Morgunblaðið - 11.03.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.03.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1977 Vllf) ■W: MORö-dN- KAFf INU S-J. GRANI göslari Þa«) er btTsýnilega komin í það sýking! Það heppilega við svona ein- kennisbúninga er að við lftum allar eins út! F.g ætla að fá það sama og þessi með hattinn! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson I SÉRSTÖKU mótsblaði, sem út kom daglega meðan evrópumeist- aramót ungs fólks stóð yfir í Sví- þjóð, sfðastliðið sumar, var ís- Iensku spilaranna oft getið og birt spil eftir þá. Spilið í dag var birt í blaði þessu og sagt jafnframt, að íslend- ingarnir gætu greinilega leikið allar listir spilsins — þrátt fyrir heldur slakan árangur á mötinu. í spili þessu var spilaður lauf- samningur, í suður, á 11 borðum af 18. En aðeins í leiknum ítalía — ísland tókst varparspilurun- um, Sigurði Sverrissyni og Sverri Ármannssyni, að fá7 slagi. Suður gefur, allir utan. Norður S. K875 II. DG54 T. Á1095 L 4 Vestur Austur Hvað stendur þá á skiltinu? Niður- felling zetunnar van- hugsuð? Borist hefur bréf um mál- efni sem fremur lítið hefur verið til umfjöllunar að undanförnu, en það er um stafsetningu, einkum um zetuna. „Heiðraði Velvakandi! Löngum hefur það verið aðal allra islendinga að taka öllum breytingum með varúð. Jón Þor- láksson, þáverandi formaður íhaldsflokksins, sagði árið 1926, að ,,íhaldsmaðurinn“ sé „venju- lega aðgætnari, og þess vegna oft seinlátari til nýjunganna en um- rótsmaðúrinn. En af þessu leióir lika einatt það, að þegar íhalds- maðurinn eftir sina nákvæmari athugun, er orðinn sannfærður um gildi og gagnsemi einhverrar nýjungar, þá fylgir hann henni fram með meiri festu en umróts- maðurihn, sem ekki hefur gert eins miklar kröfur til sjálfs sín um rök fyrir nýbreytninni." Að mínum dómi var stafsetn- ingarbreytingin sem framkvæmd var síðsumars 1973 vanhugsuð. Rökin fyrir því að leggja niður zetuna voru alls ekki nægilega sterk til að réttlæta þá ringulreið sem alltaf skapast þegar hróflað er við stafsetningu. Ef við tökum t.d. barnaskólanemendur, þá er e.t.v. helmingur kennsluefnisins með zetu-stafsetningu, en hinn helmingurinn með essi. 4 dagblað- anna nota z en tvö ekki og fjöl- mörgum bókaútgefendum dettur ekki í hug að leggja niður zetuna. Eina afleiðing þessarar breyting- ar er ringulreið en það er einmitt hlutverk stafsetningarreglna að koma í veg fyrir slíkt. Eina hugsanlega réttlætingin fyrir afnámi zetunnar væri, að þessi breyting hafi verið nauðsyn- leg og óumflýjanleg. En því fer fjarri! í fyrsta lagi sýnir zetan ákaflega glöggt uppruna orða og i öðru lagi er hún ákaflega auð- lærð. Nei, ef einfalda hefði átt stafsetninguna hefði verið nær að ráðast á ypsílonið, því það er margfalt flóknara og órökréttara í islenzkri stafsetningu en zetan. Ég leyfi mér að skora á alla ,,ihaldssama“ þingmenn, eins og Helga Seljan, Sverri Hermanns- son og Gylfa Þ. Gíslason að berj- ast fyrir inntöku zetunnar i is- lenzka stafsetningu á ný. Með þökk fyrir birtinguna, Einar Örn Thorlacius". 0 Hvetur til endurskoðunar samræmdu prófanna Sextán ára nemandi í 3. bekk grunnskóia hefur ritað eftirfar- andi bréf og fjallar þar um sam- ræmdu prófin, sem hafa orðið til- efni mikilla umræðna og skoóana- skipta. „Mig langar til þess að koma á framfæri minni skoðun, varðandi hið svonefnda samræmda próf 3. bekkjar, í stærðfræði. Ég verð að segja að mikil óánægja ríkti meðal nemenda í minum skóla varðandi þetta próf. Mörg okkar litu jafnvel i fyrsta skipti augum ýmis tákn og annað sem kom fyrir í sumum dæmum prófsins. Auk þess álít ég að próf- S. 963 S. Á1042 II. Á3 II. K10876 T. KDG2 T. 864 L. K1073 Suður L 9 S. DG II. 92 T. 73 L. ÁDG8652 I lokaða herberginu opnaði ís- lendingurinn í suður á fjórum laufum, fékk að spila þau, fór þrjá niður, 150 til ítaliu. En í opna herberginu sagði suð- ur pass og Sverrir opnaði á einum tígli, norður doblaði, Sigurður sagði eitt hjarta en suður stökk i þrjú lauf, sem hann síðan spilaði. Sverrir fann besta útspilið, tíg- ulkóng, sem tekinn var með ás. Sagnhafi tók strax á trompás og spilaði siðan trompdrottningu. Sverrir tók á kónginn, tók einn tígulslag og skipti síðan í hjarta Tók á ásinn og spilaði aftur hjarta, sem Sigurður tók með kóngnum. Og þegar hann spilaði enn hjarta voru þrír slagir á tromp orðnir öruggir. Trompi sagnhafi með gosa, verða 10—7 Sverris slagir. En hann trompaði réttilega með lágu, Sverrir yfirtrompaði og spilaði Sigurði inn á Spaðaásinn. Og þeg- ar hann spilaði fjórða hjartanu sínu fékk Sverrir á lauftíuna. Þrír niður og spilið féll. Vel spiluð vörn, sem bjargaði tveggja impa tapi. ROSIR - KOSSAR - 0G DAUÐI Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 52 óhugsandi? spurði Christer seinlega Björn hrökk við og ég sá að hann varð að beita sig afli til að rjúka ekki upp og gefa Christer duglega á 'ann. En svo kaus hann þá leið að vera spaug- samur og kaldhæðinn. —.Iá, herra lögregluforingi, þér hafið náttúrlega miklu meiri revnslu en ég. Þér eruð kannski vanur þvf að fólk gangi um eins og ekkert sé eðlilegra og myrði aðra án þess að hafa til þess minstu ástæðu. —Tja, hvað því viðkemur þá . . Eg hef haft afskipti af all- mörgum mönnum, sem hafa orðið morðingjar fyrir miklu minni upphæð en þá sem þér eigið f vændum að fá ... — Hver? Ég? Hvaða peningar eru það? I þetta skiptið hefði ég na*st- um getað svarið að undrun hans væri ósvikin. —Viljið þér ekki vera svo eiskulegur að skýra fyrir mér um hvað þér eruð eiginlega að tala, áður en ég .. —Svona, svona. Svo að þér vissuð bara ekkert að þér eruð einn af aðalerfingjunum að auða*fum Malmers gamla. Nú, já, þér skuluð nú ekki fara að hlakka til of snemma. Margt getur gerzt áður en arfurinn verður borgaður út ... Ég skil reyndar ekki að þér skuluð verða svona hissa. Ég veit ekki betur en forstjórinn hafi alla tfð verið sérstaklega rausnar- legur við vður. Én ungi kennarinn virtist sem hann hefði misst málið. —Júú. Jú, jú. En það er allt annað mál. . . Hann hjálpaði miirgum ... mörgum öðrum en mér, sem honum fannst ástæða til að styrkja .. .En.. . . en. . . að arfleiða mig! Ég skil það ekki ....ég skil það hara alls ekki. Og moira gat Christer ekki togað upp úr honum. Hann fékk leyfi til að fara og reikaði f burtu eins og utan við sig. Við fórum aftur niður f kjallarann, en ekkert okkar gat fengið neinn botn f það hvað Björn Udgren hafði verið að vilja þar. Samtal Einar og Christer varð heldur ekki til að varpa neinu frekara Ijósi á þetta dularfulla mál... Reyndar fannst mér eins og rannsóknin öll byrjaði smátt og smátt að staðna eða hjakka f sama farinu næstu daga og hún einkenndist af ringlureið og óvissu. Starfsmenn rfkislög- reglunnar komu og fóru, hver einasta manneskja var vfir- heyrð hvað eftir annað. Anders Löving vann og stritaði frá morgni tii kvölds, en árangur- inn var svo magur að það var ekki einu sinni nægjanlegt til að halda áhuga blaðanna. Krufningin leiddi að siinnu f Ijós að Frederik Malmer hafði dáið af of stórum skammti af nitroglyserini, rannsóknin á kaffinu sem var í kaffinkönn- unni leiddi ekkert í Ijós — en hvorug þessara niðurstaðna hafði neitt fréttagildi fyrirokk- ur. Aftur á móti var hanzkamál Ottos mun áhugaverðara. Þegar Otto Malmer varað fara út f garðinn til að klippa visnaðar rósir á miðvikudags- kvöldið uppgötvaði hann að hanzkar sem hann notaði venjulega, voru horfnir af sfn- um venjulega stað — á hillu við eldhúsdyrnar. Hann lýsti ræki- lega þessum gúmmfhönzkum og það virtist flest benda til að einmitt þessa hanzka hefði morðinginn notað hina örlaga- rfku nótt. En þó að Anders Löving léti ffnkemba allt nágrennið reyndist ógjörningur að finna hanzkana. Kannað var af mikilli nákvæmni hvað allir viðkomandi höfðu verið aðgera sfðdegis á sunnudag, þegar við töldum að Malmer forstjóri hefði tekið á móti hinum dular- fuila gesti sfnum. En tfminn var langur — frá klukkan sex til átta eða jafnvel nfu, þegar forstjórinn var byrjaður að skrifa nýju erfðaskrána — og þvf var eðlilegt að ekki hefðu allir getað fylgst með öllum á þessum tfma. Sá listi sem Löving gerði varðandi þetta mál leit svona út. ATH. Allir nema Björn Udgren voru á hlaðinu klukkan 18.30. Flestir voru saman- komnir f eldhúsinu kl. 20.15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.