Morgunblaðið - 11.03.1977, Síða 32

Morgunblaðið - 11.03.1977, Síða 32
ai;<;lv sin<;asíminn er: 22480 |W*rfliwI>Ifltiííí FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1977 Sótt um að byggja 3 nóta- skip í Svíþjóð (JTGERÐIR þriggja aflasælla loðnuskipa, hafa sött um leyfi hjá Fiskveiðasjóði til að láta byggja stðr og fullkomin nðtaskip ( Svi- þjóð. Morgunblaðið hefur fregn- að að þetta séu útgerðir Eldborg- ar GK. Grindvfkings GK og Bjarna Ólafssonar AK. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðió hefur aflað sér eiga framangreind skip að ganga upp f nýsmíðina, sem hluti af kaupverði. Skipið, sem útgerð Eldborgar hefur hug á að láta smfða, mun vera stærst og er áætl- að burðarmagn u.þ.b. 1500 lestir af loðnu, hin tvö skipin eiga að Ketilspreng- ing veldur miklu tjóni á Þorlákshöfn Þorkákshöfn, 10. marz ÞAÐ ÓHAPP varð f nýlegu ein- býlishúsi hér laust fyrir hádegi f dag að ketilsprenging varð út frá rafmaghskyndingu. Brotnaði niður innveggur á milli þvotta- húss og eldhúss og lagðist hann niður yfir borðkrókinn. Enginn var heíma f húsinu þegar óhappið varð og var það svo sannarlega mikil mildi. Innbú allt er meira og minna skemmt f húsinu og allir gluggar brotnuðu að svefn- herbergisgluggum undan- skildum. Sérfræðingar frá öryggiseftir- Framhald á bls. 19 geta borið u.þ.b. 1000 lestir af loðnu. Fiskveiðasjóður og ríkisstjórn munu ekki enn vera búin að fjalla um þessa umsókn útgerðanna, en kaupverð skipanna er sagt vera á bilinu frá 850 millj. kr. til tæplega lega 1100 millj. kr. eftir stærð þeirra. Friðrik í 2.—7. sæti FIMMTA umferð afmælismóts þýzka skáksambandsins var tefld f gær f Bad Lautenberg og sömdu þeir Friðrik og Csom um jafntefli eftir 32 leiki. Friðrik hafði hvftt. Karpov vann Gerusel og er heims- meistarinn nú 1 /% vinningi á undan næstu mönnum, sem eru í 2.—7. sæti, en Friðrik er í þeim hópi. Önnur úrslit i gær urðu þessi: Miles vann Gligoric, Timman vann Wockenfuss, og þessir sömdu um jafntefli: Hiibner og Sosonko. Liberzon og Fuhrman.Anderson og Herman, og Kene á biðskák við Torre, sem hefur betri stöðu. Friðrik Ólafsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær- kvöldi að hann væri nokkuð ánægður með sinn árangur á mótinu, það sem af væri, nema hvað hann hefði orðið fyrir vonbrigðum með skákina við Timman. Hann hefði veri með unnið tafl, en síðan orðið að sætta sig við jafntefli, einfald- Framhald á bls. 19 Ábyrgðartrygging- in hækkar um 37 % RlKISSTJÓRNIN ákvað í gær að heimila 37% hækkun á iðgjöld- um ábyrgðartrygginga ökutækja, en Samband fslenzkra bifreiða- tryggingafélaga hafði óskað eftir 44% hækkun. Tryggingaeftirlitið mælti með 40% hækkun og aðili eins og Félag fslenzkra bifreiða- eigenda hafði talið 26,33% hækkun næga er það gaf umsögn um málið. Beiðni um 44% hækkun var send dómsmálaráðuneytinu, en tryggingaráðuneytið tók málið til afgreióslu. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. fékk í gær, mun eigin áhætta hvers bif- reiðastjóra verða óbreytt eftir þessa hækkunarákvörðun á iðgjöldunum, en jafnframt mun væntanleg greinargerð um þessa ákvörðun jafnvel í dag. (Ljósm. Mbl. Frióþjófur). STUND Á MILLI STRlÐA mætti kalla þessa mynd af vörubifreiðastjóranum, sem þarna sötrar kaffisopann sinn. Aðeins búið að frysta 3250 lestir af loðnu: Loðnuaflinn 462 þús. lestir í gær - nýtt met — Algjört löndunaröngþveiti orðið ENN veiðist mikið af loðnu og f gær var aðalflotinn að veiðum á svonefndu Ilrauni f Faxaflóa. Seint f gærkvöldi var alls búið að tilkynna um 462 þúsund tonna heildarafla á loðnuvertfðinni sem er heldur meira en metárið 1974, er 461,800 tonn veiddust alla vertfðina, en þá lauk loðnuvertfð fyrstu dagana f aprfl. Þó svo að loðnuveiðin hafi gengið vonum framar f vetur er ekki hægt að segja það sama um frystinguna, og f gær var aðeins búið að frysta 3250 lestir og menn óttast að nú fari hver að verða sfðastur að frysta loðnuna en alls var búið að semja um söiu á 10 — 12 þúsund lestum af frystri loðnu til Japans, þar sem loðnan er byrjuð að hrygna. A hinn bóginn má gera ráð fyrir að hægt verði að nýta mikið af loðnuhrognum f frystingu það er að segja ef hægt verður að landa loðnunni nokkurn veginn ferskri, en eins og nú er háttað f löndunarmálum skipanna verður svo ekki, þvf alls staðar kringum aðalveiðisvæðið er a.m.k. tveggja sólarhringa löndunarbið. þurfa því mörg skip að sigla með aflann. Eru þó nokkur á leið til Siglufjarðar. Hins vegar á mikill fjöldi skipa erfitt með að sigla með aflann Framhald á bls. 19 Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðió aflaði sér f gær, var alls búið að frysta 3250 lestir af loðnu á öllu landinu og eitthvað óverulegt magn af loðnu- hrognum. Hjá Sölumiðstöó hrað- frystihúsanna var búió að frysta 2000 tonn, hjá Sambandinu 600 og hjá ísl. umboðssölunni 650. Á allri loðnuvertiðinni í fyrra voru frystar rétt tæplega 5000 lestir af loðnu og um 800 tonn af hrognum, frystingin var samt með minna móti f fyrra vegna verkfalls yfir aðalveiðitímann. Það sem tafió hefur fyrst og fremst fyrir frvstingu að þessu sinni er að Japanir gera nú miklu meiri kröfur en áður til stærðar- innar á loðnunni, þannig að hún er miklu seinflokkaðri en áður. Þá vilja Japanir ennfremur að meira sé af hrygnu en áður i pakkningunum. Eina von manna til að hægt verði að frysta veru- lega mikið meira magn af loðnu er að ný loðnuganga komi og þá helzt suður með Vestfjörðum. Þá var Morgunblaðinu tjáð í gærkvöldi að til vandræða horfði nú í löndun á loðnu. A.m.k. tveggja sólarhringa löndunarbið er á öllum höfnum frá Vest- mannaeyjum til Akraness og Kínverjar kaupa ál fyrir 550 milljónir ÍSLENZKA Álféiagið hf. gekk nýlega frá sölusamningi við Kfnverja. Ætla Kfnverjar að kaupa 3000 tonn af áli, og á það að afgreiðast f júnf n.k. Kemur kfnverzkt flutningaskip hingað til lands til þess að sækja álið. Að sögn Ragnars Ilalidórssonar forstjóra ísal, er söluverðmæti álsins, sem Kínverjar kaupa, um 550 milljónir fslenzkra króna. Kínverjar hafa tvivegis áður keypt ál frá ísal, í bæði skiptin árið 1975. Var fyrsta pöntun þeirra 10.000 tonn og sú seinni 6.500 tonn, eða samtals 16.500 tonn. Fluttu kinversk flutn- ingaskip álið til Kina. Framfeiðslan í Straumsvík er nú í fullum gangi og sala góó aó sögn Ragnars Halldórssonar. Er framleiðslan seld næstum jafn- harðan og einnig hefur stöðugt gengið á birgðirnar, sem safn- ast höfðu saman í hrauninu við verksmiðjuna seinni hluta ársins 1975 og fyrri hluta ársins 1976, þegar sölukreppa var á áli í heiminum. Voru birgðirnar 26.000 tonn þegar mest var en eru nú 7000 tonn. Seltjarnarnes: „Húsa- rottur” á ferð „H(JSAROTTUR“ eru þeir þjófar gjarnan nefndir af lög- reglunni, sem brjótast inn í mannlaus hús og stela. Slfkir þjófar virðast vera á ferðinni á Seltjarnarnesi um þessar mundir. Á miðvikudagskvöld var brotizt inn í húsið Skála á Seltjarnarnesi. Brutu þjófarnir gluggarúðu í kjallara og komust þannig inn i húsið. Höfðu þeir á brott með sér 75 þúsund krónur í erlendum gjaldeyri. Á mánudagskvöldið var einnig brotizt inn í mann- lausa íbúð á Seltjarnarnesi. Framhald á bls. 19 Enn jafntefli og Spassky leiðir JAFNTEFLI varð í sjöttu ein- vigisskák Horts og Spasskys i gærkvöldi og hefur 5 skákum af 6 lyktað meó jafntefli, en Spassky hefur unnið eina. Hort stýrði hvítu mönnunum i gærkvöldi, en eftir 43 leiki blasti jafnteflið við og Spassky þáði jafnteflistilboð Horts þá samstundis. Næst mæt- ast skákmennirnir á Loftleiðahót- elinu á sunnudaginn og hefst skák þeirra þá klukkan 14. Á fjórða hundrað áhorfendur fylgd- ust með skákinni i gærkvöldi. Á blaðsiðu 17 er greint frá skák Horts og Spasskys í gærkvöldi og viðureign Friðriks og Csom á skákmótinu í V-Þýzkalandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.