Morgunblaðið - 03.04.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.04.1977, Blaðsíða 1
80 SIÐUR 76. tbl. 64. árg. SUNNUDAGUR 3. APRÍL 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. MORGUNBLAÐINU I dag fylgir 20 slSna AkureyrarfalaS. Starfs- menn MorgunblaSsins fóru til Akureyrar F vikunni og unnu þeir blaSiS ásamt Sverri Pálssyni, fréttaritara MorgunblaSsins á Akureyri. Útgáfa blaSsins er liSur F þvF aS efla tengsl Morgun- blaSsins viS landsbyggSina. Þessi mynd er ein af mörgum sem skreytir blaSiS, en hún sýnir nokkrar af starfsstúlkum ÚtgerSarfélags Akureyringa hf. Ljósm. Mbl. Friðþjófur. * * pP Miklar umræður um sjónvarpsgervi- hnött Norðurlanda Ilf'lsingfors. 2. apríl. Frá Fétri J. Eiríks- syni. UHRÆÐUM á Norðurlandaráðs- þingi var haldið áfram f dag og spönnuðu þær vftt svið, allt frá sjónvarpsgervihnetti Norður- landa, aðgerðir gegn pólitfskum hermdarverkum, ffkniefnamál og orkumál. Þá hafa verið samþykkt- ar fjölmargar tillögur frá ráð- herranefndinni og einstökum fulltrúum áþinginu. Umræðurnar um sameiginlegan sjónvarpsgervihnött Norðurlanda hafa aðallega snúizt um það hvort samstarfi Norðurlanda eigi að vera þannig háttað eftir að gervi- hnötturinn verður tilbúinn til notkunar, að hægt verði að ná sjónvarpsdagskrá annarra Norðurlanda i einstaka landi eða hvort gerð skuli samnorræn dag- skrá. Ræðumenn hafa flestir lagt Framhald á bls. 41. Segir Kennedy- mordid samsæri Washinj'ton, 2. aprfl Reuter. HOLLENZKl BLAÐAMAÐUR- INN Willem Oltmans heldur því fram að olfuauðkýfingar f Texas og kúbanskir útlagar hafi staðið bak við morðið á John Kennedy forseta og leyniþjónustan CIA og alrfkislögreglan FBI hafi verið við málið riðin. Oltmans segir að heimildarmað- ur sinn sé menntaskólakennari í Dallas sem er fæddur f Rússlandi, George de Mohrenschildt, sem fannst látinn af skotsárum í vik- unni og virðist hafa ráðið sér bana. Hann skýrði frá þessu þegar hann hafði borið vitni fyrir þing- nefnd sem hefur hafið nýja rann- sókn á dauða Kennedys forseta og Martin Luther Kings. Oltmans kvað de Mohrenschildt hafa sagt sér að hann hefði verið vinur tilræðismannsins Lee Harvey Oswalds og að þeir hefðu skipulagt morðið á Kennedy í sameiningu. Talsmaður fjölskyldu látins olíuauðkýfings, H.L. Hunt, segir að ásakanir um að Hunt hafi verið viðriðinn samsæri gegn Kennedy og þekkt Lee Harvey Oswald sé hugarburður. FBI kveðst rann- saka bréf sem sagt er að Oswald hafi skrifað „Mr. Hunt“ skömmu eftir tilræðið. Ræna átti Olof Palme Stokkhólmi, 2. aprfl AP. HRYÐJUVERKAMENN sem voru handteknir f Stokkhólmi f gær ætluðu að ræna Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra, og Anna-Greta Leijon, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra, að því er sænsku blöðin sögðu f dag. Sænskir embættismenn stað- festu að einn hinna handteknu væri Vestur-Þjóðverjinn Norbert Kröcher sem var látinn laus í sam- lYamhald á bls. 4.1. „Nei, það voru engar hetjur” HÓPAR sérfræðinga frá þremur löndum, Spáni, Hol- landi og Bandarfkjunum leggja nú nótt við dag við rannsóknir á mesta flugslysi sögunnar, sem varð á Tenerife fyrir réttri viku. Eftir helgi er búizt við að kunngerð verði samtöl þau, sem voru á segulbandsspólum f svörtu kössunum f flugstjórnarklefum risa- þotnanna tveggja, en talið er að þau geti gefið skýringu á þvf hvers vegna hollenzki flugstjórinn Z.A. Veldhuisen yfirflugmaður KLM og virtastur f hópi flugmanna félagsins, hóf flugtak meðan PanAm- þotan var enn á flugbrautinni f akstri f flugtaksstöðu. En meðan beðið er eftir niðurstöðum rannsóknanna birtast stöðugt fleiri frásagnir þeirra, sem lifðu þennan harm- leik af. Líklegast verður aldrei hægt að lýsa martröðinni þann- ig að fólk raunverulega skilji hvað gerðist þessar örlagarfku sekúndur á Tenerifeflugvelli en óneitanlega rennur fólki kalt vatn milli skinns og hör- unds við lestur frásagnanna. Eini Bretinn, sem var með PanAm-þotunni og komst lífs af var John Cooper flugvélstjóri hjá PanAm. Hann skýrði frétta- manni Daily Mail svo frá slys- inu: „Ég sat ásamt nokkrum öðrum í setustofunni á 2. hæð fyrsta farrýmis, beint fyrir aft- an flugstjórnarklefann. Allt i einu sveigði þotan til vinstri og hefur Grubbs flugstjóri þá ver- ið að reyna að komast úr vegi KLM-þotunnar og sekúndu sið- ar varð ægileg sprenging og fremsti hluti þotunnar rifnaði hreinlega frá. Ég geri mér ekki enn grein fyrir því hvernig ég komst í burtu og enn síður get ég skilið hvers vegna ég slapp með smáskrámur." Bandaríkjamaðurinn Herbert Waldings var einn af þeim heppnu, sem gat gengið I burtu og hann sýndi þá hetju- dáð að snúa aftur að brennandi vítinu og bjarga manni, sem hékk fastur á vængnum. Hann sagði fréttamanni New York Times þannig frá: „Ég man ekki gerla hvað gerðist fyrst eftir sprenginguna, en allt í einu stóð ég á vængnum og þá var eins og ég vaknaði af svefni. Eg stökk niður á braut- ina og hljóp í burtu en þegar ég leit um öxl sá ég mann stökkva af vængnum en buxur hans festust á einhverju og hann hékk hjálparlaus. Ég hljóp til baka og gat losað hann og síðan hlupum við saman i burtu.“ John Cooper ráfar um flak PanAm-þotunnar nokkrum klukkustundum eftir að hann bjargaðist. Hann skilur ekki hvernig hann komst Iffs af. Þegar fréttamaðurinn benti honum á að hann hefði drýgt þarna mikla hetjudáð sagði Walding: „Nei, við vorum eng- ar hetjur, við gerðum aðeins það sem verður að gera.“ Og hann grúfði andlitið i höndum sér og brast I grát. Ed Hess, framkvæmdastjóri matvælafyrirtækis i Phoenix Arizona, sagði svo frá: „Ég sat með konu minni á fyrsta far- rými þegar sprengingin varð. Augnabliki siðar voru eldtung- ur um allt og fólk reyndi i örvæntingu að finna sér leið gegnum logana. Ég skil ekki hvernig við komumst lífs af, því að ég held að við höfum verið lokuð inni i farþegaklefanum i allt að 10 mínútur þótt ég geri mér grein fyrir að tfmaskyn mitt kunni að hafa verið brenglað. Þá varð allt i einu sprenging og farþegaklefinn rifnaði i 2 eða þrjá hluta og veggurinn opnaðist rétt hjá okkur. Eg þreif i konu mína og við stukkum út.“ Hesshjónin brenndust bæði illa, sérstak- lega frúin, sem liggur i gjör- gæzlu með brunasár yfir mest- an hluta líkamans. Þannig hugsar teiknari brezka blaðsins Daily Mail sér að áreksturinn hafi orðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.