Morgunblaðið - 03.04.1977, Blaðsíða 48
U (iI.VSIMiASÍMINN KK:
22480
í JtlorfiimbTnliiI)
isrr^nmMafoiifo
íiLÝSINíiASÍMINN EK:
22480
Jfl*rx(imí>TníiiIi
SUNNUDAGUR 3. APRÍL 1977
Vestfjarðaloðnan fundin:
„Á nokkuð eft-
ir í hrygningu”
segir Pétur Stefánsson skipstjóri á Pétri
Jónssyni sem búinn var að fá 200 lestir í gær
Togarar á Vestfjarðamiðum til-
Áhlaupið gengið niður
og f ærð með betra móti
—LOÐNAN sem við fáum
hérna er mjög falleg og á
nokkuð eftir í hrygningu,
en engu að síður eru
hrognin farin að losna í
henni, við erum búnir að
fá yfir 200 tonn í morgun
og Víkingur AK um 300
tonn, sagði Pétur Stefáns-
son, skipstjóri á Pétri Jóns-
syni RE 29, þegar Morgun-
hlaðið ræddi við hann í
gær, en þá voru Pétur
Jónsson og Víkingur að
loðnuveiðum 23 mílur frá
Bjargtöngum og 30 mílur
frá Kópi.
Banaslys
við bor-
inn Dofra
BANASLYS varð við gufuhorinn
Dofra f fyrrinðtt, þar sem hann
var að stiirfum í Ilelgadal í Mos-
fellssveit. Starfsmaður við bor-
inn, 37 ára gamall, féll úr tæp-
lega 5 metra hæð, þar sem hann
var við vinnu, og h!aut bana af.
Ekki er hægt að birta nafn
mannsins að svo stoddu, en hann
lætur eftir sig eiginkonu og börn.
Gufuborinn Dofri var að bora
eftir heitu vatn i Helgadal fyrir
Hitaveitu Heykjavíkur og er unn-
ið við borinn á vöktum allan sólar-
hringinn. Slysið varð um klukkan
hálffimm aðfararnótt laugardags-
ins. Var maðurinn að skrúfa sam-
an borstangir þegar hann féll.
Maðurinn var með hlffðarhjálm á
höfði en missti hjálminn við fall-
ið. Hlaut hann mikið höfuðmeiðsl
og var látinn þegar kom á slysa-
deild Borgarspítalans, en sjúkra-
lið var strax kallað á staðinn eftir
slysið.
kynntu um mikið magn af loðnu i
Víkurál í fyrradag og töldu hana
vel veidanlega. Það varð til þess
að Pétur Jónsson og Víkingur
fóru á þessi mið og komu þeir
þangað í gærmorgun. Telja marg-
ir að þarna sé Vestfjarðaloðnan
fundin, sem leitað hefur vcrið að i
allan vetur og venjulega hefur
gengið að Snæfellsnesi til að
hrygna.
— Það hefur verið erfitt að eiga
við loðnuna i morgun, sagði Pétur
skipstjóri á Pétri Jónssyni, mjög
mikill straumur er hér núna og
suðvestan 4—5 vindstig. Að auki
erum við með grunna nót núna,
sem bætir ekki úr skák. Hann
sagði að þeir væru búnir að kasta
nokkrum sinnum, og ekki nema
1—2 kösi heppnast sæmilega. Þá
sagði Pétur, að i fljótu bragði
virtist loðnumagnið þarna ekki
mikið, en taka bæri tillit til þess,
að þeir væru ekki búnir að leita
mikið á svæðinu. Sagðist Pétur
eiga von á, að betra yrði að eiga
við loðnuna er hún kæmi upp að
landinu til að hrygna.
Rannsóknarskipið Árni Frið-
riksson var á leið á þessar slóðir í
gær og var væntanlegt á miðin um
kl. 21 í gærkvöldi. Þá var vitað um
þó nokkur loðnuskip, sem voru
hætt veiðum, en fóru út aftur er
fréttist um þessa loðnu í gær-
morgun.
TUTTUGASTI og annar Lands-
fundur Sjálfstæðisflokksins verð-
ur haldinn 7.—10. maf n.k., en
það er miðstjórn Sjálfstæðis-
flokksins sem boðar til fundarins.
Fundurinn hefst með setningu í
Háskólabiói kl. 14 laugardaginn 7.
maí og verður síðan fram haldíð
8.—10. mai á Hótel Sögu. Megin-
NORÐANAlILAUPIÐ, sem gerði
í upphafi vikunnar, er nú gengið
niður og samkvæmt upplýsingum
Veðurstofunnar var búizt við þvf
að sunnanátt væri f uppsiglingu
vestanlands, sem fylgja myndi
verkefni landsfundarins verður
stefnumörkun Sjálfstæðisflokks-
ins og verða allir helztu mála-
flokkar þjóðmálanna ræddir i
starfshópum og álitsgerðir af-
greiddar.
Þá fer fram kjör formanns og
varaformanns flokksins og einnig
verður kosið í miðstjórn.
snjómugga og var gert ráð fyrir
að hún færðist austur yfir. Vfðast
var í gær orðið bjart á austan-
verðu landinu. Síðari hluta dags f
gær átti að byrja að snjóa f
Keykjavfk. Pálmasunnudagur
í maí
Landsfundir Sjálfstæðisflokks-
ins eru að jafnaði haldnir annað
hvert ár og hafa þeir æðsta vald i
málefnum flokksins. Flokkssam-
tök Sjálfstæðisflokksins kjósa
fulltrúa á fundinn, en alls hafa
milli 900 og 1000 fulltrúar rétt til
setu á fundinum.
gæti því orðið alhvítur, en sam-
kvæmt gamalli trú á veður ekki
að vera eins á pálmasunnudag og
páskum. Hvort það stenzt og
páskar verði rauðir sem veturinn
f Reykjavfk, skal ósagt látið.
Likur bentu til að lægð væri að
myndast milli Grænlands og ís-
lands í gær á sama hátt og gerðist
fyrir norðan áhlaupið i síðustu
viku. Ef hið sama gerðist mætti
búast við páskahreti, en óvíst var
í gær, hvort af þessu yrði. Megin-
ísinn var á svipuðum slóðum við
Grænland i gær og hann hefur
verið, en íshrafl hefur eins og
áður hefur komið fram rekið úr
honum og upp að landinu. Að
sögn Páls Bergþórssonar er
íshraflið svo lítið að það sést ekki
úr gervitunglum, en þrátt fyrir
það er ástæða til að skip sigli með
varúð fyrir Norðurlandi.
Hjörleifur Ólafsson, vegaeftir-
litsmaður hjá Vegagerð rikisins,
sagði i gær að það væri mesta
furða, hve færð hefði spillzt lítið i
norðanáhlaupinu. Víðast væri
færð góð, nema á Austurlandi.
Fært var um allt Suðurlands-
undirlendi og allt austur á Eski-
fjörð og góð færð var í Borgar-
fjörð, um Snæfellsnes og f Dala-
sýsslu að Svinadal, en hann var
talin ófær. Einnig var vegurinn
um Bröttubrekku ófær. Fært var
fyrir Klofning og stórum bílum
var fært fyrir Gilsfjörð.
í nágrenni Patreksfjarðar var
fært og greiðfært var milli Þing-
Framhald á bls. 26
Lagarfoss
17. skipið sem
siglir beint
á Nígeríu
EFTIR ÞVÍ sem næst verður
komizt mun ekki enn vera byrjað
að Iosa skreiðina úr Lagarfoss,
sem nú er I Port Harcourt f
Nfgerfu, en að sögn leigjenda
skipsins varð einhver seinkun á
skipsskjölum o'g voru þau
væntanleg til Port Ilarcourt nú
um helgina. Er búist við að um
leið og þau komi verði Lagarfoss
tafarlaust losaður .
Framhald á bls. 26
Það hefur enginn fúlsað við
framleiðslu minni ennþá
— segir Guðmundur Jónasson, sem rekur kjúklingabú 1 Straumi
— ÞAD býr nú enginn að stað-
aldri hér f Straumi aðrir en
hænuungarnir mínir, sagði
Guðmundur Jónasson, er Mbl.
hitti hann að máli f Straumi í
gærmorgun. Eins og skýrt var
frá f gær hefur heilbrigðisráð
Hafnarfjarðar lýst þvf yfir, að
það geti ekki leyft búsetu fólks
innan 1—2 km frá álverinu, en
Straumur fellur innan þess.
hrings. — Það er fylgzt ná-
kvæmlega með þessu hjá mér f
rannsóknastofunni að Keldna-
holti, sagði Guðmundur, og ég
veit ekki annað en að allt sé
með felldu.
Guðmundur er með 10.000
hænuunga i eldi að Straumi, en
ungana kaupir hann frá Móum
á Kjalarnesi. Hann leigir að-
stöðuna í Straumi, en hefur að-
eins stundað þetta í röskt ár.
Guðmundur Jónasson fyrir framan húsið
— Það hefur enginn fúlsað
við framleiðslu minni ennþá,
sagði Guðmundur, en hann lét í
ljós ugg um, að „æsikenndar
umræður" kynnu að hafa áhrif
þar á. — Það var nú í einu
dagblaðanna nýlega talað um
vanskapaðar hænur hérna, en
eins og þið sjáið, eru hér engar
hænur, aðeins ungar! TJt af fyr-
ir sig kom þessi tilkynning heil-
brigðisráðsins mér ekki á óvart,
en hér býr engínn maður að
staðaldri núna og ekkert finnst
athugavert við atvinnurekstur-
inn.
Aðspurður um það, hvort
hann hefði fundið til einhvers
hjá sjálfum sér, sem hann teldi
að rekja mætti til nágrennisins
við álverið, kvaðst Guðmundur
ekkert vilja segja í þeim
efnum.
Um 1000 fulltrúar á landsfundi
Sjálfstæðisflokksins
Stefnumörkun aðalmál fundarins