá daga voru gleði- stundirnar margar. Sigurður bróðir minn var fædd- ur 14. júni 1935. Foreldrar okkar voru Stefanía Guðmundsdóttir frá Gelti við Súgandafjörð og Þor- leifur Þorleifsson frá Arnardal við ísafjarðardjúp. Var hann sjötti í röðinni níu systkina og fyrstur okkar sem fellur frá. Sig- urður bróðir minn giftist 14. jan- úa 1956 eftirlifandi konu sinni Rósu Geirþrúði Halldórsdóttur. Eignuðust þau sjö elskuleg börn. Er að þeim kveðinn mikill harm- ur. Guð styrki konu hans og börn þeirra, svo og aldraða foreldra okkar. megi styrkja móður hans, sem á tæpu ári hefur fhátt sjá af svo mörgum. Við Jensi bróðir minn, sem í raun litum á Viðar sem bróður, þökkum honum innilega allar ánægjustundir. Jarðarförin fór fram í Anchor- age í Alaska 12. feb. Athöfnin var látlaus og innileg. Á eftir söfnuð- ust islenskir og ameriskir vinir hans saman. Allir hrósuóu Viðari fyrir elskulegheit. Það var þannig sem við þekktum hann og þannig, sem við munum hann. Stella Guðmundsdóttir. Megi elskulegur bróðir minn hvíla í friði, og um síðir munu Ieiðir okkar liggja saman handan móðunnar miklu. Ér leit til Jesú, I jAs mér skein. Það Ijós er nú mín sól. er Ksir mór um dauðans dal. að Drottins náðarstól. Blessuð sé minning Sigurðar bróóur míns. Systir. Það er margs að minnast og margs að sakna nú er við kveðjum elskulegan föður okkar. Og nú viljum við, ásamt móður okkar þakka þær stundir, sem við áttum öll saman, er hann miðlaði okkar. Sérstaklega viljum við þakka guði það að við gátum öll verið saman síðustu jólahátíð, pabbi kom svo, færandi hendi. Litli afadrengurinn viil líka færa afa sínum þakkir fyrir hlýju og umhyggju við sig. Söknuður- inn er sár, en nú biðjum við góðan guð um að blessa minningu hans og leiða hann á hinni nýju lífs- braut. Hvíl þú i friði, friður guðs þig blessi. Skfn. guósins sól, á huRarhimni mfnum. sem hjúpar allt ( kærleiksgeislum þlnum. Þú. Drottinn Jesú. Iffsins Ijósió hjarta. ó. lýs nú mínu trúarveika hjarta. Þú varst mér þaó. sem vatn er þyrstum manni. þú varst mitt frelsi'f dimmum fangaranni og vængjalyfting vona barni lágu og vorsól vlrfk trúarhlómi smáu. Þú ert þaó Ivf. sem Iffsins græóir sárin, sú Ijúfa mund. sem harma þerrar tárin, minn hugarstvrkur. hjartans meginmáttur og minnar sálar hreini andardráttur. f Iffsins hretum fýkur flest í skjólin. og frænda'og vina mvrkvast kærieikssólin. Þú. Drottinn Jesús, hrelldum huga mfnum átt hlffó og skjól f náóarfaómi þfnum. Þú vegur eins hinn vesala og smáa og viróir jafnt þeim auóuga og háa. þú telur ei f tugum sljórra manna. þfn tala'er eitt á hjörtum þúsundanna. Ef einhver þig ei enn þá fundió hefur, sem öllum Ijós f dauóans mvrkrum gefur. ó, veit þá áhevrn veikum hænum mfnum. og vfsa þeim aó náóarfaómi þfnum. (höf. Ólína Andrósdóttir.) Eiginkona og börn. t Eiginmaður minn og faðir okkar SIGURÐUR KS. ÞÓRÐARSON Laufásvegi 48, andaðist að heimili sinu miðvikudaginn 9. marz Jarðarförin ákveðin síðar Margrét Árnadóttir og börn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa GÍSLA JÓNATANS EINARSSONAR Setbergi, Sandgerði Guðmunda Jónasdóttir. börn tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins mins og föður okkar, JÓHANNS GARÐARS BJÖRNSSONAR Ennfremur þökkum við læknum og hjúkrunarfólki á Landsspitalanum. Þórunn Sigurjónsdóttir og börn. Afmœlis- og minningargreinar Að marggefnu tilefni skal athygli vakin á þvi, að afmælis- og minningargreinar veróa að berast blað- inu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, aó berast i síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt meó greinar aóra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Sé vitnað til ljöða eða sálma skal höfundar getið. Greinarnar þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. t Jarðarför móður minnar, SIGURLAUGAR EYJÓLFSDÓTTUR, Hvammi, Landsveit, verður gerð frá skarskirkju laugardaginn 1 2 mars kl 2 eftir hádegi Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar, er bent á Kirkjugarðssjóð Skarðskirkju. F.h. systkinanna. Eyjólfur Ágústsson. t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför GUNNARS STEFÁNS MAGNUSSONAR, Rauðalæk Guð blessi ykkur öll Vigdis Stefánsdóttir, Eiríkur ísaksson, Kristín Eiríksdóttir, Sigrún Eiríksdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar ELLERTS JÓHANNSSONAR, bónda Holtsmúla Eiginkona, börn og barnabörn. Viðar Magnússon —Minningarorð Fyrir tæpu ári kvæntist Viðar öðru sinni amerískri stúlku, Nancy. Þrátt fyrir sjúkdóma og erfiðleika áttu þau mjög dýrmæt- an tíma saman. Nancy reyndist Viðari alveg einstök í hans sjúk- dósstríði og þvi hörmulegt, að þau skyldu ekki fá lengri tfma saman. Ég sendi eftirlifandi börnum Viðars einlægar samúðarkveðjur og vona að hlýleiki og mannlegur skilningur föður þeirra megi fylgja þeim. Ég vona líka að Guð AUCI.VSINtiASÍMINN EK: 22480 ENIM EITT TÆKNIUNDUR FRÁ CASIO SKEIÐKLUKKA 1 / 10 sek., millitimar DIGITALKLUKKA/ DAGATAL Quartz krist all nákvæmni H—15 sek/mán. sjálfvirk dagatalsleiðrétting um mánaðamót þ.m.t. hlaupár TÖLVA allar grunnreiknisaðferðir ásamt konstant o.fl. VEKJARAKLUKKA unnt er að stilla 4 mis- munandi tima á sólarhring. ÞYNGD 148 gr. smellur í vasann. kr. 20.850 - CASIO umboðið STÁLTÆKI, Vesturveri, S. 27510

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.